Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 55

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 55
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 55 lagt fram sinn skref til að auka ferðamannastrauminn til Is- lands. Upphaflega með þvi að hafa áningagesti, fyrst á Hótel Sögu og siðan á okkar eigin hóteli eftir byggingu þess. Við höfum reynt að auka þjónustuna með öllu mögulegu móti, t.d. með hin- um svokölluðu pakkaferðum (In- clusive Tours), en i þeim er allt innifalið, svo sem fargjald, hótel- dvöl, matur, kynnisferðir, bila- leiga og allt mögulegt. Hafa þess- ar ferðir verið mjög vinsælar meðalferðamanna og eru raunar i tizku hvarvetna um heim i dag. — Hver álitið þér helztu verk- efni félagsins á komandi árum? — Halda vel i taumana og spara eins og hægt er, — segir Alfreð, — og eins að þenja sig ekki fram yfir getu, án þess þó að dragast aftur úr. Ekki að gleypa of stóra bita, það gildir urn fram allt. — Bjartsýnn á framtiðina — Ég er bjartsýnn á framtið félagsins, enda þótt segja megi, að illa hafi gengið á siðasta ári. Var það að nokkru leyti okkur sjálfum að kenna, þar sem við settum fargjöldin of lág, og eins, að farþegar flugu á öðrum fár- gjöldum en við höfðum reiknað með. En við höfum lært mikið af þessu siðasta ári og ég hef enga ástæðu til að vera annað en bjart- sýnn á framtiðina. Eins og vitað er eru atvinnuvegir okkar is- lendinga mjög einhæfir. Ekki má mikið útaf bera svo að til stór- vandræöa leiði. Ég óska og vona, að ekki liði mörg ár þartil flug og ferðamál verða ein af fjárhags máttarstoðum þjóðarinnar. Starfshættir og störí' stjórnarinnar — Stjórn Loftleiða mætir yfir- leitt hvern morgun hér i fund- arherberginu um kl. 9 og heldur fund. Við ræðum málin okkar á milli og tökum ákvarðanir, eftir þvi sem þörf gerist hverju sinni. Énnfremur höldum við fund með deildarstjórunum hvern miðviku- dagsmorgun, venjulega milli 11 og 12 fyrir hádegi, og ræðum þau mál, sem þeir hafa fram að færa vegna vandamála, er upp kunna að koma. Stjórnin tekur svo af- stöðu til þeirra, annað hvort á deildarstjórafundunum eða á stjórnarfundi. Stjórnin fylgist og með öllum daglegum rekstri féiagsins bæði hér heima og erlendis. Hún hefur bein samskipti við alla umboðs- menn og afgreiðir þau vandamál, sem þeir eiga við að glima hverju sinni. Þetta eru i aðalatriðum þau störf, sem stjórnin annast, en þau eru mjög fjölþætt, Reksturinn er á islenzkan mælikvarða orðinn töluvert umfangsmikill og marg- hliða. Auk þessa vinnum við stjórnarmeðlimir okkar störf á skrifstofum félagsins sem fastir starfsmenn. Störfum við Alfreð Eliasson mjög náið saman. Samskiptin við islenzk stjórnvöld — Um samskiptin við stjórn- völd er það að segja, að við höfum engin bein eða litil bein samskipti við önnur stjórnvöld en islenzku rikisstjórnina og þá fyrst og fremst flugmálastjórnina, flug- málastjóra, samgöngumálaráðu- Texti; SteingrímurPétursson Myndir: Gunnar V. Andrésson árið, 1969, var hann þó allmiklu hærri eða 25%. Sambandið við hluthafana hef- ur verið mjög gott. Þeir koma hingað á skrifstofuna, margir hverjir, og fá upplýsingar um rekstur félagsins. Alls eru þeir nú 679 og hefur fjöldi þeirra mjög lit- ið breytzt frá ári til árs. Hluta- bréfin ganga yfirleitt mjög litið kaupum og sölum. Mjög erfitt er að halda hluthafafundi með svona stórum hópi hverju sinni, þannig að við látum dagblöðunum i té upplýsingar, sem við ætlumst til að berist til hluthafanna. En einu sinni á ári er haldinn aðalfundur eins og i öllum öðrum félögum, og þá skýrum við mjög itarlega frá rekstri félagsins á árinu og ræð- um við hluthafana um framtiðar- áætlanir. Hlutaféð er i dag 24 milljónir króna og skiptist allmisjafnt milli hluthafanna. En upphaflegt inn- borgað hlutafé var 4 milljónir. Hitt eru jöfnunarbréf, sem. gefin voru út siðar. Stærstu hluthafarn- ir eru 20, en hlutur þeirra minnstu er allt niður i nokkur hundruð krónur. Enginn hluthafanna er erlendur eða i það minnsta ekki búsettur erlendis, en við stofnun félagsins voru tveir danskir hlut- Sfjórn Loftleiða h.f. Stjórnarformaður Loftleiða er Kristján Guðlaugsson, hæsta- réttarlögmaður. Aðrir i stjórn eru Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri i New York, sem er varaformaður, Alfreð Eliasson, aðalframkvæmdastjóri Loftleiða, Edward Kristinn Olsen, aðalflug- rekstursstjóri félagsins, og Einar Árnason, forstjóri. 