Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004 Ég var byrjaður að óttast aðhljómsveitin Blonde Redhead væri öll. Ekkert hafði spurst til hennar hingað á klakann frá því hún spilaði fyrir hálf tómri Laug- ardalshöll á upprisuhátíð Hljóma- lindar hér um árið. Hún hefur ver- ið í uppáhaldi hjá mér í nokkur ár og ég var eiginlega byrjaður að syrgja þessu mögnuðu sveit þegar ég frétti af tilurð nýju plötunnar, Misery is a Butterfly. Áherslubreytingar eru svo sem ekki miklar þannig að þeir sem þekkja sveitina vita nákvæmlega að hverju þeir ganga. Seiðandi blöndu nýbylgjurokks við evr- ópskt lounge-barokkpopp í anda Serge Gainsbourg. Tónlistin á þessari plötu er sérstaklega eró- tísk, meira svo en áður og gítar- tónarnir kannski örlítið mýkri og melódískari en áður. Tónlistin er þannig kannski örlítið slípaðri á endanum en bara örlítið. Þessi plata er kannski öllu heilsteyptari og þægilegt dreymandi yfirbragð rennur í gegnum hana alla. Raddir kærustuparsins Amedeo Pace og hinnar eitur- svölu Kazu Makino eru svo kirsuberið ofan á rjómaísnum. Manni líður stundum eins og söngurinn sé tekin upp, upp í rúmi heima hjá þeim, ekki slæm- ur effekt það. Eftir að hafa beðið svona lengi hefði maður kannski vonast eftir stærra þróunarstökki en hér er áherslan frekar lögð á að gera fallega og vel upp byggða breið- skífu. Það tekst með sóma. Út- koman er enn önnur frábær plata frá þessari yndislegu hljómsveit. Þessi sveit er algjörlega sér á báti og þessi plata endar eflaust á listum yfir bestu plötur ársins. Birgir Örn Steinarsson Erótískt nýbylgjupopp Umfjölluntónlist BLONDE REDHEAD: Misery is a Butterfly Markaðsstarf Óskum eftir að ráða manneskju tímabundið til starfa, með reynslu við markaðsetningar á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmaður vinni sjálfstætt, hefur ekki aðstöðu innan fyrirtækisins. Góð laun í boði fyrir rétta manneskju. Viðkomandi fyrirtæki er í fullum rekstri en hefur áhuga að víkka út starfsemi sína. Uppl. í síma 822-4982 Mjódd - Sími 557 5900 FULL BÚÐ AF NÝJUM GALLABUXUM, VERÐ FRÁ 3.990,- EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF BOLUM OG TOPPUM VERIÐ VELKOMNAR Ídag fer fram fremur nýstár-legt Íslandsmeistaramót í Vinabæ. Þar keppa hörðustu Carcassone-borðspilarar lands- ins um réttinn til þess að taka þátt í heimsmeistaramóti leiks- ins sem fer fram í Essen, Þýska- landi, á hverju ári í október. „Þetta er svolítið óvanalegt spil,“ segir Björn Birgisson hjá Ísöld sem gefur spilið út hér á landi. „Í kassanum eru 84 reitir og keppendur eiga að stafla þessum reitum að handahófi í nokkra stafla og mynda borgir og landslög í kringum kastala.“ Þannig eiga keppendur svo að móta sín eigin samfélög og styðjast meðal annars við hina ýmsu þjóðfélagshópa í baráttu sinni um yfirráð. Þar koma til að mynda riddarar, ræningjar og verkamenn við sögu. Spilið kom upphaflega út í Þýskalandi árið 2001 og hefur farið sigurför um heiminn síðan þá. Hér kom það út í fyrra og seldist í rúmlega þúsund eintök- um fyrir síðustu jól. „Útgefend- ur í hverju landi eiga rétt á því að senda einn eða tvo spilara út á heimsmeistaramótið. Höfuð- tilgangurinn með þessu móti er þannig að velja þátttakanda í heimsmeistaramótið. Ísöld býð- ur viðkomandi út á mótið að kostnaðarlausu,“ upplýsir Björn. Í gær höfðu rúmlega tuttugu manns skráð sig en skráningu lýkur hálftíma fyrir mótið sem hefst í Vinabæ, Skipholti 33, kl. 13.00. Öllum er heimil þátttaka en keppendur verða að kunna spil- ið er þeir mæta til leiks. ■ TÓNLIST Þá hefur það fengist stað- fest að bresku ellismellirnir í Deep Purple halda tvenna tón- leika hér á landi. Samningar um aukatónleika náðust í gær og verða þeir haldnir í Laugardals- höll þann 23. júní, degi fyrir þá tónleika sem nú er uppselt á. Einar Bárðason hjá Concert ehf. segir þetta vera gert að „kröfu þjóðarinnar“ þar sem eft- irspurnin hafi verið gífurleg eftir að seldist upp á fyrri tónleikana á einungis klukkustund. „Þeir hafa verið á tónleika- ferðalagi um Asíu og voru að koma til Bandaríkjanna í gær. Þá náðist loksins í þá,“ segir Einar. „Þetta var náttúrulega mjög já- kvætt vandamál sem var ánægju- legt að geta leyst.“ Miðar fara í sölu á föstudaginn eftir viku á Hard Rock og í gegn- um símanúmer Concert auk þess sem fleiri útsölustaðir verða úti á landi. ■ DEEP PURPLE Þeir sem misstu af miða á Deep Purple fá nú annað tækifæri til þess að sjá gömlu brýnin á sviði. Aukatónleikar með Deep Purple Samfélög byggð og felld á borði CARCASSONE Spilið er ólíkt flestum öðrum og hefur notið gífurlegra vinsælda um heim allan. Borðspil ÍSLANDSMEISTARAMÓT ■ í Carcassone verður haldið í Vinabæ í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.