Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 57

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 57
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 57 Farskrárdeild — Fjarskiptadeild Deildarstjóri: Islaug Aðal- steinsdóttir. Starfsmenn deildar- innar i Reykjavik eru um 25 yfir vetrartimann, en allt upp i 4C manns yfir annamánuðina. Deildin veitir 24 stunda þjónustu á sólarhring, allt árið, og flest öl! störf eru unnin á einhvers konar vöktum. Farskrárdeildin skiptist niður i einingar, sem eru: Farskrár- stjórn, — Umsjón hópferðapant- ana, —Sala sæta, farskraning og upplýsingar i sima, — Skránirig og umsjón á pöiitunum i innan- landsferðir og hótelpantanir innanlands, — Fragtskráning, — Fjarskipti, — Tölvudeild (Data Section). Hætt er aö handskrifc kortin. Tölvan hefur verii tekin i notkun — Undirstaða þessa eru fjar- skiptin til útlanda og samb. við viðskiptavinina gegnum sima innanlands. Á siðastliðnum 5 árum hafa Loftleiðir gert miklar breytingar bæði á farskra og f jar- skiptakerfi sinu til þess að veita viðskiptavinum sinum sem bezta og öruggasta þjónustu. Helztu breytingar eru þær, að árið 1968 var farskrárkerfið sett inn á tölvukort og byrjað að nota tölvu eða rafreikni (af gerðinni IBM 360/20) til þess að aðstoða við stjórn á farskránni. Afleiðing þessa var sú, að hætt var að hand- skrifa kortin, um 600.000 á ári, og i staðinn eru þau götuð i vél. Raf- reiknirinn aðstoðar síðan við að raða farþegum eftir stafrófsröð inn i það flug, er hann hefur bókað, framkvæmir alls konar talningar og skrair farþegalista, sem siðan eru sendir til við- komandi brottfararstöðva. — Til þess að fá pantanir inn til Reykjavikur i farskrármiðstöð- ina, hafa Loftleiðir tekið á leigu fjarskiptarás, 50 baud — 66 orð á mimítu, til Lundúna. Þessi lina er nú (siðan i marz 1972) tengd i tölvu hjá SITA (Societé Internat- ionale de Télécommunications Aeronautiques), sem dreifir skeytum frá Reykjavik til sólu- skrifstofa Loftleiða á megin- landinu og til Austurlanda. Skeytum frá þessum stöðvum til Reykjavikur er beint eftir ákveðnum SITA-rásum i tölvu i Lundúnum, sem siðan sendir þau á Loftleiða-rásina til Islands. SITA er hlutafélag með höfuðstöðvar i Paris, sem stofnað var af flugfélögum um allan heim til að annast sameiginleg fjar- skipti þeirra. Hafa Loftleiðir verið hluthafar i þvi siðan 1964, Auk rásarinnar til Lundúna hafa Loftleiðir einnig tekið á leigu hjá Landsima Islands einkarás, hálfan hraða — 33 orð á minútu, til Bandarikjanna. Þessi rás var til skamms tima tengd beint við tæki i skrifstofu Loftleiða i New York, sem siðan dreifði skeyt- unum til stöðva Loftleiða og ann- arra flugfélaga. Frá þvi i april 1972 hefur þessij-ás verið tengd við tölvu CDCÍControl Data Corp- oration) i Atlanta, sem nú tekur að sér að dreifa skeytum Loft- leiða innan Bandarikjanna og einnig að safna saman skeytum þaðan og senda þau á LL-rásina til Islands. CDC er fyrirtæki, sem leigir flugfélögum aðgang að tölvukerfi fyrir ákveðið gjald pr. fluttan farþega. LL hafa einnig gert samning við CDC fyrir farskrár- kerfi, svokallað Solarkerfi, fyrir New York deildina. Frá 6. nóvember 1972 hefur farskrár- deild LL i New York verið i sam- bandi við Solarkerfið i Atlanta og getur með aðstoð sjónvarpstækis gefið upplýsingar, án tafar, um áætlun LL, fáanleg sæti og fleira