Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 38
Hugmyndir eru uppi um miklarbreytingar á veiðifyrirkomu- lagi á vatnasvæði Ölfusár og Hvít- ár og búast má við fróðlegum og skemmtilegum fundi á Selfossi í dag enda munu margir góðir ræðumenn taka til máls. Lands- samband stangaveiðifélaga held- ur opinn fund um laxveiði á vatna- svæði Ölfusár og Hvítár í dag kl. 14–16 á Hótel Selfossi. „Við hvetjum alla til að mæta á þenna stórfund, málefnið er heitt og þarna munu margir veiðimenn taka til máls,“ sagði Hilmar Hans- son, formaður Landssambands stangaveiðifélaga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um fund- inn á Selfossi. Dagskrá fundarins er eftirfar- andi: 1. Setning – Hilmar Hansson, for- maður LS 2. Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra 3. Sagt frá nýlegum skýrslum um aukna arðsemi vatnasvæðis Ölfusár og Hvítár 4. Magnús Jóhannsson og Sigurð- ur Guðjónsson kynna nýja skýrslu um fiskstofna í Ölfusá og Hvítá 5. Viðhorf veiðiréttareigenda – Þorfinnur Þórarinsson bóndi kynnir. 6. Breytingarnar í Borgarfirði – Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. 7. Viðhorf stangaveiðimannsins – Bjarni Ómar Ragnarsson, for- maður SVFR 8. Áform um uppbyggingu Tungufljóts og fleiri veiði- svæða – Árni Baldursson, framkvæmdastjóri Lax-á Fundarstjóri verður Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjar- stjórnar Árborgar. Áður en fundurinn hefst, kl. 13.30, verður Stangaveiðifélag Selfoss með stutta kynningu á fluguköstum á bökkum Ölfusár, neðan Ölfusárbrúar. Aldrei að vita nema landbúnaðarráðherra taki þar eitt flugukast fyrir fundar- menn. Í vikunni ákvað Veiðifélag Ár- nesinga að hafa óbreytt fyrir- komulag árið 2005 með netaveið- ina á svæðinu þótt arðsemistölur sýni mun meiri hagnað af því að taka netin upp. Í fyrra var net- veiddur lax seldur fyrir fjórar milljónir. Strákurinn ánægður með silung Vorveiðin hefur gengið vel og veiðimenn á öllum aldri hafa rennt fyrir fisk víða um land þar sem þegar hefur verið opnað fyr- ir veiðimenn. Jóhannes Gísli Egg- ertsson var að veiða í Sandvíkinni í stóru Ármótum í Hvítá fyrir fáum dögum og veiddi þar fyrsta silung veiðivertíðarinnar, en áreiðanlega ekki þann síðasta. „Hann tók fljótlega eftir birt- inguna eða um klukkan sjö á laug- ardeginum fyrir páska og hann magagleypti makrílinn. Viður- eignin var skemmtileg og hann tók ágætlega á móti og gat nýtt sér strauminn,“ sagði faðir Jó- hannesar, Eggert Jóhannesson, en hann var við löndum fisksins. Veiðimaðurinn ungi, sem er orðinn þaulvanur þó hann sé að- eins 10 ára , hafði betur að lokum í þessari viðureign. Síðar um dag- inn setti hann í sjóbirting neðst í Sandvíkinni sem var talsvert stærri en sá fyrri en fiskurinn hafði betur í þeirri viðureign. Jó- hannes Gísli var samt sem áður ánægður með sinn hlut enda veiði- tímabilið rétt að byrja og ófáar veiðiferðirnar framundan. Nokkrum dögum áður en Jó- hannes Gísli veiddi fiskinn sinn, missti veiðimaður stórfisk á svip- uðum slóðum í Hvítá. Líklega hef- ur það verið niðurgöngulax sem slapp eftir mikla baráttu. ■ 26 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. Selfoss: Stórfundur í dag um laxveiði Talsvert hefur borið á tónlistar-manninum Love Guru síðustu mánuði en hann hefur vakið at- hygli með íslenskum textum við lög í anda Ibiza-teknós. Love Guru heitir réttu nafni Þórður Helgi Þórðarson en margir þekkja hann einnig sem útvarpsmanninn