Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004
Ég var byrjaður að óttast aðhljómsveitin Blonde Redhead
væri öll. Ekkert hafði spurst til
hennar hingað á klakann frá því
hún spilaði fyrir hálf tómri Laug-
ardalshöll á upprisuhátíð Hljóma-
lindar hér um árið. Hún hefur ver-
ið í uppáhaldi hjá mér í nokkur ár
og ég var eiginlega byrjaður að
syrgja þessu mögnuðu sveit þegar
ég frétti af tilurð nýju plötunnar,
Misery is a Butterfly.
Áherslubreytingar eru svo sem
ekki miklar þannig að þeir sem
þekkja sveitina vita nákvæmlega
að hverju þeir ganga. Seiðandi
blöndu nýbylgjurokks við evr-
ópskt lounge-barokkpopp í anda
Serge Gainsbourg. Tónlistin á
þessari plötu er sérstaklega eró-
tísk, meira svo en áður og gítar-
tónarnir kannski örlítið mýkri og
melódískari en áður. Tónlistin er
þannig kannski örlítið slípaðri á
endanum en bara örlítið. Þessi
plata er kannski öllu heilsteyptari
og þægilegt dreymandi yfirbragð
rennur í gegnum hana alla.
Raddir kærustuparsins
Amedeo Pace og hinnar eitur-
svölu Kazu Makino eru svo
kirsuberið ofan á rjómaísnum.
Manni líður stundum eins og
söngurinn sé tekin upp, upp í
rúmi heima hjá þeim, ekki slæm-
ur effekt það.
Eftir að hafa beðið svona lengi
hefði maður kannski vonast eftir
stærra þróunarstökki en hér er
áherslan frekar lögð á að gera
fallega og vel upp byggða breið-
skífu. Það tekst með sóma. Út-
koman er enn önnur frábær plata
frá þessari yndislegu hljómsveit.
Þessi sveit er algjörlega sér á
báti og þessi plata endar eflaust
á listum yfir bestu plötur ársins.
Birgir Örn Steinarsson
Erótískt
nýbylgjupopp
Umfjölluntónlist
BLONDE REDHEAD:
Misery is a Butterfly
Markaðsstarf
Óskum eftir að ráða manneskju tímabundið
til starfa, með reynslu við markaðsetningar
á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmaður vinni sjálfstætt, hefur ekki
aðstöðu innan fyrirtækisins. Góð laun í boði
fyrir rétta manneskju.
Viðkomandi fyrirtæki er í fullum rekstri en
hefur áhuga að víkka út starfsemi sína.
Uppl. í síma 822-4982
Mjódd - Sími 557 5900
FULL BÚÐ AF NÝJUM GALLABUXUM,
VERÐ FRÁ 3.990,-
EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF BOLUM OG TOPPUM
VERIÐ VELKOMNAR
Ídag fer fram fremur nýstár-legt Íslandsmeistaramót í
Vinabæ. Þar keppa hörðustu
Carcassone-borðspilarar lands-
ins um réttinn til þess að taka
þátt í heimsmeistaramóti leiks-
ins sem fer fram í Essen, Þýska-
landi, á hverju ári í október.
„Þetta er svolítið óvanalegt
spil,“ segir Björn Birgisson hjá
Ísöld sem gefur spilið út hér á
landi. „Í kassanum eru 84 reitir
og keppendur eiga að stafla
þessum reitum að handahófi í
nokkra stafla og mynda borgir
og landslög í kringum kastala.“
Þannig eiga keppendur svo
að móta sín eigin samfélög og
styðjast meðal annars við hina
ýmsu þjóðfélagshópa í baráttu
sinni um yfirráð. Þar koma til
að mynda riddarar, ræningjar
og verkamenn við sögu.
Spilið kom upphaflega út í
Þýskalandi árið 2001 og hefur
farið sigurför um heiminn síðan
þá. Hér kom það út í fyrra og
seldist í rúmlega þúsund eintök-
um fyrir síðustu jól. „Útgefend-
ur í hverju landi eiga rétt á því
að senda einn eða tvo spilara út
á heimsmeistaramótið. Höfuð-
tilgangurinn með þessu móti er
þannig að velja þátttakanda í
heimsmeistaramótið. Ísöld býð-
ur viðkomandi út á mótið að
kostnaðarlausu,“ upplýsir
Björn.
Í gær höfðu rúmlega tuttugu
manns skráð sig en skráningu
lýkur hálftíma fyrir mótið sem
hefst í Vinabæ, Skipholti 33, kl.
13.00.
Öllum er heimil þátttaka en
keppendur verða að kunna spil-
ið er þeir mæta til leiks. ■
TÓNLIST Þá hefur það fengist stað-
fest að bresku ellismellirnir í
Deep Purple halda tvenna tón-
leika hér á landi. Samningar um
aukatónleika náðust í gær og
verða þeir haldnir í Laugardals-
höll þann 23. júní, degi fyrir þá
tónleika sem nú er uppselt á.
Einar Bárðason hjá Concert
ehf. segir þetta vera gert að
„kröfu þjóðarinnar“ þar sem eft-
irspurnin hafi verið gífurleg eftir
að seldist upp á fyrri tónleikana á
einungis klukkustund.
„Þeir hafa verið á tónleika-
ferðalagi um Asíu og voru að
koma til Bandaríkjanna í gær. Þá
náðist loksins í þá,“ segir Einar.
„Þetta var náttúrulega mjög já-
kvætt vandamál sem var ánægju-
legt að geta leyst.“
Miðar fara í sölu á föstudaginn
eftir viku á Hard Rock og í gegn-
um símanúmer Concert auk þess
sem fleiri útsölustaðir verða úti á
landi. ■
DEEP PURPLE
Þeir sem misstu af miða á Deep Purple fá nú annað tækifæri til þess að sjá gömlu brýnin
á sviði.
Aukatónleikar með Deep Purple
Samfélög byggð
og felld á borði
CARCASSONE
Spilið er ólíkt flestum öðrum og hefur notið gífurlegra vinsælda um heim allan.
Borðspil
ÍSLANDSMEISTARAMÓT
■ í Carcassone verður
haldið í Vinabæ í dag.