Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 267 stk.
Keypt & selt 52 stk.
Þjónusta 53 stk.
Heilsa 11 stk.
Skólar & námskeið 2 stk.
Heimilið 30 stk.
Tómstundir & ferðir 10 stk.
Húsnæði 50 stk.
Atvinna 35 stk.
Tilkynningar 6 stk.
Fimmta kynslóð af Golfi
BLS. 2
Góðan dag!
Í dag er laugardagurinn 17. apríl,
108. dagur ársins 2004.
Reykjavík 5.48 13.27 21.09
Reykjavík 5.25 13.12 21.01
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Þú færð líka
allt sem þig vantar á
Ég bregð stundum fyrir mig súpugerð ef
ég þarf að snara fram mat með stuttum
fyrirvara. Það er eiginlega leynivopnið
mitt í eldhúsinu,“ upplýsir tónlistarmaður-
inn Eyþór Gunnarsson. Hann bendir líka á
að súpur séu góðar, fljótlegar og hollar.
Eyþór er greinilega hallur undir austur-
lenska matargerð því hann ber mikið lof á
veitingastaðinn Síam, sem eitt sinn var á
Skólavörðustígnum en er nú fluttur að
Dalshrauni 11 í Hafnarfirði, og það kemur
í ljós að hann hefur farið á námskeið hjá
vertinum Kim. „Þar kynntist maður grunn-
inum að taílenskri og kínverskri matar-
gerð, meðhöndlun krydda og fleiru áhuga-
verðu,“ segir Eyþór. Hann kveðst stundum
laga snöggsteikta rétti á austurlenskan
máta úr kjúklingi og grænmeti sem sé
bæði léttur matur og hollur. Svo bakar
hann líka brauð, meðal annars focaccia-
brauð úr smiðju sjónvarpskokksins nakta,
Jamie Oliver.
Súpan er samt leynivopnið og að lokum
miðlar hann okkur uppskrift að einni aust-
urlenskri sem hann kveðst hafa lært að
elda hjá kunningja sínum í Danmörku.
Kókossúpa
2 dós kókosmjólk
2 skalotlaukar, smátt skornir
1 stilkur sítrónugras, smátt skorið
2 msk. galangarót (siam-engifer), smátt skorin
2 tsk. marinn hvítlaukur
1/2 l vatn
1 stk. kóríanderrót (sem soðin er með og síðan fjarlægð)
250 g þunnt skorinn kjúklingur eða kalkúnn
1-2 msk. fiskisósa í flösku
2 msk. limesafi
Kókosmjólk, laukur, sítrónugras, engifer-
rót, hvítlaukur, vatn og kóriander soðið í
15 til 20 mínútur. Þá er kjötinu bætt útí og
soðið þar til það er meyrt. Súpan bragð-
bætt með fiskisósunni og limesafanum og
puntuð með ferskum kóriander og gras-
lauk.
2-3 rauður chilli er skorinn smátt og
borinn fram ferskur í skál. Þá getur hver
og einn skammtað sér að vild. ■
Leynivopnið mitt:
Snarar fram súpum
með stuttum fyrirvara
bilar@frettabladid.is
Öflugasti Volvobíll fyrr og síðar
er væntanlegur til landsins. Mikil
þróun hefur átt sér stað hjá Volvo
undanfarin ár og hafa nýir bílar ver-
ið kynntir árlega undanfarin fimm
ár. Sem fyrr er lögð höfuðáhersla á
öryggi, endingu og þægindi hjá Vol-
vo en nýjar áherslur í hönnun hafa
gerbreytt ásjónu bílanna. Á næst-
unni mun Brimborg flytja til lands-
ins öflugasta Volvobíl fyrr og síðar,
300 hestafla Volvo S60R, sem hefur
allt það besta sem Volvo hefur upp
á að bjóða. Bíllinn verður frumsýnd-
ur 20.-23. maí á sportbílasýningu í
Laugardalshöll.
Hönnunarvika húsgagna
stendur nú yfir í Mílanó og af því til-
efni var þessi Fiat Panda Alessi-bíll
frumsýndur í Triennale-safninu í
Mílanó. Bíllinn var eins og nafnið
gefur til kynna hannaður í samstarfi
við Alessi-hönnunarfyrirtækið. Alessi
hefur meðal annars hannað innrétt-
ingar og hluti fyrir bað og
eru þær vörur fáan-
legar á Íslandi.
Cadillac er draumabíll en
kannski fjarlægur draumur margra.
Þessi Cadillac SRX var pússaður vel
og vandlega áður en hann var sýnd-
ur á alþjóðlegu bílasýningunni sem
nú fer fram í Leipzig. Um 430 sýn-
ingaraðilar frá 18 löndum sýna bíla
á sýningunni, sem hefst í dag og
stendur yfir til 25. apríl.
Volvo lánar bíla í brúðkaup
Friðriks krónprins Danmerkur og
Mary Donaldson, sem fram fer í
næsta mánuði. Hvorki meira né
minna en 80 eðalvagnar verða
sendar yfir sundið frá sænsku Volvo-
verksmiðjunum til grannþjóðarinnar.
