Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 45

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 45
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 45 hafin i landinu og þó allmargir orðnir sólgnir i tóbak. Tóbaks- verzlun var gróðavegur. og það fór ekki fram hjá sýslumanni. Hollenzkar duggur voru á sveimi við landið og var ekki grunlaust um. að Hollendingar stunduðu talsvert verzlun. þótt ólöglegt væri, og voru þess dæmi. liklega ekki allfá,að islendingar réðust á skip með þeim og hefðu meðal- göngu um verzlunina. Einn slikra manna var Torfi Hákonarson, frændi Jóns Vigfússonar. Nú var það er sýslumaður var nýsloppinn frá galdramálinu, að dugga sú hin hollenzka, sem Torfi Hákonarson var á, kofn i Krossvik á Akranesi. Lét Torfi flytja þar á land tóbaksrullur nokkrar. er hver vóg riflega hálfa vætt, og senda heim að Leirá. En svo slysalega tókst til, að sendi- menn Bessastaðafógeta fengu gripið Torfa á meðan hann beið eftir tóbaksverðinu frá sýslu- manni. Var hann siðan færður til alþingis, þar sem hann varð að bera vitni um viðskipin við frænda sinn. Sýslumaður þóttist auðvitað saklaus með öllu og lézt hafa verið að gera tóbakið upp- tækt i kóngsins nafni. En nú dugðu honum engar undan- færslur, og var hann sviptur em- bætti með dómi árið 1672. Af Torfa er aftur á móti það að segja, að hann komst slyppur til Hollands, „gerist Kalvinisti og dó seinast af brennivini", segir Espólin. Það voru ófögur afdrif. En Jón Vigfússon kunni betur að snúa snældu sinni. Hann brá sér til Danmerkur þegar voraði, og kom brátt heim aftur með meistaranafnbót og þá fyrir- skipun Kristjáns konungs fimmta, að Brynjólfur biskup Sveinsson skyldi vigja hann varabiskup á Hólum. Liklega hefur Skálholtsbiskupi verið all- nauðugt að vigja þetta biskups- efni, og er það haft til sanninda- merkis, að ritningargreinin, sem hann hafði að ræðutexta, var þessi: ,,Hver, sem ekki kemur inn i sauðahúsið gegnum dyrnar, sá er þjófur og morðingi". Þetta var fyrsta biskupsvigsla hér á landi og i fyrsta skipti, að sýslumaður settist á biskupsstól. Enn alllengi varð Jón Vigfússon að una við búskap á Leirá og biða svo tignar sinnar, þvi að Gisli biskup Þorláksson á Hólum dó ekki fyrr en 1684. En þeim mun sögulegri varð ævi hans, er hann komst loks á biskups- stólinn. Voru brátt hafin gegn honum mikil málaferli, og var hann enn sem fyrr borinn göldrum og tóbaksokri, ásamt mörgu öðru engu betra, og frá þeim málaferlum dó hann. Nokkrum áratugum eftir dauða Jóns biskups Vigfússonar, kom að Leirá annar stórhöfðingi, frændi biskups og engur fyrirlátssamari né betur þokkaður. Það var Oddur lögmaður Sigurðsson — mesti ribbaldinn i hinum hroða- legu deilum, sem einkenndu landstjórn alla tvo fyrstu áratugi átjándu aldar, samtiðarmaður Jóns Hreggviðssonar, þótt nokkru yngri væri. Þeir Gisli lögmaður Hákonarson og Oddur biskup Einarson voru báðir langafar Odds Sigurðssonar. Margar sögur og hroðalega eru af Oddi lögm. og má þar minnast áfloganna við Jón biskup Vidalin, er hann gisti á Narfeyri á Skógar- strönd á visitasiu, og korðahöggs- ins á ÖX"árþingi, er