Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN JOLABLAÐ 1972 íslendingar var dr. Helgi Pjeturss mesti vísinda- maður jarðarinnar? Rétt er aö benda á, hve mjög það má nota sem mælikvarða á sannleiks- gildi uppgötvana/ að hve miklu leyti þær veita nýja útsýn, leiða i Ijós nýja möguleika til að auka þekkingu. Dr. Helgi Pjeturss. Það er ekki óliklegt, að tómlæti manna gagnvart kenningum dr. Helga Pjeturss muni valda fræði- mönnum íramtiðarinnar miklum heilabrotum. Að visu voru kenn- ingar hans (og hugsanir yfirleitt) langt á undan samtið sinni, en nú eru liðin yfir 50 ár frá því fyrst hann bar þær fram, svo að menn hafa haft ekki litinn tima til að velta málinu fyrir sér og bera saman við það, sem áunnizt hefur i visindum siðan. Það mun einhvern tima þykjatitrúlegt, að rúmlega hálfri öld eltir að dr. Helgi Pjeturss l'yrst bar fram kenningar sinar, er enn ekki farið að bóla á neinum verulegum skilningi á þeim (þ.e. hérlendis). Er þetta næsta óskiljanlegt, þegar á það er litið, að mjög margt af þvi, sem áunn- izt hefur i hinum ýmsu visinda- greinum á þessu timabili, er ein- dregið til stuðnings kenningum dr. Helga, en ekki á móti. bað, . sem liggur beinast við að nefna, eru framfarir i: Stjörnufræði, draumarannsóknum og fyrir- burðafræði (parasálfræði), jarð- f'ræði og lifeðlisfræði. Ég ætla hér fyrsl og Iremst að sýna fram á þær breytingar i stjörnufræði, sem rakleitt leiða menn til kenn- inga dr. Helga. Eins og llestum er kunnugt, sem á annað borð hafa heyrt dr. Helga Pjeturss getið, þá var það lifssamhaiiriið milli hnatta, sem hann vildi fá menn til að uppgötva meðsér. Hafði áratuga rannsókn hans á eðli svel'ns og drauma leitt hann til þessarar uppgötvunar og þar með mun meiri skilnings á eðli lifsins og allrar tilveru. Vildi hann innleiða alveg nýtt orkuhug- tak, sem hann kallaði lifgcislan. En til þeirrar orku taldi hann mega rekja orsök og upphaf alls lil's hér á jörðu, sem og annárra likra jarðstjarna alheimsins. Aleit hann meir en mögulegt, að kynnu menn að hagnýta lögmál lifgeislanar, þá mætti ná fjar- sambandi við lengra komna ibúa annarra hnatta. Vildi hann gera tilraunir til þess hér á landi, en sagði að skilyrði þess að vel gæti tekizt væri, að nógu margir hefðu skilning og traust á tilrauninni. Nefndi hann i þvi sambandi um tiu þúsund menn. Hér er nauðsynlegt að minna menn á annað samband, sem nær hnatta i milli og enginn efast um, en það er aðdráttarsambandið. Væri skilningur manna á heimin- um ólikt ófullkomnari, ef ekki hef'ði uppgötvað verið þetta stór- kostlega heimslögmál. En alveg eins og var með aðdráttarsam- bandið, þá er eins með lifssam- bandið, að menn hafa það dag- lega l'yrir augum án þess að átta sig á þvi. Alveg eins og Newton spurði sjálfan sig að þvi, af hverju eplið þyrfti endileg að falla til jarðar, þá spurði Helgi Pjeturss, hvers vegna endilega þyrfti á"ð soi'a og dreyma. Og i eðli svel'ns og drauma l'ann hann lög- málið um samband lifsins i al- heimi. En hvað segja þá hin viður- kenndu visindi um lif i alheimi? Samanburður á aístöðu stjörnu- fræðinga á dögum dr. Helga og stjörnufræðinga nú á dögum til þeirrar spurningar, hvort lif sé á öðrum hnöttum og hvort unnt sé að ná sambandi við hugsandi ver- ur úti i geimnum sýnir fljótlega, að breyting hefur átt sér stað, sem jaðrar við byltingu. Timabilið frá aldamótum og fram undir lok síðari heimsstyrjaldar Upp úr aldamótunum 1900 fór að þróast sú skoðun meðal stjörnufræðinga, að sólkerfi vort hefði myndazt á þann hátt, að framandisól (stjarna) hefði kom- ið svo nálægt sól vorri, að vegna aðdráttaráhrifa hefði hún dregið út frá sólinni efnisöldu, sem siðan hel'ði tekið að hvarl'a i kringum sólina og orðið að reikisstjörnum, en hin stjarnan haldið áfram leið sinni. Þessa kenningu um upp- runa sólkerfis vors gerði hinn kunni brezki stjarnfræðingur Sir James Jeans (1877-1946) fræga mjög. Gerði hann á henni ýmsar endurbætur og rökstuddi svo rækilega, aðkenningin festi rætur og varð að lokum alveg rikjandi meðal