Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 51

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 51
JÓLABLAÐ 1972 TÍMINN 51 bændur íyrir, fram á 14. öld, litið eitt. Yfirráð þessara kirkjueigna féllu nú i hendur presta, en þeir urðu að nota jarðirnar á sama hátt og bændur áður, og báru rika ábyrgð á jörðunum, svo hér mun- aði litlu á afnotum jarðanna og prestar allar islenzkir menn. Þarna missa bændur fyrst yfir- ráðin á jarðeignum i landinu, en á þessu var farið að bera fyrir 1300 og jafnframt fóru menn á deyj- andi degi að gefa kirkjunum jarð- ir og itök, svo sem til farnaðar eftir jarðvistina. Þetta dró langan slóða á eftir sér. Hitt atriðið var ef til vill öllu al- varlegra og afleiðingarikara. Lögsögumaðurinn Snorri Sturlu- son, rikur goði i Reykholti hafði farið til Noregs 1219, en þá var 15 ára strákur, Hákon Hákonarson, endanlega genginn að rikiserfð- um i Noregi, upp á svardaga móður sinnar, Ingu frá Verteigi, að hann væri sonur Hákonar Sverrissonar konungs, sem dó 1204. Aðalhöfðingi Norðmanna og fyrirsvarsmaður rikisins var Skúli Bárðarson, er jarl var kallaður, afkomandi Haraldar hárfagra. Að þessum manni geðjaðist Snorra vel og endinn var sá, að Snorri gerðist lendur maður Hákonar konungs. Þetta var að ganga Noregskonungi á hönd, fá lönd og yfirsóknar i Nor- egi og rækja skyldur við konung- inn i landvörnum o.fl. Snorri hef- ur fengið til yfirsóknar eyjuna stóru Fólksn, úti fyrir Þránd- heimsfirði, en ekki þurfti hann að liðsinna Hákoni i herförum. Ollum skipunum Hákonar konungs þurftu lendir menn að hlýða og oft hefur Snorri þurft að vera i Noregi, eða hafa þar um- boðsmann. Snorri kom siðan til islands og tók þá enn við lögsögu og hélt i 10 ár. Þá virtust ljúkast upp augu tslendinga fyrir þessu norska at- hæfi Snorra, og bróðir hans Sig- hvatur, og sonur Sighvats, Sturla, gerðu aðsúg að Snorra i Reyk- holti. Fór hann til Noregs og var nú með Skúla jarli. En þá varð Orlygsstaðabardagi 1238, þar sem Sturlungar féllu, en Snorri var þá i Noregi. Hann vildi út til islands árið eftir, en Hákon bann- aði honum að fara, en Snorri fór samt. Skúli jarl gerði uppreisn á móti Hákoni um haustið og var að fulluyfirunninn vorið 1240. Hákon hlaut að leggja þungan hug á fylgismenn Skúla og þar á meðal Snorra, og að hans ráðum. drap Gissur Þorvaldsson Snorra 1241, og hafði þó fyrr verið tengdason- ur hans. Nú komu til eftirmálin um þennan lenda mann i Noregi og kallaði Hákon konungur til allra eigna Snorra og gaf að sök- um óhlýðni 1239, er Snorri fór út til islands. Nú er óglöggt um lagaréttinn i svona málum og Jónsbók enn ekki komin með fyllstu fyrirmæli um erfðarétt is- lenzkra manna á islenzkum eign- um. Snorri átti ekki skilgetin börn á lifi, svo ekki gat erfðaréttur barnanna bjargað eignum hans frá konungsyfirgangi, og i eftir- mælum um Snorra er það fyrst tekið fram, að hann hafi fyrstur manna komið jarðeignum undir Noregskonung, og til þess teknar jarðirnar, Bessastaðir og Eyvindarstaðir á Álftanesi. Bæk- ur Snorra hafa eflaust farið i þennan sjóð Hákonar konungs, og þær, sem Snorri hefur frumsam- ið, sem voru islenzkar sögur, hafa sennilega aldrei séð dagsins ljós i Noregi og verið eyðilagðar i siða- skiptunum og kunna þar að hafa tapazt islenzkar sögur. Snorri hefur átt Heimskringlu og hans bók er það efalaust, sem kom þar i leitirnar 1548. Sagan virðist kveina undan þessu, að nú gangi islenzkar jarð- ir i konungssjóð, þvi gruna mætti að fleira færi á eftir. Liklega hef- ur það verið fleiri jarðir Snorra, en þessar tvær, sem