lögmaður risti sundur kinnina á séra Þorleifi Arasyni á Breiðabólstað frá eyra og fram i munnvik. Þó tók fyrst i hnúkana, er farið var að fækka við Odd embættum og lénum og darraðardans þeirra Jóhanns Gottrups frá Þingeyrum hófst á Snæfellsnnesi upp úr 1721. Þá gerist róstugt á Rifi eins og forðum tið, og korðar valds- mannanna lausir i sliðrum. Upp úr þessu var Oddur sviptur öllum metorðum og dæmdur hafa fyrirgert heiðri sinu og eignum. Eftir harða mótspyrnu fangaði Jóhann Gottrup hann loks i Rifi, fletti hann klæðum og færði i þá lafra, er hann fann versta, og flutti brott. Þar með var lokið veldi hans. Löngu siðar fékk Oddur þó upp- reisn, og upp úr þvi fluttist hann að Leirá og settist þar að búi em- bættislaus. Þá var hann kominn nokkuð yfir fimmtugt. En þótt hann mætti sin ekki framar mikils. virðist hann hafa verið allófyrirleitinn sem áður og drukkið fast eins og hann hafði löngum gert. Kvöld eitt i ágúst- mánuði árið 1742 gekk hann til rekkju mjög drukkinn, en heill að öðru, að menn bezt vissu. Að morgni lá hann dauður i hvilu sinni. ..Andaðist hann við litinn veg og virðingu,en æru af konungs náð". segir Espólin. En sá kvittur kom upp eftir dauða hans. að einn sveina þeirra, sem hann jafnan hafði sér til fulltingis og margir voru litt þokkaðir ævintýramenn, hefði kyrkt hann i rúminu. Visast er, að það haí'i þó verið uppspuni einn. En alþýðu manna mun hafa þótt það hæfi- legur dauðdagi þessu otstopa- menni. sem um langt skeið átti einna mest undir sér allra fslend- inga. Fáum árum eftir dauða Odds Sigurðssonar fluttist að Leirá enn einn stórhöfðinginn af kyni Gisla lögmanns Hákonarsonar. Það var Magnús Gislason, er þá gegndi lögmannsembætti, sonarsonur Bauka-Jóns. Þetta gerðist árið 1745. Fram að þvi hafði um langt skeið farið ærið misjöfnum sögum af Leirárbændum, og er okkur þó sjálfsagt fæst kunnugt af þvi, er þaðan hefur spurzt. En nú var aftur kominn þangað maður, sem jafnan mun verða talinn i röð hinna ágætustu manna landsins, enda hefst nú mesta frægðarskeið Leirár. Um miðja átjándu öld gerðust merkileg tiðindi. i landi, þar sem sifellt hafði sigið á ógæfuhlið i tvö hundruð ár samfleytt, mergsognu af utlendum valdsmönnum og þrúguðu af erlendum einokunar- kaupmönnum, risu alltieinuupp menn, sem dreymdi svo stórkost- lega drauma um framtiðina, að varla hefur önnur kynslóð i landinu átt öllu hugumstærri menn. Magnús Gislason var einn þeirra. Svo giftusamlega tókst til, að einmitt þeir, sem áræðnastir voru i þessum hópi, hófust til valda i landinu. Skúli Magnússon varð landfógeti árið 1749 og Magnús Gislason var settur amtmaður árið 1752 og hlaut konungsveit- ingu fyrir þvi embætti 1757. Þessi embætti höfðu ekki islenzkir menn fyrr skipað. Ráðagerðir þeirra voru ekki neitt smásmiði. Það átti að reisa verksmiðjur og kenna lands- mönnum margvislegar hand- iðnir, koma á nýjum búskapar- háttum, taka upp nýjar aðferðir við fiskveiðar, hefja akuryrkju og klæða landið skógi, i stuttu máli sagt: islands átti að risa sem fuglinn Fönix úr öskunni, ungt og endurborið. Sitthvað af þessu tagi hafði að sönnu hvarflað