Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 48

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 48
48 TÍMINN JOLABLAÐ 1972 Leirá í Leirársveit ull fengist, ef enskir hrútar væru hafðir til kynblöndunar. Þetta htdur hann gert með glöðum huga, og er barnalega broslegt ávarp hans til konungs, er hann þakkar honum hið holsteinska og enska fé, er til landsins hafði verið flutt: ,,Ó, hve náðugur herra, sem girnist að gera sina fátækustu undirsáta hluttakendur i slikri lukku”. Bjartsýnin og vongléðin leyna sér ekki. En þvi var miður, að lukkan varð endaslepp, svo sem kunnugt er, þvi að frá Elliðavatni breiddist út fjárkláðinn, er að lyktum eyddi fjárstofninum um meira en hálft landið. Vafalaust hefurkláðinn komið fljótiega upp á Leirá, og er auðvelt að gera sér i hugarlund, hve vonsvikinn amt- maðurinn hefur verið, er honum varð ljóst samhengið. Einn þeirra manna, sem skoðuðu reyfin hjá Magnúsi Þingvöllum sumarið 1761, var Ólafur Stefánsson frá Höskulds- stöðum á Skagaströnd, er þá hafði verið varalögmaður um nokkurt skeið. Þetta sama haust átti Ólafur brýnt erindi að Leirá. Þá gekk hann að eiga einkadóttur Magnúsar, Sigriði, og voru þau gefin saman i Leirárkirkju að viðstöddu miklu fjölmenni hinna lignustu manna. Heimanmundur brúðarinnar var fjögur hundruð hundraða i fasteignum og tvö hundruð hundraða i lausafé. Veizlan var ein af hinum fræguslu á landi hér. Gestir voru 130, og komu sumir um þvert landið til þess að heiðra brúð- hjónin. Þar flulti séra Gunnar Fálsson i Hjarðarholti kvæði það, er nefnd heíur verið Sigriðar- drekka og Ólafssumbl, og þar lék Jón Sveinsson á Bekansstöðum veizlugikk og sneri öfugt á honum hver tuska, sem á honum hékk. Þegar hann dó, sem kallað er á nútíðarmáli, hljóp i skarðið einn hinna heldri gesta, skáldið og prófasturinn frá Hjarðarholti séra Gunnar Pálsson og lauk þeim leik svo, að hann hvarf undir borðin. Liliu siðar tók brúðurin að ókyrrasl i meira lagi, en eftir nokkurl stirhabrak kom höfuð prófasts upp um pilsop hennar, og hafði parrukið týnzt á leiðinni. Upp úr þessu seltist Ólafur að á Leirá, gerðist aðstoðarmaður tengdaföður sins og tók við amt- mannsembætti að honum látnum. Og á Leirá fæddist Magnús Stephensen. Það var ósvikið höfuðból, sem Ólafur Stefánsson tók við, stór- mannlega hýst og svo búið að öllu, sem bezt gat orðið. Enn er til i þjóðminjasafninu mynd frá þeim árum, er þau Ólafur og Sigriður sátu að Leirá. Fimm hús snúa þili fram á hlað og eru flestir stafnarnir svo háir, að i- veruloft eru yfir, og eru þar þó mörg önnur hús reisuleg. Ekki er siður gaman að virða fyrir sér fólkið og athafnir þess, bæði fyrirfólks og hjúa. Bezt sýnir það þó kannski, hvilikur staður Leirá var, að allir eru búnir eftir þeirri tizku, sem þá var nýjust af nál- inni, ekki einungis hefðarfólkið i forgrunni myndarinnar, heldur einnig vinnufólkið við vatnspóst- inn, stórviðarsögina og á vellinum. Olalur Stefánsson horfði ekki i kostnað við að gera veg Leirár sem meslan. Þegar honum var einu sinni sögð sú frétt, að æðar- kolla hefði gerl sér hreiður i Leirárey, sendi hann þegar eina vinnukonu sina út þangað til þess að vaka yfir þvi, að ekkert illt henti kolluna, unz hún væri á sjó komin meö unga sina. Lét hann hrófa upp kofa handa stúlkunni og stálpað barn vera hjá henni, henni til dægradvalar. Þar að auki fékk hann henni ókjör af bandi, sem hún átti að prjóna, svo að liminn færi ekki forgörðum við þaðeittaðgæta kollunnar. Seinna hældi Ólafur sér af þvi, að með þessu hefði honum tekizt að koma upp oíurlitlu æðarvarpi i Leirárey. Ólafur varð einn af mestu frægðarmönnum landsins. Búskapur hans á Leirá varð þó ekki langvinnur. En þegar Magnús Stephensen komst upp, hlaut hann jörðina að gjöf úr hendi föður sins, er hann