Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN JÓLABLAÐ 1972 .liiii Baldvinsson undir atkvæðagreiöslu 14. marz hjá báðum aðilum. Útgerðar- menn samþykktu hana með fyrir- vara, en sjómenn i Reykjavik og Hafnarfirði feildu hana með 284:226 atkv., en 19 seðlar voru auðir. Eftir þessi úrslit lýsti sáttasemjari yfir þvi, að hann teldi frekari sáttaumleitanir af sinni hálfu þýðingarlausar. Deilan hafði nú staðið i 2 1/2 mánuð, og var bezti veiðitiminn hafinn. Eftir nána athugun taldi Framsóknarflokkurinn deiluna komna á það stig, að Alþingi yrði að skerasl i málið. Alþýðu- flokkurinn var á sama máli, en hinsvegar greindi Uokkanna á um starfsaðferðir. Framsóknar- flokkurinn vildi, að Alþingi setti lög um gerðardórrver ákvæði kjör togarasjómanna bæði á saltfisk- veiðum og sildveiðum. Alþýðu- llokkurinn vildi hins vegar, að Alþingi setti lög, sem staðfesti tillógu sáttasemjara og sátta- nefndar varðandi kjörin á salt- fiskveiðunum, en samningum um sildveiðikjörin yrði haldið áfram. Báðir flokkarnir fluttu frv. á Alþingi um þessar mismundandi leiðir. Hermann Jónasson, for- sætisráðherra var einn flutnings- maður að frumvarpi Framsókn- arflokksins, en það var tekið fram i greinargerð, að það væri flutt i samráði við Eystein Jónsson f jár- málaráðherra. Svo för, að Sjálf- sta'ðisflokkurinn, sem réði hér út- slitum, aðhylltist leið Framsóknarflokksins og voru gerðardómslögin þvi afgreidd frá þinginu aðfaranótt 18. marz, en það hafði verið lagt fyrir þingið 16. marz. Sjómenn ákváðu að skrá sig ekki á logarana fyrr en úrskurður gerðardómsins var fallinn. Hann var kveðinn upp fáum dögum siðar og staðfesti i nær öllu tillögu sáttasemjara og sáttanefndar. Að fengnum þessum úrskurði efndu sjómenn til allsherjarat- kvæðagreiðslu og samþykktu þá með 2/3 meirihluta að skrá sig á saltfiskveiðar samkvæmt þeim kjörum, sem gerðardómurinn ákvaö. Héldu togararnir siðan á veiðar og lauk með þvi vinnu- deilu, sem verið hefur ein hin lengsta og alvarlegasta hér á landi. Kommúnistar og Héðinn Valdimarsson réðust harðlega gegn gerðardómslógunum og átti það sinn þátt i þvi, að Álþýðu- flokkurinn ákvað að láta Harald Guðmundsson fara úr rikisstjórninni i mótmælaskyni við lögin. Mikill munur var þó ekki á afstöðu Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins, þar sem báðir voru orðnir sammála um að leysa deiluna með lög- bindingu. Það mun hafa ráðið mestu um, að Alþýðuflokkurinn llaraldur (iuðmundsson dró Harald úr stjórninni, að flokkurinn áleit það skapa sér betri vigstöðu i átökunum við Héðinn Valdimarsson og kommúnista. * Hermann Jónasson hafði aðal- forustu um lausn þessa máls og þótti hann halda á þvi bæði með íægni og festu. t málflutningi sin- um, lagði Hermann megináherzlu á, að hér væri ekki verið að skapa aðalreglu, heldur væri um að ræða undantekningarreglu, sem ekki mætti gripa til, nema þjóðar- voði væri fyrir dyrum. Hófuð- reglan væri samningafrelsið. Þá vitnaði hann til þess máli sinu til stuðnings, að norrænir Jafnaðar- menn hefðu orðið aö gripa til undantekningarreglunnar. Þetta var i fyrsta sinn, er Alþingi hlutaðist beint til um lausn vinnudeilu. Það skipti þvi miklu, að þannig væri haldið á málinu, að gætt væri vel þess sjónarmiðs, aö Alþingi skipti sér ekki af kaupgjaldsmálunum, nema undir alveg óvenjulegum kringumstæðum. Framsóknarflokkurinn myndar hreina flokksstjórn Hinn 18. marz