Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004
■ Maður að mínu skapi
21
Ótrúlega frjó og fjölhæf
Maður að mínu skapi er ÓlafíaHrönn Jónsdóttir leikkona.
Hún er heiðarleg, bæði í lífinu og
listinni. Hún er ótrúlega frjó og
fjölhæf. Hún getur sungið, dansað
og semur tónlist – bæði lög og
texta,“ segir Halldóra Geirharðs-
dóttir um kollega sinn og ítrekar:
„Hún er ótrúlega fjölhæf“.
Halldóra og Ólafía Hrönn
kynntust þegar þær voru settar
saman í lið fyrir sjónvarpsþáttinn
Dagsljós. Halldóra var þá nýút-
skrifuð úr leiklistarskólanum en
Ólafía Hrönn, sem oftast er kölluð
Lolla, hafði út-
skrifast sex
árum fyrr. „Hún
kenndi mér að
segja brandara
og hefur kennt
mér ótrúlega
margt við grín
og svoleiðis,“
segir Halldór.
„Við höfum
aldrei leikið
saman í leikhús-
unum en höfum
skemmt mikið
saman. Svo
erum við með barnasýningu um
Ýmu tröllastelpu sem fjallar um
einelti. Það er leikrit fyrir 6–8 ára
krakka sem Lolla gerði leikgerð-
ina við upp úr litabók. Við höfum
unnið saman öðru hvoru og það er
alltaf jafn gaman,“ segir Halldóra
og á ekki í neinum vandræðum
með að lýsa aðdáun sinni á Lollu.
„Hún er þvílíkur hafsjór af hug-
myndum og áræðni. Hún er mað-
ur að mínu skapi af því að hún
hefur hreinan aðgang að sköpun-
arkraftinum.“ ■
Ný tækni hjá Sony:
Stafrænn pappír
Útgáfurisinn Sony hefur fundiðupp nýjan disk til að geyma
starfræn gögn sem er að mestu
leyti gerður úr pappír.
Uppfinningin kemur í kjölfar
þróunar á nýrri DVD-tækni sem
kynnt var í Japan á síðasta ári.
Ódýrar verður að framleiða
diskinn sem og að eyða honum,
en rúmlega helmingur efnisins
sem notað er í gerð hans er
pappír. Diskurinn mun auk þess
geta tekið við um fimmfalt
meira efni en hinn hefðbundni
diskur.
Sony framleiðir hinn nýja disk
í samvinnu við Toppan Publishing
fyrirtækið. ■
Latibær frumsýndur í Sólheimum á sumardaginn fyrsta:
Fimm leika Sollu stirðu
Leikfélag Sólheima frumsýnirleikritið Latabæ eftir Magnús
Scheving á sumardaginn fyrsta,
þann 22. apríl.
„Æfingar hafa gengið rosalega
vel og það er mikill áhugi fyrir
sýningunni,“ segir Anna Margrét
Bjarnadóttir, starfsmaður á Sól-
heimum, en íbúar þar hafa æft
stíft frá því í október undur leik-
stjórn Eddu Björgvinsdóttur.
Boðskapur Latabæjar fellur
vel að hugmyndum Sólheima um
vistvæna byggð. „Þema Latabæj-
ar um hollara líferni fellur svo vel
að starfseminni hér. Þetta hefur
verið eins og vítamínsprauta inn í
íþróttalífið og lífið á staðnum,“
segir Anna Margrét, en um þrjá-
tíu manns koma að sýningunni.
Leikfélag Sólheima hefur þá
sérstöðu að þar starfa saman á
jafnréttisgrundvelli fatlaðir og
ófatlaðir, fullorðnir og börn, og
fólk af ýmsum þjóðernum. Sú leið
var valinn að láta fleiri en einn
leikara glíma við hvert hlutverk.
„Það eru minnst tveir um hvert
hlutverk og þar sem margar
stúlkur vildu leika Sollu stirðu eru
þær fimm talsins,“ segir Anna
Margrét. „Reyndar er bara einn
íþróttaálfur því sú sem leikur
hann er mikil íþróttastúlka og það
eru ekki margir sem geta farið í
hennar spor.“
Tónlistin við Latabæ er eftir
Mána Svavarsson. Gunnar Sig-
urðsson og Skúli Gautason sáu um
hönnun lýsingar en búningar og
leikmynd er samvinnuverkefni
félaga leikfélagsins.
Kaffihúsið Græna kannan
verður opið í tengslum við sýning-
arnar og þar verður boðið upp á
veitingar úr lífrænum hráefnum.
Leikfélag Sólheima er eitt elsta
áhugamannaleikfélag landsins og
hefur starfað óslitið í 73 ár. Hefð
hefur skapast fyrir því að frum-
sýna nýtt leikrit á sumardaginn
fyrsta allt frá því að Sesselja
Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði
leikfélagið árið 1931.
Latibær verður sem fyrr segir
frumsýndur á sumardaginn
fyrsta klukkan 14 en frekari upp-
lýsingar um sýningar má nálgast
á heimasíðunni solheimar.is. ■
HALLDÓRA GEIR-
HARÐSDÓTTIR
Kynntist Ólafíu
Hrönn við tökur á
sjónvarpsþætti.
ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR
Hún hefur hreinan aðgang að sköpunar-
kraftinum að mati Halldóru Geirharðsdótt-
ur. Getur bæði sungið og dansað. Hér er
hún í sýningunni Þetta er allt að koma.
SIGGI SÆTI
Bæði ungur og gamall.
HALLUR OG HALL HREKKJUSVÍN
Hrekkjusvínin eru af báðum kynjum.