Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 48
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir myndirnar Símon í eyðimörkinni (Simon del desierto) eftir Luis Buñuel og Ódauðlega sagan (Une historie imm- ortelle) eftir Orson Welles í sýningasal safnsins í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafn- arfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Breiðfirðingakórinn heldur vortónleika sína í Fella- og Hólakirkju. Á efnisskránni eru íslensk og erlend þjóð- lög ásamt lögum eftir Pál Ísólfsson, Frið- rik Jónsson, Oddgeir Kristjánsson, Lárus Jóhannesson og Björgvin Þ. Valdimars- son. Stjórnandi kórsins er Hrönn Helga- dóttir, undirleikari er Guðríður Sigurð- ardóttir og einsöngvari er Ingibjörg Sig- urbjörnsdóttir.  16.00 Karlakórinn Lóuþrælar og Kvennakórinn Sandlóurnar frá Húna- þingi vestra halda tónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði ásamt karlakórnum Þröstum. Stjórnandi Lóuþræla og Sand- lóa er Guðmundur St. Sigurðsson en stjórnandi Þrastanna er Jón Kristinn Cortez.  16.00 Burtfarartónleikar Sigurðar Þórs Rögnvaldssonar gítarleikara frá jazz- og rokkbraut Tónlistarskóla FÍH verða haldnir í sal FÍH, Rauðagerði 17. Meðleikarar Sigurðar eru Ívar Guð- mundsson trompet, Steinar Sigurðarson tenórsax, Sigurdór Guðmundsson raf- bassi, Jóhann Ásmundsson rafbassi, Kristinn Snær Agnarsson trommur og Jóhann Hjörleifsson trommur.  17.00 Kór og Kammersveit Langholts- kirkju flytja Sálumessu Mozarts. Einsöngv- arar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Nanna Maria Cortes, Gunnar Guðbjörns- son og Bergþór Pálsson. Konsertmeistari kammersveitarinnar er Júlíana Elín Kjart- ansdóttir og stjórnandi Jón Stefánsson.  17.00 Kór Kennaraháskóla Íslands heldur tónleika í Háteigskirkju. Á tónleik- unum koma einnig fram nemendur úr Kennaraháskólans Íslands, sem hafa tek- ið þátt í námskeiði í hljóðfæragerð og tónsköpun, og leika þeir á eigin hljóðfæri.  22.00 Harmonikufélag Reykjavík- ur heldur dansleik í Ásgarði í Glæsibæ.  23.30 Íslensk-danska klezmer- hljómsveitin Schpilkas leikur á Kaffi list. Hljómsveitina skipa þeir Haukur Grön- dal á klarinett, Nicholas Kingo á harm- óniku, Peter Jörgensen á bassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. Sérstakur gestur hljómsveitarinnar verður danski trompetleikarinn Thomas Caudery. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Söngleikurinn Grease á stóra sviði Borgarleikhússins.  19.00 Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins.  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasars Kormáks á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir 101 Reykjavík í Grýtuhúsinu, Keilugranda 1.  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 „Með nesti og nýja skó“ nefnist sýning á málverkum, sem Björg Atla opnar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýningunni verða 35 akrýlmálverk, flest frá árunum 2002 til 2004.  15.00 „Lesið í landið“ nefnist sýn- ing á ljósmyndum Rafns Hafnfjörð, sem hann opnar í Hafnarborg. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 10. maí.  15.00 Finna B. Steinsson og Björk Guðnadóttir opna sýningar í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Sýning Finnu nefnist „The Anatomy of Melancholy“, en sýning Bjarkar nefnist „Framkvæmd innri athöfn“.  