að mönnum áður, en nú var það i skipulagt kerfi fært. En sá var þó mestur munurinn, að nú var hafizt handa. Það var á öðru ári Magnúsar á Leirá, að þeir Skúli Magnússon beittu sér -fyrir samtökum á alþingi til þess að byrja á einum þættinum, ullariðnaðinum. Og það var einmitt á Leirá, sem þessi mikla tilraun til stórfeng- legrar endurreisnar hófst. Árið 1750 kom Magnús Gislason upp vefstofu og klæðagerð og fékk þýzkan mann til þess að standa fyrir þessari nýjung. Það er merkilegur atburður i sögu landsins — hin fyrsta tilraun, sem nokkuð kveður að siðan á dögum Visa-Gisla og Páls i Selárdal, til þess að reyna nýjar leiðir i atvinnuháttum. Hin næstu misseri kom svo Skúli með duggurnar, og akuryrkju- mennina, sem áttu að kenna islenzkum bændum hið nýja búskaparlag, og efnivið og tæki i innréttingarnar i Reykjavik. Það er svo önnur saga, hvernig til tókst um þessi stórfenglegu nýmæli, og verður hún ekki rakin hér. Þetta var á þeim timum, er Hjaltastaðarfjandinn skrafaði við presta og sýslumenn á Austur- landi og Kálfagerðisbræður voru lagðir undir öxina. Þjóðin var litt búin til sliks heljarstökks, sem henni var ætlað, hörð andstaða af hálfu þeirra, sem töldu sér það til óþurftar, að islendingar risu á hnén, mistök ýms i framkvæmd og þar á ofan i aðsigi ein hin mestu harðindi i landssögunni. En það hefur verið gaman að vera á Leirá á þeim árum, er þeir Magnús og Skúli voru að hefjast handa um nýmælin. Auk vefstofunnar, sem Magn- ús kom upp, lét hann hefja þar matjurtarækt, sem þá var algert nýmæli og reyndar Þessi invnd er frá miðbiki átjándu aldár og talin eiga að sý'na l.eirá — húsakynni þar sjásleigi aðcins veglegar byggingar, lieldur inargt fólk i merkilegum biininguni — hi og gestii' þeirra <>g karlar og konur við daglega vinnu. kannski ekki nema miðl- ungi vel þokkað af hjúun- um, sem töldu sig yfir það hafin að éta gras. Þegar Hastfer, hrútabaróninn, hafði komið upp sauðfjárbúi á Elliðavatni, gerist Magnús mikill hvatamaður þess, að bændur fengju sér þaðan kyn- bótahrúta til þess að bæta ullar- lagið. Sjálfur hafði hann auðvitað riðið á vaðið og l'engið sér ullar- góða enska hrúta, og þegar kyn- blendingarnir voru komnir á þann aldur, að til þess kom að rýja þá, stefndi hann lil sín að Leirá tveim sýslumönnum, er .. og hætti fólks. Þar höföingjar staðarins vera skyldu vitni að rúningunni. Vorið 1761 reið hann austur Leggjabrjót með reyfin i varnaði sinum, og sýndi þau þingheimi öllum á Þingvöllum, ásamt glöggum reikningum, er sönnuðu, hve miklu meiri og verðmætari Framhald bls. 48 í þessari nýju fullkomnu, hljóðlátu Kenwood uppþvottavél eru hringfara armar, sem úða vatninu á allan uppþvottinn. Innbyggður hitari. Einfaldir stjórnrofar. Þrjú þvottakerfi. Öryggis- læsing á hurðinni. Stærð: Hæð (á hjólum) 85 cm, breidd 54 cm, dýpt 58 cm og hún tekur fullkominn borðbúnað fyrir 8 manns. — Greiðsluskilmálar. Ódýrasta uppþvottavélin á markaðnum. Verð kr. 31.500.00. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. HEKLA hf. .. Laugavegi 170—172 — Slmi 21240.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.