kvæntistog var skipaður varalög- maður árið 1788. Hann bjó siðan á Leirá fram til ársins 1803. Þá voru þar enn á ný ráðin ráð, sem miðuðu að þvi að vekja þjóðina og hel'ja hana á hærra stig. Heima i stofu á Leirá var stýrt eina útgáfufyrirtæki landsins, Lands- uppfræðingarfélaginu, og prent- smiðju þess i Leirárgörðum, og þaðan var höfð hönd i bagga með flestu, sem i landinu gerðist. Og á þessum árum var þar enn ein stórbrotin brúðkaupsveizla, er sagnritarinn Jón Espólin gekk að eiga Rannveigu Jónsdóttur. Þegar Magnús hvarf frá Leirá, varð þar sýslumannssetur, Jónas Scheving, sýslumaður Skag- firðinga, tók þá við Borgar- fj.sýslu og kvæntist litlu siðar systur Magnúsar. Hann sat þar siðan i nálega þrjá áratugi, ekki skörulegt yfirvald, en maður kær að hestum. Um krossmessuleytið vorið 1831 var h,ann að fást Við hesta þar á hlaðinu. Kenndi hann þá verkjar fyrir brjósti, Um kvöldið eða nóttina eftir gaf hann upp öndina. Allvel hefur Jónasi fénazt á Leirá, og bera uppboðs- bækur með sér, að furðulegt safn af smjöri hefur þar verið saman- dregið. Nokkru siðar keypti jörðina Jón Arnason frá Kalmanstungu, og fluttist hann þangað 1839, auðugur og mikilhæfur búsýslu- maður, sem oftlega var settur sýslumaður héraðsins. Þegar Jón Árnason þraut, kom þangað skáldið Jón Thoroddsen, er varð sýslumaður Borgfirðinga árið 1861. Hann hafði að visu lifað sitt fegursta skeið, er hann kom að Leirá. Samt bjó hann þar kvæði sin undir prentun, gerði þar nokkrar breytingar á Pilti og stúlku fyrir aðra prentun og hreinskrifaði eða jafnvel samdi Mann og konu að meira eða minna leyti. Hvilir hann i Leirár- kirkjugarði, ásamt fleira stór- menni, undir grárri, áletraði steinhellu. Eftir dauða Jóns Thoroddsens varð Leirá bújörð bænda, og vinnst hér ekki ráðrúm til þess að rekja þá sögu að neinu gagni. Þó hlyðir ekki að ljúka þessu hrafli, án þess að geta að nokkru Þórðar Þorsteinssonar frá Hurðarbaki, eins af tápmeiri bændum landsins á siðari hluta nitjándu aldar. Um hans daga rikti að visu ekki á Leirá sá upphafni hefðar- bragur eða fágun i háttsemi sem húsbændur staðarins tomdu sér öld fyrr, þvi að Þórður var meira gæddur vikingslund en þjálfaðri háttvisi, einkum við öl, og gat þá verið I meira lagi ódæll viðskiptis. Menntun hafði hann ekki heldur af að státa, þvi að hann hafði farið a mis við bóklega fræðslu á æskuárum. Hann hafði þvi ekki öðru fram að tefla en þeim óstýriláta þrótti, sem i honum bjó, og stundum leiddi hann á þær götur, er ekki skyldi. En hugmyndarikur framfara- maður var þessi harðskeytti bóndi. Meðal annars er það til marks um áræði hans, að snemma á ævi sinni hóf hann svinarækt uppi i Reykholtsdal, og mörgum fleiri nýjungum braut hann upp á. Þegar hann var kominn að Leirá, reisti hann þar upp barnaskóla á sinn kostnað, er þá var hið mesta nýmæli i sveit, og fékk til hans hina beztu kennara — þeirra á meðal Valdi- mar Ásmundsson, siðar ritstjóra Fjallkonunnar föður Héðins, og Einar Sæmundsen, föður Einars skógfræðings. Stefndi hann heim að Leirá þeim börnum, sem tiltæk voru, að þar nytu fræðslu, og urðu piltar úr þeim hópi meðal þekktustu menntarnanna þjóðarinnar. Barnaskóli Þórðar var timbur- hús, járnklætt, og sjálfsagt kalt á vetrum. En i þess háttar var ekki horft þá. Stóð hús þetta vestan við kirkjuna, og þegar skólahald féll niður, var það gert að þinghúsi sveitarinnar. Loks var það rifið árið 1904. Þórður, bóndi langt uppi i sveit, réðst einnig i að kaupa gufubát, Laxá, til flutninga, og hann var meðal þeirra, sem fastast studdu að þvi, að bændaskólinn á Hvann- eyri komst upp. Keypti hann Hvanneyri, ásamt niu býlum öðrum, fyrir sextán þúsund krónur, þegar mest tvisýna var á, hvort skólahugmyndin næði fram að ganga, svo að eignarhald á torfunni stæði ekki i