Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 40
28 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Mynd af ósýnilegum manni eftir Paul Auster Í þessari bók fjallar Auster um föður sinn, dulan mann sem virt- ist ætíð svo fjarlægur og eiginlega áhugalaus um lífið. Faðirinn er merkileg sálfræðistúdía en margt skýrist þegar líða fer á verkið og Auster opinberar magnaðan fjöl- skylduharmleik. Þetta er afar persónuleg, vel hugsuð og áhrifa- rík bók sem fylgir lesandanum í langan tíma eftir lesturinn ■ Bækur Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Da Vinci lykillinn Dan Brown 2. Skyndibitar fyrir sálina Barbara Berger 3. Uppeldisbókin Susan Mortweet / Edward R. Christophersen 4. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 5. Villibirta Liza Marklund 6. Bókin með svörin Carol Bolt 7. Þúsund hamingju spor JPV 8. Vetrardrottningin Boris Akúnin 9. Lífshættir fugla David Attenborough 10. Íslensk orðabók I-II Edda útgáfa SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Sálmabók Ýmsir höfundar 2. Passíusálmar Hallgrímur Pétursson 3. Alkemistinn Paulo Coelho 4. Perlur í skáldskap Laxness Halldór Laxness 5. Steinn Steinarr - Ljóðasafn. Steinn Steinarr 6. Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar Tómas Guðmundsson 7. Glæpur og refsing Fjodor Dostojevski 8. Don Kíkóti I & II Cervantes 9. Úr Mímisbrunni Ýmsir höfundar 10. Únglingurinn í skóginum Halldór Laxness SKÁLDVERK - KILJUR 1. Da Vinci lykillinn Dan Brown 2. Öxin og jörðin Ólaf- ur Gunnarsson 3. Villibirta Liza Marklund 4. Vetrardrottningin Boris Akúnin 5. Svo fögur bein Alice Sebold 6. 39 þrep til glötunar Eiríkur Guðmundsson 7. Mynd af ósýnilegum manni Paul Auster 8. Opnun kryppunnar Oddný Eir Ævars- dóttir 9. Mýrin Arnaldur Indriðason 10. Grafarþögn Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu dagana 05.04.- 13.04. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans. Ríkissjónvarpið sýnir á sunnu-dagskvöldum framhaldsmynd frá BBC eftir sögu George Eliot, Daniel Deronda, sem var síðasta skáldsaga höfundarins. Mynda- flokkurinn hefur fengið prýðis- dóma en þykir þó ekki jafnast á við hina djúpvitru 800 blaðsíðna skáldsögu. George Eliot hét réttu nafni Mary Anne Evans og var fædd árið 1819. Hún var alvarlegt, feimið og viðkvæmt barn. Feimn- in fór af henni með árunum en hún þjáðist alla tíð af litlu sjálfs- áliti og fékk iðulega slæm þung- lyndisköst. Fegurðarsmekkur manna er misjafn og breytilegur en því verður vart mótmælt að Eliot var einstaklega ófríð. Rithöfundurinn Henry James sagði víst eitthvað á þá leið að Eliot hefði verið stór- brotin í ófríðleika sínum. Með þeim orðum var hann um leið að benda á þá ríkulegu kosti sem vógu upp á móti útlitsgöllunum. Eliot var stálgreind, hafði fallega framkomu og rödd sem allir heill- uðust af. Meðal aðdáenda hennar voru Charles Darwin og heim- spekingurinn Herbert Spencer. Hún heillaðist mjög af Spencer og hefði sennilega gifst honum hefði hann viljað. Hann sagði um hana að hún væri „óhugnanlega greind“. Þoldi ekki gagnrýni Sálufélagi hennar, og stóra ástin í lífinu, hét George Henry Lewes, bókmenntamaður sem skrifaði meðal annars ævisögu þýska skáldsins Goethe. Hann var næst- um jafn ófríður og hún en dáður af öllum sem kynntust honum vegna kímnigáfu og fjörs. Hann var kvæntur en bjó með konu sinni í opnu hjónabandi. Þegar eiginkona hans eignaðist nokkur börn með elskhuga sínum sá Lewes ekkert athugavert við að gangast við þeim sem sínum eigin. Eliot bjó með Lewes í óvígðri sambúð sem samtíðarmenn þreytt- ust ekki á að hneykslast á, allt þar til Eliot var orðin þekkt skáldkona. Þá tók heldur að draga úr gagnrýni á einkalíf hennar og sómakært fólk sem áður hafði ekki viljað heilsa henni beið í röðum eftir að vera kynnt fyrir henni. Hún skrifaði undir dulnefninu George Eliot og ávann sér gríðar- lega hylli fyrir skáldsögur sínar sem gerðu hana ríka. Hún var ákaf- lega viðkvæm fyrir verkum sínum og komst auðveldlega í uppnám yfir gagnrýni. Sambýlismaður hennar brá loks á það ráð að fela alla neikvæða gagnrýni fyrir henni. Eliot var raunsæishöfundur með mikið sálfræðilegt innsæi og sterka siðferðiskennd. Hún taldi að andlegan þroska mannsins mætti ekki síst mæla í því hversu mikla samúð