Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 38

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 38
38 TÍMINN JOLABLAÐ 1972 regluþjónum i staupinu á sjálfri lögreglustöðinni? Nei, það getur þúbölvað þéruppá. Þetta verður met hjá okkur, og þetta getur komið sér vel seinna i lifinu. Friðþjófur féllst á þessa uppástungu, og ég stakk flöskunni i vasann. Nokkrum minútum seinna gengum við inn i þau salarkynni, sem nokkrum sinnum áður höfðu hýst okkur sem þrjóta og þorpara, sem ákærðir voru fyrir að raska næturfriði heiðarlegra borgara og brjóta i bág við lögreglusam- þykktir bæjarins. Lögregluþjónarnir gláptu á okkur galopnum augum. Ég ræskti mig. Svo tók ég til máls og hélt dálitinn ræðustúf um helgi og tilgang jólahátiðarinnar. Ég sagði^að á slikum degi ættum við að gleyma allri misklíð og óánægju. Að visu væri það satt, að stúdentarnir væru ekki um- vafðir neinni gloriu i augum rétt- visinnar, vegna, fáeinna smá- vægilegra óhappaatvika, og stundum — þvi miður — væri þetta álit gagnkvæmt. Kn nú væri það heilög skylda kristinna manna og láta allar erjur falla niður, og sá væri göfugastur, sem fyrst rétti höndina - eða öllu heldur ílöskuna - fram til sátta. Við hefðum hugsað mikið um það, hvaða tilfinningar hiytuað bærast i brjósti þeirra lögregluþjóna^sem neyddust til þess að vera á verði hina heilögu jólanótt, þegar enginn gerir mús mein i bænum og það getur talizt algerlega óþarft að halda vörð á stöðinni, þvi að andi kærleikans og friðar- ins svifur yfir engjunum, alveg eins og stjárnan yfir íjárhúsinu fyrir nærri tvö þúsund árum siðan. Nú skyldum við tæma bikar kærleikans, friðarins og sáttanna af hinu ágæta Ulanders- púnsi, og lát það vera innsigli þess friðar, sem báðir striðs- aðilar hel'ðu svo lengi þráð. Þetta snerti ekki aðeins okkur eina: við kæmum i nafni allra stúdentanna, alls Háskólans, allt frá rektor að dyraverði, Við kæm- um i raun og veru i nafni alls þess hluta af sænsku þjóðarinnar, sem i framtiðinni ætti áð gegna öllum hinum mikilsverðu embættum, allt frá forsætisráðherranum niður i — — ja, hvað á ég að segja? — t einu orði: Skál og þökk fyrir allt, sem liðið er. Guð gef'i, að við eigum el'tir að lil'a margar jólanætur sem þessa. Kg rétti flöskuna að yfirlög- regluþjóninum — og sjá — hann greip hana. Kn þarna var aðeins eitt glas, það sem stóð á borði lögreglul'ulltrúans, og það þorði enginn maður að snerta. H^nn gat komið á hverri stundu i eftir- litsi'erð. Svo drukkum við bara fjóriraf sama stútnum, og engill jólanna lagði blessum sina yfir alla athöfnina. Þetta var dásam- legt. Okkur var innanbrjósts eins og trúboðum, sem hefur orðið verulega vel ágengt i heiðnu landi. En klirrrrrrrrrrr. Siminn. Lög- regluþjónn þaut af simanum. — Afsakið herrar minir, en það er simað, að það liggi fullur maður á götunni hjá járnbrautar- stöðinni. Við verðum að sækja hann. — Já. ég veit hver það er, sagði ég drjúgur. - Það er hann Yxlöv gamli. Það er engin þörf á að bæði yfirvöldin fari að sækja hann. Annar er meira en nóg, ég fer með Við getum svo sopið dreggjarnar á eftir. Dauðans vandræði að verða að skilja svona fljótt. Mér er það