Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 14
Evrópuþing skáta verður sett íLaugardagshöll í kvöld klukk- an átta og stendur fram á mið- vikudagskvöld. Um er að ræða sameiginlegt þing drengja- og kvenskátabandalaganna. Mikill fjöldi skáta sækir þingið heim og koma þeir frá flestöllum löndum álfunnar. Guðmundur Pálsson, upplýs- ingafulltrúi þingsins, segir þetta stórt og mikið verkefni: „Það var alveg kominn tími á að halda þetta þing hér því síðast var það haldið hér á landi árið 1975.“ Hann segir einnig að meginmarkmiðin með þinginu séu eins og með önnur þing og bætir við: „Þarna verða lagðar línurnar fyrir skátahreyf- inguna í Evrópu. Það verður sett fram stefnumótun um hvernig skuli standa að málum á næstu árum og svo framvegis.“ Hann segir vera góð og öflug samskipti milli Íslands og annarra Evrópulanda þótt óneitanlega séu samskiptin mest við Norðurlöndin og svo Bretland og Þýskaland. „Netið hefur auðveldað samskiptin og í raun eflt þau, sem við höfum verið dugleg við að nýta okkur. Það er enda meiri ferðakostnaður hjá okkur en flestum öðrum. Annars eru skátar í Evrópu duglegir við að deila hugmyndum og vinna saman.“ Til þingsins eru skráðir um 450 þingfulltrúar og segir það meira en mörg orð um umfang þess. „Það er auðvitað frábært að fá svona stóran viðburð hingað til lands og er góð auglýsing fyrir skátahreyfinguna í heild sinni. Þátttakan fór fram úr okkar björt- ustu vonum þannig að við erum búnir að sprengja utan af okkur allt gistirými hérna í bænum en náðum að koma fólki í gistingu í Keflavík og víðar. Þetta verður ekkert annað en gaman,“ sagði skátinn spræki, Guðmundur Páls- son, að lokum. ■ Heimurinn fylgdist spennturmeð þegar bandaríska tungl- ferjan Apollo 13 gerði tilraun til að lenda aftur á jörðu með áhöfn- ina heilu og höldnu á þessum degi fyrir 34 árum síðan. Sex dögum áður hafði Apollo 13 verið skotið upp frá Canaveral- höfða í Flórída með þá James A. Lovell, John L. Swigert og Fred W. Haise innanborðs. Áætlað var að lenda á Fra Mauro á tunglinu. Eft- ir tveggja daga ferð sprakk súr- efnistankur númer tvö í geimferj- unni og Lovell sendi margfræg skilaboð til jarðar; „Houston, við eigum í vanda“. Þá kom í ljós að ekki væri nægjanlegt flæði súr- efnis, rafmagns og vatns. Því var hætt við lendingu á tunglinu og geimfarar auk stjórnenda í Houston reyndu að finna neyðar- lausnir til að koma ferjunni aftur til jarðar. Förinni hélt áfram í kringum tunglið en svo var snúið aftur í langa ferð aftur til jarðar. Mikil vandkvæði voru á að koma jafnvægi á ferjuna og við- halda súrefni auk þess sem nægj- anlega orku þurfti til að geimferj- an myndi ekki brenna upp þegar hún kæmist aftur inn í lofthjúp jarðar. Þann 17. apríl lauk svo þessari för með því að Apollo 13 lenti í Kyrrahafinu og lifðu allir geimfararnir af. Árið 1995 var svo gerð kvikmynd um þessa för með Tom Hanks í hlutverki Lovell. ■ ■ Þetta gerðist 1610 Henry Hudson hefur ferð sína sem leiðir til að hann finnur Hudson-flóa. 1711 Konungur Austurríkis og Þýskalands, Jósef I, deyr úr bólusótt. 1790 Benjamin Franklin deyr í Fíla- delfíu, 84 ára. 1941 Júgóslavar gefast upp fyrir herjum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. 1960 Rokk og ról söngvarinn og gítaristinn Eddie Cochran deyr af völdum sára sem hann fékk í árekstri daginn áður. 1961 Innrásin í Svínaflóa á Kúbu mistekst. 1.500 kúbverskir út- lagar láta lífið. 