Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004
■ TÓNLEIKAR
■ TÓNLEIKAR
37
F
A
B
R
I
K
A
N
2
0
0
4
opi› laugardaga 10-16 og sunnudaga 13-16
20% VORAFSLÁTTUR Á LEÐURSÓFUM OG STÓLUM
VORTILBOÐ Á
AMPHORA-LEÐURSÆTUM
2.5 sæta 86.400 kr. ÁÐUR 108.000 kr.
2ja sæta 78.400 kr. ÁÐUR 98.000 kr.
stóll 59.200 kr. ÁÐUR 74.000 kr.
2 LITIR: DÖKKT OG LJÓST LEÐUR
Kór Kennaraháskóla Íslands varstofnaður í haust. Hann verður
með fyrstu opinberu tónleika sína
síðdegis í dag í Háteigskirkju.
„Við ætlum að flytja allt frá
madrigölum frá 16. öld til djass-
tónlistar,“ segir Helga Rut Guð-
mundsdóttir, lektor við KHÍ, sem
jafnframt er stjórnandi kórsins.
„Fyrri part tónleikanna er þemað
um ástina, og þá syngjum við ann-
að hvort madrigala eða djass eða
jafnvel popplög. Síðan eftir hlé
verður gospeltónlist og svo endum
við á broti úr djassmessu eftir
Dave Brubeck.“
Kórstarfið er metið inn í nám
kennaranemanna, enda nýtist
söngnámið þeim beinlínis í starfi
síðar meir.
„Einn helsti kvilli kennara í
starfi er raddkvillar. Kórsöngur
getur stuðlað að betri tækni, því
heilmikill tími fer bæði í raddæf-
ingar og að læra að anda rétt.“
Á tónleikunum koma einnig
fram nemendur af námskeiði í
hljóðfæragerð og tónsköpun undir
leiðsögn Svölu Jónsdóttur og
Kristínar Valsdóttur. Þeir leika
þarna á eigin hljóðfæri og fá með-
al annars kórinn til þess að taka
undir.
„Þetta eru bæði trommur og
xýlófónar og ýmis hljóðfæri úr
leir, bæði leirtrommur og leirflaut-
ur, sem þeir hafa verið að búa til.
Þetta er námskeið sem við höfum
verið að þróa í þrjú til fjögur ár, en
núna erum við komin með svo góð
hljóðfæri að við erum tilbúin til að
nota þau á tónleikum.“
Hljóðfærin eru búin til með litl-
um tilkostnaði, en þó er vandað til
þeirra og til dæmis notuð alvöru
skinn, sem strekkt eru á misstóra
hólka. Hljóðfærin eru síðan fagur-
lega skreytt með fjölbreytilegum
hætti.
„Þau búa til hljóðskúlptúr með
hljóðfærunum sínum og síðan
verður lítið rytmaverk og inn í það
kemur smá söngur sem kórinn sér
um.“ ■
JÓN STEFÁNSSON
Stjórnar flutningi Kórs Langholtskirkju á
Requiem eftir Mozart í Langholtskirkju í dag.
Sálumessan
endurflutt
Kór Langholtskirkju flutti Sálu-messu Mozarts fyrir troðfullu
húsi á föstudaginn langa við mikla
hrifningu tónleikagesta. Færri
komust að en vildu, og því verða
tónleikarnir endurteknir í dag
klukkan 17 í Langholtskirkju. ■
Verðandi kennarar styrkja raddirnar
NOTA HEIMASMÍÐUÐ HLJÓÐFÆRI
Splunkunýr Kór Kennaraháskóla Íslands verður með fyrstu tónleika sína í Háteigskirkju í
dag klukkan 17.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
■ ■ FYRIRLESTRAR
15.00 Sergei Gúshín, ritari í sendi-
ráði Rússneska sambandsríkisins á Ís-
landi, flytur fyrirlestur um rússnesku
Rétttrúnaðarkirkjuna í félagsheimili
MÍR, Vatnsstíg 10.
■ ■ FUNDIR
11.00 Málþing um myndlist og
markaðinn verður haldið í Listasafni Ís-
lands. Þau Edda Jónsdóttir, listamaður
og eigandi Gallerí i8, Kristinn E. Hrafns-
son myndlistarmaður og Vilhjálmur
Bjarnason, aðjúnkt við Viðskipta- og
hagfræðideild HÍ, velta meðal annars
upp spurningum um stöðu myndlistar í
verðmætasköpun fyrir samfélagið og
skoða markaðinn eins og hann horfir
við myndlistarmanninum.
13.30 Afmælisþing Félags um átj-
ándu aldar fræði verður haldið í sal
Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð. Erindi flytja
Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur,
Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðing-
ur, Þorfinnur Skúlason íslenskufræðing-
ur og Skúli Sigurðsson vísindasagn-
fræðingur. Fundarstjóri verður Árni Dan-
íel Júlíusson sagnfræðingur.
15.00 Umræðufundur um verkalýðs-
hreyfinguna og stjórnmálin verður á Kaffi
Amour við Ráðhústorg, Akureyri. Frummæl-
endur eru Aðalsteinn Baldursson, formaður
verkalýðsfélags Húsavíkur og matvælasviðs
Starfsgreinasambands Íslands, og Jóhannes
Ragnarsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs-
félags Snæfellsbæjar.
■ ■ SAMKOMUR
13.30 Arnaldur Indriðason á Rit-
þingi í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi. Spyrlar eru Katrín Jakobsdóttir ís-
lenskufræðingur og Kristín Árnadóttir
framhaldsskólakennari. Stjórnandi er
Örnólfur Thorsson bókmenntafræðing-
ur. Jafnframt verður opnuð sýningin
Glæpaverk, þar sem skyggnst er inn í
glæpaveröld Arnaldar í samstarfi við lög-
regluna í Reykjavík.
13.30 KEA býður til menningar-
veislu í verslunarmiðstöðinni Glerár-
torgi á Akureyri. Fram koma Freyvangs-
leikhúsið, Hrafnhildur Marta Guðmunds-
dóttir, Magnús Arturo Batista, Jóhann
Axel Ingólfsson, Kór Akureyrarkirkju,
Tónlistarhópurinn Fjörfiskar á Dalvík,
Heimir Bjarni Ingimarsson, Tríóið
Lostanganzeles, Hljómsveitin Skytturnar,
Leikfélag VMA, Karlakór Eyjafjarðar og
Nomwe Marimba.