skýrði Hermann Jónasson báðum þingdeildum frá þvi, að Haraldur Guðmundsson hefði beðizt formlega lausnar samkv. þeirri yfirlýsingu, sem hann gaf við umræðurnar um gerðardómslögin. Hermann Jónasson sagði i þvi tilefni, að þrátt fyrir málefnalegan ágreining stjórnarflokkanna, hefði „samvinnan i rikisstjórninni ætið verið hin bezta og hún hefur verið góð að minu áliti, vegna þess, að i þessari samvinnu hefur hann (þ.e. Haraldur Guðmundsson) sýnt það, sem er undirstaða allrar samvinnu, hinn fullkomna drangskap". Fjórum dögum siðar, eða 22. marz, tilkynnti Hermann Jónasson þinginu, að stjórnin hefði ekki talið rétt að biðjast lausnar, þrátt fyrir brottför Haraldar, fyrr en séð væri fyrir um lausn togaradeilunnar, en þar sen hún virtist vera að leysast, myndi hann snúa sér að stjórnar- myndunarmálinu og gefa Alþingi skýrslu innan fárra daga. Hinn 31. marz tilkynnti svo Hermann Jónasson þinginU, að sú breyting myndi verða á rikisstjórninni, að Haraldur Guðmundsson færi úr henni. en Skúli Guðmundsson alþm. tæki sæti hans. Stjórnin yrði þvi hrein llrðinn Valdimarsson flokksstjórn Framsóknar- flokksins. Alþýðuflokkurinn hefði heitið henni hlutleysi fyrst um sinn og lofað að afstýra van- trausti. Þá hefðu flokkarnir samið um afgreiðslu fjárlaga og nokkurra mála á yfirstandandi þingi, þ.e. afgreiðslu laga um stéttarfélóg og vinnudeilur. Ýmis stærri mál væru til athugunar i nefndum, og myndi þar verða athugað, hvort flokkarnir næðu samstarfi um þau. Mál þau, sem samið var um að afgreiða á yfirstandandi þingi, voru fyrst og fremst lögin um stéttarfélög og vinnudeilur, og svo ýmsar iagfæringar á málum sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá voru sett lög um skipan nefndar til að rannsaka hag og rekstur út- gerðarinnar. Þá var einnig aukin fyrirgreiðsla vegna verkamanna- bústaðanna. Vantrausti hafnað Fyrstu viðbrögð Sjálfstæðis- flokksins eftir að Hermann Jónasson hafði tilkynnt myndun hreinnar flokksstjórnar Fram- sóknarmanna, var að bera fram vantraust. 1 vantraustsumræðun- um, sem var útvarpað 4. og 5. aril, lagði ÓlafurThors, formaður Sjaitstæöisflokksins, megin- áherzlu á, að stjórnin væri of veik til að glima við þau vandamál, sem virtust framundan, m.a. auknar kaupdeilur, þar sem stuðningsf lokkar hennar. Framsóknarf lokkurinn og Alþýðuflokkurinn væru ósammáia um lausnina, eins og gleggst hefði komið fram i sjó- mannadeilunni. Þjóðin þyrfti sterka og samhenta stjórn sem væri t.d. fær um að leysa fyrir- sjáanlegar vinnudeilur. Ólafur Thors ræddi ekki nánar um, hvaða flokkar ættu að standa að hinni ,,sterku stjórn", en ummæli hans urðu vart skilin öðru visi en aö hann væri að mæla með stjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, þar sem hann gerði mjög mikið úr ágreiningn- um milli Framsóknarflokksins ög Alþýðuflokksins i gerðardóms- málinu, en beindi athygli að sam- stöðu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þar. Hermann Jónasson svaraði þessu á þá leið, að Alþýðu- flokkurinn og fjöldi verkamanna stæðu á vegamótum. Innan Alþýðuflokksins er barizt um, hvort heldur skuli fylgja „leiðum kommúnismans undir merkinu frá Moskva eða fara þær leiðir, sem verkamenn Norðurlanda hafa kosið sér og Jón heitinn Baldvinsson barðist fyrir til hins siðasta." Framsóknarflokknum væri ljóst, ,,að ef mynduð hefði Brynjólfur Bjarnason Kinar Olgcirsson Sinfús Sigiulijaitarson Stcfán