Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 50

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 50
50 TÍMINN JoLABLAD 1972 Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Jarðir á íslandi Eitter það i islenzkum fræðum, sem vita þyrfti sem gleggst deili á, en það er jarðatal og jarð- eignaskipan i landinu. Þab er lika þannig, að þessu veita menn fljótt eftirtekt og það fylgir sögu lands- ins, að nokkrum sinnum eru jarð- ir taldar i landinu. Þetta er merkilegt mál á þá grein, að það þarf hvað eftir annað að telja jarðir i landinu. Þótt landið sé óumbreytanlegt i sinni stærð, þá breytast þær skákir i þessu óum- breytanlega landi, sem við köll- um bújarðir. Þessu veldur margt. Þab þarf að vera til fólk, til þess að til séu bújarðif og fólksfjöldinn á íslandi hefur verið breytilegur frá þvi sögur hófust. Þó er það þannig, að þetta sem kemur fram, eftir að sögur hófust, um mannfjóldann i landinu, litur einkum að fólksfækkun. Þab er eins og alltaf hafi getað fækkað fólki á islandi, án þess að til séu neinar skýrslur eða hugmyndir um það, af hverju þessi fólks- fækkun hefur að taka i landinu. Við fólksfækkun fækkar jörðum, og við náttúruhamfarir ýmiskon- ar, sem er rikt einkenni landsins, getur jörðum fækkað, — að minnsta kosti um stundarsakir. Siðan kemur það til, sem hefur verið rikt einkenni i þjóðlifi ts- lendinga, ,,að hver vill annast eigum ná," eins og Páll ólafsson segirsvosnilldarlega i visu. Hinir rikari menn gina yfir eigum þeirra fátækari, sölsa undir sig jarðir þeirra og leggja þær stund- um undir sinar jarðir. Það er reyndar sérstakt athugunarefni, hvað gerist i þessum sökum, jafnt og þétt i aldanna rás, þar til svo er komib málum, að bændurnir þurfa að kaupa sitt land, að mest- um hluta til, á 19. og 20. öld. í þessu efni, eins og mörgu öðru, sem snertir sögu íandsins, er þó fátt um heimildir, fyrr en kemur fram um 1700. ()g er kem- ur fram yfir 1704, er jarðabók Árna Magnússonar og P.áis Vida- lins hin mesla náma um jarðeign- ir, bæði i ábúð og eyði, sem við eigum. En sá galli er á, að þetta jarðatal nær ekki yfir Múlaþing, þvi að handrit þess hefur glatazt fljótlega eftir að það var gert. Ég held hér áfram veginn i litlu einu, sem ég hef markað i islendu um margt fólk i landi á hinni fyrstu sögu-tið, þvi nú veit ég það, að er- lendis hefur það verið söguskoðun og nátturlega sama og arítekin, að svokallað landnám á tslandi, er'innráð i byggt land, sem gerir mikinn fólksljölda i landinu og fjöltæk viðfangsefni, eins og fram kemur m.a. i búsetu i landinu, sem nú breiðist út um landið, svo vitt, sem náttúrlegir landkostir gefast. Má enn minna á það, sem Ilænsna-Þórissaga segir um 30 bændur, er bjuggu i löndum Hlund-Ketils upp frá Ornólfsdal, sem við nú köllum og höfum fyrir heiðalönd. Bændatal og jarða fer ekki saman, þvi fleiri en einn bóndi býr á sumum jörðum, og einn bóndi getur buift á fleiri en einni jörð. 6g ætla nú að glima við þetta um stund og byrja á þvi sem torræðast er. Marga útlenda menn höfum við sæmt heiðursheitinu, islandsvin- ur.og þeirra er margra að minn- ast, þó trautt fyrr en á siðustu timum. En sá, sem liklega hefur verið mestur íslandsvinur i allri sögu landsins, er Eyvindur skáldaspillir, sem tjáist gamall maður um 960, er Ilaraldur grá- leldur hefur gengið yfir frænda hans, konunginn i Noregi, Hákon góða. Eyvindur orti drápu um alla ts- lendinga, segir i Haraldarsögu gráleldar i Heimskringlu, og þegar þess er gætt, hvilikur dýr- gripur skáldskapur er á þessum iima. þá er hér um einstakt og stórkostlegt vinarbragð að ræða, enda guldu þeir svo vel, að ríver bóndi gaf honum skattpening, er stób þrjá penings silfurs vegna og hvitur i skor. ,,En er sillrið kom fram á Alþingi. þá réðu menn það af, að fá smið til að skýra silfrið. Siðan var gerr af feldardálkur, en þar af var greitt smiðakaupið, Þá stóð dálkurinn 5 tigi marka." Eyvindur var konungborinn maður. Gunnhildur móðir hans var dóttir Ingibjargar Haralds- dóttir hárfagra, og hann var i Englandi. er þar ólst upp frændi hans, Hákon Aðalsteinsfóstri, og