Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 20
20 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR
Frægðarsól kanadíska kvikmyndaleikstjórans Denys Arcand rís æ hærra. Síðasta
rósin í hnappagatið er hin rómaða mynd Innrás barbaranna, sem nú er sýnd hér á
landi. Aðrir myndir eftir hann eru m.a. Hnignun ameríska heimsveldisins og
Jesús frá Montreal.
Leikstjóri
lífsins
Söguþráðurinn í kanadískukvikmyndinni Innrás barbar-
anna, sem nú er sýnd í Háskóla-
bíói og hlaut á dögunum Ósk-
arsverðlaunin í flokki erlendra
kvikmynda, hljómar ef til vill ekki
mjög spennandi þegar hann er
sagður hreint út: miðaldra karl-
maður er með krabbamein og
liggur fyrir dauðanum. Fjölskyld-
an hans og vinir koma á sjúkra-
húsið til þess að kveðja hann.
Óhætt er að segja að það þurfi
snilling til þess að gera svo há-
dramatísku efni skil á þann hátt
að bíógestir liggi veinandi af
hlátri á milli þess sem þeir gráta
sorgartárum yfir örlögum sögu-
persónanna, og þá ekki einungis
þess sem deyr, heldur allra hinna
líka. Leit virðist vera að leikstjóra
sem er jafn næmur á öll tilbrigði
lífsins og Denys Arcand. Óhætt er
að segja að fáir hafi öðlast jafn-
mikla hæfni í því að afhjúpa
manneskjuna á hvíta tjaldinu og
sýna hana eins og hún er í öllum
sínum mikilfengleika, kómík og
dapurleika.
Kaþólskar rætur
Denys Arcand fæddist í
Deschambault í Quebec þann 25.
júní árið 1941. Hann er því
frönskumælandi Kanadamaður.
Hann lærði sagnfræði í háskólan-
um í Montreal og fékk þar áhuga á
kvikmyndum og kvikmyndagerð.
Hann ólst upp á strangtrúuðu kaþ-
ólsku heimili og kann uppeldið að
hafa haft nokkur áhrif á efnistök
Arcands í kvikmyndagerð síðar
meir, eins og glögglega má sjá í
myndum eins og Jesús frá Montr-
eal þar sem Arcand réðst gegn
túlkun kaþólsku kirkjunnar á boð-
skap Krists. Móðir hans er sögð
hafa óskað þess heitast að sonur
sinn yrði nunna – þó svo sú ósk
yrði seint uppfyllt – og Denys litli
var níu ár í skóla jesúíta.
Það var á háskólaárunum sem
hann gerði sína fyrstu stuttmynd,
Seul ou avec d’autres, og strax að
loknu námi hóf hann störf hjá
Kvikmyndastofnun Kanada, þar
sem hann fékkst einkum við gerð
heimildarmynda.
Þessar fyrstu myndir voru
sögulegar heimildarmyndir um
landkönnuði og landnema Norður-
Ameríku. Síðar urðu myndirnar
hins vegar mun pólitískari. Árið
1970 gerði hann til dæmis heim-
ildarmynd um bág kjör í textíl-
iðnaði, og var myndin opinberlega
bönnuð, vegna meintrar hlut-
drægni leikstjórans. Arcand hélt
þó sínu striki við gerð pólitískra
og umdeildra heimildarmynda, og
reyndar komu textíliðnaðarmenn
aftur við sögu í kvikmynd hans
Gina, frá árinu 1975 sem fjallaði
um fatafellu og hóp af kvik-
myndagerðarfólki sem var að
gera heimildarmynd um textíl-
iðnaðinn.
Persónulegur stíll
Það er einmitt einkenni á höf-
undarverki Arcands að hann sæk-
ir viðfangsefni sín mjög mikið í
sinn persónulega reynsluheim og
handritin sín skrifar hann sjálfur.
Þau eru jafnan vitsmunaleg, full
af samræðum og ekki síst liggur
húmorinn ágætlega fyrir honum.
Það þarf því engan að undra að
Arcand hefur stundum verið bor-
inn saman við Woody Allen.
Með myndinni Hnignun amer-
íska heimsveldisins, frá árinu
1986, sló Arcand almennilega í
gegn. Innrás barbaranna er sjálf-
stætt framhald af þeirri mynd.
Báðar fjalla um hreinskiptið vits-
munafólk sem hugsar ótæpilega
mikið um kynlíf. Viðfangsefnið í
samræðum þeirra er jafnan
grundvallarspurningar um frama,
heiðarleika, nálægð við annað fólk
og framrás tímans. Myndin sópaði
að sér verðlaunum og var meðal
annars tilnefnd til Óskarsverð-
launa sem besta erlenda myndin.
