Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 44
32 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR
TONY PARKER
Tony Parker, franski bakvörðurinn í liði San
Antonio Spurs, reynir að koma boltanum í
körfuna framhjá Michael Doleac hjá Den-
ver Nuggets í leik liðanna í NBA-deildinni
á dögunum. San Antonio vann leikinn 93-
67 og mætir Memphis Grizzlies í úrslita-
keppninni sem hefst í dag.
Körfubolti
FÓTBOLTI Evrópumeistarar
AC Milan hafa níu stiga for-
ystu í A-deildinni á Ítalíu
fyrir leiki helgarinnar. Aðeins
fimm umferðir eru eftir og því
miklar líkur á því að Milan takist
að tryggja sér titilinn. Liðið sæk-
ir Siena heim í dag, sem er í 12.
sæti.
AS Roma er í öðru sæti, níu
stigum á eftir Milan og á leik til
góða. Liðið mætir Modena á
morgun og þarf að vinna til að
eiga möguleika á titlinum.
Juventus er tíu stigum á eftir Mil-
an í þriðja sæti og á enn tölfræði-
lega möguleika. Liðið mætir
Parma á morgun, sem hefur inn-
an sinna raða hinn 21 árs Alberto
Gilardino. Hann hefur skorað 17
mörk á leiktíðinni og gætti strítt
varnarmönnum Juventus. ■
BORÐTENNIS Þetta er mikill heiður
fyrir Guðmund því Malmö er ann-
að af tveimur sterkustu liðum
Svíþjóðar og mun væntanlega
leika í meistaradeild Evrópu á
næsta tímabili. Sænska deildin,
sem hefst í september, er ein sú
sterkasta í heimi á eftir þýsku
deildinni og því ljóst að Guð-
mundar bíður bæði krefjandi og
skemmtilegt verkefni.
„Þetta er mjög stórt stökk
fyrir mig. Það verður gaman að
takast á við þetta en erfitt,“ sagði
Guðmundur í spjalli við Frétta-
blaðið. Guðmundur hefur leikið í
Noregi undanfarin tvö ár en búið
í Malmö. Varð hann Noregsmeist-
ari í síðasta mánuði með liði sínu
B72. Í Noregi tapaði Guðmundur
ekki leik allan tímann sem hann
lék þar og segir hann það allt ann-
að fyrir sig að spila í Svíþjóð
heldur en í Noregi, þar sem hann
fékk ekki mikla keppni.
Guðmundur, sem varð Íslands-
meistari í ellefta sinn á dögunum,
hefur sett sér skýr markmið fyrir
komandi ár. „Mig langar að spila í
þýsku deildinni og vil verða einn
af bestu borðtennisspilurum í
heiminum. Menn hafa verið að
toppa í íþróttinni um 29 ára aldur-
inn og það kemur í ljós næstu 3-4
árin hvort ég hef tekið nægum
framförum. Síðan stefni ég líka á
Ólympíuleikana árið 2008.“
Guðmundur, sem er 21 árs, á
einnig möguleika á því að taka
þátt í Ólympíuleikunum í Aþenu í
sumar. Hann mun keppa á úrtöku-
móti fyrir leikana sem haldið
verður í Austurríki í næsta mán-
uði. Aðeins þrír keppendur kom-
ast áfram á leikana af nokkur
hundruð spilurum og því ljóst að
sú barátta verður hörð. Guð-
mundur mun einnig heyja sjón-
varpseinvígi í Kína þann 25. júní
við þarlendan landsliðsmann.
Verður einvíginu sjónvarpað
víðsvegar um landið enda er
borðtennis ein vinsælasta íþrótt
Kínverja.
Guðmundur er um þessar
mundir í 185. sæti á heimslistan-
um í borðtennis. Hækkaði hann
sig um 140 sæti á síðasta ári og
því ljóst að hann hefur tekið mikl-
um framförum undanfarið. Gam-
an verður að fylgjast með fram-
göngu hans á meðal þeirra bestu
á næstu árum.
freyr@frettabladid.is
BORÐTENNIS Kínverjinn Hu Dao
Ben, þjálfari íslenska landsliðsins í
borðtennis, hefur miklar mætur á
Guðmundi Stephensen og telur það
afar hollt fyrir hann að fá nú tæki-
færi til að spila á meðal þeirra
bestu.
„Það er mjög mikilvægt að Guð-
mundur æfi stíft. Borðtennis er
íþrótt þar sem aldrei má slaka á eða
taka sér hlé frá æfingum ef menn
ætla að ná framförum. Tækni hans
núna er ágæt en hann þarf að halda
meiri stöðugleika í viðureignum
sínum,“ sagði Hu Dao. Hann nefnir
sem dæmi að Guðmundur hafi oft
unnið spilara sem hafi verið langt
fyrir ofan hann á heimslistanum en
síðan tapað fyrir öðrum sem hafi
verið töluvert fyrir neðan. Þetta
þurfi hann að laga og með aukinni
alþjóðlegri reynslu muni það smám
saman takast. Að sögn Hu Dao gæti
Guðmundur náð langt í framtíðinni
og það fljótt. „Ef hann æfir vel get-
ur hann fljótt komist í 40. til 50. sæti
á heimslistanum sem yrði mjög góð-
ur árangur.“ ■
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ólympíufararnir
Þórey Edda Elísdóttir, Örn Arnar-
son og Guðmundur Guðmunds-
son, þjálfari karlalandsliðsins í
handbolta, fengu í gær þjálfun í
að búa sig andlega undir keppni á
Ólympíuleikunum.
