Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004 17 www.nokia.com Co py ri gh t © 2 00 3/ 20 04 N ok ia . A llu r ré tt ur á sk ili nn . N ok ia o g N ok ia C on ne ct in g Pe op le e ru s kr ás et t vö ru m er ki í ei gu N ok ia C or po ra tio n. Taktu ljósmyndir me› a›drætti e›a taktu upp vídeó og sko›a›u á stórum og björtum hágæ›a litaskjá. Bættu vi› texta og sendu úr símanum sem MMS e›a tölvupóst. Geymdu hundru› mynda á minniskortinu og fær›u flær svo flrá›laust yfir á tölvu me› blátönn. Ger›u fletta allt í flægilegu, myndrænu, notendavænu vi›móti. Me› n‡ja Nokia 6600 símanum er framtí›ars‡n or›in a› veruleika. Framtí›ars‡n. Sími Myndavél me› a›drættiMinnisbók Tölvupóstur Netvafri 65.536 lita skjár Dagatal Myndaalbúm Vídeó- upptökuvél Blátönn Veruleiki. ARNALDUR INDRIÐASON Sýningin í Gerðurbergi er af ærnu til- efni, enda seljast verk Arnaldar eins og heitar lummur um þessar mundir. Selst vel og víða Bækur Arnaldar Indriðason-ar hafa selst í 97 þúsund eintökum á Íslandi, innbundnar og í kiljum. Þær höfða til meg- inþorra þjóðarinnar, unglingar og eldri borgarar lesa þær, auk þeirra sem á milli eru. Um 60 þúsund kiljur hafa selst og til marks um hve vel bækurnar seljast löngu eftir frumútgáfu má nefna að fyrsta bókin, Syn- ir duftsins, kom fyrst út í kilju á síðasta ári og hefur selst í 8 þúsund eintökum. Mýrin hefur komið út í 14 löndum: Danmörku, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Hollandi, Belgíu, Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Tékklandi og Jap- an. Grafarþögn hefur komið út í Þýskalandi og Hollandi. Við- búið er að fleiri bækur Arnald- ar verði gefnar út í þessum löndum og hefur þýskt forlag t.d. keypt útgáfurétt á öllum bókum hans. Fullyrt er að verk annarra íslenskra höfunda hafi ekki selst jafn vel á erlendri grundu. Mestri útbreiðslu hafa bækur Arnaldar náð í Þýska- landi, 150 þúsund eintök hafa selst af Mýrinni og um 130 þús- und af Grafarþögn. Útreikn- ingar forleggjara hans þar í landi benda til að fjórðu hverju mínútu sé eintak af Grafar- þögn keypt. Fljótlega eftir útkomu fyrstu bóka Arnaldar bárust fréttir af áhuga kvikmynda- gerðarmanna í Hollywood á að gera eftir þeim kvikmynda- handrit og töldu sumir að við blasti glæsilegur frami hans í kvikmyndaborginni. Ekkert slíkt hefur gengið eftir. Kleifarvatn er vinnuheiti nýjustu bókar Arnaldar og verður lesið úr henni á ritþing- inu í Gerðubergi. ■ Arnaldur Indriðason erfæddur 1961. Hann hefur skrifað sjö glæpasögur. 1997 SYNIR DUFTSINS 1998 DAUÐARÓSIR 1999 NAPÓLEONSSKJÖLIN 2000 MÝRIN 2001 GRAFARÞÖGN 2002 RÖDDIN 2003 BETTÝ Glerlykillinn, norræn glæpasagnaverðlaun, hefur tvívegis fallið Arnaldi í skaut; fyrir Mýrina árið 2002 og Grafarþögn árið 2003. Ákveðið hefur verið að kvikmynda Napóleonsskjölin og Mýrina. Pegasus, fyrir- tæki Snorra Þórissonar, á kvikmyndaréttinn að fyrr- nefnda verkinu og fyrirtæki Baltasars Kormáks á réttinn að hinu síðarnefnda. Fyrrum þingmaður snýr aftur: Ísólfur á Alþingi Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar-stjóri í Hrunamannahreppi og varaþingmaður tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Hjálmars Árna- sonar. „Þetta er mjög ánægju- legt,“ sagði Ísólfur í stuttu spjalli, „mér finnst bara eins og ég hafi verið hér síðast í gær.“ Nokkrar breytingar urðu á þingmanna- hópnum í síðustu kosningum og Ísólfur viðurkennir að hann þekki nú ekki alveg alla; „ég þekki nátt- úrlega gömlu félagana og allt þetta góða starfsfólk sem er hér.“ En var honum vel tekið? „Mjög vel já, betur en ég á skilið,“ svar- ar varaþingmaðurinn og hlær. Hjálmar Árnason er í sól og sumri í Mexíkó þar sem hann þing- ar með Alþjóða þingmannaráðinu. Hefði Ísólfur Gylfi ekki frekar viljað fara þangað? „Nei, ekki að þessu sinni. Ég var í Norðurlanda- ráði á síðasta kjörtímabili og eftir slíkt fær maður nú eiginlega yfir sig af ferðalögum. En þetta er reyndar allt gott hvað með öðru.“ Fastmótaðar reglur gilda um inn- komu varamanna á þing, aðalmað- ur þarf að vera fjarverandi í fimm heila þingdaga og tekur varamað- ur hans þá sæti í fjórtán daga. Ísólfur Gylfi segist ekki hafa uppi stór áform um að láta að sér kveða, enda frestur til að leggja fram þingmál á þessu vorþingi runninn út. „Ég tók hins vegar þátt í utandag- skrárumræðum um tekjustofna sveitarfélaga í dag (í gær) og hef lagt fram fyrirspurn varð- andi sölu hvalkjöts en ég er varaformaður Ferðamálaráðs og lítt hrifinn af hvalveiðum og leikur forvitni á að vita hvað varð af hvalkjötinu.“ ■ ÍSÓLFUR GYLFI Íbygginn á svip í þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.