enn þann dag i dag óskiljanlegt, að þessi jóla- stemming skyldi gripa lögreglu- þjónana svo föstum tökum, að þeir féllust á þessa uppástungi. Friðþjófur sat kyrr, en ég hljóp út með lögregluþjóninum. Það var nistings kuldi, og við hlupum niður eftir Vaksalgötunni og inn i garð járnbrautarstöðvarinnar. Eftir nokkra snúninga fundum við manninn. Jú auðvitað var það Yxlöv gamli. Heimferðin til lögreglustöðvar- innar var ekki sérlega tignarleg. Við bárum gamla manninn á gullstóli, og hann hengdi höfuðið sofandi og skar hrúta i sifellu. Þó komumst við leiðar okkar, án þess að nokkrir nátthrafnar heftu för okkar. Ég trúði lögreglu- þjóninum fyrir syndum minum, sem sé þvi, að sá gamli hefði fengið sprúttið hjá okkur — Ojá, ojæja, það er nú reyndar ekki svo alvarlegt svona á sjálfa : ¥, - jólanóttina, sagði hann — Við getum skotið honum inn og látið hann sol'a þetta úr sér, og svo getur hann rambað heim á morgun. - Heldurðu að hann sleppi svo við sektir? - Já, það verður þá varla meira en svona fimmkall, en annars þarf það liklega ekki að verða neitt. Við getum látið hann sleppa. Þið félagar hafið nú verið svo höfðinglegir og skemmtilegir i kvöld, að maður gæti nú, svona vegna ykkar---------já, það kem- ur held ég enginn eftirlitsmaður á stöðina i kvöld. Það er allt svo rólegt á svona kvöldum. Við settum nú Yxlöv gamla i steininn. Hann sval' eins og dauð- ur poki, sem bundið er rammlega fyrir opið á með spotta. Svo settumst við allir aftur að drykkju, en það var haria litið el'tir, þvi að Friðþjófur hafði skálað ósleitilega við sinn lög- regluþjón, meðan við voru úti. En við l'engum að heyra margar og skemmtilegar sögur um nætur- lifið i Uppsölum. Við skáluðum og drukkum dús. Við reyndum jafn- vel að syngja svolitið, en þá datt einhverjum i hug, að það ætti ekki vel við að syngja i varðstofunni. En Friðþjófur skeytti þvi engu og söng sem áður og losaði sig við alla þá fyndni, sem lá honum á hjarta. Ég hefði gaman af að vita, hvort lögregluþjónar á verði hel'ðu nokkurn tima lifað skemmtilegri jólanótt. Og þegar við l'órum frá þeim, eftir að hafa sogið siðasta dropann úr flöskunni, þrýstum við ínnilega hendur hinna fyrri fjandmanna okkar, og óskuðum þess, að þeir yrðu brátt leystir af verði, svo að þeir gætu hclgað sig heimilislifi sinu, konum og börnum. Þetta er eina jólanóttin, sem ég hef lifað utan heimilis mins. Hamingjan var mér hliðholl i það sinn sem ætið endranær, og ég óska öllum þeim, sem lesa þessa æskuminningu — þ.e.a.s. til enda - hinnar sömu hamingju. f&*& — Sjáðu pabbi, hvað ég gerði á barnaheimilinu. Ég ætlaað gefa mömmu það i jólagjöf. &fss&&sn&sá&s^^ .V JOL * 8 8 X Krap, og konur og menn ganga eftir hvissandi strætum eins og fólk á leið i strið, ganga búð úr búð og biðja um eitthvað fallegt. Þreyttur sezt ég á bekk, vonlaus um gleðileg jól, og stari i augu fólksins, haldin kristilegu æði, vonlaus um gleðileg jól. Unz litil stúlka kom til min, og tók i hönd mina og leiddi mig að litlum glugga á niðurgrafinni ibúð, benti og spurði: Finnst þér kertið mitt ekki fint? Kjartan Jónasson. öí í :&&•£&%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.