Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 59

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 59
JoLABLAÐ 1972 TÍMINN 59 Skipulagsdeild Starfsmanncrfjöldi: 2 Deildarstjóri: JÓHANNES EINARSSON — Það sem min deild vinnur aðallega að er fyrst og fremst að gera framtiðaráætlanir um flug- vélakost fyrir Loftleiðir, varðandi kaup á vélum eða leigu, ef þvi er að skipta. Einnig er lilutverk deildarinnar að annast sölu á eldri flugvélum félagsins svo og að annast áætlanir um byggingar og tæki. Þetta er almenns eðlis um starfsvið deildarinnar. Varðandi framtiðaráællanir þá er stærsti þátturinn áætlanir um það, hvaða flugvélategundir félagið ætti að vera með i fram- tiðinni, og hefur meðal annars verið unnið að þvi undanfarið að bera saman hagkvæmni i rekstri breiðþota eða ,,Jumbo”-véla (Wide body —jet) miðað við þær, sem félagið rekur i dag, og einnig athugað i þvi sambandi, hvaða tegund kæmi helzt til greina að kaupa og hvenær. 1 fimm ára áætlun félagsins, sem nýlega er lokið, er þetta mál m.a. kannað. Geta má þess, að til greiðþota teljast Boein 747, DC 10 og Lockhead 10-11. Að minu áliti þyrfti félagið að taka i notkun breiðþotur á árinu 1974 og ekki seinna en 1975, og Boeing 747 kæmi þá helzt til greina. Ég tel einnig, að félagið muni leggja meiri áherzlu á vöruflutninga en verið hefur, vegna þess að hinar nýrri og stærri flugvélar hafa svo mikla möguleika á þvi að flytja vörur, og ég tel Loftleiðir hafa mikla möguleika á þvi að auka vöru- flutninga sina, og þá sérstaklega i Jóhannes Kinarsson — Skipulagsdeild. sambandi við samvinnu við Cargolux. Cargolux og IBA — Flugvélakostur Loft- loiöa h.f. — Eignaskiptingin er i dag þannig, að Loftleiðir eiga 1/3 i Cargolux flugfélaginu,Salenia 1/3 og Luxair 1/3, og helming i fjórum af þeim fimm CL-44 vélum, sem félagið notar, á móti sænska skipafélaginu Salenia. Komið hefur til greina, að við seldum Luxair 1/3 hlut i vélunum, þannig að eignaskiptingin væri jöfn i vélun- um eins og i Cargolux-flugfélag- inu sjálfu. Þetta atriði er i athug- un núna og einnig fimm ára áætl- un fyrir félagið (Cargolux). Tel ég, að það þurfi að auka flugvéla- kost sinn ekki siðar en seinni hluta árs 1973. International Air Bahama <1AB) er eign Loftleiða h.f., en stjórn Bahama hefur verið gert tilboð um þátttöku i þvi félagi. Einnig hefur komið til tals að bjóða Luxair þátttöku. Á vegum 1AB er aðeins ein flugvél, DC-8- 63. Vélakostur Loftleiða er á þann veg, að félagið er með tvær vélar eftir kaup/leigusamningum, DC- 8-63 og DC-8-55. Þar að auki er kaup/leigusamningur um þá vél, er IAB rekur. Yfir sumar- mánuðina, þ.e. frá april til október/nóvember, leigjum við auk þess tvær DC-8-63 vélar, en þær, ásamt þeim vélum sömu tegundar, sem fyrr eru nefndar, eru leigðar hjá Seaboard World Airlines. DC-8-55 vélin er keypt frá National Aircraft Leasing. — Ég, eða deild min, tek þátt i leigusam ningum, og hafði á sinum tima mikið með sölu og leigu á DC-6 vélum okkar að gera. Ég annaðist etnnig söluna á helmingshlut i CL-44 vélunum til Salenia, og tók fyrir hönd Loft- leiða þátt i stoínún Cargolux. Einn þáttur i starfi minu er .og að annast þátttöku Loftleiða i Cargolux, en ég. er i stjórn og framkvæmdaráði þess félags. Svo nánar sé vikið að Cargolux, er óhætt að segja, að félagið hefur vaxið mjög hratt óg hefur getað notað þær vélary sem Loftleiðir þurfa ekki á aö halda. 1 ár þ.e. 1972 veltir Cargolux einum 9 milljónum dollara — Skipulags- breytingar innan félagsins eru ræddar af og til, en engar stórvægilegar breytingar eru i vændum. Þó er i athugun að hefja ílug til Chicago á næsta ári, en um það færðu vafalaust nánari upp- lýsingar hjá viðkomandi deildar- stjóra eða stjórnarmönnum. Fjármáladeild Deildarstjóri: FINNBJÖRN Starfsmannaf jöldi skrifstofu: 170 ÞORVALDSSON — Við erum alltaf bjartsýnir hér á Loftleiðum og eru fjármálin þar engin undantekning. Er óhætt að segja, að fjárhagurinn sé góður, og enda þótt við ráðum ekki yfir miklu fjármagni á alþjóðlegum mælikvarða, þá teljumst við stórt fyrirtæki á Islandi. Fjárhagslegar skuldbindingar eru ekki miklar. Við stöndum i engum sérstökum greiðsluskuld- bindingum þessa stundina, en leigjum hins vegar flugvélar hjá Seaboard World Airlines. Vegna byggingarinnar hérna tókum við 60 milljóna króna innlent lán. Eins og algengt er hjá flug- félögum höfum við tekið rekstrarlán hjá erlendum