stjörnufræðinga allt fram- undir lok siðari heimsstyrjaldar. Það þarf varla að taka fram, að auðvitað voru stjörnufræðingar á þessum árum ekki sammála i einstökum atriðum um þessa flóðbylgjukenningu (tidal theory), sem svo hefur verið nefnd. Sumir héldu þvi fram, að aðkomustjarnan hefði rekizt á sólina, aðrir að sólin hafi verið tvistirni og aðkomustjarnan rek- izt á aðra sólina o.s.frv., en aðal- atriðið er, að reiknað var með nálgun eða árekstri stjarna i geimnum og það er mergurinn málsins. Það liggur i augum uppi, hve skoðanir stjörnufræðinga á upp- runa sólkeríis vors eru þýðingar- miklar; er ræða skal um lif á öðr- um hnöttum. Hvað þýðir t.d. að tala um ibúa annarra hnatta, ef Iremstu stjarnfræðingar jarðar- innar halda þvi fram, að sólkerfi slikt sem vort, sé svo sjaldgæft i alheimi, að vel geti veriö, að það sé það eina i allri Vetrarbraut- inni, enda þótt hún telji um eitt hundrað þusund milljónir sólna? Eitt dæmi nægir alveg til að skýra hvað átt er við. Einn þekktasti stjörnulræðingur siðari ára, Sir Bernard Lovell, segir svo i bók sinni ,,The Individuel and the Universe": ,,A hinum skðana- inviiriandi árum lifs miiis olli þctta mér engum heilabrotum (]>.('. spurniiigin um lif á öðrum liiiötlum, innsk. mitt). Mér var aiiliars vegar kennt, að vér vær- um cinstakir (uniquc) og hins yí'gar, að sólkcrfi vort hefði rifn- að út l'rá sólunni samkvæmt flóð- hylg.jukciiiiingu Jeans. Um cngan skoðanaagreining var að ræða vcgna þcss, að sá atburður, að öiiniir stjarna kæmi nægilcga ná- lægt sól vorri til að orsaka slika cfnislosun, lilaut að vera mjög sjaldgæfur. Þó að sólin væri að- cins cin af hundrað þúsund milljónum sólna i vetrarbraut vorri og enda þótt margar milljónir slikra vetrarbrauta væri til, þá gátu stærðfræðingarn- irsvnt lrain á, hversu fjarskalega sjaldgæít það væri, að nokkrar tvicr stjiirnur nálgiiðust hvor aðra nægilega til að orsaka flóðbylgju þá, sem kcniiingin krafðist. Ilið cinstæða við sólkcfi vort og oss sjálf var þcss vcgna engum vafa biindið". Af þessu geta menn ráðið, að ekki hel'ur verið árennilegt fyrir dr. Helga að halda fram kenning- um sinum, sem alls ekki voru i samræmi við rikjandi skoðanir stjörnufræðinganna. Og ekki er beinlinis að undra, þótt menn hafi tekið máli hans fálega á þessum árum, þegar á þetta er litið. Ef menn áttu að trúa stjörnu- íræðingunum, þá hlaut allt tal um lif á öðrum hnöttum að vera hálf- gerð markleysa, þar sem likurn- ar á myndun sólkerfa voru alveg hverfandi litlar. Þetta er skiljan- legt. En i meira lagi undarlegt er það, að menn skuli ennþá ekki linna neina hvöt hjá sér til að endurskoða málið nú, þegar af- staðan er gjörbreytt og hver ein- asti meiriháttar stjörnufræöingur fullyrðir, að yfirgnæfandi likur séu á þvi, að fjöldi byggðra hnatta sé þvi sem næst óteljandi. Litum nú á, hvað valdið hefur þessari skoðanabreytingu. BLACK & DECKER rafmagnsverkfæri STANLEY handverkfæri— skrár — lamir — skrúfur Sendum gegn pósfkröfu Hafnarstræti 21, sími 13336 — Suðurlandsbraut 32, sími 38775. Dr. Helgi Pjetursson Timabilið frá siðari heims- styrjöldinni og fram á þennan dag Við upphaf þessa timabils er staðan þannig breytt, að flóð- bylgju- og árekstrakenningunum hafði alveg verið hafnað vegna ósamræmis milli stærðfræði og staðreynda. Þeirra i stað fóru hinar gömlu stjörnuþokukenning- ar Kants og Laplace að birtast i nýjum búningi aukinnar þekking- ar. Árið 1945 setti Carl von Weiz'ácker frá Þýzkalandi fram þá kenningu, að sólin hefði safnað að sér geimefni við það að fara i gegnum stjörnuþoku eða svæði, sem innihélt lofttegundir og geimryk. Þegar svo sólin hafi komið út úr þessu svæði eða stjörnuþoku, hafi hún verið hulin þunnum efnishjúp, sem orðið hafi að eins konar disklaga skel, er að lokum hafi þétzt i reikistjörnur. Aðrar og nýrri kenningar gera ráð fyrir, að hinar geipiviðáttu- miklu stjörnuþokur þéttist smám saman i hundruð eða jafnvel þús- undir sólna samtimis. Reiki- stjörnurnar myndist svo við það að geimagnirnar, sem sólirnar safna að sér, byggist upp saman (accretion). Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á samsetn- ingu og uppbyggingu loftsteina (meteorites), styðja þetta ein- dregið.Ýmis önnur afbrigði eru til af þessari kenningu, sem er köll- uð stjörnuþokukenningin (Nebul- ar hypothesis), en aðalatriðið er, að það er sama hvert afbrigið er réttast, niðurstaðan verður alltaf sú, að myndun sólkerfa sé reglan en ekki undantekningin. Rétt er að geta þess, að stjórnu- fræðingar telja sig geta sannað tilveru reikistjarna annarra sól- kerfa i nokkrum tilfellum með óbeinum aðferðum. Byggjast þær i einföldu máli á þvi, að snúist stór reikistjarna (þ.e. jörð) kringum tiltölulega efnislitla sól, þá eigi aðdráttaráhrifa frá reiki- stjörnunni að gæta á eigin hreyfingu sólarinnar, en þetta hafa þeir einmitt fundið og er dæmið um Barnardstjörnuna þekktast. Með þvi að rannsaka frávik á eigin hreyfingu stjörn- unnar hefur P. van de Kamp og samstarfsmönnum hans við Sproule stjörnuathuganastöðina i Bandarikjunum tekizt að sanna, að stjarnan hefur ósýnilegan fylgihnött, sem er aðeins 1.6 sinn- um stærð Jupiters og er Barnard- stjarnan þar með fyrsta fjarlæga stjarnan, sem sannað er, að hafi reikistjörnu, sem er sambærileg að stærð við þær, sem finnast i voru eigin sólkerfi. Þetta breytir öllu og er ekki ófróðlegt að vitna aftur til hins heimsþekkta stjörnufræðings Sir Bernards Lovells og sjá, hvernig hann hefur eðlilega breytt um skoðun hvað varðar lif á öðrum hnöttum, frá þvi sem hann áður hafði. Arið 1968 birtist viðtal við hann i danska fréttablaðinu Poli tiken, en þar segir orðrétt: „A öðrum hnöttum utansólkerfisvors eru til háþróaðar verur. Sumar eru nokkrum hundruðum árþús- unda á undan oss, aðrar svo skiptir milljónum ára. En annars staðar er þróunin koiiiin skemmra á veg en hér og kunna þeir, sem þar eru,að standa á liku stigi og forfeður vorir, sem meira iiktust öpum en mönnurn. En svo munu vcra til þeir hnettir, þar sem viðbúið er gcreyðingu svo scm hcr gæti orðið af völdum vetnissprengjunnar og annarra voðavopna". Svo mælir Sir Bernard Lovell, framkvæmdastjóri Jodrell Bank stjörnuathuganastöðvarinnar i viðtali: ,,Ég efast ekki um, að þetta, sem ég var að segja, er satt og rétt", sagði hann við mig. — ,,(Cg vcit, að margir af fremstu visindamönnum viða um heim hafa komizt á sömu skoðun á síð- ustu árum. Þeir eru sannfærðir um, að til séu viða i alheimi vor- um niiklu fremri þjóðir en nokkr- ar, sem þessa jörö byggja — og enn aðrar, sem standa oss langt að baki". Við sitjum saman i vist- lcgum gestasal á heimili hans i grennd við Jodrell Bank stofnun- ina, þar sem hin risastóra út- varps-stjörnusjá bendir til him- ins. Ilann mælir af mikilli rósemi, þessi ágæti visindamaður, er liann gerir grein fyrir þvi, hvern- ig hann komst á þessa stór-ný- stárlegu skoðun". Já, „stór-nýrstárlegu skoðun" segir i greininni. Hvað skyldu margir tslendingar hrökkva við, er þeir lesa þetta? Hér var dr. Helgi áratugum saman að reyna að fá menn til að skilja einmitt þetta — og meira til. Hann sýndi fram á með visindalegri rök- leiðslu, að unnt væri að ná fjar- sambandi við ibúa annarra hnatta. Þarf að biða eftir þvi, að einhver ágætur erlendur visinda- maður komist á þá „stór-nýstár- legu" skoðun, að unnt sé að hafa samband við þessa bræður vora á öðrum hnöttum,áður en menn fást til að sinna þessu — hér á landi? Til þess að taka af allan vafa um skoðanir stjörnufræðinga og annarra visindamanna nú á dög- um má minna á ráðstefnu þá, sem haldin vari Bjurakan i fyrra- haust (1971) (Bjurakan er stjörnuathuganastöð, sem stað- sett er i hlíðum Ararat fjalls i Armeniu), en frétt um þetta birt- ist i sovézka fréttablaðinu Izvestia undir fyrirsögninni; „Al- þjóðaráðstefna um tengzl við sið- menningu á öðrum hnöttum". I greininni segir meðal annars: .....A ráðstefnunni í Bjurakan hittust frægir stjarneðlisfræðing- ar, stjarngeislafræðingar, teo- retiskir eðlisfræðingar og líf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.