1 varastjórn eru flugstjórarnir Dagfinnur Stefánsson og Jóhannes Markús- son. Stjórnarformaður Loftleiða h.f., Kristján Guðlaugsson Kristján Guðlaugsson var i júni siðastliðið sumar kosinn for- maður stjórnar Loftleiða h.f. nitjánda árið i röð. Kristján er fæddur 9. septem- ber 1906 og er ættaður úr Dala- sýslu. Hann lauk prófi i lögum frá Háskóla Islands árið 1932 og starfaði siðan i nokkur ár sem lögmaður. Árið 1940 varð hann hæstaréttarlögmaður. Um fimm- tán ára skeið eða frá 1938 til 1953 starfaði hann sem ritstjóri dag- blaðsins Visir. Kristján hefur oftsinnis verið heiðraður fyrir störf sin af einka- stofnunum og stjórnvöldum heima og erlendis. Á 75 ára af- mæli Eélags islenzkra háskóla- stúdenta var honum veitt Stú- dentastjarnan. Arið 1946 var h'ann sæmdur Friðarmedaliu Kristjáns konungs tiunda af dönsku rikis- stjórninni og árið 1962 hlaut hann islenzku Fákaorðuna. Fyrir þrem árum eða 1969 sæmdi stjórn stOr- hertogadæmisins Luxembourg hann æðstu heiðursviðurkenningu rikisins, I'Ordre de Méfite. Auk þess að vera stjórnarfor- maður Loftleiða á Kristján Guð- laugsson i dag sæti i stjórnum nokkurra af aðalfyrirtækjum Reykjavikur. Undirritaður fór þess á leit við Kristján, að hann veitti upp- lýsingar um nokkur atriði varð- andi Loftleiðir. Þau helztu voru þessi: Starfshættir og störf stjórnar Loftleiða; samstarf við stjórnvöld, flugyfirvöld og aðra hluaðeigandi aðila i þeim löndum, þar sem félagið á hagsmuna að gæta; þáttur hluthafa i Loftleið- um; fjárhagur félagsins, breytt staða hans með árunum og staða hans i dag; framtiðaráætlanir. neytið og utanrikisráðuneytið. Bein samskipti við erlend stjórn- völd eða flugyfirvöld höfum við aðeins fyrir milligöngu islenzku flugmálastjórnarinnar og is- lenzka utanrikisráðuneytisins. Bg vil taka það fram, að við höfum alltaf mætt mjög góðum skilningi af hálfu islenzkra stjórnvalda, og þau hafa greitt fyrir okkur á allan hátt, eftir þvi sem efni hafa staðið til. Við höf- um þannig allt það bezta um það að segja. Sama er að segja um is- lenzka stjórnmáTaflokka. Þeir hafa allir sýnt fullan skilning á þeim störfum, sem við höfum með höndum. Og við álitum, að við vinnum ekki eingö'ngu i þágu félagsins, heldur vinni félagið i þágu þjóðarinnar, fyrst og frem- st, og við álitum, að við séum að byggja upp þátt i atvinnulifinu, sem varir, hvað sem félaginu lið- ur. Hluthafarnir — þáttur þeirra i félaginu, arðgreiðslur o.fl. — Arðgreiðslur voru engar inntar af hendi frá þvi að félagið var stofnað og fram til ársins 1959, en þá var i fyrsta skipti greiddur arður til hluthafa og var hann 8%. Eftir 1959, nánar tiltekið 1961, þá hækkuðum við arð- greiðsluna upp i 15% til að bæta hluthöfum það upp, að þeir höfðu engan arð fengið i 1.7-18 ár. Arður hefur verið greiddur árlega siðan 1959, nokkuð misjafn eftir árum, en yfirleitt milli 10 og 15%. Eitt hafar, sem seldu hlut sinn, er þeir fóru héðan af landi. Fjárhagur Loftleiða h.f. — Fjárhagur félagsins var mjög þröngur, er núverandi stjórn tók við árið 1953, en við höf- um unnið félagið upp smátt og smátt, og ég hygg, að i dag megi segja, aðfjárhagurinn sé allgóður á islenzkan mælikvarða. Hitt er annað mál, að fjárþörfin i flug- rekstri yfirleitt er gifurleg. Hygg ég, að öll flugfélög sem