Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 41
BECKHAM VERÐLAUNAÐUR
David Beckham fékk á dögun-
um sérstök verðlaun á The Brit-
ish Book Awards, en engin
bresk bók hefur selst jafn hratt
og sjálfsævisaga hans My Side.
Um 103.000 eintök seldust af
bókinni fyrstu vikuna sem hún
var á markaði og hún hefur nú
selst í rúmlega milljón eintök-
um. Leikarinn Tom Watt skráði
frásögn Beckhams. Beckham
var ekki viðstaddur athöfnina
því hann var í frönsku Ölpunum
að sættast við eiginkonu sína
eftir linnulausan fréttaflutning
breskra blaða af framhjáhald
hans.
BÓK UM INNRÁS NAPÓLEONS
FÆR FRÁBÆRA DÓMA Ný bók
um innrás Napóleons í Rússland
árið 1812 fær frábæra dóma í
Sunday Times. Titill bókarinnar
er 1812: Napoleon’s Fatal March
on Moscow. Höfundur bókarinn-
ar er Adam Zamoyski og gagn-
rýnandinn, Michael Burleigh,
segir að bók hans, sem er 643
síður, sé svo framúrskarandi að
ómögulegt sé að leggja hana frá
sér. Hann segir Zamoyski hafa
einstaka hæfileika til að sjá
bæði heildarmyndina og þau
smáatriði sem skipta máli. Efni
bókarinnar er vissulega dramat-
ískt. Í innrásarher Napóleons
voru á milli 500 og 600 þúsund
manns og 400 þúsund þeirra lét-
ust í Rússlandi. Mannfall Rússa
var svipað, þannig að alls féllu
um milljón manns í þessari van-
hugsuðu innrás. „Þetta er stór-
kostleg bók um það sem kalla
mætti fyrsta allsherjarstríðið,“
segir gagnrýnandinn.
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004
■ Sagt og skrifað
Sextíu ára gömul ráðgáta umhvarf Antoine de Saint-
Exupéry hefur nú verið leyst.
Kennsl hafa verið borin á flak
flugvélar hans en Saint-Exupéry
hvarf í júlímánuði 1944 eftir að
hafa lagt upp í rannsóknarflug
fyrir franska herinn.
Saint-Exupéry er höfundur
skáldsögunnar ástsælu Litla
prinsins, sem hefur verið þýdd á
yfir hundrað tungumál og selst ár-
lega í rúmlega milljón eintökum
víðs vegar um heim. Saint-
Exupéry er eini franski rithöfund-
urinn sem hefur hlotið þann heið-
ur að fá mynd sína á franska pen-
ingaseðla. Flugvöllur og skólar
hafa einnig fengið nafn hans.
Saint-Exupéry var 43 ára gam-
all þegar hann týndist. Árið 1998
fann franskur fiskimaður í neti
sínu silfurarmband sem hafði til-
heyrt rithöfundinum. Kafarar
fundu einnig búta úr flaki flugvél-
ar hans. Frönsk yfirvöld vildu þó
af einhverjum ástæðum ekki
veita þessum uppgötvunum at-
hygli. Á síðasta ári gáfu þau loks
leyfi til að flakið, sem vitað var að
lægi á sjávarbotni, væri flutt í
land.
Enginn veit hvað raunverulega
gerðist; hvort vélarbilun varð,
hvort Saint-Exupéry veiktist
skyndilega við stýri eða, eins og
sumir vilja halda fram, hann hafi
fyrirfarið sér með því að steypa
vélinni í sjóinn. Sérfræðingar
segja ljóst að flugvélin hafi verið
á miklum hraða þegar hún féll lóð-
rétt í sjóinn. ■
Ég var rétt í þessu að ljúka viðbók Ásgeirs Jakobssonar,
Fanginn og dómarinn, sem fjallar
hin svokölluðu Skúlamál og Sig-
urð skurð, þann margbrotna Vest-
firðing sem almannarómur hefur
álitið morðingja og illmenni allt
frá 1892. Þarna kemur Ásgeir til
varnar einstaklingi sem átt hefur
sér formælendur fáa og gerir það
af virðingu og nærfærni,“ segir
Garðar Sverrisson formaður
Öryrkjabandalagsins, sem
er lesandi vikunnar.