Dodda litla, tæknimann Tvíhöfða. Doddi starfaði einnig með Pétri Jóhanni Sigfússyni að þættinum Ding-Dong sem var sendur út í tæp fjögur ár á nokkrum útvarps- stöðvum. Engin músiksnilld Hugmyndin að Love Guru kviknaði þegar Doddi litli sá þátt um bandaríska tónlistarmanninn Barry White. „Daginn eftir töluð- um við Pétur Jóhann um Barry í útvarpsþættinum hjá okkur. Ég var að reyna tala eins og hann en það var ekki mjög sexý. Þá komumst við samt að því að ég væri hinn íslenski Barry White eða Love Guru,“ útskýrir Doddi. Útvarpsgrínið náði ekki lengra í það sinnið en nokkru síðar fékk Doddi þá flugu í höfuðið að gera nýja útgáfu af laginu Rock your body með Justin Timberlake. „Ég ætlaði að gera Ding-Dong-lag en Pétur vildi ekki vera með í því. Ég ákvað því að gera lagið sjálfur undir nafninu Love Guru,“ segir Doddi. Lagið fékk nafnið Ástar- blossi og Dodda að óvörum sló það í gegn. Ástarblossi náði meðal annars þriðja sæti á íslenska listanum á FM 95,7. „Þetta átti aldrei að vera nein músik- snilld heldur út- varpsskets,“ seg- ir Doddi en í k j ö l f a r i ð gerði hann annað lag og nú hef- ur stefnan verið sett á heila plötu. Óvæntar vinsældir Doddi vinnur lögin í samvinnu við Dj Young og eru þau flest byggð á tónlist annarra. Sjálf- ur segist hann ekki vera tón- listarmaður en hann hefur gefið út þónokkur lög, bæði sem Love Guru og undir merkjum Ding-Dong. „Það er svona hápunktur tónlist- arferils míns. Ég hef samið eitt lag sjálfur sem heitir „Rettvisa“ og við Pétur sungum á sænsku. Það náði nú ekki miklum vinsældum,“ segir Doddi og virðist hálf hissa á vinsældunum sem hann hefur náð. Fyrirhuguð er tólf laga plata sem er væntanleg í lok maí eða byrjun júní. Síðan tekur sveita- ballarúnturinn við. „Ég verð með dansara og söngkonu með mér þannig að þetta verður svakalegt sjóv,“ segir Doddi. Smekkur fyrir smekkleysu Útgáfufyrirtækið MSK mun gefa plötuna út en það er fyrir- tæki sem rokkhljómsveitin Mínus starfrækir. „Fyrirtækið hefur ekki verið mikið í því að gefa út svona tónlist en þetta er und- irfyrirtæki hjá Smekk- leysu og væntan- lega eru þeir mjög hrifn- ir af öllu sem er mjög smekklaust,“ segir Doddi og hljómar eins og þetta sé allt í gríni gert. Hann vill þó ekki meina að svo sé. „Það má eigin- lega líkja þessu við myndina Me, Myself and Irene. Þar var aðal- persónan Charlie niðurlægð hvað eftir annað og var orðin hálfgerð- ur aumingi. Tónlistaráreitið sem ég varð fyrir þegar ég starfaði á FM-útvarpsstöðinni varð til þess að Love Guru braust út. Love Guru er eiginlega algjör andstæða við mig. Ég er eins óspennandi karakter og til er en hann telur sig vera ákaflega spennandi. Mitt líf er bara að fara í vinnuna og svo heim að horfa á sjón- varpið. Ég nenni ekki einu sinni að fara á tónleika sem mig langar rosalega mik- ið á.“ FYRSTI SILUNGURINN Jóhannes Gísli Eggertsson er hér með fyrsta silunginn sinn í sumar, en örugglega ekki þann síðasta. Hann veiddist í Ármótum í Hvítá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E G G ER T. GUÐNI ÁGÚSTSSON Mun ávarpa opinn fund Landssambands stanga- veiðifélaga á Selfossi í dag, og jafnvel kasta flugu í Ölf- usá á undan. Tvöfalt líf Dodda Ding Dong Útvarpsmaðurinn Doddi litli hefur slegið í gegn sem tónlistarmaðurinn Love Guru. Sjálfur segist hann ekki vera tónlistarmaður. Doddi lofar fyrrum samstarfs- mann sinn, Pétur Jóhann Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.