Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ 1972 TÍMINN siður finnst mér við þurfa að kunna okkur dálitið meira hóf, svona almennt talað. Leggja minna i umstang og erfiði, en opna heldur hugi okkar þeim mun betur fyrir þeim andblæ, sem jól- in flytja með sér. Og við megum umf'ram allt ekki vera svo dauð- þreytt fyrir jólin, að við getum ekki notið þeirra sjálfra. — Nú er það gamall og góður siður af gefa og gleðja aðra um jóí. En finnst þér ekki þeir hlutir hafa tekið á sig óþarflega mikinn kaupmennskublæ? — Ég býst við. að það sé alveg rétt. Þvi er ekki að neita, að það er kominn mikill verzlunar- og kaupskaparblær á aðventuna og reyndar lengri tima. Strax i nóvember fer að bera á þvi, að menn hyggja á að gera sér pen- inga úr þessari hátið. En þótt verzlunarsvipur jóla- undirbúningsins sé orðinn alltof mikill, þá er hæpið að ásaka verzlunarstéttina eina um það. Við liggjum kaupmönnum á hálsi, ef þeir eiga ekki til þá vöru, sem við viljum kaupa, og þannig hafa mörg okkar beinlinis óskað eftir þvi ástandi, sem er. Verzlunar- stéttin er, jú, að veita okkur sina þjónustu. En þótt við berum okk- ar hluta af ábyrgðinni, og hann stóran, þá er ástandið jafnslæmt fyrir þvi, og engu minni ástæða til þess að draga úr ferðinni fyrir þá sök. Það er hávaðinn, aug- lýsingaskvaldrið og skrumið, sem er óhugnanlegasti þátturinn i okkar jólaundirbúningi. — Það kom fram i upphafi máls okkar, að þú værir fæddur og al- inn upp i sveit. Hefurðu getað kynnt þér, hver munur er nú á jólahaldi i sveitum annars vegar og i hinum stærri bæjum hins vegar? — Ég fór nokkuð snemma að heiman, þótt ég að visu héldi min jól heima nokkuð langt fram eftir aldri. En ég byrjaði lika prests- ing. Sem betur fer þykir mjög mörgum unglingum það eftir- sóknarvert að vera heima hjá pabba og mömmu um jólin, og hitt þarf ekki að ei'a. hver gleði það er foreldrunum. sem heima sitja, ef til vill við lábreytilegar aðstæður. að geta glaðzt með börnum sinum yfir hátiðarnar. Þannig sameina jólin sveitafjöl- skyldurnar i enn rikara ma'li, en á sér stað i ba'junum. Bolungarvik og Kopavogur — Nú ert þú. séra Þorbergur, nýkominn úr tiltölulega fámennu prestakalli úti á landi og seztur að i næst-f jölmennasta bæ á íslandi. Er ekki afarmikill munur á kirkjusókn. safnaðarlifi og sam- bandi prests og safnaðar, þegar þessir staðir eru bornir saman? — Jú, það er alveg relt. Þetta er á marga lund allt öðruvisi. Ég var prestur vestur i Bolungarvik, á þeim slóðum, þar sem ég fæddist og ólst upp og þekkti þvi hvert mannsbarn og vissvhvernig land- ið lá i öllu þvi. er máli skipti. Hér i Kópavogi er viðhorfið auðvitað allt annað. Hér er l'jól- mennið það mikið, að erfiðara er um öll persónuleg sambönd. Þú minntist á kirkjusókn. Kg hygg, að hún sé tiltólulega miklu meiri, þar sem ég áður var. heldur en hér er, þótt ég hafi svo sem ekki neina ásta'ðu til þess að kvarta undan lélegri kirkjusókn hér i Kópavogi. Hún er eftir atvikum allgóð. En sambandið við fólkið — það er erfiðleikum bundið að i'inna þvi form i þessu þéttbýli. Þvi er ekki heldur að leyna, að starfsaðstaðan hér er næsta tak- mörkuð. Kirkjan er aðeins ein fyrir allan bæinn, og i minu prestakalli er nánast engin starfsaðstaða. Að sjálfsögðu not- um við Kópavogskirkju og njót- um þar ágætrar samvinnu við Kirkjan að Stað i Grunnavik. Henni þjónaði séra Þorbergur i sextán ár, eftir að séra Jónmundur Halldórsson hætti prestsskap. skap minn i sveit og ég hygg, að enn sé talsverður munur á jóla- haldi i sveit og kaupstað. t sveit- um eru jólin i enn rikara mæli hátið heimilanna og ber fleira en eitt til þess. Fyrst og fremst er þar færra sem glepur, en auk þess er annað, sem menn leiða ekki alltaf hugann að: Viða fara unglingarnir að heiman á haust- in, ýmist i skóla eða i atvinnu. En ílestir, sem það geta, reyna að komast heim um jólin. Og þá eyk- ur það jólagleði fullorðna fólks- ins. sem heima erum allan helm- Vesturbæinn, en vegalengdir eru nokkrar, og það er i raun og veru óhjákvæmilegt, að