Það var hins vegar ekki fyr en
með Innrás barbaranna á þessu
ári sem Arcand hreppti þau verð-
laun.
Þremur árum eftir Hnignun
ameríska heimsveldisins vakti
Arcand aftur verðskuldaða at-
hygli fyrir myndina um Jesú.
Jesús frá Montreal hefur reyndar
talsvert verið í umræðunni upp á
síðkastið þar sem nokkuð hefur
borið á því að hún sé notuð í um-
ræðunni um Jesúmynd Gibsons,
og þá sem dæmi um það hvernig á
að gera mynd um Jesú.
Söguþráður Jesú frá Montreal
var sóttur í persónulegan reynslu-
heim Arcands. Hugmyndin kvikn-
aði þegar leikari kom í prufu fyr-
ir Hnignun ameríska heimsveldis-
ins. Þessi leikari vann við það að
leika Jesú í leikriti fyrir ferða-
menn í borginni. Arcand var heill-
aður af lífi þessara leikara, sem
unnu við það að leika Jesú á dag-
inn, og léku svo ef til vill í
bjórauglýsingum eða klámmynd-
um á kvöldin.
Versta fyrirmynd í heimi?
„Ég er versti handritahöfundur
í heimi,“ sagði Arcand nýlega í
viðtali við kanadísk blað. „Ég hef
ekki komið mér upp neinum al-
mennilegum aðferðum. Ég hef
aldrei lært að skrifa. Ég hef aldrei
sótt neitt námskeið í handrita-
gerð. Ég er versta fyrirmynd sem
hugsanlega er hægt að gefa ung-
um, upprennandi höfundum.“
Arcand lýsir ferlinu þannig, að
hann fái smám saman áhuga á ein-
hverjum tilteknum þætti í mann-
lífinu. „Þegar áhuginn er að
kvikna, þá fer ég smám saman að
klippa út alls konar greinar um
efnið og skrá niður hjá mér punk-
ta, úr samræðum og öðru. Þetta
skrifa ég á lítil spjöld og set í
skjalasafn, sem síðan stækkar og
stækkar. Svo þegar ég ákveð að
gera mynd um þetta efni, þá fer
ég í skjalasafnið.“
Af þessum ummælum að
dæma verður ekki annað séð, en
að hinn persónulegi leikstjóri
þekki sjálfan sig ekki ýkja vel. Ef
þetta er ekki ákveðin aðferð við
að skrifa – og jafnvel aðferð sem
aðrir geti tekið sér til fyrirmynd-
ar – þá er vandséð hvað er aðferð
og hvað ekki.
gs@frettabladid.is
MYNDIR DENYS ARCAND
2003 Les Invasions barbares (Innrás
barbaranna)
2000 Stardom (Frægð)
1996 Joyeux calvaire (Fátækt og annar
munaður)
1993 Love & Human Remains
1991 Montréal vu par... (Montreal sex-
tett)
1989 Jésus de Montréal (Jesús frá
Montreal)
1986 Le Déclin de l’empire américain
(Hnignun ameríska heimsveldisins)
1985 Murder in the Family - sjón-
varpsþáttaröð
1984 Le Crime d’Ovide Plouffe (Morð
í fjölskyldunni)
1982 Le Confort et l’indifférence
(Þægindi og skeytingarleysi) - heimild-
armynd
1976 On est au coton (Bómullar-
myllan) – heimildarmynd
1975 Gina
1973 Réjeanne Padovani
1972 Québec: Duplessis et après (Eftir
Duplessis) - heimildarmynd
1972 La Maudite galette (Illa fengið
fé)
1967 Parcs Atlantiques - stuttmynd
1966 Volleyball - stuttmynd
1965 Les Montréalistes – stutt heim-
ildarmynd
1965 La Route de l’Ouest - stuttmynd
1964 Champlain - stutt heimildar-
mynd
1964 Samuel de Champlain: Québec
- stutt heimildarmynd
1962 Seul ou avec d’autres - stutt-
mynd
DENYS ARCAND
Myndir hans fjalla um tilvist mannsins í
allri sinni dýpt. Ákveðið hispursleysi, sem á
sér kómíska hlið, er einkenni á stíl
Arcands.
ÚR INNRÁS BARBARANNA
Ættingjar og vinir koma saman við dánarbeð miðaldra nautnaseggs og prófessors.
Þar er allt látið flakka og hefðbundnum gildum snúið á haus.