Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004 ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR 37 F A B R I K A N 2 0 0 4 opi› laugardaga 10-16 og sunnudaga 13-16 20% VORAFSLÁTTUR Á LEÐURSÓFUM OG STÓLUM VORTILBOÐ Á AMPHORA-LEÐURSÆTUM 2.5 sæta 86.400 kr. ÁÐUR 108.000 kr. 2ja sæta 78.400 kr. ÁÐUR 98.000 kr. stóll 59.200 kr. ÁÐUR 74.000 kr. 2 LITIR: DÖKKT OG LJÓST LEÐUR Kór Kennaraháskóla Íslands varstofnaður í haust. Hann verður með fyrstu opinberu tónleika sína síðdegis í dag í Háteigskirkju. „Við ætlum að flytja allt frá madrigölum frá 16. öld til djass- tónlistar,“ segir Helga Rut Guð- mundsdóttir, lektor við KHÍ, sem jafnframt er stjórnandi kórsins. „Fyrri part tónleikanna er þemað um ástina, og þá syngjum við ann- að hvort madrigala eða djass eða jafnvel popplög. Síðan eftir hlé verður gospeltónlist og svo endum við á broti úr djassmessu eftir Dave Brubeck.“ Kórstarfið er metið inn í nám kennaranemanna, enda nýtist söngnámið þeim beinlínis í starfi síðar meir. „Einn helsti kvilli kennara í starfi er raddkvillar. Kórsöngur getur stuðlað að betri tækni, því heilmikill tími fer bæði í raddæf- ingar og að læra að anda rétt.“ Á tónleikunum koma einnig fram nemendur af námskeiði í hljóðfæragerð og tónsköpun undir leiðsögn Svölu Jónsdóttur og Kristínar Valsdóttur. Þeir leika þarna á eigin hljóðfæri og fá með- al annars kórinn til þess að taka undir. „Þetta eru bæði trommur og xýlófónar og ýmis hljóðfæri úr leir, bæði leirtrommur og leirflaut- ur, sem þeir hafa verið að búa til. Þetta er námskeið sem við höfum verið að þróa í þrjú til fjögur ár, en núna erum við komin með svo góð hljóðfæri að við erum tilbúin til að nota þau á tónleikum.“ Hljóðfærin eru búin til með litl- um tilkostnaði, en þó er vandað til þeirra og til dæmis notuð alvöru skinn, sem strekkt eru á misstóra hólka. Hljóðfærin eru síðan fagur- lega skreytt með fjölbreytilegum hætti. „Þau búa til hljóðskúlptúr með hljóðfærunum sínum og síðan verður lítið rytmaverk og inn í það kemur smá söngur sem kórinn sér um.“ ■ JÓN STEFÁNSSON Stjórnar flutningi Kórs Langholtskirkju á Requiem eftir Mozart í Langholtskirkju í dag. Sálumessan endurflutt Kór Langholtskirkju flutti Sálu-messu Mozarts fyrir troðfullu húsi á föstudaginn langa við mikla hrifningu tónleikagesta. Færri komust að en vildu, og því verða tónleikarnir endurteknir í dag klukkan 17 í Langholtskirkju. ■ Verðandi kennarar styrkja raddirnar NOTA HEIMASMÍÐUÐ HLJÓÐFÆRI Splunkunýr Kór Kennaraháskóla Íslands verður með fyrstu tónleika sína í Háteigskirkju í dag klukkan 17. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ■ ■ FYRIRLESTRAR  15.00 Sergei Gúshín, ritari í sendi- ráði Rússneska sambandsríkisins á Ís- landi, flytur fyrirlestur um rússnesku Rétttrúnaðarkirkjuna í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10. ■ ■ FUNDIR  11.00 Málþing um myndlist og markaðinn verður haldið í Listasafni Ís- lands. Þau Edda Jónsdóttir, listamaður og eigandi Gallerí i8, Kristinn E. Hrafns- son myndlistarmaður og Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ, velta meðal annars upp spurningum um stöðu myndlistar í verðmætasköpun fyrir samfélagið og skoða markaðinn eins og hann horfir við myndlistarmanninum.  13.30 Afmælisþing Félags um átj- ándu aldar fræði verður haldið í sal Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð. Erindi flytja Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur, Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðing- ur, Þorfinnur Skúlason íslenskufræðing- ur og Skúli Sigurðsson vísindasagn- fræðingur. Fundarstjóri verður Árni Dan- íel Júlíusson sagnfræðingur.  15.00 Umræðufundur um verkalýðs- hreyfinguna og stjórnmálin verður á Kaffi Amour við Ráðhústorg, Akureyri. Frummæl- endur eru Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélags Húsavíkur og matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands, og Jóhannes Ragnarsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- félags Snæfellsbæjar. ■ ■ SAMKOMUR  13.30 Arnaldur Indriðason á Rit- þingi í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Spyrlar eru Katrín Jakobsdóttir ís- lenskufræðingur og Kristín Árnadóttir framhaldsskólakennari. Stjórnandi er Örnólfur Thorsson bókmenntafræðing- ur. Jafnframt verður opnuð sýningin Glæpaverk, þar sem skyggnst er inn í glæpaveröld Arnaldar í samstarfi við lög- regluna í Reykjavík.  13.30 KEA býður til menningar- veislu í verslunarmiðstöðinni Glerár- torgi á Akureyri. Fram koma Freyvangs- leikhúsið, Hrafnhildur Marta Guðmunds- dóttir, Magnús Arturo Batista, Jóhann Axel Ingólfsson, Kór Akureyrarkirkju, Tónlistarhópurinn Fjörfiskar á Dalvík, Heimir Bjarni Ingimarsson, Tríóið Lostanganzeles, Hljómsveitin Skytturnar, Leikfélag VMA, Karlakór Eyjafjarðar og Nomwe Marimba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.