Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 3
JOLABLAD 1972 TÍMINN n$* Böðvar Guðlaugsson: Söngur jólasveinsins •v ^ Þið vitið fullvel, flónin min, að fyrir sérhver jól hún Grýla mamma sendir sina syni alla á ról, sem bezta móðir býr hún okkur bræðurna af stað, með niðþykk skjólföt, nýja skó og nesti, auðvitað. Hér áður voru blessuð böldnu börnin hrædd á þvi, að Grýla mamma tæki tötrin tunnusekkinn i. En þetta er, vinir, eins og annað, orðið mikið breytt, . þvi Grýla er orðin gæðablóð, sem gerir engum neitt. Viðlag(börnin syngja): Hæ, Sveinki, hó, Sveinki hæ, Sveinki, já, Sveinki Grýluson. Og sjálfsagt er að segja ykkur, sómabörnin min, að ibúðin i Esjunni er ekkert sallafin. I þvottastandið lengst af litil löngun okkar var, og það er jafnvel sárasjaldan sópað gólfið þar. Trúlegt ykkur fráleitt finnst, að farin séu mjög að þreyta okkur þrettán bræður þessi ferðalög, við vöðum ýmist aur og bley tu eða snjó til hnés austur i Vik og Vopnaf jörð og vestur á Snæfellsnes. Já, lýjandi er að labba svona um landið til og frá, og fljótgengari farartækjum ferðast mætti á, að böðlast þetta á Bronco-jeppa er bara alltof dýrt, og skellinöðrum, sko, við aldrei skammlaust gætum stýrt. Viðlag: Þetta raunar er nú ekki alveg rétt hjá mér, að við förum fótgangandi um Frónið, hvert sem er. um fótgangandi um Frónið, hvert sem er. Við, frómt út talað, ferðumst nú að finna manna sið i lofti milli landshornanna, liggi mikið við. Úr kuldanum og kafaldinu kominn er ég hér, og eins og mjög að likum lætur liggur vel á mér. Mig langar helzt, þá lokst ég kem i landsins höfuðstað að fylgja dæmi frægra manna og fá mér sjónvarpað. Og það held ég að væri, vinir, verulega snjallt, og vekti góðum börnum bros á brá um landið allt, ef sjónvarpsgarpar gengju strax á Grýlu mömmu fund, og segðu henni að sitja f yrir svörum litla stund. Viðlag: Varla yrði i þvi spjalli á útsendingum hlé, þvi Grýlu mömmu er greitt um svör, þótt gömul orðin sé. Hún mundi sem sé vaða, vinir, voðalegan elg, og kannski fengi Leppalúði að leggja orð i belg. En út um landsins byggðir biða börnin eftir mér, ég þarf viða við að koma og vera þar og hér. I fyrrakvöld ég renndi rétt á Rifi og Sandi i hlað, i gær fór ég frá ísafirði austur á Neskaupstað. Ég hefði feginn viljað vera vikutima hér, en nú þarf ég að ná i f lugvél norður á Kópasker.^ Já, krakkar, nú með kurt og pi ég kveðja ykkur verð við jólasveinar erum alltaf á svo hraðri ferð. * *<, Wc mm œ«»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.