Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 30

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 30
30 TÍMINN JÓLABLAD 1972 Sennilega heíur ekkert land i Evrópu orðið jaínhart úti i aldanna rás og Pólland, að trlandi einu undanteknu. A sama tima og Irar lágu undir járnhæl Englendinga, kúgaðir og öllu rúnir, urðu Pólverjar leiksoppar endalausra styrjalda og land þeirra herfang girugra nagranna æ ol'an i æ. Fasta jörð hal'a menn undir f'æti i sögu Fóllands um svipað leyti og islenzka þjóðrikið var stofnað, og þá var það um skeið voldugt og víðlenL riki.sem náði yíir mikil hrellda og þjakaða þjóð, þraut- kvalin og hálfhungurmorða, er þá tók áný við forræði í landi sinu, hefur ekki einungis'reist allt úr hinum ömurlegustu rústum, auð- vitað með miklum fórnum, heldur einnig umsteypt mannfélaginu á tæpum þrjátiu árum, svo að þar hefur aldrei verið meiri og al- mennari menntun né fullkomnari og ' fjölþættari vinnutækni eða meiri iðnaður en nú. Pólland er ekki aðeins mikið landbúnaðar- land eins og það hefur alltaf verið, heldur byggist land- POLSKA landsvæði, er nú heyra öðrum þjóðum til. Friðurinn var þó valtur, og þótti tæpast saga til næsta bæjar við Eystrasalt á þvi skeiði, og á tóll'tu öld hófst það timabil, er varaði margar aldir, að landið var.bitað sundur hvað eftirannaðeftir styrk og geðþótta þjóðhöfðingja þeirra grannrikja, er mest máttu sin. Þessi langi hörmungatimi entist fram á þessa öld með siendurteknum blóðsúthellingum, ofsóknum og kúgun. Það var fyrst eftir heims- styrjöldina siðari, að Pólland reis úr ösku. Þá var það land, sem féll Pólverjum i skaut,tæplega fjórum sinnum stærra en tsland, og landsmenn riflega tuttugu og sjö milljónir. 1. þessu nýja riki komst hershöfðinginn Jósef Pilsudski brátt til valda og gerðist ein- ræðisherra i landinu. Þegar heimsstyrjöldin siðari dundi yfir, biðu Pólverja enn hinar átakanlegustu hórmungar. Fyrst i stað héldu Þjóðverjar og Sovétmenn sinum helmingi landsins hvor, en þegar herjum nazista þótti timi til þess kominn að hefja sókn sina á þann bóginn, lögðu þeir allt Pólland undir. Þá hófst slik skelfingartið, að sjaldan höfðu Pólverjar orðið að þola annað eins. þótt oft hefði verið að þeim sorfið. Pólland var grannland Þýzkalands, og verður varla annað séð en það hafi verið ætlun nazista að tortima pólsku þjóðinni og gera land þeirra alþýzkt. Pólverjar voru meðal þeirra þjóða, næst Gyðingum, er la'gst voru á bekk settir i kyn- þáttafræðum nazista, og með- ierðin á þeim var i samræmi við það. Mikill l'jöldi Pólverja flúði austur á bóginn undan her- sveitum nazista, en af þeim, sem el'tir urðu, var aragrúi fluttur i nauðungarvinnu i Þýzkalandi. Milljónum manna útrýmdu nazistar, og mikill i'jöldi féll, auk allra þeirra, sem urðu hungri og kröm að bráð. Engin þjóð galt annað eins afhroð i heims- styrjöldinni seinni. Fyrir heimsstyrjöldina voru Pólverjar orðnir riflega þrjátiu og fimm milljónir, en þegar Pólland var endurreist i lok styrjaldarinnar, að visu nokkru minna en það hafði áður verið, þótt með miklum landauka væri vestur á bóginn, voru ibúarnir ekki nema tæpar tuttugu og f jórar milljónir. Meira en tvær miiljónir manna af þýzkum ættum, er voru i landinu i striðs- lok, urðu svo að flytjast til Þýzka- lands, en heim komu aftur nákvæmlega jafnmargir Pól- verjar, sem nazistar höfðu hneppt i þrældóm i Þýzkalandi. En siðan hei'ur fólki fjólgað á ný, svo að senn nálgast það aftur þá tölu, er byggði það Pólland, er var fyrir heimsstyrjöldina. Um helmingur landsmanna er innan við þritugt. Engin ástæða er til að dyljast, að Póllandi hefur af pólitiskum ástæðum ekki verið unnað sann- mælis i Vestur-Evrópu siðan kommúnistar tóku við völdum i Iandinu eftir heimsstyrjöldina siðari og komu þar á þjóðskipu- lagi með sinu sniði. 