Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 4
TÍMINN JÓLABLAÐ 1972 HELGIBLÆRINN ER MÉR MINNIS- STÆÐASTUR - Rabbað við séra Þorberg Kristjánsson í Kópavogi um jólahald fyrr og nú - og sitthvað fleira Nú eru jólin að koma til okkar, ennþá einu sinni. Þá er algengt, ao mcnn hugsi til þeirra jóla, scm þcir hafa sjálfir lifað, einkum þá á bernsku- og æskudögum. Krægt cr dæmift, scm skáldio segir frá, þcgar þao sat mcð rauðan vasa- klút og var ......sviptur allri sút". En nú er öldin önnur, og liklega eru þau börn fá, sem núna myndu láta sér nægja svo litla jólaglaðn- ingu. Þó verður mönnum enn hugsað til sinna bernskujóla og enn er freistandi að heyra, hvað þeim er efst i huga, þegar þau ber-á góma. Það var af þeirri ástæðu, sem ég lagði land undir fót einn daginn og heimsótti séra Þorberg Kristjánsson i Kópavogi. Þegar við höfðum tekið okkur sæti i vistlegri stofu prestsins, var mér fyrst fyrir aö spyrja: — Hvað heldurðu að þú hafir verið gamall, séra Þorbergur, þegar þú minnist fyrst jóla? — Ekki þori ég nú alveg að nefnaártalið.en égtelmigmuna jól frá þvi að ég var svona fjögurra til fimm ára. Það er að segja, ég á minningar frá þeim, en þaö er auðvitað ekki alveg sama og að muna jólin i heild. Helgiblærinn... — Hvað er þér minnisstæðast i sambandi við þin æskujól? — Helgiblærinn. Alveg tvi- mælalaust sá mikli helgiblær, sem þá rikti yfir öllu. Ég er alinn upp i sveit og tilbreytni var mjög takmörkuð, og myndi náreiðan- lega þykja litil nú á dögum. En andblærinn i bænum — hann breyttist og varð allur annar en venjulega. Móðir min hafði alveg sérstakt lag á þvi að skapa hátið og helgi i kringum sig, jafnvel þótt hin yrti föng væru heldur fátækleg. — Finnst þér að þessi helgiblær hafi minnkað? — Ég óttast að svo sé. Ég er ósköp hræddur um/ að helgi- blærinn i hugum barnanna nú, sé ekki eins mikill og hann var, þegar við vorum börn, — eða ef til væri réttara að komast svo að orði, að þau skynji jólin ekki alvegásama hátt og við gerðum. — Hvað getur þú, imyndað þér að valdi þessu? — Þvi veldur sjálfsagt fleira en eitt. En mér dettur i hug, að meginorsökin sé sú, aö nú erum við komin yfir i hinar öfgarnar. Aður var tilbreytingin óþarflega litil, fátæktin of nærgöngul. Nú er þessu þveröfugt farið hjá öllum þorra fólks. Nú er umstangið, margbreytnin og gjafirnar svo fyrirferðarmikið, að það skyggir á sjálft inntak jólanna. Ég er sannfærður um, að við þurfum öll á þvi að halda að komast i snert- ingu viðeitthvað, sem er meira og stærra en við sjálf. Þess vegna heldé&aðokkur væri það hollara að hafa yrta borð jólanna hóf- samlegra, en hyggja meira að innihaldinu. Þannig held ég, að þetta hafi verið áður. A meðan það var hvorki komið i tizku, né heldur að fólk hefði nein efni á öllum þessum dýrindis um- búðum, held ég einmitt að meira hafi verið hugsað um kjarnann. Þann þráð þyrftum við að taka upp aftur. — Þú nefndir þarna áðan, að þú værir alinn upp i sveit. Það væri nú rétt vegna þeirra, sem ekki þekkja til, að þú segir nokkuð gerr frá þvi. — Já, það er ekki nema sjálf- sagt. Ég er alinn upp vestur i Bolungarvik, á bæ sem heitir Geirastaðir og er þar rétt innan við þorpið. Þar lifði ég öll min bernsku- og æskuár, og þaðan eru þær -jólaminningar, sem hér eru til umræðu. — Mannstu ekki einhverja jóla- leiki.eða hvað gerðu menn sér til gamans um hátiðarnar i þinum uppvexti? — Eins og ég gat um áðan, þá var hin ytri tilbreytni takmörkuð. Þó var alltaf nokkur viðbúnaður. Jólatréð var tekið fram og skreytt og auðvitað var maturinn iburðarmeiri en i annan tima. Menn skiptust meira að segja á gjöfum, þótt þær væru að sjálf- sögðu miklu færri og minna i þær borið en siðar hefur orðið. En auk þessa heimsóttu menn hverjir aðra. nutu veitinga og deildu gleðinni saman, l'óru i leiki. Og Kirkjan í Kópavogi, þar sem séra Þorbergur þjónar nú. Altari Hólskirkju i Bolungarvík. Hér þjónaði séra Þorbergur I nítján ár. það er mér i minni i sambandi við þesar heimsóknir, að þær voru með sérstökum svip. Yfir þeim hvildi annar og hátiðlegri blær