Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 8
HEILBRIGÐISMÁL Landsmenn notuðu
bólgueyðandi lyf og gigtarlyf
fyrir 660 milljónir króna á síðasta
ári. Kostnaður við einungis þessi
lyf jókst um hvorki meira né
minna um 90 milljónir króna. Þar
munar mest um svokölluð coxib-
lyf, sem eru tiltölulega ný af nál-
inni en mjög dýr. Heildarsala
þeirra úr apótekum nam 257 millj-
ónum króna með virðisaukaskatt
á síðasta ári. Coxib-lyfin vega því
þungt í heildarlyfjakostnaði
landsmanna, þegar um er að ræða
bólgueyðandi og gigtarlyf.
Þetta kemur fram í nýjum töl-
um heilbrigðisráðuneytisins um
notkun landsmanna á gigtarlyfj-
um og bólgueyðandi lyfjum á ár-
unum 1994-2003. Almennri
greiðsluþátttöku í þessum lyfjum
verður nú hætt í sparnaðarskyni,
samkvæmt ákvörðun ráðuneytis-
ins.
Innflutningur á coxib-lyfjum
hófst árið 2000. Á því ári nam
notkunin tæplega fjórum dag-
skömmtum á hverja þúsund íbúa.
Á síðustu þremur árum ríflega
þrefaldaðist notkunin.
Þá hefur notkun á öðrum lyfja-
flokki, sem inniheldur íbúfen,
meir en fjórfaldast á undanförn-
um árum, frá 1994-2003.
Eggert Sigfússon, lyfjafræð-
ingur hjá heilbrigðisráðuneytinu,
sagði að þótt notkun þessarar
nýju lyfja hefði aukist verulega
þá væri athyglisvert að ekki
drægi úr notkun annarra gigtar-
og bólgueyðandi lyfja sem verið
hefðu fyrir á markaðinum.
„Almennur árangur af þessum
nýju lyfjum er meðferðarlega
ekkert betri heldur en af eldri
lyfjunum,“ sagði Eggert. „Þó
kemur fyrir að þeir sem ekki þola
eldri lyfin geti notað hin nýrri, því
þau fara betur með magann.“
Spurður um aukaverkanir cox-
ib-lyfjanna sagði hann að varað
hefði verið við aukaverkunum í
hjarta ef fólk væri veilt fyrir.
jss@frettabladid.is
8 17. apríl 2004 LAUGARDAGUROrðrétt
SPÁNN, AP Jose Luis Rodriguez
Zapatero, leiðtogi Sósíalista-
flokksins og nýkjörinn forsætis-
ráðherra Spánar, heitir því að
berjast af krafti gegn hryðjuverk-
um og gera úrbætur á velferðar-
kerfinu til að bæta stöðu kvenna,
samkynhneigðra og fjölskyldu-
fólks.
Spænska þingið samþykkti
skipan Zapateros í gær. 183 þing-
menn af 350 greiddu honum at-
kvæði sitt að loknum eins og hálfs
dags þingumræðum. „Komum
okkur að verki“ sagði Zapatero
þegar úrslitin voru kunngjörð.
Sósíalistaflokkurinn, sem áður
var í stjórnarandstöðu, vann
óvæntan sigur í þingkosningunum
14.mars, þremur dögum eftir að
hryðjuverkaárásina í Madríd sem
kostaði 191 mann lífið. Flokkurinn
fékk 164 þingsæti og vantar því
tólf sæti upp á hreinan meirihluta
en nokkrir smærri flokkar styðja
sósíalista.
Zapatero var andvígur innrás
Bandaríkjanna í Írak ólíkt forvera
sínum Jose Maria Aznar. Nýi for-
sætisráðherrann hefur heitið því
að kalla spænskar hersveitir heim
taki Sameinuðu þjóðirnar ekki við
friðargæslu í Írak fyrir 30.júní.
„Við verðum að draga Spán út úr
heimsstyrjöldinni“ segir Zapa-
tero. ■
Þrautseigur Indverji:
Þreytir
lokapróf
í 35. skiptið
INDLAND Tæplega sjötugur Ind-
verji er nú að búa sig undir loka-
próf í menntaskóla. Eitthvað hef-
ur skólagangan vafist fyrir
Shyoram Yadav, því frá árinu
1969 hefur hann reynt að ná loka-
prófinu en alltaf fallið.
Þessi brokkgenga skólaganga
hefur haft víðtæk áhrif á líf
Yadav því í viðtali við BBC sagð-
ist hann ekki ætla að gifta sig
fyrr en hann hefði náð prófinu.
