Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 69

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 69
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 69 Áslaug Sólbjört: Biörn gamli á Skák - smásaga - Litli kofinn upp á brekkunni ofan við þorpið hafði staðið þarna um tugi ára, án þess að hann og eigandi hans drægju að sér athygli þorpsbúa, umfram annað, sem samofið var hversdags- leikanum. Útsýni var fagurt þar efra og sá vitt yfir. Umhverfis kofann var girtur túnblettur. vaxinn þéttu lingresi. Snoturt var allt og vel umgengið, en lét litið yfir sér,-gætti þar fulls samræmis við eigandann, sem þarna bjó einn saman og lagði mikla alúð við eign sina. Gamli Björn nefndi heimili sitt Skák. Nafnið var þannig til komið, að hann talaði jafnan um skikann sinn eða skákina, þegar hann erfði blett þennan fyrir löngu. Snjóþungt var þarna á vetrum. En f jarri fór þvi, að einangrun hrjáði Björn gamla, þótt hann væri orðinn fáförull niður i þorpið. Lengi hafði hann kennt börnum þorpsbúa að þekkja stafina, og þau voru ófá ungmennin, sem fyrst höfðu lært aö kveða að og draga til stafs hjá gamla manninum. Þótti takast giftusamlega með kennsluna, og tiðum voru nemendur hans næsta fróð um sitt hvað, er snerti uppbyggingu þorpsins, fornar sögur og annað.er þjóðlegt var, þegar þau komu i barnaskólann. Hvern vetur fram að þeim, er hér um getur, komu börn úr þorpinu upp að Skák til náms. Það var þvi eðlilegt, að troðin slóð og litil spor lægu upp snævi þaktar brekk- urnar. Alla tið fylgdi Björn gamli börnunum heim á leið niður að efstu húsunum,þætti honum veður vafasamt. Svo þrammaði hann þungstigur og álútur upp brekkurnar aftur. Avallt var við- brugðið ljúfleika hans og skap- mildi i umgengni við börnin. Á blettinum framan við kofann sinn hafði Björn gamli gróðursett grenitré, sem nú var orðið allstórt og fallegt. Þarna stóð það sigrænt á snjóbreiðunni þegar ekki sá á dökkan dil i brekkunum, og var sem það byði börnin velkomin að Skák. Siðustu ár hafði gamli Björn þá venju, að skreyta tréð um hver jól með mislitum ljósa- perum og tendraði þar ljós. Var þetta hið fegursta jólatré og lýsti umhverfið. Fallegt var að lita uppeftir frá þorpinu. Höfðu börnin mikla unun af þvi og heim- sóttu þau gamla manninn um jólin og glöddust með honum yfir jólatrénu hans. Átti hann þá jafnan eitthvað til að gleðja börnin og sagði þeim gjarna jóla- sögur. Raunar þóttu ekki mikil tiðindi og náði litt til þorpsbúa i dagsins önn, er Björn gamli, siðla sumars hrasaði við og lærbrotnaði kvöld eitt, er hann var að bjástra i brekkunni neðan við Skák. Siðan lá hann rúmfastur á sjúkraskýli þorpsins. Ekki hafðist brotið illa við, en þverrandi lifsþróttur virtist sækja á Björn gamla. Oft litu börnin inn til hans,og voru það gagnkvæmar ánægjustundir. Undirbúningur jólanna var hafinn. Fólkið i þorpinu lagði mikla alúð i að prýða og fegra hibýli sin fyrir komu hátiðarinnar. Einangrun skammdegisveðranna, gæfta- leysi og atvinnuskortur læddi tómleika i hugi manna. En þá varð þessi blessuð ljóssins hátið, boðberi birtu og kærleika, til þess að lyfta sálarsjón þeirra i gleði mót hækkandi sól. Fram- taksamar konur létu sig miklu skipta.að blær