Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 12
Er það virkilega svo að ríkis-stjórn Íslands hafi samþykkt frumvarp Björns Bjarnasonar þar sem ætlast er til að Íslendingar sem eiga erlenda maka þurfi að sanna ást sína fyrir yfirvöldum verði þess krafist? Er það virki- lega svo að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt frumvarp Björns Bjarnasonar þar sem lögreglu er heimilt að hlera síma án þess að fá til þess heimild dómstóla? Er það virkilega svo að ráðherrar í ríkis- stjórninni segi að lög sem eru túlkuð gegn vilja eins þeirra séu börn síns tíma og eftir þeim sé ekki farandi? Er þetta virkilega svona? Já, það er svo. Þannig er komið að ríkisstjórn Íslands vill að þeir útlendingar einir sem eru giftir Íslendingum geti fengið landvistarleyfi hér á landi sem orðnir eru tuttugu og fjögurra ára gamlir. Þá skiptir engu hver staða þeirra er annars. Þeir geta þess vegna átt börn með Íslendingi og verið í farsælu hjónabandi. Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt frumvarp þar sem útilokað er að Íslendingur og maki hans, sem er yngri en tutt- ugu og fjögurra ára, geti átt heim- ili á Íslandi. Þessi sama ríkisstjórn hefur þá einnig samþykkt að heimildir verði auknar til að gera leit á heimili fóllks sé einhvers staðar grunur um að hjónaband sé með öðrum hætti en staðall yfirvalda segir til um, sé það sem kallað er málamyndahjónaband. Í stað þess að bregðast við því vanda- máli, sé það til staðar, hefur rík- isstjórn Íslands orðið einhuga um að efast um alla sem eru yngri en tuttugu og fjögurra án þess hirða nokkuð um stöðu fólks, vonir og væntingar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt fleira. Möguleikar þeirra sem hafa gifst Íslendingum, það er að segja eftir að aldursmörkum er náð, til að fá ættingja sína til sín eru þrengdir. Aftur koma til aldurs- mörk, en þau eru í þessu tilfelli ekki bundin við tuttugu og fjögur ár. Nei, nú verða ættingjarnir að vera orðnir sextíu og sjö ára til að mega koma til Íslands. Ástæðan er sögð vera sú að þetta sé nauðsyn- legt til að raska ekki atvinnumark- aði hér á landi. Þetta er gert þrátt fyrir að viðurkenndar rannsóknir austan hafs og vestan sanni að þetta stenst ekki. Samt hefur ríkis- stjórn Íslands samþykkt að setja þess konar höft á fólk. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera næst til að koma í veg fyrir að fólk móti sjálft líf sitt? Hversu langt á að ganga í eftirliti með borgurunum og hvort er æðra, lögin eða ráðherrann? Og ber ekki dómsmálaráðherra, rétt eins og öðrum, að virða lögin í landinu, eða er smekkur hvers og eins það sem á að gilda? ■ Heildarendurskoðun á leiða-kerfi Strætó bs. stendur nú yfir. Vagnar eiga að aka á nýjum leiðum frá og með ágúst á þessu ári. Í stað þess að einangra endur- skoðunina við vinnu sérfræðinga í lokuðum bakherbergjum er nú farin sú leið að kynna hugmyndir að breyttu leiðakerfi á undirbún- ingsstigi. Þetta er tilraun til að fá fram viðbrögð, leita ábendinga og hugmynda að því sem betur má fara. Í þessu skyni hafa verið haldn- ir fundir á vettvangi sveitarfélag- anna sjö sem að Strætó bs. standa. Meðal annars hefur verið fundað með hverfaráðum í Reykjavík til að hægt sé að meta tillögurnar út frá sjónarmiðum hvers hverfis. Sum þeirra hafa boðað til opinna funda þar sem kallaðir eru til full- trúar skóla, stofnana og ólíkra hópa og samtaka. Önnur hyggja á slík fundahöld á næstunni. Fjöldi gagnlegra ábendinga hefur komið fram á þessum fundum. Þar sem ljóst er að kynning á opnum fundum nær ekki til allra sem áhuga hafa á málefninu hefur Strætó bs. nú birt drög að nýju leiðakerfi á heimasíðu sinni www.bus.is. Þar er jafnframt gef- inn kostur á að setja fram fyrir- spurnir og ábendingar til þeirra sem vinna að endurskoðun leiða- kerfisins. Notendur strætó og aðr- ir íbúar geta því milliliðalaust komið á framfæri skoðun sinni á því hvort strætó sé á réttri leið! Bætt þjónusta Yfirlýst markmið endurskoð- unarinnar er að bæta þjónustuna og tvöfalda hlut almenningssam- gangna á næstu árum. Engum þarf að blandast hugur um mikil- vægi þess að vel takist til. Ef strætó á að verða raunhæfur val- kostur kallar það á aukna tíðni meginleiða, styttri