15.00 Valgarður Stefánsson opnar málverkasýningu í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri. Sýningin stendur til 2. maí.  Hulda Halldórsdóttir opnar sína fimmtándu einkasýningu að Strandgötu 28, Hafnarfirði. Sýningin stendur til 1.maí og verður opin alla daga frá 13 til 20. ■ ■ SKEMMTANIR  Hljómsveitin Spútnik spilar í Pakk- húsinu á Selfossi.  Sigga Beinteins, Grétar Örvars & Co skemmta á Players í Kópavogi.  Hljómsveitin Traffic leikur á náttfata- balli á Kristjáni X, Hellu.  Handverk spilar fyrir dansi á Rauða ljóninu.  Þeir DJ Karalius og DJ Lauris Lee frá Litháen halda uppi massívu hús- grúvi á Kapítal.  Skítamórall heldur uppi móralnum á Gauknum ásamt ungri popphljóm- sveit að nafni Oxford.  Spilafíklarnir skemmta á Celtic Cross á neðri hæðinni. Á efri hæðinni leikur hinn geðþekki trúbador Ómar Hlynsson.  Hljómsveitin Sixties spilar í Klúbbn- um við Gullinbrú.  Ofurbandið Buff heldur uppi stemn- ingu langt fram á morgun á Amsterdam.  Lúdó og Stefán skemmta á Kringlu- kránni.  Stuðmenn á Odd-vitanum, Akureyri.  Hljómsveitin Sixties skemmtir í Klúbbnum við Gullinbrú. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Fjölskyldudagur Ferða- félags Íslands í Gróttu. Gengið verður með ströndinni frá bílastæði við af- leggjarann að golfvellinum undir leið- sögn Hauks Jóhannessonar jarðfræð- ings. Síðan er gengið út í Gróttu þar sem Lúðrasveit Tónlistarskóla Sel- tjarnarness tekur á móti ferðalöngum með lúðrablæstri. Í Fræðasetrinu segir Hrafnhildur Sigurðardóttir kennsluráð- gjafi frá starfsemi setursins. Gróttuviti verður opinn og sömuleiðis Lækna- minjasafnið í Nesstofu, þar sem göng- unni lýkur formlega. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. 36 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 APRÍL Laugardagur Ég er alls ekkert á kafi í neinuþunglyndisgrufli,“ segir Finna B. Steinsson myndlistar- kona, sem í dag opnar sýningu í Listasafni ASÍ. Sýningin er engu að síður helg- uð þunglyndi og nefnist The Anatomy of Melancholy, eftir bók sem Robert Burton skrifaði í Bretlandi á sautjándu öld. „Hann skrifaði reyndar undir dulnefni og nefndi sig Demó- krítus yngri. Það var af því hann heillaðist af Demókrítusi eldri, sem var samtímamaður Sókrates- ar. Sá maður safnaði hræjum og skoðaði líffærin úr þeim til að reyna að finna þar orsakir þung- lyndis.“ Heiti bókar Burtons, „líffæra- fræði þunglyndis“, er komið beint frá Demókrítosi eldri, og þótt Burton láti líffæri mannslíkam- ans eiga sig er hann engu að síður að kryfja þunglyndið til mergjar í bók sinni. „Hann er ekki mjög hlynntur lyfjagjöfum og vill tengja þung- lyndið alfarið við lifnaðarhætti fólks,“ segir Finna og bætir því við að þeir Demókrítus eldri og Burton, sem nefndi sig Demó- krítus yngri, hafi báðir verið bein- línis að vinna sig út úr þunglyndi með skrifum sínum og rannsókn- um. „Það sem heillar mig er sér- staklega hvernig hann flokkkar þetta allt saman og kemur kerfi á þennan kaos sem þunglyndið er. Það eru líka margar myndrænar lýsingar í bókinni sem hægt hefði verið að notfæra sér, en af því ég vil alltaf einfalda alla hluti þá er orðin mikil grisjun á þessu.“ Sýning Finnu í Listasafni ASÍ er tvískipt. Á veggjunum getur að líta texta úr bókinni þar sem kerfi Burtons er sett fram með skipu- legum hætti, en á víð og dreif um gólfið liggja síðan blýkúlur í al- gerri óreiðu. „Þetta eru fótboltar, handbolt- ar og fleiri boltar sem ég hef tek- ið mót af og steypt í blý. Boltinn er auðvitað tákn gleðinnar og létt- leikans, en ég er þarna búin að breyta honum í andstæðu sína.