tók þar náttúrlega kristna trú eins og Hákon. Hann var Einnsson og kominn út af Sigriði á Sandnesi, er fyrr átti Þórólf Kveldúlfsson, sem Haraldur Hárfagri drap. Þarna er þvi stutt i kunningsskap með Eyvindi skáldaspilli og Borgar- mönnum á Mýrum og það þarf varla að efa það, að þar hafi Eyvindur dvalið og kynnzt ts- lendingum, meðal annars laga- skipan þeirra, og átt siðan góðan þátt i lagaskipan Hákonar góða i Noregi, sem ekki verður fyrr en nokkrum árum eftir að tslending- ar stofnsettu Alþingi og þar með þjóðriki. Þessu snýr Ari fróði við i sinum bókum. Hákon góði er ekki orðinn konungur i Noregi fyrr en 934-35. En hvað eru það margir bændur, sem með skattpeningi sinum gera 50 merkur silfurs, 25 pund, eftir að búið er að greiða smiðs-kaup og silfrið er hreinsað af sora, sem gat verið nokkur hluti skattpeningsins. Ýmsir hafa ijallað um þau íræði og sitt litizt hverjum að hafa fyrir satt. Þess er og heldur eigi kostur að vita þetta örugglega satt, en það má velta vöngum yfir þvi, sem hægt er að komast næst um málið og það er hægt að vita hvað 50 merk- ur silfurs er mikið fé, vegna þess hvað peningaverðlag er stöðugt gegnum aldirnar. Ein mörk talin eða mæld er 48 álnir, en vegin mörk silfurs er 6 merkur mældar, svo silfurmörkin er þá 288 álnir mældar. en hundrað er 120 álnir mætdar. 50 sinnum 288, er 14400, svo þetta er 14400 álnir mældar eða á landsvisu, þ.e. 111 hundruð. llólur í lljaltadul — annað liöfuðsetiir jarðeignavaldsins kaþólska. Skálholt — hefur til skamms tíma borið litinn svip þess.sem forðum var. 111 kýr eða 666 ær, loðnar og lembdar. En hvað er skattpeningurinn stór, þvi verður svarað með nokk- urri vissu. Ýmsir hafi gert likur i sambandi við enska peninga, þvi þaðan má gera ráð fyrir að sé komin slegin mynt á þessum tima til islands. Það fyrsta, sem hugsa má, er það, að þessi peningur er i notum i landinu. Það hafa hann allir bændur handa á milli og tiltækann, er skjótt þarf til að taka, eins og i þetta sinn, og fer mann þá að gruna, að enn vanti upplýsingar um þjóðveldisöld, sem ekki er hirt um að segja frá, frekar en ýmsu öðru. Mér þykir liklegt/ að skattpeningurinn sé tiund. En af hvaða verðgildi? Ærin er 20 álnir að gildi og 2 álnir eru tiund af verði hennar. Og ef skattpeningurinn gilti 2 álnir á Landsvisu, þá eru bændur i land- inu 7200. En það má komast enn nær að gera þessar likur. t bók Uno von Truil: Bréf frá islandi, sem kom út 1961 i þýðingu Haralds Sigurðssonar, er rætt um hið forna peningagildi i landinu. Þar segir að 1 alin sé 10 peningar og hundraðið þá 1000 peningar, peningurinn er þvi 1/10 úr alin en skatt-peningurinn átti að gilda 3 peninga, svo það eru þá 3/10 úr alin sem á að greiða, sem er nú silfurverðið 6 sinnum meira, en mælt eða talið, og verða þá skattpeningarnir 1,8 álnir, eða sem næst 2 álnir, eins og ég var að gizka á. En nú hefur frá silfurhrúgunni gengið smiðakaupið og það sem silfrið ódrýgðist við skirsluna og hækkar þá tala bændanna, sem þessu fé skutu saman, allt upp i 10000, en það hafa lika verið nefndir 12000 bændur i þessu sam- bandi, sem ef til vill getur verið rétt. Nefnt hefur verið, að silfrið hafi verið 1/3 meira, er af gekk smiðakaupið og frá gekk sorinn, þ.e. 25 merkur og hafa þá bændur verið 3600 fleiri, sem guldu skatt- peninginn eða alls 10800, og þá má gera ráð fyrir,að jarðir hafi verið um 8000 um 950, og ekki hafi verið fjölbyggðara i landinu 1096, sem heimildir greina, en þá var, og þó liklega færri það ár, 1096. Heimildina er rétt að meta. Hún er eflaust allvel traust. Sæm- undur fróði samdi konungsbók, að vitni Odds munks Snorrasonar, um 1180 og sú bók hefur meðal annars náð yfir Haraldarsögu gráfeldar, þar sem þessa getur. Sæmundur dó 1133,, svo þessa sögu gat hann fengið að vita, er hún var aðeins rúmlega 100 ára gömul. En hér er að horfa á skatt- peninginn, sem tiltækur er i land- inu á þeim tima um 950 eða jafn- vel fyrr. Skattpeningurinn segir þá sögu. að skattkerfi er i land- inu. Með alþingis og þjóðfélags- slolnunum. sem þvi er samfara, hafa komið til opinber gjöld