Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 26
Sikileysk vín hafa getið sér gott orð fyrir síaukin gæði og hagstætt verð undanfarin ár. Eitt helsta vínhús eyjunnar er Casa Vinicola Calatrasi, sem er í Jatódalnum sunnan höfuð- borgarinnar Palermó. Það er kennt við Calatrasi-fjölskyld- una sem framleiðir fjölmörg gæðavín og þekkja margir Ís- lendingar eflaust t.d. Accademia del Sole. Terre Di Ginestra Nero D’Avola er framleitt úr nero d’avola-þrúgunni að mestu en shiraz-þrúgunni er blandað saman við að einum tíunda til að auka mýktina. Tæplega helmingur vínsins hefur legið í nýjum og ársgömlum frönskum eikartunnum. Með fallegum rauðfjólubláum lit, þægilegum ilmi, djúpu og fylltu ávaxtabragði, löngu og þægilegu eftirbragði. Hentar einstaklega vel með pasta- og rísréttum sem og ostum. Á Mundus Vini-sýningunni í Þýskalandi fékk þetta vín silfurverðlaun og bronsverðlaun á International Spirit Challenge 2003 í Englandi. Vinavisen í Danmörku gefur víninu 4 stjörnur af 5 mögulegum. Kraft- mikið vín nýtur sín best 18˚C heitt. Verð í Vínbúðum 1.390 kr. Terre Di Ginestra: Sikileyjarsókn! Ólívfur eru ómissandi í matargerð Miðjarðarhafslandanna, en þessi litli ávöxtur þykir afar bragðgóður og olían úr honum talin hafa marga heilsu- samlega kosti. Ólífur fást í ótal mismunandi útgáfum, en þær vaxa þó allar af sömu trjánum. Litur þeirra og stærð fer eftir því hvenær á vaxtartímabil- inu þær eru tíndar og hvernig þær eru meðhöndlaðar. Heitan og suðrænan ilm af olíum og krydd- um leggur út á gangstéttina fyrir utan Laugaveg 40 þar sem Iðunnarapótek var áratugum saman. Í því húsi hefur ekta ítalskur matur tekið við af mixtúrum og plástrum. Veitingastaðurinn Rosso Pommo- doro, sem var opnaður í febrúar, hefur þeg- ar slegið í gegn. Það verður ekki á Ítalann logið. Hann nær til hjartans í gegnum mag- ann. Elfar Ingimarsson heitir maðurinn sem stendur að staðnum og niðri í kjallara reyndist næði til skrafs. „Svona stað hefur greinilega vantað í flóru veitingahúsa hér á landi,“ byrjar hann spjallið og lýsir svo starfseminni. „Við erum með ekta ítalskan mat. Flytjum inn hráefnið frá Napólí, ostana og skinkuna, olíuna og kryddið og hér eru ítalskir kokkar að störfum. Þetta er gert nákvæmlega eins og úti á Ítalíu enda er Rosso Pommodoro veitingahúsakeðja. Verðið er í lægri kantinum og húsvínið ódýrt. Allt fer þetta greinilega vel í fólk. Á mánudögum erum við stundum með 180 manns í mat og um helgar tökum við hér inn um 350 manns á kvöldi frá 18 til 11. Þá þrísetjum við salinn.“ Elfar hefur verið búsettur í Mílanó í átta ár og lært markaðsfræði og auglýsinga- gerð. Þar vakti Rosso Pommodoro athygli hans. „Það voru tveir staðir rétt hjá mér, alltaf smekkfullir og röð út á götu. Mér fannst þetta svo athyglisvert að ég ákvað að prófa þetta hér á landi. Bjóst við einhverri traffík en tæplega svona mikilli. Keðjan úti opnar þetta með mér, sér um aðhald og stendur á bak við mig. Í því er mikið öryggi fólgið. Þetta er átjándi staðurinn sem opn- aður er í Evrópu.