Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 36
24 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR
Um 60-80% af öllum nýjumvörum sem koma á markað í
Bandaríkjunum eru teknar úr
sölu nokkrum mánuðum síðar
þar sem neytendur líta ekki við
þeim. Vörurnar geta verið af
ýmsum toga, allt frá tómatsósu í
úðabrúsa og tannkremi sem
hægt er að tyggja til hefðbundn-
ari framleiðslu á borð við gos-
drykki og kex.
Árið 1999 voru um 26 þúsund
vörur kynntar sem aldrei áður
höfðu sést á markaði í Banda-
ríkjunum. Aðeins örfáar slógu í
gegn en langflestum var ýtt úr
búðarhillum eftir skamma stund
og fáir sem engir muna eftir
þeim í dag.
Mistök leiða til nýrra tæki-
færa
Í Ithaca í New York er starf-
rækt miðstöð sem gengur stund-
um undir nafninu Safn mis-
heppnaðra hugmynda. Miðstöð-
in heitir í raun og veru New
Products Showcase and Learn-
ing Center og er rekinn af stofn-
anda hennar, Robert nokkrum
McMath. Miðstöðin hefur að
geyma margar af þeim vörum
sem hafa komið á markað í
Bandaríkjunum á síðustu ára-
tugum en náðu ekki til neytenda
og var kippt úr sölu.
Hugmynd McMath að safninu
var í raun tilviljunum háð. Í
kringum 1970 sinnti hann því
aukastarfi að safna upplýsing-
um um vörur í Bandaríkjunum
sem ekki fengust í Evrópu.
Hann fór á vörukynningar sem
haldnar voru í New York og ná-
grenni og fékk nokkrar prufur
af hverri vöru, sem hann sendi
svo viðskiptavinum sínum í Evr-
ópu. Sumar vörurnar vildu við-
skiptavinirnir kaupa en aðrar
ekki og fyrir vikið safnaðist upp
dágott safn hjá McMath. Að
nokkrum árum liðnum voru vör-
urnar orðnar um 70 þúsund tals-
ins. McMath komst nokkru
seinna að því að framleiðendur
höfðu áhuga á safninu þar sem
þeir gátu bæði fengið hugmynd-
ir að nýjum vörum og dregið
lærdóm af því hvaða vörur náðu
ekki á markað. Í safni McMath
er aðallega að finna áþreifanleg-
ar vörur eins og mat en sjálfur
segir hann að það megi draga
dágóðan lærdóm af þeim sem
tengist framleiðslu. „Mistök
leiða til nýrra tækifæra“ er
slagorð hans.
Ísdesert í örbylgjuofn
McMath segir enga eina
ástæðu vera fyrir því að sumar
vörur nái til neytenda en aðrar
ekki nema „að allt þarf að ganga
upp“.
„Ef neytendur vita ekki af
þörfinni er erfitt að bjóða þeim
lausn,“ sagði McMath í samtali
við blaðið Business í Bandaríkj-
unum. „Stundum geta framleið-
endur búið til þörf hjá neytend-
um en það er ákaflega dýr leið.“
Safn McMath er nú geymt í
sérhönnuðu 7.400 rúmmetra
geymslurými og er mikil aðsókn
í það. Meðal þess sem þar má
finna er heimasíður sem áttu að
bylta sölu á hinum og þessum
vörum. Engu var til sparað við
gerð heimasvæðanna en þegar
þau voru síðan opnuð með millj-
óna kostnaði hafði enginn áhuga
á þeim. Sömu sögu var að segja
af ísdesert sem hita átti í ör-
bylgjuofni, kartöfluflögum í
kanínulíki, kjúklingi sem átti að
setja í brauðrist, hvítlauksköku
og kattamat sem átti að baka en
kettirnir höfðu engan áhuga á.
Milljarðar í markaðsrann-
sóknir
Fyrirtæki um allan heim
leggja á ári hverju marga millj-
arða í markaðsrannsóknir og
-setningu sem felast meðal ann-
ars í auglýsingum, rýnihópum,
skoðanakönnunum og svo fram-
vegis. Á síðasta ári eyddu
bandarísk fyrirtæki um 6,2
milljörðum Bandaríkjadala í
markaðsrannsóknir. Í þeim felst
meðal annars að reyna að safna
gögnum um hvað það er sem
stjórnar hugsunum neytenda
þegar kemur að kauptengdum
ákvörðunum. Þessar upplýsing-
ar reyna fyrirtækin að nýta sér
til að koma nýjum vörum á
markað. Þrátt fyrir alla þessa
eyðslu breytist hlutfall nýrra
vörutegunda ekki mikið – upp
undir 80% þeirra eru tekin af
markaði eftir skamma hríð þar
sem sala þeirra skilar ekki
hagnaði. Í sumum tilfellum eyða
fyrirtækin 10-20% af verði vör-
unnar í markaðssetningu.
Tvö þúsund nýjar vörur
Á Íslandi hafa komið fram
vörur sem áttu ekki langa líf-
Af þeim aragrúa af nýjum vörum sem koma í matvöruverslanir í hverjum mánuði eru aðeins örfáar sem halda velli. Hinum er kippt úr
sölu. Framleiðendur reyna hvað þeir geta til að rannsaka hug neytenda en oft án árangurs.
Dæmi um íslenskar vörur sem ekki náðu fótfestu:
Sól Cola
Sól framleiddi gosdrykki sem lifðu mislengi.
Gos frá Sanitas
Sanitas reyndi fyrir sér í gosdrykkjaframleiðslu á árum áður og framleiddi auk
þess meðal annars pilsner.
Kvarg
Ein af þykkmjólkurtegundunum sem hætt er að
framleiða.
Allt að 80% af nýjum vörum fá
Einnig:
- Eplajógi
- Jarðaberjajógi
- Mangósopi
- Gosdrykkurinn Póló
- Fiskinasl (fiskisnakk)
- Limbó (vín)
- Kókó (afbrigði af kókómjólk)
- Ískóla
- Seltzer
- Sóló (appelsínudrykkur)
Og síðast en ekki síst:
- Súkkó (súkkulaðigosdrykkur)