fyrir þjóðina. Goðarnir hafa ekki tekið það i mál. að ferðast langvegu og kosta fjölda þingmanna, án þess að fá einhverja greiðslu fyrir slikan kostnað. Hefur það þá verið metið á leiðina og þá kom upp hugtakið þingmannaleiðir. ákveðin vega- lengd á öllum vegum. Þar gat verið fyrirmyndín að þvi, að hver bóndi hefur skattpening undir höndum og greiðir skattpening. Tiu þúsund skattbændur, sem hver geldur 2 álnir á landsvisu eru 20000 álnir á landsvisu. Það eru 166kúgildiá landsvisu eða 996 ær. og sýnist i fljótu bragði að slik upphæð ætti að duga til alþingis- haldsins. Það eru að meðaltali rúm 4 hundruð á hvern goða i landinu. þótt mest þurfi að fá, lögsögumaður og allsherjargoði. Sést nú, hvað Ari fróði er heppinn, þegar hann segir hálfan sann- leika. og lætur Gissur biskup hafa alla dýrð af tiundarlögunum 1096, þótt þau sýnilega hafi aðeins ver- ið aukinn skattur — allt fé talið — eins og þar stendur, og goðarnir fengu nú enn stærri hlut til al- þingisferða og kristnihalds. hver á sinu sviði. en áður. Þegar goð- unum var þannig múfað. var ekki vandi að koma á tiundarlögunum. Af þessu. sem nú hefur verið sagt. I.ikni'ski Snorra Sturlusonar i Iteykholti. sést það, að mikill fjöldi bújarða er i landinu á þessum tima, um 950, og hversu það er satt, sem Ari fróbi segir, ab ekki hafi siban orðið fjölbyggðara i landinu, en það var um 1120, sem Ari sagði þetta. Þegar tiundarlögin voru sett, voru bændur taldir i landinu og reyndust 4560 alls. Þó eru ekki taldir með goðar né prestar, sem margir búa i landinu og heldur eigi þeir, sem eiga^vo litið fé, að þeir eiga eigi að gjalda Jnngfarar- kaup. Þarna rekur m'aður sig á skattpeninginn aftur. Hér heitir hann þingfararkaup og auðvitað eru það goðarnir, sem fá þetta þingfararkaup, svo hér gerast ærnar likur á þvi, að rétt sé álykt- að, sem hér að framan var gert um skattpeninginn. Þessir 4560 bændur eru þvi ekki allir bændur i landinu, og ekkert ábyggilegt jarðatal felst i þessu bændatali. Hér kemur það fram, sem áður þótt sýnt vera, að bænd- ur séu um 10000 um aldamót 1100, og jarðir ekki stórum færri. At- hugun á þessu má gera i sam- bandi við jarðabók Árna og Páls 1712 i Kelduhverfi. Á þessum tima, og lengi siðan, á bænda- ' stéttin landið, en mjög er það mismunandi hvað einstakir bændur eiga mikil lönd. Riku bændurnir, einkum goðarnir, og goðaættarmennirnir eiga margar jarðir og kemur þá i hlutskipti margra bænda að vera leiguliðar á jörðum sinum og gjalda land- eiganda fé fyrir afnot jarðarinn- ar. Þetta atriði, ásamt skattlög- unum, knýr á mat jarðanna til peningaverðs, sem orðið hefur snemma á tima og ekki seinna en með skattalögunum, tiundarlög- unum, um 1100. En nú kemur það fram i jarð- eigna-málinu, að jarðeignir mega ekki ganga úr ætt. Sonur eða dótt- ir hafa rétt til að eiga þær jarðir, sem feður þeirra hafa átt, og sé jörð seld úr ætt á ættarréttar- maður rétt á þvi að brigða þeim kaupum og kaupa jörðina sjálfur. Þar af kemur hugtakið, sem all oft verður vart við, að ,,brigða" af mönnum jarðir. Var þessi rétt- ur manna eflaust i fullu gildi frá þvi snemma á timum, og þvi að- eins er hann tryggður með lögum i Jónsbók, að hann hefur verið i fullu gildi áður. Með þessum lagaákvæðum er sýnt, að tslendingar vilja tryggja sér eignarrétt á landi sinu, láta ekki útlenda, óskylda, menn fá yfirráð yfir bújörðum og flytja arðinn af þeim úr landi. En þab bar tvennt til: Hib fyrra — ab kirkjan, sem stofnun i iandinu, tók til ab seilast til yfirrába á bújörbum og lagði ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur heimtabi eignar og yfirráð á þeim jörðum, sem nær eingöngu höfðu verið höfuð- ból og goðasetur. Flestir goðar héldu nú kirkjur og höfðu gefið þessum kirkjum oft hálfar heimajarðirnar. sem ekki var nein eignarýrnun, þar'sem bónd- inn siðan átti kirkjuna og það sem henni fylgdi. Þab hefur liklega verib einhver gróðahnykkur i sambandi við tiundarlögin. Þetta enti meö þvi, að kirkjan náði eignarhaldi á um helmingi goð- i orbsstabanna og þvældust þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.