aðilum, og má kalla þau skamm- timalán, þar sem þau hafa aðeins verið til nokkurra mánaða. Höfum við hingað til ekki sótt um rikisábyrgð á þessum lánum, en nú er i bigerð að taka lán til lengri tima.og mun trúlega verða rikis- ábyrgð á þvi. Veltan — Um veltu Loftleiða á þessu ári erþaðaðsegja,að við höfum ekki séð endanlega fyrir árið, en likur eru fyrir þvi, að hún verði á fjórða milljarð isl. króna (á fjórða þús- und milljóna). Við sjáum ei fram á hagnað i ár, og er það fyrst og fremst vegna lágra fargjalda á árinu, harðra samkeppni og fargjalda- stíðsins. Samkeppnin hefur verið hörð við leiguflugfélögin, sem geta fyllt vélar sinar yfir háanna- timann og utan hans lika, en eru ekki skuldbundinn, eins og áætlunarflugfélögin, sem þurfa að fara ákveðna leið, hvort sem vélin er full eða ekki. Hefur hagur margra flugfélaga mjög þrengzt vegna þessarar samkeppnþen við vonumst til.að fari að rætast úr, þar sem IATA hefur samþykkt hækkun fargjalda frá.15. desem- ber 1972 og væntanlega aftur i april 1973. Það ætti að styrkja okkar stöðu, þannig áð við erum bjartsýnni á framtiðina en ella hefði verið, ef engin breyting hefði orðið á i þessum efnum. Fllefu aðaldeildir — Hjá Loftleiðum h.f.eru starfandi 11 aðaldeildir eftir verksviðum. Þær heýra að sjálf- sögðu undir framkvæmdastjóra og stjórn félagsins og við deildar- stjórarnir hittum stjórnina yfir- leitt að máli hvern vinnudag. Höfuðstöðvar félagsins eru hér i Reykjavik, enda þótt margur út- lendingurinn haldi annað (okkar stærsta söluskrifstofa er i New York, og Bandarikjamenn standa yfirleitt i þeirri meiningu, að allri starfsemi félagsins sé stjórnað þaðan.) Við erum með allmargar eigin skrifstofur erlendis og einnig umb.skrifst., og senda þær mánaðarlega hingað i deildina skýrslur um söluna o.fl. Einnig er skipzt allmikið á heim- sóknum, við förum til þeirra, og þeir koma hingað. Er þá skipzt á skoðunum og leitað ráða á báða bóga, þannig að samstarfið verður býsna náið. Sem deildarstjóri Fjármála- deildar er það hlutverk mitt að hafa, ásamt starfsliði minu, umsjón með fjármálum og lána- og bankaviðskiptum félagsins, fylgjast með fjárhagslegum skuldbindingum og hafa eftirlit með éignum félagsins t.d. fast- eignum og vélakosti. Jafnframt er ég skrifstofustjóri félagsins og er þvi með yfirstjórn skrifstofu- haldsins i minum verkahring. Taka ber fram, að samstarfið við aðrar deildir félagsins er mjög náið. Hér i deildinni þurfum við auk þess að sjá um, að inntar séu af höndum hinar ýmsu greiðslur félagsins, eldsneytisgjöld, tryggingagjöld og launa- greiðslur, svo að eitthvað sé nefnt. Þá er vert að nefna, að deildin sér um að standa skil á greiðslum fyrir farmiða, sem seldir hai'a verið fyrir önnur flug- l'élög i framhaldi af okkar ferð- um. Þessi viðskipti eru oft mikil, og getur sala slikra miða farið yfir milljón dollara á mánuði. Starfsmenn skrifstófunnar eru i dag 170. Hlutur Loftleiða i þjóðarbúinu Launagreiðslur til starfsfólks félagsins er veigamikill þáttur i starfi deildarinnar. Daglegar launagreiðslur til starfsfólksins hér á tslandi nema um einni milljón að meðaltali. Sé litið yfir lengra timabil og athugað m.a. hve mikið raknar af hendi félagsins i rikisbúið gegnum skattgreiðslur, má nefna nokkrar tölur. Þær tölur, sem hér koma á eftir, eiga við timabilið 1965-1971, að báðúm árunum meðtöldum. Á þessu timabili námu kaup- greiðslur til starfsmanna innan- lands."- 1.456.000.000,00 (um milljárður), skattgreiðslur starfsmanna 291,270.000.00 og skattgreiðsla félagsins 283.344.000.00. Sú upphæfy sem Loftleiðir skiluðu á þessu timabili i erlendum gjaldeyri nemur, 3.366.0(1.0.000,00 (á l'jórða milljafð). Þá langar mig enn að nefna, að á þessum sama tima voru þeir ferðamenn, sem komu hingað til lands á vegum Loftleiða 58,1% af heildarferðamanna- fjöldananum. Við Loftleiðamenn teljum, að þýðing félagsins sé mikil, þjói - hagslega séð, og vonun, að svo verði um ókornna framtið. Félagið hefur gjárnan verið borið saman við hlut togaranna, hvað þátttöku i þjóöárbúinu islenzka snertir. Ilvort þetta gildir áfram eftir væntanlega stóraukningu togaraflotans, er ekki að vita, en vonandi verða Loftleiðir þó ofar- lega á blaði um langa framtið, þegar horft verður til þeirra fyrirtækja, sem ílestum veita at- vinnu á tslandi. Firinbjörn Þorvaldsson — Fjármáladeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.