Þjálfunin fór fram í Osló í Nor-
egi og voru þar samankomnir
íþróttamenn frá fimm Evrópu-
löndum; Finnlandi, Noregi, Tyrk-
landi, Svíþjóð og Íslandi. Þjálfun-
in er liður í undirbúningi íþrótta-
fólksins fyrir Ólympíuleikana í
Aþenu í sumar og fór fram á veg-
um VISA Europe, eins aðalstyrkt-
araðila leikanna.
Íþróttafólkið naut handleiðslu
tveggja margfaldra ólympíuverð-
launahafa og var markmiðið að
fræða fólkið um ýmsar aðferðir
til að glíma við það andlega álag
sem fylgir þátttöku á leikunum.
Leiðbeinendur voru portúgalski
langhlauparinn Rosa Mota, sem
hefur bæði unnið til brons- og
gullverðlauna á Ólympíuleikum,
og Bretinn Steve Redgrave, sem
hefur fimm sinnum unnið til gull-
verðlauna í róðrarkeppni á
Ólympíuleikum. ■
GUÐMUNDUR STEPHENSEN
Verður í góðum höndum hjá Malmö FF
enda er liðið eitt af þeim betri í Evrópu.
Malmö FF í Svíþjóð:
Eitt af sterk-
ustu liðum
Evrópu
BORÐTENNIS Lið Malmö FF, sem
Guðmundur Stephensen hefur
gengið til liðs við, hefur orðið
meistari í Svíþjóð sjö sinnum á
síðustu 15 árum og er eitt af
sterkustu liðum Evrópu í borð-
tennis. Um þessar mundir á liðið í
harðri baráttu við Halmstad um
sænska meistaratitlinn. Þjálfari
liðsins er Kínverjinn Hu Wei Zin
sem var landsliðsmaður Kínverja
á árum áður.
Samherjar Guðmundar hjá
Malmö verða ekki af lakari kant-
inum: Martin Monrad, 28 ára
landsliðsmaður frá Danmörku og
margfaldur danskur meistari,
Tian Zichao, 26 ára Kínverji, sem
lék með stórliðinu Düsseldorf í
Þýskalandi í fyrra sem varð deild-
armeistari og vann meistaradeild
Evrópu og Cyprian Asamoah frá
Svíþjóð. Hann er 21 árs og einn af
bestu ungu leikmönnum Svíþjóð-
ar og núverandi Norðurlanda-
meistari. Yfirþjálfari Malmö er
Peter Starz sem er einn besti og
virtasti þjálfarinn í dag og er
hann jafnframt landsliðsþjálfari
Dana í borðtennis. ■
BRENTON BIRMINGHAM
Verður aðstoðarþjálfari hjá Njarðvíkingum
á næstu leiktíð.
Brenton Birmingham:
Áfram hjá
Njarðvík
KÖRFUBOLTI Brenton Birmingham
hefur samið við Njarðvíkinga um
að leika áfram með liðinu á næstu
leiktíð. Hann mun jafnframt
starfa sem aðstoðarþjálfari liðs-
ins við hlið Einars Árna Jóhanns-
sonar, sem nýlega tók við liðinu af
Friðriki Ragnarssyni.
Einar verður einnig yfirþjálf-
ari körfuknattleiksdeildar Njarð-
víkur á næstu leiktíð. Brenton,
sem er 32 ára, á að baki fjölmarga
leiki með Njarðvík, en liðið tapaði
í undanúrslitum Íslandsmótsins í
ár fyrir Snæfelli. ■
M
YN
D
/V
IL
H
EL
M
M
YN
D
/R
Ó
B
ER
T
ÓLYMPÍUFARAR
Þórey Edda Elísdóttir, Örn Arnarson og
Guðmundur Guðmundsson voru í góðra
manna hópi í Osló í gær.
Íslenskir ólympíufarar á faraldsfæti:
Fengu andlega þjálfun í Osló
Stórt stökk hjá
Guðmundi Stephensen
Borðtennisspilarinn Guðmundur E. Stephensen hefur samið til eins árs við sænska úrvalsdeild-
arliðið Malmö FF og leikur með því næsta tímabil.
GUÐMUNDUR STEPHENSEN
Guðmundur varð Íslandsmeistari í 11. sinn á dögunum. Hann ætlar sér stóra hluti í framtíðinni í borðtennisíþróttinni.
M
YN
D
/R
Ó
B
ER
T
Landsliðsþjálfarinn um Guðmund:
Þarfnast meiri
stöðugleika
■ Tala dagsins
9