hátiðleikans næði til allra. Vissulega höfðu þær hug á að gleðja Björn gamla um jólin. Margur mátti sin nú minna með lestrarkennslu barnanna. ,,Enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir”, sagði Maria i Bót, þegar hún kom að orði við hinar konurnar hvað helzt myndi gamla manninum til yndis gert. Auðvitað heimsóttu þær sjúka um jólin og færðu þeim smájóla- gjafir, en gamli Björn var þeim sérlega hugleikinn, núna, þegar verka hans naut ekki lengur við. Og hver þeirra átti frumkvæðið voru þær ekki sammála, en allar þó á einu máli um, að glaðastur myndi Björn, ef þær kveiktu ljós og létu loga um jólin á grenitrénu hans heima á Skák. Sjálfsagt var að nefna þetta við gamla manninn alltént hvað rafmagnið i perur á tréð, og ýmsir vildu eitt- livað láta i té, ef vera mætti Birni gamla til ánægju. En þar sem Maria og Kristin voru i forystu um þetta var óliklegt. að þær drægju sig til baka með það. Þær höfðu ekki verið fyrir að koma verkum sinum á aðra um dagana. Börnin i þorpinu höfðu lika uppi ráðagerðir um eitthvað ánægju- legt til handa Birni gamla um jólin. Nú vaknaði áhugi þeirra einnig á grenitrénu á Skák. Það var svo sem ákaflega gaman þetta með jólaljósin þar efra. Þau voru bara alls ekki viss um,að Birni þætti svo mikil hátiðabrigði i þvi að sjá þetta tilsýndar. Nei. Fyrir þeim voru Björn og jólatréð hans sameining hátiðleikans. Nokkur börn stóðu i hópi við hornið á gamla fiskihúsinu. Siðasti bjarmi dagsbirtunnar dvinaði i fölva, er sló á gráan steinvegginn. Rökkrið lagðist yfir. Tungl óð i skýjum og varpaði öðru hvoru leiftrandi geislum yfir umhverfið. Smáskuggar þutu óð- fluga i hliðunum og virtust i aug- um barnanna sem lifi gæddar kofanum áhrærði. Svo oft hafði jólatré á Skák aukið svip hátíð- leikans með ljósadýrð sinni þarna i brekkunum, og gott væri, að Björn gamli liti það nú augum þorpsbúans. Maria i Bót og Kristin i Malarbúð heimsóttu Björn og færðu þetta i tal við hann. Að venju tók hann gestum sinum hlýlega. Hann sat upp við herðadýnu i rúmi sinu með gráfölvu yfirbragði. Börn beggja kvennanna höfðu notið tilsagnar Björns. Erindi þeirra tók hann ekki fjarr, en sagði fátt. Töldu þær ekki vandkvæði á að hjálpa honum að staulast út að gluggan- um á sjúkrastofunni, en þaðan var gott útsýni að Skák, að hann fengi litið ljós jólanna á heimili sinu. ,,Mér er nú mest um vert að gleðja blessuð börnin og njóta jólagleöinnar 1 návist þeirra”, sagði Björn gamli með hægð. Nú var sem allir þorpsbúar hefðu fengið áhuga á grenitrénu á Skák. Skipverjar á einum fiski- bátnum höfðu við orð, að gera sér glaðan dag og tendra jólaljós þar efra um hátiðina. Karvel kaup- maður bauðst til að gefa ljósa- verur, er dönsuðu i brekkunum kringum Skák. Þau töluðu saman af barnslegum áhuga og höfðu uppi mörg áform, sem öll virtust þó einhverjum annmörkum háð. Að lokum sagði Linda litla, dóttir póstþjónsins eitthvað viö telpuna, sem stóð hjá henni — telpan endurtók það. Nú birti yfir svip barnanna, lausnin var fundin. Þau litu brosleit og full launungar hvert til annars. Skömmu siðar hurfu þau út i myrkrið hvert heim til sin. Það var kominn Þorláksmessu- dagur. Veður var stillt, en hafði gengið á með muggueljum öðru