hann hefði með þjáningum annarra. Í verkum sínum tókst hún á við trúmál og stjórnmál auk þess að fjalla með einkar sannfærandi hætti um tilfinningalíf. Frægasta verk hennar er skáldsagan Middlemarch. Skáld- konan Virginia Woolf sagði að það væri ein fárra enskra skáldsagna sem væri skrifuð fyrir fullorðið fólk. Árið 1874 byrjaði Eliot að vinna að síðasta verki sínu, Daniel Deronda. Hún féll í þunglyndi við vinnslu verksins, eins og gerðist reyndar oftast þegar hún var að skrifa bækur sínar. Gyðingar í ensku samfélagi Daniel Deronda er ástarsaga, eins og aðrar skáldsögur Eliot, en um leið næm rannsókn á mannleg- um samskiptum og þroska ein- staklingsins í gegnum þjáningu. Sagan er einnig úttekt á þjóðfé- lagi Viktoríutímans, ekki síst hlut- skipti gyðinga innan þess, en þeir mættu miklum fordómum. Í verk- inu er að finna margt sem beint er gegn gyðingahatri. Gyðingum er lýst á sérlega samúðarfullan hátt og reyndar svo mjög að sumum þótti nóg um. Út frá bókmennta- legu sjónarmiði má segja að falleg mynd sögunnar af gyðingum skapi ákveðið ójafnvægi í verk- inu, en eins og bent hefur verið á gerði höfundurinn það í þágu góðs málstaðar. Aðalkvenpersónan er Gwendo- len Harleth, sem finnst að hún hafi rétt á að eignast allt það besta í lífinu, án mikillar fyrirhafnar. Hún giftist ríkum manni sem hún elskar ekki en telur geta veitt sér jarðnesk gæði. Eliot leynir því ekki að með þessu sé Gwendolen að selja sig. Aðalkarlpersónan er Daniel Deronda og hann er ekki jafn athyglisverð persóna og Gwendolen. Satt að segja virðist hann nokkuð persónuleikalaus. Leiðir þessara tveggja persóna liggja saman en því verður ekki ljóstrað upp hér hvernig fer. Endirinn þótti þó ansi óvenjuleg- ur á þess tíma mælikvarða. Sambýlismaður Eliot, George Henry Lewes, lést árið 1878. Eliot fór ekki úr herbergi sínu í viku eftir dauða hans og talaði ekki við nokkurn mann. Hún mætti ekki í jarðarförina. Árið síðar, þegar hún var sextug, giftist hún heimil- isvini þeirra hjóna, John Cross, sem var tuttugu árum yngri en hún. Hann hafði þrábeðið hennar áður, en hún loks lét undan og ját- aðist honum. Hún lést eftir ein- ungis sjö mánaða hjónaband. kolla@frettabladid.is Leikstjórinn Anthony Minghellakvikmyndaði metsöluskáldsög- urnar The English Patient og Cold Mountain með góðum árangri. Næsta kvikmynd hans verður gerð eftir bók sem enn er ekki búið að gefa út. Bókin nefnist The Ninth Life of Louis Drax og höf- undurinn er einstæð móðir í Lund- únum. Sagan segir frá dreng sem fellur ofan af kletti og í sjóinn á ní- unda afmælisdegi sínum og kemst til meðvitundar á frönsku sjúkra- húsi. Lesandinn veit ekki fyrir víst á hvaða hátt drengurinn féll fram af klettinum eða hvernig honum tókst að komast lífs af. Sagan hef- ur vissan samhljóm með fjöl- skyldusögu höfundarins, Liz Jen- sen. Amma hennar lést á dularfull- an hátt og lík hennar fannst skammt frá klettum. Sex ára göm- ul spurði Jensen móður sína af hverju hún ætti enga ömmu. „Hún stökk fram af klettum,“ svaraði móðir hennar. Bloomsbury gefur bókina út og þar gera menn sér miklar vænt- ingar um sölu. Minghella vinnur nú að gerð handritsins og hyggst sjálfur leikstýra myndinni, sem Miramax framleiðir. Bókin er fimmta bók Jensen og fyrsta bók hennar fyrir fullorðna. Hún er einstæð móðir með tvo syni og segist sjálf rétt hafa átt til hnífs og skeiðar síðustu árin. Sala kvik- myndaréttarins á bókinni hefur þegar gjörbreytt tilveru hennar til hins betra. ■ ANTHONY MINGHELLA Þessi frægi kvikmyndaleikstjóri er á leið að kvikmynda bók einstæðrar móður. Áður hefur hann meðal annars leikstýrt Cold Mountain og The English Patient. Hér leikstýrir hann Kristin Scott-Thomas í þeirri síðarnefndu. Minghella veðjar á einstæða móður Ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir sjónvarps- mynd eftir sögu George Eliot. Eliot hét réttu nafni Mary Anne Evans og þótti stálgreind og heillandi, þó svo að hún hefði ekki útlitið með sér. Höfundur Daniel Deronda GEORGE ELIOT Ein þekktasta og áhrifamesta skáldkona Breta fyrr og síðar. „Óhugnanlega greind“ sagði einn vinur hennar um hana. DANIEL DERONDA Síðasta skáldsaga George Eliot fjallar ekki síst um hlutskipti gyðinga í ensku samfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.