1 nepju kaida striðsins hefur áreiðanlega margt brenglazt i meðförunum og frá öðru ekki verið hirt að segja. Vitneskja Islendinga um Pólland eg Pólverja er satt að segja af skornum skammti, og auk þess er liklegt, að margar hugmyndir okkar séu miður réttar. Nú eru Pólverjarorðnirallmikil viðskiptaþjóð okkar, og meðal annars fáum við þaðan suma hinna nýju skuttogara, sem við ætlum að láta nýta fiskimið okkar á skynsamlegan hátt, þegar Bretinn hel'ur gefizt upp á þjarki sinu og þráhyggju og snúið sér að öðrum verkefnum en þeim að reyta af okkur fjaðrirnar. Trú- lega eiga viðskipti Pólverja og islendinga meira að segja eftir að aukast til muna, og þess vegna er okkur bæði skylt og nauðsynlegt að auka kynni okkar af þeim og leggja fordóma og ofstæki, sem við kunnum að hafa alið með okkur, til hliðar, þegar mildari vindar eru teknir að blása um. löndin en var um skeið. Við eigum alls engar sakir við Pólverja og höfum aldrei haft neitt saman við þá að sælda nema það, sem vinsamlegt og hag- kvæmt verður að telja, og þeir eiga raunar heimtingu á sambúð okkar og skilningi eins og allar þjóðir, sem ofbeldi og kúgun hafa verið beittar i liðinni tið, jafnvel þótt ekki hafi verið svo hart leikn- ar sem Pólverjar. Með þakklæti má einnig minnast framlags Pól- verja til þess, að nú stefnir i þá átt að setja deilur niður. og von- andi mun það bera meiri og meiri ávöxt, eyða tortryggni og auka íriðsamleg samskipti og sam- starf á komandi árum, nú þegar samningar hafa tekizt um við- kvæm og torleyst deiluefni i þessum hluta Norðurálfu, svo sem samningar Vestur-Þjóðverja og Austur-Þjóðverja eru gleggsta dæmið um. Engin ástæða er til þess að leyna sig þvi, að það er þrekvirki, er Pólverjar hafa unnið siðan heimsstyrjöldinni lauk. Hin búnaður Pólverja orðið mjög á visindum og tækni eins og bezt gerist annars staðar. Iðnaður er orðinn háþróaður á þeim sviðum, þar sem þeir hafa sér i lagi beitt se'r, skólakerfið afarvfðtækt og heilsugæzla i bezta lagi. 1 Póllandi fær fjöldi námsmanna frá vanþróuðum löndum náms- vist, og þangað streymir fjöldi ferðamanna úr öllum áttum. Raf- væðingin er orðin svo mikil, að Pólland er hið niunda i röðinni af Evrópulöndum og i stað þess, að fyrir heimsstyrjöldina fyrri voru þar þrjátiu og tveir háskólar með tæplega fimmtiu þúsund stúdenta, eru slikar stofnanir nú sjötiu og sjö og nemendafjöldi hvorki meira né minna en sex- faldur. En slikar tölur stoðar ekki að þylja, enda myndi það æra óstöðugan. Og þess vegna er bezt að láta staðar numið að sinni. Vafalaust kemur lika sú tið, að fleiri islendingar en verið hefur bregði sér til Póllands, þegar þeir fara út fyrir landsteinana, og ekki aðeins þeir, sem eru að leita fyrirsér um hentugt skipeða hafa önnur viðskipti i huga, heldur einnig venjulegt og hversdagslegt fólk, sem vill sjá með eigin augum, hvernig þjóðir, sem það hefur haft heldur litla vitneskju um, hagar lifi sinu i raun og sannleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.