hverju um nóttina og frameftir degi. Upp brekkurnar aleiðis að Skák héldu konurnar tvær, sem talað höfðu við gamla Björn. Þær ösluðu rösklega snjóinn, sem var mikill og jafnfallinn. t fylgd með þeim var piltur, er skyldi hjálpa við að koma fyrir jólaljósunum á grenitrénu. Meðferðis höfðu þau ljósaperur i öllum regnbogans litum, gjöf frá Karvel kaup- manni. Þau settust i fönnina og köstuðu mæðinni. ,,Það er eins og hér sé fennt i nýja slóð”, sagði Maria i Bót. ,,Það er ekki ótrúlegt”, anzaði pilturinn. Kristin i Malarbúð dustaði snjóinn i kring um sig með vettlingunum. „Barrnálar”, sagði hún. Og það var rétt. t lausam jöllinni lágu grænar barrnálar, eins og þær hefðu fokið af tré. „Þetta er furðulegt núna i logninu”, sagði Maria. Þykkt él grúfði yfir, svo að þau sáu ekki heim að Skák fyrr en þau komu upp á brekkubrúnina. Kofinn var að háll'u hulinn snjó, girðingin og garðshliðið fennt i kaf. En hvað um það, alla vega ætti grenitréð að standa upp úr fönninni. — Grenitréð? — Það var horfiö. Ný- höggvinn stofn þess var hulinn mjöllu, sem lagðist yfir sárið. Nýskeð hafði efri hluti verið numinn burt og var gersamlega horfinn. Þau horfðu undrandi og ráðvillt hvert á annað. Hvflikt og annað eins, hver hafði fengið af sér að fremja slikan verknað, og það i nálægð hátiðarinnar? ,,Hér er vist litið fyrir okkur að gera”, andvarpaði Maria i Bót mæðulega. „Vissara væri að gá heim að kofanum”, mælti Kristin, „hvort þar er allt með felldu”. — Þær biðu meðan samferðarmaður þeirra fór þangað. „Þar er allt með felldu og ekki hróflað við neinu”, sagði hann eftir að hafa gengið kringum kofann. Þau héldu heimleiðis,og skammdegisþögnin grúfði yfir Skák. Þegar kom niður i þorpið staðnæmdust þær konurnar og ræddu sin á milli. Liklega hefðu einhverjir hreinlega stolið greni- trénu, þótt ljótt væri að segja svona. Trúlega einhverjir óknyttaunglingar. Ætli hann Björn gamli hafi ekki kennt þeim að stauta á sinum tima. Þetta voru þá þakkirnar. Mikið var nú artarleysið, annað eins og þetta. (), jæja. Þær yrðu vist að segja Birni gamla hvernig komið væri. En þær ætluðu ekki að hrópa þetta út meðal þorpsbúa núna i byrjun jólanna. — Ó, nei. Það var byrjað að skyggja, þegar þær kvöddu dyra á Sjúkra- skýlinu, og báðu um að mega aðeins lita inn til Björns. Stúlkan, sem komið haföi fram, brosti og sagði: „Það eru gestir inni hjá honum" Hún benti á barnaskó, sem var raðað snyrtilega i hornið á forstofunni. Siðan hélt hún inn ganginn og opnaði dyrnar á her- bergi gamla Björns. Konurnar tvær fóru á eftir, en stönzuðu skyndilega og horfðu sem steini lostnar. — Þarna inni voru nokkur börn að koma fyrir stóru grenitré á miðju gólfi. Þetta tré kom þeim kunnuglega fyrir sjónir. Ilmur af nýju greni fyllti loftið. 1 rúmi sinu lá gamli Björn með blik i augum og bros á vör, glaðvær kliður barnsraddanna virtist láta vel i eyrum hans. Þær gengu þögular til dyra, Maria i Bót og Kristin i Malarbúð. Þeim var létt fyrir brjósti. Enginn þorpsbúi hafði vanvirt helgi jölanna. Björn gamli og börnin höfðu sjálf búið sér sameiginlega jólagleði. Og þannig myndu geyma mynd hans á hátið ljóss:ii; lijá grænu grenitré.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.