hver söfnuður eigi sina starfsmiðstöð hjá sér. Sannleikurinn er nefnilega sá, að viða i þessum nýju, stóru söfnuð- um er starfsaðstaðan miklu verri en i litlum söfnuðum úti á landi, þar sem presturinn er i svo að segja daglegu sambandi við allt sitt fólk. Hér er það víða svo, að hvorki er til kirkja né prests- seturshús i stórum söfnuðum. Prestsseturshúsin eru ekki aðeins einkaibúð prestsins. Þau eru lika Séra Þorbergur Kristjánsson. — Timamynd GE. — Geirastaðir við Bolungarvik, æskuheimili séra Þorbergs Kristjánssonar. vinnustaðir. Þar vinnur prestur- inn meginið af sinu undirbúnings- starfi og þar þarf hann óhjákvæmilega að geta tekið á móti fólki til viðræðna og marg- vislegrar þjónustu. Ég hóf prestsskapinn i sveit, var siðan lengi i kauptúni og taldi orðið timabært að hverl'a i kaup- stað til viðari verkahrings. Hins vegar uni ég þvi illa og tel á mér brotinn rétt, að ég skuli eftir tveggja áratuga prestsþjónustu sviptur þeirri starfsaðstöðu, sem embættisbústaður veitir, — fyrir þá sök eina, að ég hef leyl't mér að læra mig um sel. Slikt væri óhugsandi annars staðar, þar sem þjóðkirkja er, og þótt viðar væri leitað. Ég skil það raunar ekki, að stærstu söfnuðirnir skuli sætta sig við það orðalaust, að rikisvaldið gangi svo á hlut þeirra og láti það jafnvel viðgangast, að þar sem prestseturshús eru fyrir. sóu bau seld hæstbjóðanda og andvirðið látið renna i rikissjóð. Þar tel ég vera um hreina eignaupptóku að ræða, og hygg ég, að slikt gæti ekki gerzt i neinu vestrænu landi, öðru en okkar. En það er ýmislegt fleira furðu- legt varðandi afgreiðslu alþingis á málefnum er kirkjuna varða. Undarleg ákvæði er til dæmis að finna i hjúskaparlöggjöf þeirri, er koma á til framkvæmda nú um áramótin, og yfirleitt virðist mér skilningur löggjafans á þeirri skyldu, sem stjórnarskráin legg- ur honum á herðar — að standa vörð um hag og hugsjónir kirkj- unnar — mér virðist skilnirigur- inn á þessu ærið takmarkaður. En það yrði of langt mál að fara frek- ar út i það hér. — Þú nefndir þarna áðan einka- samræður við fólk. Er mikð um að þið þuríiö-mér liggur við að segja að skakka leikinn i fjölskyldum? — Til prestsins er leitað i sambandi við allt mögulegt, og nærri þvi á hvaða tima sólar- hrings sem er. Stundum er komið heim til okkar, stundum er hringt og við beðnir að koma þangað, sem erfiðleikarnir eru. Mjög oft er þar um einhver fjölskyldu- vandamál að ræða, ýmist þessi margumtöluðu vandræði með blessaða unglingana, eða þá óreglu foreldranna, annars hvors eða beggja. Allt þetta kemur til okkar kasta meira eða minna, auk hins eiginlega prestsstarfs. Aö gera meira en ströng- ustu skyldu sina...... — Þú telur þá þetta i rauninni ekki með ykkar skylduverkum? — Auðvitað er hið eiginlega preslsstarf að boða Guðs orð. Enn l'remur sáhisorgun, embættisverk og viðtiil i sambandi við þau. Vitanlega eru þetla okkar fyrstu og fremstu embættisskyldur. Aftur á móti er okkur ekkert mannlegt óviðkomandi og við viljum gjarna verða að liði, eftir þvi, sem i okkar valdi stendur. Þetta v.eit fólkið lika, og þess vegna leitar það fil okkar með marga hluti, þótt þeir liggi utan okkar starfsviðs i strangasta skilningi þess orð. I mörgum til- vikum reynum við að sinna þessu sjálfir, i óðrum höfum við sam- band við þá aðila, sem við leljum hal'a möguleika á þvi að verða að liði. En það er ol't komið til okkar lyrst. • Þið verðið auðvitað l'yrir þvi, eins og flestar aðrar stéttir, að ykkur herast verkefni, sem þið eruð stranglekið ekki skyldugir lil að leysa? Úg byst við, að það só miirgum óljóst, hverl hið raunverulega starlsvið preslsins er. Og ég held, að það sé nú okkur sjálfum að kenna að lalsverðu leyti. Við höfum stundum látið það i veðri vaka. að við gætum verið ,,allt- mulig-menn" og vist er þvi ekki að neita, að þeir prestar eru til, sem slikl geta. Auðvilað er Framhald bls. 48 Skútustaðakirkja i Mývatnssveit. Þar hóf séra Þorbergur Kristjánsson prestsskap sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.