“ Finna lauk prófi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1989 og Listaakademíunni í München árið 1992 og hefur starfað að myndlist síðan. Hún hefur stund- um valið sér óhefðbunda sýningar- staði, t.d. Vatnsdalshóla (1000 veif- ur í Vatnsdalshólum), Norðurárdal í Borgarfirði (Brýr að baki) og Bankastræti 0 (Kooks00). Af öðr- um verkum hennar má nefna Út um stéttar, Tilraun um þúfu og Á frívaktinni. ■ ■ MYNDLISTARSÝNING ■ KVIKMYNDIR Þunglyndið krufið og skilgreint Söngsetur Estherar Helgu heldur söngtónleika og heldur síðan í söngferð til Íslendingabyggða í Kanada. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 18. apríl n.k. í Karlakórshúsinu Ými kl. 17.00. Flytjendur eru: Dægurkórinn og Regnbogakórinn. Einsöngur og dúettar: Agnes Þóra Guðmundsdóttir, Esther Helga Guðmundsdóttir, Lára Heiður Sigþórsdóttir, Pálína Gunnarsdóttir og Karl Örn Karlsson. Dagskráin er alíslensk og samanstendur af íslenskum þjóðlögum og sönglögum frá ýmsum tímum. Stjórnandi: Esther Helga Guðmundsdóttir. Meðleikari: Katalin Lörnicz. Síðustu sýningar Sýningin sem slegið hefur í gegn. Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Reykjavík Síðasta sýning 24/4 í Iðnó Landsbyggðin 8/5 Hótel Húsavík 13/5 Valaskjálf - Egilsstaðir 15/5 Hótel Höfn 20/5 Djúpivogur 22/5 Vopnafirði SKIPULEGT KERFI BURTONS Á VEGGNUM OG BLÝÞUNGIR BOLTAR Í ÓREIÐU Á GÓLFINU Finna B. Steinsson opnar í dag sýningu sína „The Anatomy of Melancholy“ í Listasafni ASÍ. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Í dag sýnir Kvikmyndasafn Ís-lands tvær myndir á einni og sömu sýningunni. Þetta eru mynd- irnar Símon í eyðimörkinni, Simon del desierto, eftir Luis Buñuel frá árinu 1965 og Ódauð- lega sagan, Une historie im- mortelle, eftir Orson Welles frá árinu 1968. Síðastliðið haust sýndi Kvik- myndasafnið Viridiana eftir Buñuel. Nú bætist við stuttmynd- in Símon í eyðimörkinni sem hann gerði nokkrum árum síðar og var síðasta mynd hans í svart/hvítu. Söguna um Símon í eyðimörkinni byggir Buñuel á frásögn af ein- setumanninum Símoni, helgum manni sem bjó í Sýrlandi á árun- um 390-459. Hann hafði heitið því að yfirgefa aldrei háa súlu sem hann eyddi 37 árum af lífi sínu uppi á. Í myndinni freistar djöf- ullinn einsetumannsins. Leikstjóraferli Orson Welles lauk með gerð stuttmyndar í sam- vinnu við franska sjónvarpið. Þetta var fyrsta kvikmynd hans í lit, nýjung sem hann gat ekki þró- að frekar þau 17 ár sem hann átti eftir ólifað. Honum gafst ekki tækifæri til að leikstýra fleiri myndum. Myndin segir frá öldruðum milljónamæringi, Clay að nafni, sem Orson Welles leikur sjálfur. Hann grípur til þess ráðs í elli sinni að endurupplifa horfna karlmennsku sína með því að setja á svið sögnina um sjómann- inn sem fenginn er til þess að verja einni nótt með konu eigin- mannsins gegn gjaldi. Myndirnar verða sýndar í sýn- ingasal safnsins í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Þær eru báðar fremur stuttar þannig að sýningin tekur alls um tvær klukkustundir. ■ SÍMON Í EYÐIMÖRKINNI Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag myndir eftir Luis Buñuel og Orson Welles. Myndir tveggja meistara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.