„Menntunin er einfaldlega það
mikilvægasta í lífinu,“ segir
Yadav.
Það er ekki neitt eitt fag sem
hefur vafist sérstaklega fyrir
Yadav heldur hefur hann fallið
á mismunandi prófum frá ári til
árs. ■
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 87. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 ] VERÐ KR. 295
ÞjóðleikhússtjórinnKlofningur meðal leikhúskvenna
Samfésþjófur Stal 5milljónum og sóaði íafríska svikamyllu
Konan
sem
skekur
Hæstarétt
Hjördís Hákonardóttir dómstjóri í nærmynd DV.Samviskusöm, vinnusöm og fáguð heimskona.Hafnað af dómsmálaráðherra en gefst aldrei upp.
Hjördís er sögð háttvísi héraðsdómarinn. Bls. 9Uppáhaldsfrændi Davíðs Játaði fáfræði í Evrópurétti og konan þorir ekki lengur að lesa dagblöðin Bls. 8
Háttvísi héraðsdómarinn
Bls. 15
Bls. 16
Augnsamband við könguló
„Mér er illa við pöddur. Sérstak-
lega er mér illa við köngulær. Ég
rakst á eina úti í New York síð-
asta sumar sem var svo stór að
ég náði augnsambandi við hana.“
Jón Gnarr ræðir um það sem hann óttast mest.
Morgunblaðið, 16. apríl.
Enginn efast um þetta
„Björn [Bjarnason] er heiðarleg-
ur og grandvar maður og vill
gera hlutina rétt.“
Gunnar I. Birgisson þingmaður um jafnréttis-
málin og dómsmálaráðherra. DV, 16. apríl.
Var þetta þetta þá Opinber-
un Davíðs?
„Nú eru sjónarmið forsætisráð-
herra gagnvart opinberum eftir-
litsstofnunum yfirleitt kannski
ekki sérstaklega jákvæð, eins
og endurspeglaðist í myndinni
um Opinberun Hannesar...“
Birgir Guðmundsson fjallar um gagnrýni forsæt-
isráðherra á eftirlitsstofnun EFTA. Fréttablaðið,
16. apríl.
Zapatero kjörinn forsætisráðherra Spánar:
Lýsir stríði á hendur
hryðjuverkamönnum
NÝR FORSÆTISRÁÐHERRA SPÁNAR
Jose Luis Rodriguez Zapatero, 43 ára lögfræðingur, hefur tekið við embætti forsætisráð-
herra á Spáni.
GIGTARLYFIN VEGA Æ ÞYNGRA
Landsmenn innbyrtu gigtarlyf og bólgueyðandi lyf fyrir 660 milljónir í fyrra. Mestu munar
um notkun nýjustu flokka gigtarlyfja.
Gigtarlyf fyrir 660
milljónir króna
Landsmenn slógu öll met í notkun gigtarlyfja í fyrra og jókst kostnaður vegna lyfjanna um 90
milljónir frá fyrra ári. Notkun nýjustu gigtarlyfjanna hefur þrefaldast á síðustu þremur árum og
nota Íslendingar ríflega tvöfalt meira af lyfjunum en önnur norræn lönd.
SUÐUR KÓREA, AP Dick Cheney,
varaforseti Bandaríkjanna, skor-
aði á bandamenn Bandaríkjanna í
Asíu sem hafa herlið í Írak að
vera staðfastir gagnvart þeirri
ógn sem nú ríki í Írak vegna upp-
reisnar og gíslatöku.
Cheney sem fundaði með
æðstu ráðamönnum Suður-Kóreu
þakkaði þeim fyrir þann stuðning
sem þeir hefðu veitt Bandaríkjun-
um í Íraksstríðinu en Suður-Kórea
hefur bæði herlið í Írak og
Afganistan.
Cheney lauk opinberri heim-
sókn sinni í Asíu í gær eftir að
hafa heimsótt Kína, Japan og Suð-
ur-Kóreu síðustu daga. Áður en
hann fór hvatti hann ráðamenn
þessara þjóða til að gera meira til
að reyna að hamla kjarnorku-
vopnaáætlun Norður-Kóreu. Hann
sagði að ef Norður-Kóreumenn
fengju að þróa kjarnorkuvopn sín
myndi skapast gríðarleg hætta á
því að þau yrðu seld hæstbjóð-
anda, þar með talið al-Kaída. ■
CHENEY
Þakkaði Suður-Kóreumönnum
stuðninginn.
Cheney kemur heim frá Asíu:
Hvatti bandamenn
í stríðinu í Írak