en öðrum gestakomum. Gainla kirkjan I Reykjahl».Henni þjdnaðiséra Þorbergur ásamt Skútustöoum, svo sem gert hafa aðrir prestar þar í sveit. Auk þessa er svo vitanlega sjálft helgihaldið. Það var miklu rikara en endranær. Aður en út- varpið kom,var alltaf lesinn hús- lestur á jólunum og þá var meiri söngur og hátiðleiki en venjulega, enda voru þá lika allt- af gestir heima hjá okkur. Kirkja var lika sótt meira en endranær. Jólaheimsóknir.... — Hvenær fóru ykkar jóla- heimsóknir fram? Héldu ekki allir kyrru fyrir á sjálft aðfanga- dagskvöldið? — Yfirleitt voru gestakomur meiri, þegar kom fram á jóla hátiðina, en heima hjá mér var aftur á móti sú venja, að við fengum alltaf gesti á aðfanga- dagskvöld. A næsta bæ bjó fjöl- skylda, sem var bæði frændur okkar og vinir. Þetta fólk kom alltaf til okkar á aðfangadags- kvöldið og tók þátt i hátiða- haldinu með okkur. En svo komu alltaf fleiri,þegar komið var fram á jóladag, og ég tala nú ekki um annan dag jóla, sem var aðal- heimsóknardagurinn, Þá hófust lika skemmtanir út á við og var oft lögð i þær mikil vinna. Það voru fluttar ræður, leikin leikrit, lesið upp og sitthvað fleira gert sér til skemmtunnar, fyrir nú utan dansinn, sem auðvitað var ailtaf sjálfsagður. öll þessi skemmtiatriði, sem ég ég nefndi, önnuöust heimamenn sjálfir. — Var spilað á spil? — Já, það var spilað á spil. Nema á aðfangadagskvöld, þá voru þau aldrei snert. En þegar komið var fram á jóladag, var oft spilað, og ég tala nú ekki um, þegar menn voru heima á annan dag jóla. Þá var alltaf spilað, og gjarnan fram eftir nóttinni. Það var ákaflega vin- sælt og var stundað af ungum jafnt og gömlum. — Aður en við skiljumst við for- tiðina, langar mig að spyrja þig um áramótin. Þið hafið haldið þau hátiðleg? — Já. Aramótin voru lika mikil hátið, þótt þar væri allt með öðrum blæ en á jólunum. Þá var léttara yfir og helgisvipurinn ekki eins mikill og á jólum. En þótt þau væru meiri gleðskapar- hátið en jólin, þá var helginni ekki gleymt. Ég minnist þess, að heima i Bolungarvik var jafnan messað i kirkjunni klukkan ellefu eða hálftólf um kvöldið. Þessu fylgdi að sjálfsögðu það, að við vorum oftast i kirkjunni yfir sjálf áramótin. Þessar næturguðs- þjónustur um áramót eru mér ákaflega minnisstæðar, þvi mér þóttu þær alltaf svo hátiðalegar, þegar ég var barn. Og sjálfsagt er það fyrst og fremst fyrir áhrifamátt þeirra, að gamlárskvöld hefur alltaf yfir sér hátiðlegan blæ i huga minum. — Voruð 'þið krakkarnir nokkurn tima með áramóta- brennur? — Já. Við héldum virðulegar brennur, fórum i leiki og gerðum margt okkur til skemmtunar. Auk þess voru heimsóknir, og skemmtanir, sem bæði fullorðnir og börn tóku þátt i. — Þú nefndir aðeins húslestr- ana, þarna áðan. Ertu alinn upp við húslestra oftar en á stórhátið- um? — Heima hjá mér var lesinn húslestur, á sunnudögum, ef ekki var farið til kirkju. Þetta var föst venja. Auk þess var alltaf lesið á föstunni. Mjög oft voru það hug- vekjur Péturs Péturssonar, sem lesnar voru, og svo að sjálfsögðu Passiusálmarnir á föstunni. Umbúðirnar og erfiðiö — Við höfum rætt hér um jólin eins og þú lifðir þau fyrir svona fjórum áratugum eða svo. En hvernig finnst þér nú þetta hátiðahald hafa þróazt hjá okk- ur? — Það er nú sjálfsagt nokkuð erfitt að fella um það neinn al- gildan dóm. Hátiðahaldið er enn sem fyrr meira og minna ein- staklingsbundið, og viða er það tiltölulega einfalt i sniðum hið ytra, þótt helgin liggi i loftinu. En eins og ég vék að fyrr i þessu spjalli, þá óttast ég, að of viða leggi fólk of mikið i viðbúnaðinn. Það er til dæmis alkunnugt, að fjöldi fólks er orðinn svo uppgef- inn, að það er blátt áfram ófært til þess að njóta jólanna, þegar þau svo loksins koma. Auðvitað er þetta miður farið. Hátið verðum við að hafa. Jólunum megum við ekki týna. Eitt hið dýrmætasta, sem við eigum er einmitt þetta bil, þetta rof i gráan hversdaginn, sem hátiðirnar skapa. Það verður ekki framkvæmt nema með ein- hverri ytri tilbreytni, en engu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.