ferðatíma og einföldun akstursleiða. Þetta er einmitt meginninntakið í hinu nýja leiðakerfi. Til að ná settum markmiðum án þess að auka kostnað verður leiðum fækkað úr 35 í 18. Skil- greindar verða 6 stofnleiðir sem flytja eiga farþega oft, hratt og vel úr fjölmennustu hverfum og búsetukjörnum höfuðborgar- svæðisins. Þessum leiðum er jafn- framt stefnt að fjölmennustu vinnustöðum borgarinnar, skól- um, miðborginni og öðrum svæð- um sem rannsóknir hafa sýnt að straumurinn liggur til. Af fyrstu hugmyndum má ráða að umtalsverðar breytingar verða frá núverandi leiðakerfi, biðstöðvar færast til og göngu- leiðir breytast. Í því ljósi er gríð- arlega mikilvægt að sem flestir láti málið til sín taka á undirbún- ingsstigi. Tækifærið er einstakt. Og þótt augljóst sé að sitt muni sýnast hverjum um nýjar leiðir vagnanna blandast vonandi eng- um hugur um að Strætó bs. er sannarlega á réttri leið með nú- tímalegum vinnubrögðum við undirbúning þessa mikla umbóta- máls. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um útlendingalög, hleranir og virðingu fyrir lögunum. 12 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hvar hafa dagar lífs þíns litsínum glatað?“ spurði Jó- hann Jónsson af nokkurri angist í ljóði sínu Söknuði, sem ort var á þriðja áratugnum. Það er greini- lega einnig tregi, þótt hann sé af öðru tagi en hjá skáldinu, sem býr að baki umræðufundi á Ak- ureyri í dag um „Verkalýðs- hreyfinguna og stjórnmálin“, að minnsta kosti bendir fundarboð- ið, sem sent var út í vikunni, til nokkurs sálarstríðs og söknuðar fundarboðenda eftir fyrri tíð. Liturinn sem þeir sjá eftir er þó ekki lífsins farfi, sem Jóhann hafði í huga, heldur hinn rauði litur stéttabaráttunnar. „Sú var tíðin að verkalýðs- hreyfingin lét mikið að sér kveða í íslenskum stjórnmálum,“ segir í boðsbréfinu, sem kemur frá Stefnu, félagi vinstri manna. Muni ég rétt er þetta félagsskap- urinn sem baráttufólk úr Alþýðu- bandalagi og Kvennalista stofn- aði í lok tíunda áratugarins, en hefur síðan haft frekar hægt um sig eftir að afkvæmið Vinstri hreyfingin – grænt framboð komst á legg. Frummælendur á fundinum eru tveir. Annar er Jó- hannes Ragnarsson verkamaður, sem komst í blöðin um daginn þegar hann kvartaði yfir því að flokkurinn sinn, VG, væri „al- gjörlega einangraður frá al- mennu verkafólki“ og honum stýrt af „millistéttarkerlingum“. Sá Steingrímur J., forstjóri flokksins (sem svo má líklega kalla eftir launahækkunina frægu í vetur) ástæðu til að setja ofan í við hann fyrir orðbragðið. Hinn ræðumaðurinn er Aðal- steinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Þegar hreyfingin var og hét Í bréfinu er minnt á hver við- fangsefni verkalýðshreyfingar- innar voru þegar hún var og hét. „Nefna má baráttu fyrir atvinnu og launum á krepputímum, fyrir almannatryggingum (sjúkra-, elli-, örorku-, fjölskyldubótum, barnalífeyri o.fl.), baráttu gegn NATO-aðild, fyrir útvíkkun land- helginnar, fyrir félagslegu hús- næði og fleiru, sem verkalýðs- hreyfingin öðrum fremur setti á dagskrá. Verkalýðsforingjarnir voru meginþátttakendur í sam- félagsumræðunni og á bak við þá stóð verkalýðshreyfing sem virkt afl, tilbúin að knýja fram kröfur og markmið með aðgerðum.“ „Gegnir verkalýðshreyfingin líku hlutverki í dag?“ spyrja Stefnumenn og benda á að ekki vanti stórmál í samfélagsum- ræðuna: „einkavæðing ríkis- fyrirtækja, markaðsvæðing sjávarútvegs og síðan sam- félagsins alls, stuðningur Íslands við árásarstríð og heimsvalda- brölt, fjórfrelsið í Evrópu, al- heimsvæðing viðskiptanna,“ eins og það er orðað í kunnuglegum stíl, sem maður man eftir úr Þjóðviljanum sáluga (og saknar svolítið, þótt ég vilji ekki bera það um of á torg). „Er glatað ei glatað?“ Ekki veit ég hvernig þeir Að- alsteinn og Jóhannes munu svara þessum spurningum og fleirum sem þeir hreyfa, en tónninn í fundarboðinu bendir sem sagt frekar til þess að þeir vilji gjarn- an að verkalýðshreyfingin rísi á ný til fyrri stöðu. En er það raun- hæft? „Er glatað ei glatað?