„Af öðru sagnfræði-
legu efni las ég síðast bók
A.J.P. Taylor, Hitler og
seinni heimsstyrjöldin, í
þýðingu Jóns Þ. Þór. Í
þessari bók er innanríkis-
stefna Hitlers aðgreind frá
stefnu hans í utanríkismál-
um og upphaf heimsstyrj-
aldarinnar ekki síður rakið til
ósveigjanleika Bandamanna.
Taylor sýnir með sannfær-
andi dæmum að allt fram til
1939 hafi meginmarkmið Þjóð-
verja, ekki bara nasista, fyrst og
fremst verið að knýja hin sigur-
glöðu heimsveldi til að hverfa frá
óraunhæfum friðarskilmálum,
einkum hinni illa grunduðu inn-
limun þýskumælandi svæða í önn-
ur ríki Evrópu.
Mest hef ég þó verið að lesa í
ýmsum kaþólskum bókum og rit-
gerðasöfnum sem ég hef á síðustu
árum keypt við hóflegu
verði hjá Torfa Ólafs-
syni í kaþólsku bóka-
búðinni við Hávalla-
götu, sem opin er milli
þrjú og fjögur á mið-
vikudögum og eftir
hámessu á sunnudög-
um. Margir þessara
gullmola eru einmitt
þýddir af Torfa sjálf-
um, sem unnið hefur
mjög merkilegt
starf í þágu
k a þ ó l s k u
kirkjunn-
ar.
Loks hef ég verið að endurnýja
kynni mín við bók Friðriks Ólafs-
sonar, Við skákborðið í aldarfjórð-
ung. Í þessar bók skýrir Friðrik
sjálfur fimmtíu valdar sóknar-
skákir sínar þar sem í valnum
liggja flestir sterkustu skákmenn
heims á síðari hluta tuttugstu ald-
arinnar. Engin skákbók hefur sýnt
mér betur en þessi hve skáldlegt
innsæi í bland við einbeittan sig-
urvilja getur gert skákina að
ómótstæðilegri listgrein. Fyrir
mér nálgast þetta að vera spennu-
saga, enda ferðast maður með
Friðriki milli stórmótanna, upplif-
ir andrúmsloftið og tekur þátt í að
leggja að velli hvern stórmeistar-
ann á fætur öðrum.
Af jólabókunum situr fastast í
mér bók Ólafs Gunnarssonar,
Öxin og jörðin. Fléttan snilldar-
lega ofin og bókin öll eitt stór-
fenglegt meistaraverk.“ ■
GARÐAR SVERRISSON
„Af jólabókunum situr fastast í
mér bók Ólafs Gunnarssonar,
Öxin og jörðin. Fléttan
snilldarlega ofin og bókin öll
eitt stórfenglegt meistaraverk.“
Sagnfræði og kaþólsk rit
Loks hef ég verið að
endurnýja kynni
mín við bók Friðriks Ólafs-
sonar, Við skákborðið í
aldarfjórðung.
,,
ANTOINE DE SAINT-EXUPÉRY
Höfundur Litla prinsins hvarf fyrir 60 árum
en ráðgátan hefur nú að hluta til verið leyst.
Ráðgátan um
hvarf Saint-Exupéry
DAVID BECKHAM
Hefur ekki átt sjö dagana sæla, en fékk þó verðlaun nýverið fyrir hraðmetsölu á
ævisögu sinni.
NAPÓLEON
Fór með 500 til 600 þúsund manna her inn
í Rússland. Um 400 þúsund þeirra létust.