Jóh. Stefánsson verið hin svokallaða „sterka stjórn" til hægri með liðsafnaði og lögregluvaldi á bak við sig, þá myndi það hafa orðið þess valdandi, að margir verkamenn, sem nú standa á vegamótum hinna óliku lifsstefna, myndu i ör- væntingu hafa gengið undir Moskvamerkið og sogazt niður i hyldýpi byítingarstefnunnar. Og okkur er það jafnljóst, að með þvi að mynda hreina flokksstjórn með þvi að sýna verkalýðnum fyllstu sanngirni og traust, er von til þess, er hann stendur á þessum hættulegu timamótum, að hann geti með rólegri yfirvegun fundið hina réttu leið." (Alþt. 1938. D.66). Hermann Jónasson vikur siðan að þvi, hve útlitið sé alvarlegt, bæði innan lands og utan. Ein- dæma aflaleysi hafi verið a þorskveiðum i tvö ár og markaðs- hrun hjá helztu útflutnings- vörunni. Hin ábyrgustu erlend blöð tali um yfirvofandi og óhjá- kvæmilegan ófrið á næstu mánuð- um. „Þjóðin mun ekki telja það vænlegt til lausnar vandamálum á erfiðum timum og óvenjuleg- um", sagði Hermann, ,,að þegnunum sé skipað i tvær and- stæðar sveitir, baráttufylkingar, hvorri gegn annari, og það þótt rikisstjórnin hefði i bili einhvern liðsdrátt að baki sér og stærri fylkingu til að knésetja hina fylkinguna um stund. A erfiðum timum verða þjóðirnar sterkar með þvi einu að gera sér ábyrgðina ljósa sem heild og skipa sér ekki i tvær. breið- fylkingar til baráttu hvor við aðra, heidur i eina heild gegn erfiðleikunum....Mér er fullljóst, að vel getur til þess komið, að nauðsynlegt verði að mynda sam- vinnustjórn, ekki breiðfylkingu til hægri eða vinstri heldur stjórn, sem skipaði öllum ábyrgum flokkum, allri þjóðinni i eina heild, til að gera samstillt átak i erfiðleikunum...! öðrum löndum, sem eru okkur nálægust og skyldust, er yfirvofandi striðs- hætta að þoka mönnum inn á þessar brautir. Hvort eða hvenær það kann að reynast nauðsynlegt hér, veit enginn enn. Ég bendi á , þetta til þess að menn sjái, að Framsóknarflokkurinn einblinir ei á eina leið. Hann hefur grand skoðað þetta mál....En hitt er jafnvist, að nú i dag er ekki i hin- um flokkunum jarðvegur fyrir slika samvinnu. Og þó getur farið svo, að rás atburðanna verði sú, utanlands og innan, að það ástand skapist, að einmitt slik sam- vinnustjórn allra ábyrgra flokka væri eina stjórnin á slikum timum, sem hægt væri að kalla „sterka stjórn". Að þessu athuguðu, tel ég það tvimælalaust eðlilegt, að Framsóknarflokkurinn fari með stjórn landsins eins og sakir standa" (Alþt. 1937, D 67-68). 1 þessari ræðu Hermanns Jónassonar mun það fyrst hafa verið rætt opinberlega, að nauð- synlegt gæti reynzt að mynda þjóðstjórn allra ábyrgra flokka vegna striðshættunnar. Jónas Jónsson hafði rætt meira óbeint um þetta máliskrifum þeim, sem voru kennd við „hægra brosið" og alveg eins mátti skilja á þann veg, að hann hefði i huga aðeins samstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Vegna þess blæs, er var á sumum grein- um hans hafði skapazt nokkur andstaða gegn honum innan flokks og þó einkum meðal þeirra, sem voru taldir verulega til vinstri og áður höfðu staðið fastast með honum. Þessir menn litu nokkuð öðrum augum á þjóð- stjórn, sem væri mynduð vegna yfirvofandi striðshættu. Baráttan milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafði verið svo hörð á undanförnum árum, að eindregnustu fylgismenn beggja áttu erfitt með að sætta sit við hugsanlegt samstarf þessara