Fréttablaðið - 17.04.2004, Síða 24

Fréttablaðið - 17.04.2004, Síða 24
Audi hannaður fyrir árið 2035. Í kvikmyndinni „I, ROBOT“ ekur Will Smith á Audi RSQ sportbíl, hugmyndabíl sem Audi hefur þróað sérstaklega með myndina í huga í samstarfi við Twentieth Century Fox. Myndin verður kynnt í Bandaríkjunum 16. júlí.                         ! "#$% Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður Ný kynslóð af Volkswagen Golf er kominn á götuna, árangur 30 ára þróunar stærsta bílaframleið- anda heims. Nýi Golfinn hefur verið end- urhannaður. Bíllinn er talsvert sportlegri í útliti en hann hefur verið hingað til og setja áberandi tvöföld framljós sterkan svip á bílinn. Nýi Golfinn er stærri en bíll- inn var í næstu kynslóð á undan, hefur breikkað, hækkað og lengst. Stækkunin nýtist sérstak- lega vel í farþegarýminu og var það samdóma álit farþega að ein- staklega rúmt væri um fætur. Annars er gott rými fyrir öku- mann, farþega og farangur eitt af einkennum bílsins um leið og hann fer afskaplega vel í borg- arakstri vegna þess hversu nett- ur hann í raun er. Nýi Golfinn fæst bæði tveggja og fernra dyra og með mismun- andi frágangi og búnaði í útgáf- unum Trendline, Comfortline og Sportline. Í öllum útgáfunum eru þó sömu alhliða þægindin og ör- yggisbúnaður, meðal annars sex loftpúðar og fimm hnakkapúðar. Allur búnaður bílsins ber með sér að vera vandaður og öruggur. Sætin í bílnum eru nokkuð hörð en halda örugglega við og venjast vel. Tilfinningin sem ökumaður nýja Golfsins fær er einmitt að vera á ferð í afskaplega öruggu ökutæki, jafnvel aðeins stærri bíl en Golfinn raunverulega er steinunn@frettabladid.is sigridur@frettabladid.is 1974 Fyrsti Golfinn kemur á markaðinn og sló strax í gegn. Alls voru framleiddir 6,8 milljónir af þessari gerð. Hún er enn í framleiðslu í breyttri mynd og seld í Suður- Afríku. 1976 Golf númer 500.000 smíðaður í mars og milljónasti Golfinn smíðaður í október. 1983 Golf af annarri kynslóð kynntur til sögunnar. Alls voru 6,3 milljónir af honum smíðaðar á næsta áratug. 1984 Fyrsti Golf með hvarfakút með lokaðri hringrás kynntur til sögunnar. 1987 Andlitslyfting Golfsins. 1991 Þriðja kynslóðin kynnt á helstu markaðssvæðum. Alls voru 4,8 milljónir bíla smíð- aðar af þeirri kynslóð. Hann var smíðaður samhliða fjórðu kynslóðinni fyrst eftir að hann var settur á markað. 1992 Loftpúðar fáanlegir fyrir ökumann og farþega í framsæti. 1997 Fjórða kynslóð af Golf kynnt. Alls hafa verið smíðaðir 4,3 milljónir Golfa af fjórðu kynslóð til dagsins í dag. Fyrsti Golf með fimm strokka vél. 2003 Golfinn til í sjö útgáfum, Golf, Trendline, Comfortline, Highline, GTI, V6 og R32 2003 Heimskynning á fimmtu kynslóð Golf Fjórar kynslóðir af Golf Fyrirrennarar nýja Golfsins. 30 ára saga VW Golf: Fimmta kynslóðin komin Volkswagen hitti á réttan streng þegar Volkswagen Golf var kynntur til sög- unnar árið 1974. Bíllinn sló strax í gegn, hefur í þrjá áratugi verið mest seldi bíllinn í Þýskalandi og mest seldi þýski bíllinn. Að meðaltali hafa um 2.100 manns keypt Golf á hverj- um degi undanfarin 30 ár. Golf er smábíll með ýmsa kosti stærri bíla og hefur, að sögn framleiðanda, alltaf notið vinsælda í öllum sam- félagshópum. Hér á Íslandi eru yfir 5000 Volkswagen Golf bifreiðar skráðar. Volkswagen Golf Þriggja og fimm dyra Beinskiptur / sjálfskiptur Verð frá 1.860.000 (1.4FSI þriggja dyra Trendline) til 2.680.000 (2.0FSI fimm dyra Sportline) Auk þess er margvíslegur aukabúnaður í boði sem hækkar verðið. Kostir Fallegur bíll. Rými fyrir farþega í aftursæti mjög gott. Liggur vel á vegi. Gallar Nokkuð þungur í akstri miðað við stærð. Ekið um á Volkswagen Golf: Stór bíll í litlum Volkswagen Golf Nýi Golfinn er sportlegri í útliti en fyrirrennarar hans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.