“ svo enn sé vitnað í Söknuð Jóhanns Jónssonar. Eru það ekki órar ein- ir að ætlast til þess að verkalýðs- hreyfingin fari að taka upp vinnubrögð gamla tímans, kreppu-, hafta- og verðbólgu- áranna? Verður hún ekki eins og aðrir að sætta sig við að „tíminn er fugl sem flýgur hratt“ og laga sig að nýjum heimi, nýjum verk- efnum og nýjum væntingum? Sú trú var útbreidd fyrr á tíð að styrk sinn sýndi verkalýðs- hreyfingin helst með ósveigjan- legum launakröfum og verkföll- um. Að hún öðlaðist áhrif, völd og virðingu með því að setja þjóðfélagið á annan endann í kjaradeilum. Að verkafallsverð- ir í hlutverki skömmtunarstjóra fyrir mjólk og bensín væru mennirnir sem þjóðin þyrfti á að halda. Sigur en ekki uppgjöf „Þetta hélt ég líka lengi vel,“ sagði ein reyndasta kempa verkalýðsbaráttunnar við mig í samtali um þessi efni fyrir nokkrum misserum. „En ég upp- götvaði síðar að þessu var alveg öfugt farið. Þessi hegðun var veikleikamerki okkar, en ekki til marks um styrk hreyfingarinn- ar.“ Raunverulegum árangri í launamálum hefði verkalýðs- hreyfingin fyrst náð þegar hún horfðist í augu við staðreyndir at- vinnu- og efnahagslífs, þegar hún hætti að berjast fyrir kauphækk- unum og fór á níunda áratugnum að leggja áherslu á kaupmáttinn. Ég held að þetta sé rétt hjá honum. Mesta afrekið vann verkalýðshreyfingin ekki á kreppuárum hinna rauðu fána heldur með þjóðarsáttinni og hljóðlátum samningum í kjölfar hennar sem lögðu grundvöll að þeim stöðugleika og hagvexti sem við höfum notið í hálfan ann- an áratug. Samkomur verkalýðs- félaganna 1. maí minna í dag að sönnu frekar á skrúðgöngu skáta á sumardaginn fyrsta en hina gömlu baráttufundi með vígorð- um sínum og rauðum fánum. En í þeirri staðreynd er ekki fólgin uppgjöf verkalýðshreyfingarinn- ar heldur mesti sigur hennar. ■ Vonbrigði Sjálfstæðismenn hafa oft valdið mér vonbrigðum. Það er sorglegt að flokkur sem stofnaður er út frá hug- sjónum einstaklingsfrelsis skuli hýsa meðlimi sem svo oft falla í gryfju ráðlyndis og útþenslu ríkis- valdsins. Sitjandi kirkjumálaráð- herra er einn slíkra vonbresta, og er nýjasta dæmið frumvarp hans, þing- mál nr. 749 um breytingar á lögum um útlendinga nr. 96 frá 2002. RÚNAR ÓLI BJARNASON Á FRJALSHYGGJA.IS Fylgir ekki alþjóðalögum Bushman hefur gefið Ariel Sharon og kompaníi leyfi til að innlima stóran hluta herteknu svæðanna á vesturbakkanum í Ísraelsríki. Þetta telur hann alveg sjálfsagt þó það sé í trássi við alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu Þjóðanna. Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart, því „Tvöfaltvaff“ hefur hing- að til ekki séð ástæðu til að fylgja alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna, þvert á móti. HJÖRTUR EINARSSON Á SELLAN.IS Aukin skattheimta Ég heyrði fyrir skömmu í fréttum RÚV að vitnað var í Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar. Tilvitn- unin var þess efnis að nú þyrfti að hækka skatta í Svíþjóð til að fjár- magna velferðarkerfið ef halda ætti því á sama stigi og verið hefur. Ekki átti að hækka skatta einstak- linga samkvæmt fréttinni heldur ættu fyrirtækin í landinu að greiða meir til samfélagsins. Hvort það verður gert með því að hækka launatengd gjöld eða með því að hækka laun og þar með skattahlut- fallið kom ekki fram. Þess ber að geta að launafólk greiðir nú þegar um 60% af launum sínum í skatta að jafnaði. GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON Á HRIFLA.IS Forgangsmál D-lista? Það segir meira en mörg orð um minnihlutann í borgarstjórn ef af- staða hans er sú, að það sé for- gangsmál að knýja R-listann til að auka útgjöld og skuldir borgarinnar með því að borgin greiði kostnað af íþróttafulltrúum fyrir íþróttafélögin. VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS Um daginnog veginn GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■ telur að verka- lýðsbarátta kreppu-, hafta- og verð- bólguára eigi ekki við lengur. Verkalýðshreyf- ingin og nútíminn ■ Af netinu Hversu langt á að ganga? Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ hrósar nútímalegum vinnubrögðum Strætó bs. STRÆTÓ Notendur strætó og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins geta nú milliliðalaust komið á fram- færi skoðun sinni á því hvort strætó sé á réttri leið í væntanlegu leiðakerfi. Er strætó á réttri leið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.