Fínustu gestirnir verða sóttir á flug-
völlinn og keyrðir þangað sem þeir
vilja á glæsibílunum. S80-týpan
verður lánuð í aksturinn og er verið
að leggja lokahönd á bílana í verk-
smiðjunum í Gautaborg. Bílarnir
verða að sjálfsögðu kóngabláir að
lit. Þeim verður ekið á sænskum
númeraplötum til Helsingjaborgar.
Þar tekur sérstök ferja við farminum
og siglir sérlega gætilega yfir sundið
til Helsingjaeyrar. Þar verður skipt
yfir á danskar númeraplötur og
dönskum bílstjórum kennt á gripina.
Á brúðkaupsdaginn sjálfan munu
svo milljónir sjónvarpsáhorfenda sjá
bílunum bregða fyrir og uppátækið
því ágætis auglýsing fyrir Volvo. Vol-
vo S80 er lúxustýpa Volvo og kostar
7-10 milljónir.
BMW hefur aldrei selt jafn marga
bíla á einum mánuði og nú í mars. Í
ársfjórðungsuppgjöri BMW Group,
sem selur BMW og Mini, kemur
fram að aukningin milli ára var
10%. Alls seldust 98.017 BMW-bílar
í mánuðinum (+10,8% miðað við
fyrra ár) og 19.737 Mini-bílar
(+6,6% miðað við fyrra ár). 50
Rolls-Royce bifreiðar voru afhent-
ar í mars. Söluaukningin í mars
nær til allra helstu markaðssvæða
BMW. Í Þýskalandi var aukningin
rúm 8%. Sömu sögu er að segja um
Bandaríkin en í Asíu er BMW áfram í
mikilli uppsveiflu og þar voru af-
hendingar 28,2% fleiri en í fyrra.
BMW tilkynnti í síðustu viku að
framleiðsla í BMW-verksmiðjunum í
Graz í Austurríki yrði aukin úr 300
bílum á dag í 400 til að mæta eftir-
spurn.
Eyþór Gunnarsson Kann ýmislegt fyrir sér í eldamennskunni.
Smáauglýsingar
á 750 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
FYRIR BÍLA
Yaris T-Sport árg. ‘02 ek. 33 þús.
Upplýsingar í síma 661 9083.
Til sölu sófasett 3+1+1. Lítur vel út.
Verð: Tilboð. Upplýsingar í síma
893 6072.
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
VA
Rapparar:
Halda upp á Benz
Mercedes Benz er langvinsælastur bíla á meðal rappara – að
minnsta kosti ef marka má hvaða bíla þeir nefna á nafn í
textum sínum. Samkvæmt könnun breska bílablaðsins Car
var Benz nefndur 112 sinnum á nafn í rapptextum á síðasta
ári. Í kjölfarið kom Lexus, sem var nefndur 48 sinnum og því
töluvert langt á eftir Benz.
Rapparinn 50 Cent minntist til dæmis á Benz í fjórum lög-
um sínum á síðasta ári, þar á meðal
í laginu 21 Questions sem er óður til
kærustu hans. Þar spyr hann hvort
hún myndi láta sig hverfa ef hann
hætti að aka um á Benz og skipti
yfir í einhverja bíldruslu eða „If I
went back to a hoopty from a Benz
would you poof and disappear like
some of my friends?“ eins og hann
orðaði það sjálfur. ■
Merki Textar
Mercedes-Benz 112
Lexus 48
Cadillac 46
Lamborhini 34
Chevrolet 33
Range Rover 29
Bentley 28
Jeep 23
Buick 21
50 Cent Elskar Benz. Benz Vinsælastur meðal rappara.
Gott með súpunni:
Focacciabrauð
1 kíló hveiti
6 dl volgt vatn
30 g blautger eða 3 tsk. þurrger
2 msk. sykur
2 sléttfullar msk. sjávarsalt
Gerið er leyst upp í volgu vatninu.
Þurrefnin eru sett í haug á borð og bú-
inn til gígur í þau. Þar ofan í er vatninu
hellt og allt er hrært vel saman og síð-
an hnoðað. Já hnoðað vel, jafnvel
sleitulaust í 4-5 mínútur eða þar til
deigið er silkikennt og teygjanlegt. Þá
er það látið lyfta sér undir dúk í hálf-
tíma. Slegið niður tvívegis og látið
lyfta sér aftur. Bakað í heitum ofni og
borðað með lotningu.
Þetta ljóð kallast „Grátandi faraó í
gúmmískóm situr Evrópuþing tryggingasala í
samhliða alheimi sköpuðum af bandalagi
örvhentra skoffína meðan lækjarkliður í
þreföldu gleri þrábiður asbestklofning um
hundamat sem borinn er fram í skóflu með
fasískum makkarónuskreytingum og
eyrnamergi, Kasper, Jesper og Jónatan!“
Og hef ég
þá lesturinn!