flokka. Endalok vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins urðu annars þau, að hún fékk aðeins stuðning þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins greiddu at- kvæði gegn henni og voru þau m.a. rök Alþýðuflokksmanna, að þeir sættu sig betur að sinni við hreina flokksstjórn Framsóknar- flokksins, en samstjórn hans og Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Bændaflokksins og Kommúnista- flokksins og Héðinn Valdimarsson sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Sameiningarflokkur alþýðu - Sósialistaf lokku ri n n Þing Alþýðusambandsins 1937 var aukaþing, sem hafði verið kvatt saman vegna átakana i Alþýðuflokknum. Haustið 1938 bar að halda reglulegt sambands- þing og urðu mikil átök við full- triiakjörið i féiógunum. Annars vegar stóð meirihluti sambands- stjórnarinnar undir forustu Stefáns Jóhanns Stefánssonar er hafði verið kosinn formaður sam- bandsins við fráfall'. Jóns Bald- vinssonar, en hinsvegar Héðinn Valdimarsson og, fylgismenn hans, studdir af kommúnistum. Fulltrúar á þingið voru bæði kjörnir i verkalýðsfélögunum og flokksfélögum Alþýðuflokksins, þarsem þingið var hvorttveggja i senn þing sambandsins og flokksins. Vegna þessá samruna hafði verið svo ákveðið i lögum sambandsins frá upphafi, að ekki væru aðrir kjörgengir á þing þess en félagsbundnir Alþýðuflokks- menn. Þetta ákvæði hafði verið S já lf s tæðis mönnum og kommúnistum þyrnir i augum og höfðu þeir barizt fyrir afnámi þess, ásamt þvi, að Alþýðusam- bandið yrði ekki skipulagslega bundið neinum stjórnmálaflokki. Héðinn Valdimarsson og fylgis- menn hans settu það nú A oddinn, að Alþýðusambandið yrði óháð verkalýðssamband, slitið úr tengslum við flokkinn. Með þessu tryggði Héðinn sér stuðning kommúnista og Sjálfstæðis- manna i verkalýðsfélögúnum, en það stóð honum og fylgismönnum hans fyrir þrifum, að ekki mátti kjósa aðra en flokksbundna Alþýðuflokksmenn. Þetta hafði ekki sizt þýðingu i Reykjavik, þar sem hið gamla flokksfélag Alþýðuflokksins, Jafnaðar- mannafélag Islands, hafði verið rekið úr Alþýðusambandinu, og flestir fylgismenn Héðins þannig misst kjörgengi sitt, þvi að þeir höföu ekki viljað ganga i hið ný- stofnaða flokksfélag Alþýðu- flokksins, Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Það var ljöst, þegar þingið kom saman um haustið, að fylgismenn Héðins voru i verulegum minni- hluta meðal fulltrúanna. Alþýðu- blaðið segir, að á þinginu hafi mætt 185 fulltrúar með lögmætu umboði frá 77 verkalýðsfélögum og 20 flokksfélögum. Það telur, að af þeim hafi 36 verið Héðinsmenn, en auk þess hafi 45 Héðinsmenn gert kröfu um að vera teknir gildir sem fulltrúar, en ekki haft lögmæt kjörbréf. 1 þeim hópi munu hafa verið allir fulltrúar Dagsbrúnar, en umboð þeirra mun hafa verið ógilt vegna þess, að stjórn Dagsbrúnar hafði neitað aö borga skatt til Alþýðusam- bandsins, nema failizt væri á kröfur þær, sem hún hafði sett fram, m.a. um óháð verka- lýðssamband. Héðinn Baldimarsson og fylgis- menn hans höfðu alltaf reiknað með þvi að verða i minnihluta. Þvi höfðu um sumarið farið fram viðræður milli þeirra og forustu- manna Kommúnistaf lokks Islands og samkomulag náðst um stofnun nýs flokks i sambandi við þing Alþýðusambandsins. Þing Kommúnistaflokksins yrði þvi boðað um slikt leyti og skyldi þar ákveðið að leggja flokkinn niður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.