“ Elfar kveðst hafa gert samning um að opna svona staði á Norðurlöndunum og er skuldbundinn til að opna einn stað á ári næstu fjögur árin. Stefnir næst á Dan- mörku. „Ég er aðeins byrjaður að kíkja í kringum mig í Köben eftir húsnæði,“ segir hann og kveðst bjartsýnn á að hitta í mark þar líka. ■ Orkuþeytingar Hressingarskálans: Myntur, rauðrófur og hunangsmelóna Orkudrykkir af ýmsu tagi hafa notið mikilla vinsælda undan- farið, en allt verður leiðigjarnt til lengdar og því er um að gera að prófa sig áfram með nýjar samsetningar. Einar Helgi Jónsson, kokkur í Hress- ingarskálanum, tók vel í að setja saman nýstárlega drykki fyrir nýjungaþyrsta matgæð- inga og ljóstrar hér upp upp- skriftunum sem lesendur geta spreytt sig á heima. Morgunverðar-Mojito 1 appelsína 1 banani 5 blöð af ferskri myntu safi úr hálfu lime ísmolar Skrælið appelsínuna og skerið í 4 parta, skellið þessu öllu svo saman í blandarann og þeytið. Rauðrófu- og grape- þeytingur 1 rauðrófa 1/2 rautt grape smá hunang ísmolar Sjóðið rauðrófuna þar til hún er mjúk og kælið. Setjið svo allt í blandarann og þeytið. Hunangs- melónuþeytingur 1/4 af hunangsmelónu 100 ml ab-mjólk safi úr 1/2 lime limelauf (fæst hjá Nings) ísmolar Allt sett í blandarann og þeytt vel saman. Gulrótar- og engiferþeytingur 100 g soðnar gulrætur 1 appelsína 1 tsk. ferskt engifer safi úr 1/2 lime ísmolar Sjóðið gulræturnar þar til þær eru mjúk- ar og kælið, skrælið appelsínuna, setjið síðan allt í blandarann og þeytið vel. Bolla-fjölskyldan hefur stundað víngerð í Veneto-héraðinu á Ítalíu í yfir 120 ár en saga ættarinnar í veitingarekstri er mun lengri því ættfaðirinn Abele Bolla var orðinn nafnkunnur veitingamaður í Soave, austan Verona, um miðja 19. öld. Árið 1909 fékk Bolla sín fyrstu gullverðlaun af mörgum fyrir vín sín á hátíð nokkurri í Bologna. Enn þann dag í dag heldur Bolla fast í hefðirnar við framreiðslu á vínum sínum en þó í takt við nútíma- tækni og þróun. Á ítölskum dögum gefst áhugafólki um ítölsk vín tæki- færi á að kynnast vínunum frá Bolla á lækkuðu verði. Bolla Le Poiane Valpolicella Classico Le Poiane dregur nafn sitt af al- gengum litlum ránfugli í hlíðum og fjöllum Veronese. Vínið er þurrt og kraftmikið vín frá Veneto-héraðinu á Norður-Ítalíu og er framleitt eftir Ripasso-aðferðinni sem gefur víninu aukna dýpt og jafnvægi. Vínið hentar vel með kjötréttum eins og lambi, nauti og roastbeef, sem og grilluðum kjúklingi. Fæst í flestum Vínbúðum og kostar 1.390 kr. á Ítölskum dögum. Bolla Sangiovese di Romagna Kemur frá héraðinu Emilia Romagna og er alfarið unnið úr sangiovese-þrúgunni. Vínið er ávaxtaríkt með krydduðum tónum kirsuberja, ásamt safaríkum keimi plóma og rifsberja. Tilvalið pizzavín og hentar einnig vel með pastarétt- um, grísakjöti og grilluðum kjúkl- ingi. Verð í Vínbúðum á Ítölskum dögum 1.090 kr. Bolla Pinot Grigio Ber yfirbragð sumarsins með angan sítrusávaxta, melóna og af ferskj- um. Vínið er létt með góða mýkt og hentar því vel léttari réttum eins og léttkrydduðum kjúklingi, salati, súpum og pasta. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 990 kr. á Ítölskum dögum (var áður á 1.190 kr.). Ítalskir dagar í Vínbúðum Vönduð vín á lækkuðu verði Elfar Ingimarsson Segir viðtökur veitingastaðarins Rosso Pommodoro hafa farið fram úr björtustu vonum. Í miðri viku velja flestir pizzu Ofninn er gerður úr 400 litlum steinum úr fjalli í grennd við Napólí. Hefðin bak við hönnunina er um 300 ára gömul. Fólk getur auðveldlega fylgst með bakstrin- um Hann fer fram innan við gler úti við dyr. Rosso Pommodoro: Nær til hjartans í gegnum magann FRÉTTAB LAÐ IÐ /PJETU R FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI Ítalskir dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.