taldar voru, sem lenda i konungsgarði. Það kemur fram siðar, að Hákon konungur Magnússon, smekks, d. 1380, gefur islenzkum vini sinum, Skúla Þórðarsyni, nokkrar jarðir á Skógarströnd, og er ekki vitað með hvaða hætti Hákon konungur gat átt þessar jarðir, ef þær hefðu ekki einmitt verið komnar úr Snorra sjóði. Ekki verður þess vart, að jarðir fari i konungsgarð og allrösklega hafa íslendingar haldið á jarðeignarétti sinum, og er það til dæmis að 1426 deyr Árni biskup Olafsson i Noregi eða Danmörku, og taldist stórskuld- ugur dönsku krúnunni. Hann átti ^ ~\x y iir ii^ ir "ir Viftcy — eitt hift auftugasta klaustur fram að siftaskiptum — landfógelasotur ;i dögum Skulá Magmissonar. jarðeignir nokkrar á íslandi, en engar þeirra falla undir danska krúnu. En i landinu sjálfu voru kirkjan og klaustrin sifellt að sölsa undir sig jarðir. Þegar kemur fram um 1400 gerast ein- staka islendingar svo rikir menn, að þeim veitist auðvelt að sölsa undir sig jarðir hinna minni mátt- ar, eða háttar, bænda, og alltaf sigur á ógæfuhlið fyrir bænda- stéttinni um hlut sinn i jarðeign- um landsins, og þegar kemur fram um 1550 eru það vart nema rikir höfðingjar, sem búa á sjálfs- eign og þá stundum á mörgum sjálfseignarjörðum. Svarti dauði 1402-04, hafði höggvið stórt skarð i þjóðina og byggðarlög lögðust af, en auð- menn áttu hægt með að hremma jarðirnar, þótt þannig sé nú kom- ið virðist hagur þjóðarinnar vera allgóður. Bændum tekst að halda uppi verðgildi jarðanna fyrir klaustur kirkjur og rika menn með afgjaldi, sem virðist um 5% af jarðarverði, en allt upp i 17% af verði búfjár, sem fylgdu jörðun- um i leigunotum, en þá fylgdi ekki endurnýjunarskylda á búfé, en álag varð að greiða á jarðir við búskaparslit. Nii komu siðaskipt- in. Þá voru klaustrin lögð niður og konungur sópaði jarðeignum þeirra i sinn sjóð. Þau voru 8, og stóðu á gómlum og grónum grunni um efnahag, einkum jarð- eignum. Ný sakferlislög koma til sögunnar og svo gat sakferli manna verið mikið, að það kost- aði höfuðið og allar eignir upp- tækar i konungssjóð, hvort sem það eru jarðeignir eða annað.- Með 17. öldinni byrjar svo hvort tveggja, einokun i viðskiftum og stórharðnandi árferði, sem skyldi við þjóðina i aldarlokin i eymd. 50000 manna er þá i landinu, sjálf- sagt ekki nema 1/3-1/4 hluti þess fólks, sem hér er i landi fyrir 1400. Bændatal og eignakönnun var gjörð 1681; þvi að þá vildi Dana- konungur að islendingar legðu fram fé i striðskostnað sinn við Svia. Ekki mun skýrsla hafa ver- ið gjörð um það, sem hér liggur fyrir i fræðum og ekki hef ég at- hugað það nema i Miilaþingi. Nokkrir bændur eiga þá jarðir sinar, en þá eru 8 bændur i Hof- teigssókn og 4 i Möðrudalssókn. Arið 1695 var svo gert jarðatal með fullum upplýsingum um jarðeigendur, og skýrsla um það er fyrir hendi i bók Uno von Troils, hins sænska, i bréfum frá islandi 1772-73. Nú sést hvernig ástatt er i landinu. Jarðir eru taldar 4058 og af þeim eiga bænd- ur, það er að segja auðmenn, sem eru enn nokkrir við liði, og bænd- ur 1847, ekki helminginn af jarð- eignum i landinu, sem nú teljast stórum færri, en verið hefur i fyrri tið. Nú skiptast jarðeignirn- ar milli 9aðila, og er efstur á skrá konungurinn, með 718 jarðir. Þá Skáldholtsstóll með 304 jarðir, Hólastóll 345 jarðir, 41 jörð fleiri en Skáldholtsstóll. Kirkjan með 640 jarðir og prestsetur um 140, uppgjafaprestar eiga að nota 45 jarðir. Fátækra eign er 16 jarðir, þar af 5 i Múlaþingi. Konungur á jarðir um allt land, en miklu mest er það i þeim sýsl- um, þar sem klaustrin voru, þótt