fljúga i reglubundnu áætlunarflugi yfir Atlantshaf, nema griska félagið Olympic, sem Onassis á, njóti opinbers stuðnings. A viðkomandi riki þá annað hvort félögin alveg eða á hlut i þeim. Annars eru miklar sveiflur i flugrekstrinum iheild. I þvi sam- bandi gæti ég skfrskotað til álits- gerðar viðskiptanefndar IATA- félaganna. Hún segir m.a., að meðaltekjur félaganna fyrir hvern farþega á timabilinu frá 1967 til 1971 hafi lækkað um 1,3% á ári, en mest hafi lækkunin orðið árið 1971 eða 6,9% á meðalfar- gjöldum. Meðalfargjöld voru árið 1967 187 dollarar, en voru árið 1971 172 dollarar, eða lækkað um 15 dollara á hvern farþega. Far- þegafjöldinn eykst frá ári til árs, en allir farþegar, sem bætast i hópinn, koma inn á lægri far- gjöldum en meðalfargjöldum. Áðurnefnd nefnd kemst þvi að þeirri niðurstöðu, að þessi mis- munur muni nema 44% árið 1974 Sljórnarfdrraaöur Loftleifta Kristján Guðlaugsson. neðan við meðalfargjöld á þessu fimm ára timabili. Hins vegar vex útlagður kostnaður flugfélaganna stöðugt, og talið er, að vestan haf hafi hann aukizt um 36% frá 1967. Það segir sig sjálft, að þegar kostnaðurinn eykst annars vegar og fargjöldin lækka hins vegar, þá hlýtur hag flugfélaganna að hraka. Mó geta þess, að við- skiptanefndin álitur tap IATA- félaganna á Norður-Atlantshafi nema 169 millj. dollara árið 1972, en tapið var mun meira árið 1971. Mörg flugfélög, og þá einkum leiguflugfélög, hafi þvi hrunið. Má þar nefna annað stærsta leiguflugfélag Þýzkalands, At- lantic, sem hrundi nú i haust. Mörg af stærstu flugfélögum heims eiga einnig i mjög miklum erfiðleikum. En hagur Loftleiða i dag er samt sem áður góður, enda þótt honum hafi ef til vill eitthvað hrakað á þessu ári. Fimm ára áætlun — Við höfum gert fimm ára áætlanir,en slikar áætlanir eru að sjálfsögðu ætið meira og minna ágizkanir. En samkvæmt þessari áætlun gerum við ráð fyrir, að félagið eflist mjög á næstu árum, ef ekkert ófyrirsjáanlegt kemur þar inn á milli. Áætlunin var gerð á þessu ári og gildir þvi til ársins 1977. — Samstarfið hérna hefur alla tið verið mjög gott bæði innan stjórnarinnar og eins við starfs- fólkið. Ég tel, að Loftleiðir hafi á að skipa mjög hæfu starfsfólki, sem kann sitt fag og stendur fylli- lega á sporði þvi, sem bezt gerist hjá erlendum flugfélögum. Von- umst við til, að slikt starfslið verði til frambúðar i islenzkri flugstarfsemi. ...það ætti að tryggja framtið félagsins og flugstarfseminnar i heild. — Að lokum vildi ég segja þetta: Ég álit, að Loftleiðir hafi ætið leitazt við að gera skyldu sina og þá fyrst og fremst hugsað um hagsmuni islenzku þjóðarinn ar. Og við stefnum að þvi marki, að félagið verði rikur þáttur i is- lenzkri flugstarfsemi um alla framtið. Það er augljóst mál, að flugið verður ekki lagt niður. Flugið er framtiðin og á rikan þátt i þvi að auðvelda samskiptin þjóða i milli og gera heiminn minni. Við vonum, að Loftleiðir, þótt litið sé, muni eiga sinn þátt i slikri kynningarstarfsemi af hálfu tslands. island er einangrað land i miðju Atlantshafi og þvi meiri nauðsyn er á þvi að efla flugstarfsemina. Ég hygg, að skilingurinn á þörf flugsins fari stöðugt vaxandi hér á landi. Staðreyndin er sú, að félagið er mjög litið á erlendan mælikvarða, enda þótt það sé stórt á islenzkan mælikvarða. Það þarf að keppa við voldug risaflugfélög og þvi er brýn nauð- syn á skilningi almennings á gildi þess. Rikur skilningur er fyrir hendi hjá islenzkum stjórnvöld- um og öllum stjórnmálaflokkum, og ég vona, að svo sé einnig hjá almenningi. Það ætti að tryggja framtið félagsins og flugstarf- seminnar i heild. Likanáf breiðþotu (Widé-Body Jet). Loftleiðir hafa fhugaðkaupá sikri Þ«tu innan næstu fimm ára, og hefur tegund sú, sem myndin er af, Bbeing — 747, þá helzt koinið til álita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.