og fleira, og um leið stimplað inn pantanir i ákveðin flug og gefið allar upplýsingar, sem LL þurfa að geyma um hvern einstakan farþega. Tölvan raðar svo far- þeganum inn i þao flug, sem hann Farmdeild — Störf okkar hér á skrifstofu Farmdeildar eru aðallega i þvi fólgin að reyna að vekja áhuga bæði inn- og útflytjenda á þvi að i'lytja vörur sinar flugleiðis, en það getur i mörgum tilvikum verið hagkvæmara en með Kkipum. Siðan sjáum við um ýmsa þjónustu i sambandi við jpær sendingar, sem eru að koma. Við þurfum að ganga frá þvi, að isendingarnar seu fluttar til eða írá okkar flughöfnum með vóru- bifreiðum eða lestum, eftir þvi sem beðið er um. Veita þarf uppl- ýsingar um, hvenær sendingarn- ar fari af stað, hvar þær eru á vegi staddar og annað slikt. Þegar varan er svo komin til landsins, þá tekur fragtdeild okkar i Keflavik við, sér um að koma vörunni i skemmu og siðan að flytja hana með vörubilum i fragtdeild okkar hér i Sölvhóls- gqtu, sem annast afhendingu á vörunni til móttakenda, þegar gengið hefur verið fra greiðslum i tolli og banka. Þannig gengur þetta fyrir sig i stórum dráttum. Starfsmanna- fjöldi deildarinnar er milli 40 og 50 og er þar átt við heildarfjöld- ann heima og erlendis. Luxemburg mjög vel staðsett vegna vörusendinga frá Evrópu — Erlendis gengur þetta alveg á sama máta fyrir sig. Við erum með sölumenn, sem heimsækja fyrirtæki og fragtmiðlara, bæði vestanhafs og i Evrópu, til þess að reyna að ná i sem mest af vörum i það rými, er við höfum i vélum okkar. Þeir vinna siðan alveg á sama hátt og við hér heima, fylgjast með send- ingunum og tilkynna viðkomandi móttakanda um vöru, sem er að koma inn til þeirra og sjá um afhendingu hennar, eftir að hún hefur farið i gegnum toll. Luxemburg liggur svo að segja i miðri Evrópu, þannig að mjög handhægt er að flytja vörur, sem éiga að koma hingað til Islands, með bilum eða lestum hvaðanæva að úr Evrópu til Luxemburgar til þess að geta náð vélum okkar þar og notið hagstæðra gjalda, sem við bjóðum. Það koma þannig vörur frá Spáni, Italiu, Austur- riki, Frakklandi og Þýzkalandi, og svo mætti lengi telja. — Við erum með skrásett sér- farmgjöld fyrir ýmsa vöru- og þyngdarflokka frá Luxemburg til Islands, sem ef til vill eru ekki til skrásettir i stærri borgum annars staðar i Evrópu. Þannig getur verðmismunurinn orðið mikill, ef hægt er að koma vórunni til islaug /Vftalsteinsdóttir — Karskrárdeild — Kjarskiptadeild. hefur pantað, og geymir svo þessar upplýsingar, unz far- þeginn hefur ferðazt. Hún sér einnig um stjórn á hverju flugi, þ.e. hve marga farþega má skrá i hvert flug, þar til þvi verður að loka. Og það, sem ef til vill er aðalkosturinn við slikt kerfi er, að um leið og afpóntun berst, er sætið laust til sólu strax, þar sem aftur á móti i handunnukerfi liður oft langur timi, frá þvi að far- þeginn afpantar, unz sætið er boðið til sölu á ný. Með Loftleiða-rásinni frá Reykjavik til Atlanta hefur far- skrárdeildin i Reykjavik einnig beinan aðgang að Solarkerfinu, og i staðinn fyrir sjónvarps- skerminn koma skeytin inn á fjarritara i Reykjavik. — Til þess að taka á móti pönt- unum frá New York — og Evrópu — stöðvum hafa LL i Reykjavik tekið i notkun „Mini Computer („Smátölvu") frá Burroughs, sem les upplýsingarnar frá gata- strimlinum úr fjarritaranum inn á kort. Þetta þýðir, að manns- höndin