1975 Rauðu Kmerarnir ná yfirstjórn á höfuðborg Kambódíu Phnom Penh. 2003 Dr. Robert Atkins, höfundur Atkins megrunarkúrsins deyr, 72 ára. APOLLO 13 Úr kvikmynd sem gerð var um þessa hættusömu för til tunglsins. Apollo snýr aftur 14 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur er 57 ára. Gylfi Gröndal ritstjóri er 67 ára. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur er 54 ára. Kristinn Björns- son, stjórnarfor- maður Straums, er 54 ára. Ég er ekki hræddur Út er komin bókin Ég er ekkihræddur eftir ítalska rithöf- undinn Niccoló Ammaniti. Bókin segir frá Michele Amitrano, sem minnist sumarsins 1978 fyrst og fremst sem sumarsins sem hann fann barnið í holunni. Michele gengur ásamt fleiri börnum fram á gamalt hálfhrunið hús og fyrr en varir eru þau flækt í óreiðukennd- an draum hinna lánlausu um betra líf fyrir norðan. Í fréttatilkynn- ingu segir að Ammaniti sé einn allra vinsælasti rithöfundur Ítala um þessar mundir. Paolo Turchi þýddi. ■ 17. apríl 1970 GEIMFARIÐ APOLLO 13 ■ Snýr aftur til jarðar eftir miklar bilanir. Evrópuþing skáta Á FIMMTA HUNDRUÐ ÞÁTTTAKENDA ■ Góð auglýsing fyrir skátahreyfinguna á Íslandi. SEAN BEAN Töffarinn meðal annars úr myndunum um Hringadróttinssögu er 46 ára. 17. apríl Það var spriklandi fjör á 18.öldinni,“ segir Ragnhildur Bragadóttir, formaður félags um átjándu aldar fræði, en fé- lagið er tíu ára um þessar mundir. Af því tilefni efnir það til afmælisþings í sal Þjóðar- bókhlöðu á 2. hæð í dag klukkan 13.30, „Við héldum fjörugt þing í febrúar, um lífið og listina. Þá mættu svo margir að það þurfti að taka niður veggina í Þjóðar- bókhlöðunni til að allir kæmust fyrir og hefðu rúm til að anda. Nú verður það þyngslin sjálf. Það verður fjallað um sögu fé- lagsins í gegnum tíðina og efni sem varðar rannsóknir á sviði átjándu aldar fræða.“ Til hátíð- arbrigða mun svo kjarninn úr félaginu fara út í Viðey að borða á eftir. „Félagið hefur notið mikils velvilja og fundir þess verið óskaplega vel sóttir, þar sem við reynum að hafa fyrir- lestrana áhugaverða og að- gengilega almenningi. Í félag- inu eru um 170 manns, en vegna þess að við erum meðlimir í heimssamtökum átjándu aldar fræða og þurfum að greiða með hverjum félagsmanni þurfum við reglulega að afskrá þá sem ekki greiða árgjaldið. Ef svo væri ekki gætum við verið hátt í 300 manns. Við viljum samt að sem flestir taki þátt í félags- störfum hjá okkur, því þó svo að þetta sé fræðafélag er fram- setning erinda þannig að allir geta notið áheyrnar. Þetta er líflegt félag og mikið fjör í kringum þetta.” ■ Afmæli FÉLAG UM ÁTJÁNDU ALDAR FRÆÐI ER 10 ÁRA ■ Heldur afmælisþing í Þjóðarbókhlöð- unni klukkan 13.30 í dag. Margir áhugasamir um 18. öldina Evrópuþing skáta í Laugardalshöll GUÐMUNDUR PÁLSSON Evrópuþing skáta, sem er gríðarlega stórt verkefni, hefur ekki verið haldið hér á landi síðan 1975. Guðrún Þorsteinsdóttir, Bræðraborgar- stíg 31, Reykjavík, lést fimmtudaginn 1. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður lést miðvikudaginn 14. apríl. Katrín Héðinsdóttir, Stórholti 37, lést fimmtudaginn 1. apríl. Útförin hefur far- ið fram í kyrrþey. RAGNHILDUR BRAGADÓTTIR Formaður félags um átjándu aldar fræði segir félagsstarfið mjög líflegt. 11.00 Guðlaug Þorsteinsdóttir, Uppsöl- um, Hálsasveit, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju. 13.30 Kristín Erlendsdóttir, frá Eystri Hellum, Gaulverjahreppi, Egils- braut 9, Þorlákshöfn verður jarð- sungin frá Þorlákskirkju. 14.00 Anna S. Guðmundsdóttir, Seyð- isfirði, verður jarðsungin frá Seyð- isfjarðarkirkju. 14.00 Einar Björnsson frá Ingunnar- stöðum, Kjós, verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.