i hlutfalli fari Gullbringusýsla verst út úr þvi, enda, af 126 jörð- um. á konungurinn 90, en þar var lika Viðeyjarklaustur og svo kon- ungsgarðurinn i Bessastöðum. Þar eru aðeins 11 jarðir bænda- eign. Skaftafellssýsla fer næst verst út úr þessari skýrslu. Þar eru 183 jarðir en konungur á 102. Þar voru lika tvö klaustur. i Snæ- fellsnesssýslu á konungurinn 88 jarðiraf 199. Þar varlika það rika Helgafellsklaustur. i Húnavatns- sýslu á konungurinn 85 jarðir af 329, þar var Þingeyraklaustur. i Eyjafirði og kóngur 82 jarðir af 323 og i Múlaþingi, þar sem var aðeins 1 klaustur, á konungur 45 jarðir af 357. Flestar jarðir eru i Skagaljarðarsýslu 366, 9 fleiri en Miilaþingi öllu. Svo kom Skál- holtsstóll. Ekki á hann jarðir i öll- um sýslum og ekki nema 1 i Hóla- biskupsdæmi. En i Arnessýslu á hann 202 jarðir af 347 og þar eru bændajarðir 91. Flestar eru jarðir i bændaeign i Borgarfjarðar- sýslu, enda fylgir henni Mýra- sýsla, 216, en næst i Múlaþingi öllu 187, en bezt er hlutfallið i Dalasýslu. Þar eiga bændur 149 jarðir af 180. Hólastóll á ekki jarðir nema i sinu biskupsdæmi ogallriflegar i Skagafirði eða 196, og þar eiga bændur ekki nema 104 jarðir. Kirkjujarðirnar eru dreifðar um allt land sem eðlilegt er, en flestar eru þær i Múlaþingi 81, og næst i Borgarfirði 67, 64 i isafjarðar- og Rangárvallasýsl- um. Náttiirlega er hér ekki bændatal, heldur jarðatal, og vit- anlega eru bændur fleiri en byggðar jarðir, þvi viða er tvibýli og til er f'jölskyIdu-i'jölbýli á bæj- um, og hjáleigur eru eflaust ekki taldar sér, heldur með höfuðból- inu', svo á báða grein er hér betra i efni, bændur fleiri og jarðir i rauninni fleiri eða ábýli bænda, en þrátt fyrir það hefur stórhrak- að byggð og bændalýð frá þvi um 1100. Kftir 8 ár kom svo manntalið 1703, og ef nii væru bæir jafn- margir og 1695, 4058, en þjóðin eins og áður sagði 50444 menn, þá koma 12,4 menn á hvern bæ i landinu. i þessu fæst samanburð- ur og 1096, er bændur voru 4560, og ef þá hefðu verið 12,4 menn a hverjum bæ, væri þjóðin 53944 menn En samanburðurinn nær skammt. Hér eru jafnt taldar jarðir, hvort sem bóndinn er sár- látækur eða rikur, en 1096 eru að- eins taldir vel efnum búnir menn, og fólk miklu fleira á bæjum 1096. Það er enginn vafi á þvi, eftir þessum annars marklitla saman- burði, má álykta.að fólk i landinu sé helmingi l'leira 1096 en 1695, en hinu er svo að triia, að fólkið er 1096 ekki l'leira en um 930-50, og sést þá hvernig málið horfir við landnámu-fræðum. A ha'la manntalsins kom svo jarðabók Arna og Páls á árinu 1704-1713. llefði bókin geymzt öll væri hér um stór-merkilegt þ.jóð- hagsfræðirit að gjöra, og það verður ekki af þvi skafið, að það er hið þýðingarmesta rit i þvi efni, þrátt fyrir þá vötnun, sem fyrr gat, allt Múlaþing og meira. Jarðabókin ber þvi fyrst og íremst vitni, hvað hér cru gáfaðir menn á ferð, að gera þessu verk- efni skil, sem hér var talið rétt að vinna. Hinn visindalegi rammi, sem gjörð verksins er fellt i, gerir það heilsteypt og triiverðugt, þrátt fyrir það að hér fer kannski of mikið úr höndunum fyrir það, að ekki er skeytt um nóga ná- kvæmni. Ilér áttu bændurnir sjálfir að sýna manndóm, lýsa jörðum sinum rétt og með innsýn- um skilningi á gildi þeirra fyrir lifið i landinu, og láta trii og tryggð koma i ljós af lifi i ein- stæðu landi. Hcr f'ór á aðra leið. Varla cr jörðum lýst án þess að Framhald bls. 48 Kessastaðir — höfuftsetur konungsvaldsins og raunverulegur höfuðstaftur landsins eftir siðaskipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.