vegi fyrir framkvæmdum, ef úr rættist. Fór svo, að skólinn tók til starfa sama árið og Þórður féll frá, 1889. Leirá gekk úr eigu niðja Þórðar með dapurlegum atvikum rúmum hálfum öðrum áratug eftir andlát hans, og tók þá við jörðinni Guðni Þorbergsson sem áður var gestgjafi á Kolviðarhóli, og endurreisti hann kirkjuna, sem var bændakirkja, á siðustu búskaparárum sinum. Fékk hann svo til stillt, að söfnu'ðurinn tók við kirkjunni nýreistri, án þess að nokkrar eignir fylgdu henni. Siðan seldi Guðni Leirá, en tók undan þrjú býli, er henni höfðu lengi fylgt, Hávarðsstaði, Hraun- tún og Melkot, ásamt hálfum Svanga i Skorradal, Lögmanns- engi svokölluðu og Leirárey. Þar með má segja, að höfuðbólsað- stöðu Leirár ljúki. Sjálfur byggði Guðni sér hús i Leirárey, en var þar þó ekki aðstaðaldri nema eitt ár, þótt lengur hefðist hann þar við á sumrum. Siðan þetta gerðist hafa þrir bændur búið á Leirá — Einar Sveinsson, Július Bjarnason og Kristinn Júliusson. Á allra siðústu árum hefur það gerzt, að þrir hreppar sunnan Skarðsheiðar hafa i sameiningu reist barnaskóla að Leirá, mikla byggingu, er þar var valinn staður vegna jarðhitans. Hefur þar sifellt orðið meira og meira umleikis undanfarin ár. Timburkumbaldi Þórðar Þorsteinssonar væri smár við hliðina á þessum nýju byggingum, ef uppi stæði. En samur var hugur Leirárbóndans á sinni tið. —JH. Framhald af 51. siðu. telja marga galla þeirra i mörg- um utgáfum og sungið sifellt við sama tón, áður var þetta betra. Þessu fer ætið aftur ef einhvers er vel að minnast. eins og ágælra auðlinda, eggvera og reka og þess háttar. Áhöfn á jörðum er talin svo litifjörleg, að beinlinis ber ekki að trúa þvi, sem þar er sett á prent. i gegnum þetta má þó viða sjá, og blasir hið betra við, skóg- arkjarr á Grimsstöðum á Fjöllum segir sina sögu, og það er ekki beinlinis ókostur á Ási i Keldu- hverfi, að skógurinn sækir heim á túnið, þótt svo eigi að vera i skýrslu bónda. Hér er ekki timi til að tala um jarðabókina, sem landshags- skýrslu. svo viðtækt efni er það, en það er eitt. sem lagt er kapp á að komi hér fram, en það er hversu mörg býli menn viti til, að staðið hafi i landi jarðanna, en sem nú eru komin i eyði. Kemur þetta allviöa i ljós, svo merkilegt er. Á flestum jörðum vita menn eithvað til eyðibýla, sum löngu affaliin, önnur nýlega, og þó fylg- ir það sorglega, býlið hefur kannski staðið i auðn, þangað til eigi er aftur hægt að taka þar upp byggð. Túnin komin i hris og mosa. segir þar. og hér sér maður bölvaldinn, sem kreppir að byggð i landinu. falli jörð úr notkun, er erfitt að taka hana i notkun aftur, þvi að þannig löguðu eyði fylgja spjtill á öllu landi, góðir hagar eru komnir i órækt fyrir áburðar- og notkunarleysi manna og dýra, þannig sargast byggðin niður og uppblásturinn er á næsta leyti. Þegar sótt er á um búsetuna og búnaðinn, ræktast landið og batn- ar ár frá ári. Þegar undan er látið siga. verða hér öfugar verkanir á lerð. En það er eyðibýlasaga jarða- bókarinnar, sem sýnir það hversu bæir hafa verið miklu fleiri á Is- landi en fram kemur i jarðabók- um seinni ára. Ég tek til dæmis Kelduhverfi i Norður-Þingeyjar- sýslu. i lýsingu á jörðum þar, sem eru 27 að tölu. kemur fram, að menn þekkja til um 43 eyðibýla og heilan kirkjustað, sem Skálholt heitir, segjast menn geta bent á þar fram i löndum. sem nú er fyr- ir ofan byggð. Nú má þvi nærri geta. að menn þekkja ekki til allra eyðibýla. sem til eru i land- inu. á þessum tima. En i yfirliti um þetta allt. i ljósi þess alls. sem kemur fram i jarðabókinni og annars er þekkt i sögunni, bæði beint og óbeint, er engin goðgá að áætla. að jarðir á tslandi hafi á blómaskeiði þjóðarinnar, fram að 1400, verið á 9. til 10. þúsund að tölu. Til enn frekari glöggvunar á þvi. er jarðatalið 