kemur sáralitið nálægt þessum pöntunum, nema þá til að lagfæra og breyta, ef með þarf. Þetta kerfi er auðvitað nýtt af nálinni, en ef allt gengur vel, verðum við komin yfir mestu örðugleikana við samræminguna i janúar/febrúar 1973. — Farskráin er mikilvægur liður i þjónustunni við farþegann og þess vegna er lögð rik áherzla á þennan þátt starfseminnar. Hins vegar er þetta mjög tima- frek starfsemi og útheimtir mikia pappirsvinnu og starfsfólk. I henni má aldrei verða stöðnun. Það þarf stöðugt að fylgjast me<) og finna leiðir til að einfalda og lullkomna kerfið, og þar hafa tölvurnar komið til sögunnar og tekið að sér að einfalda og hraða úrvinnslunni. 1 farskrárstjórnuninni (Res ervation Control) skiptir hraðinn megin máli, og til þess að ná sem beztri sætanýtingu þarf að tryggja það, að raðað sé rétt i ferðirnar og pantanir og afpant- anir séu viðstöðulaust skráðar, þannig að ÍJugið sé alltaf sem réttast. Ariðandi er, að laus sæti séu boðin til sölu án tafar, því að þau sæti, sem fara ónotuð eða . laus, verða aldrei boðin til sölu aftur, og verða félaginu að eilifu glötuð. Deildarstjóri: FRIÐRIK THEÓDÓRSSON Starfsmannafjöldi: 40- 50 Luxemburgar og senda hana með vélum okkar þaðan. — Fragtmagnið, sem Loftleiðir fluttu árið 1971 var 2.600 tonn, og hefur það fimmfaldast slðan 1968, en þá var það nim 500 tonn. Hér á ég við það magn, sem flutt hefur verið á öllum flugleiðum Loft- leiða. Til þess að ekki komi upp mis- skilningur, er vert að minna á, að vöruflutningafyrirtækið Cargolux, sem Loftleiðir eiga að einum þriðja, starfar algjörlega sem sjálfstætt fyrirtæki, og það sem hér hefur verið sagt snertir það ekki. Loftleiðir vinna hins vegar geysimikið i samvinnu við þá isambandi við áframhaldandi flutninga. Vöruflutningar íars fram meö farþegaflugini — Loftleiðir íljúga ekki sér- staklega með fragt, heldur er hún flutt samhliða farþegafluginu. Kriðrik Theodórsson — Karmdeild. Geymsluplássinu fyrir fragt i vélum okkar er þannig varið, að DC-8-63- vélarnar laka i lestum sinum, þ.e. farangursgeymslum. milli 3 og 5 tonn, miðað við fulla vél af farþegum. En einnig kemur annað til greina i þessu sambandi, svo sem aðstæður é flugvöllum, hitastig, og annaí slikt. Að vetrinum höfum við fasl rými i þessum vélum fyrir um ¦; til 9 tonn. Hins vegar er DC-8-5E vélin útbúin þannig, að i henni ert vörupallar eða „pallettur", eins og það er kallað, svo að hún hefui miklu meira fragtrými, þ.e.a.s 12-14 tonn, og auk þess stærri hleðsludyr. Þetta hefur mikið að segja, þvi að i mórgum tilfellum getum við ekki tekið vöruna stærðarinnar vegna, þótt við gæt- um tekið hana vegna þungans. — A árinu 1971 fluttum við alls um 800tonn fyrir islenzka aðila til og frá útlöndum. Það ár var hlut- fallið i heildarflutningunum þannig að 65% af vöruflutningum voru milli Luxemburgar og Bandarikjanna, um 30% til og frá Islandi. og afgangurinn eða um 5% milli Bandarikjanna, Bret- lands og Skandinaviu. Hlutfall þetta er hins vegar mjög að breytast, eftir að við létum breyta DC-8-55 vélinni. Munu fragtflutn- ingar okkar einkum aukast á þeirri leið, þar sem við höfum minnst stundað þá, vegna ónógs rýmis. Franskir ostar og tölur frá Hollandi — Hingað til lands flytjum við mest af rafmagnsvörum, véla- hlutum, fatnaðarvörum og hljóm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.