1762. Þá teljast jarðir i landinu 4298, en rúmar 4100 byggöar. en þá þessum jörð- um búa 6463bændur. Þetta kemur fram i bréfum til landsnefndar- innar 1770, en þeim fylgja svo miklar umsagnir og skýrslur um eyðijarðir i landinu að það. sem hér var ályktað virðist geta stað- izt þ.e. helmingi fleiri jarðir i öndverðu og helmingi fleiri bænd- ur. Og fer þá að vera likindi á þvi, að þeir, sem hugðu bændur um 12000 um 950, er Eyvindarpening- um var safnað saman, hafi reikn- að nokkuð rétt, þótt þeir sjálfir og allir aðrir hafi þvi hafnað. Ég hef staðfest Eyvindar-penings reikning. og getur þá hver sagt sér sjálfur. hvaðan 12.000 bændur eru komnir i landið 950. Séra Þorbergur Framhald af 5. siðú. ekkert á móti þvi, að þeir fái að njóta sin. En þetta geta ekki allir, og hinu megum við ekki heldur gleyma að með þvi eigum við á hættu að það verði minna gagn að okkur sem prestum, almennt talað þegar við erum að vasast i alls konar hlutum, sem aðrir hefðu ef til vill miklu betri forsendur til að sinna. Á siðustu árum og áratugum hefur sú til- hneiging verið ákaflega rik, að láta kirkjuna sinna félagslegum verkefnum af ýmsu tagi, og margir hafa að sjálfsögðú unnið þar mörg gott og þarft verk- En ég er ósköp hræódur um, að þetta hafi orðið til þess, að mörgum sé nú óljósara en áður, hvað kirkjan er og til hvers hún er. Vitanlega er hún fyrst og lremst trúarleg stofnun, sem á að auðvelda mönnum að eiga sam- félag.við Guð, svo að þeir megi mótast af anda hans og bera svo þann anda með sér út á hin ýmsu svið þjóðlifsins. Á heimilin, vinnustaðina og i félagsmálin. Hlakka enn til jólanna......... — Við verðum nii vist að fara aö slá botninn i þettá spjali en ég mætti kannski að lokum spyrja þig, hvernig þér finnst að vera hérna hjá okkur i Kópavoginum, og hvernig þér segir hugur um þessar hátiðir, sem nú eru alveg á næstu grösum? — 1 Kópavogi þykir mér að ýmsu leyti gott að vera. Siðan ég kom hingað fyrir réttu ári, hef ég átt hér vinsemd að fagna og ekki öðru en vinsemd og alúð. Það er þvi margt gott um það að segja að vera hér, þótt ég að visu kysi að starfsaðstaða væri önnur og betri en hún er, eins og ég var að segja þarna áðan. En um jólin er það að segja, að ég horfi með eftirvæntingu og til- hlökkun fram til helgistundanna, ekki sizt i kirkjunni. Það er nú svo, að um hátiðir er kirkjan að jafnaði þéttsetin og jóla- messurnar i fyrra voru mér á margan hátt ákaflega gjöfular. Við erum nú þegar farin að búa okkur undir þessi jól. Desember er alltaf mikill annamánuður hjá prestum, þvi að auk sjálfra jóla- guðsþjónustanna er þá kallað til okkar úr ýmsum áttum. Við kom- um þá viða, hittum margt fólk og fáum tækifæri til þess að kynna boðskap jólanna. 1 desember komumst við i jóla- skap löngu áður en hátiðin kemur, þvi við erum að vinna að jólaboðskapnum meira og minna allan mánuðinn. En hvað mig snertir, persónu- lega, þá er svo mikið eftir af barninu i mér, að ég hlakka enn til jólanna. Þegar presturinn hefur svo mælt, er ekki annað eftir en að þakka honum spjallið og óska lesendum okkar gleðilegra jóla. .vs. Framhald af 12. siðu. - Jonni! Jonni minn! Láttu ekki svona! - Þetta var afi! Hann var kominn til að bjarga honum frá stelpunni. Jonni kallaði hátt. — Afi! Þá hvarf stelpan og allir jóla- sveinarnir. en Jonni uppgötvaði, að hann sat i snjónum. þar sem hann hafði ætlað að hvila sig og amma og afi voru þarna hjá honum. — Henti hún mér út? spurði hann, og þá fór amma að hlæja. — Jonni minn. þú mátt aldrei fara svona langt I burtu aftur,. Við sáum slóðina þina og fundum þig loksins hérna. steinsofandi. —Ég var ekkert sofandi. sagði Jonni þrákelknislega — Ég var hjá jólasveinunum i Jólasveina- landi. og.........
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.