Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN JÓLABLAÐ 1972 Ævintýri fyrir börn og fullorðna eftir Snjólaugu Bragadóttur. Höfundur teiknaði myndirnar. Jonni litli var sex ára og fremur lágur i loftinu. En það mátti enginn minnast d við hann, þvi hann var viss um, að hann væri stór. Að minnsta kosti gat hann klætt sig sjálfur og næstum alveg lesið, og það voru hlutir, sem hann vissi, að margir hinna krakkanna gátu ekki. Hann vissi lika ótal margt, sem enginn vissi annar. Sumt hafði amma sagt, sumt bara vissi hann. Stundum reyndi hann að út- skýra þetta fyrir krökkunum, en þau bara hlógu. Auðvitað skildu þau þetta ekki. Enginn skildi svona nema hann og amma. Jonni hafði alltaf verið hjá ömmu. l->að var af þvi að mamma var ekki þarna, hafði ekki verið siðan hann mundi eí'tir sér. Samt vissi hann,að hún var til, kom meira að segja stundum. Pabbi og afi voru alltaf að vinna, svo Jonni fékk að hafa ömmu alveg einn allan daginn. Það var þá, sem hún sagði honum frá öllum dýrunum og hvað þau gátu verið góð og skemmtileg. Jonni þekkti litið ai' dýrum. Hann hafði séðhesta, kýr, kindur, hunda og ketti og allt það. En þau sögðu ekkert og voru annaðhvort svo stór, að hann þorði ekki mjög ndla'gt, eða þá að þau hlupu burtu, þegar hann ætlaði að vera góður við þau. Það var ekki fallegt af þeim. Hann átti lika margar fallegar bækur með myndum af dýrum. Mamma hafði gefið honum sumar bækurnar og amma sagð: honum að geyma þær og tók þær allt'af af honum, þegar hann fór svolitið illa með þær. Hann vissi ekki af hverju. Ekki voru þær neitt fallegri en allar hinar. En hann hlýddi alltal' ömmu, hún var svo góð. Hann vildi miklu heldur eiga hana fyrir mömmu, en ein- hverja mömmu, sem hann þekkti ekki. Amma hafði sagt honum frá fleiru en dýrum. Hún sagði, að álfar ættu heima i klettum og hólum. Það fannst Jonna skrýtið fólk. Maður gat stundum séð það og stundum ekki. En amma sagði, að álfar væru góðir, sér- staklega við þá, sem gerðu þeim ekkert. En hvernig gat maður verið vondur eða góður við ein- hvern, sem maður sá ekki og vissi ekki einu sinni að var þarna? Stundum var Jonni að lita i kring um sig til að vita, hvort það væri ekki áífur einhvers staðar. Hann reyndi meira að segja að þykjast vera niðursokkinn i eitt- hvað og lita svo snögglega að næsta steini, til að koma dlfinum d óvart. En það var aldrei neinn dlfur. Þó var hann sannfærður um,að álfar væru til, fyrst amma sagði það. Eða þá jólasveinarnir. t bókun- um hans voru ótal jólasveinar. Sumir voru feitir og stórir, með hvitt og fallegt skegg, aðrir magrir og frekar ljótir, með litið eða ekkert skegg, sumir með ógnarstór nef og enn aðrir pinu- litlir og skellihlæjandi. alltal' að skjótast hér og þar, striðnislegir á svipinn. Amma hafði lesið fyrir hann úr bókunum um alla jóla- sveinana og hann var viss um. að þeir væru skemmtilegir. Þegar hann spurði ömmu, hvort hægt væri að s.jd jólasveinana saeði hún, að það va-ri hægt. Einhvern- tima sd hann visteinn.en þar var svo margt fólk og svo mikill hávaði, að hann gat ekkert talað við hann og spurt hann um allt, sem stóð i bókunum. Nú voru að koma jól'. Jonni vissi ekki. hvað langt var þangað til, en amma sagði, að það kæmu bráðum jól og þess vegna kæmu þau auðvitað. Hann langaði ósköp mikið til að hitta jólasvein- ana, þvi það voru þeir, sem komu með jólagjafirnar. Hvernig gátu þeir vitað, hvað amma og afi vildu fd i jólagjöf. Hann þurfti að segja þeim það, svo þeir kæmu ekki með einhverja vitleysu. Þegar hann spurði ömmu, hvar jólasveinarnir ættu heima, sagði hún. að þeir ættu heima i fjöll- unuri, þessir litlu og hinir, sem voru mjóri og fremur ljótir. En þessir stóru, i fallegu fötunum með hvita skeggið, ættu heima i jólasveinalandi, einhversstaðar langt i burtu. Annars var amma ekki alveg viss um þetta, þvi það sama stóð ekki i öllum bókunum. Jonna fannst þetta undarlegt. Þekkti þá kannski enginn jóla- sveinana? Þd gat hann engan spurt, hvernig ætti að komast til þeirra. Hann reyndi að spyrja ömmu, en hún sagði, að það gæti verið erfitt. Jólasveinarnir vildu helzt ekki fá neinn i heimsókn til sin og alls ekki svona rétt fyrir jólin, þvi að þá væri svo mikið að gera hjá þeim. Jonni dtti heima fyrir oían kaupstaðinn næstum uppi i sveit. Fyrir olan húsið var stórt tún og hinum megin voru klettar og siðan tók fjallið við. Hann var alvanur að vera einn úti, þvi bilarnir komu aldrei þarna, nema þegar al'a bill kom heim og hann var ekkert hra^ddur við hann. Nú var kominn snjór og þá var ennþd meira gaman að vera úti. Það var hægt að gera svo lifandis skelfing margt með snjóinn. Ilann varð aldrei leiður á að vera úti, þegar snjór var. Svo var það einn daginn, að Jonni var úti i snjónum, að hann dkvað að hitta jólasveinana. Ilann var þá kominn ddlitið langt upp á túnið og fannst ekki nema íinhvers staðar þarna hlutu jólasveinarnir aö eiga heima. Jonni í jólasveinalandi stuttur spölur upp að klettunum og fjallinu. Hann var ekkert hræddur við fjallið, það hafði alltal' verið þarna, og hann þekkti það svo vel. Það var bezt aö fara þarna upp eftir og vita, hvort jólasveinarnir væru ekki þar. Hann lagði af stað, en snjórinn var svo d.júpur, að ddlitið erfitt var að ganga. Stundum leit hann við og fór þá að hlæja að slóðinni sinni. Hún var eins og vegur með mörgum beygjum. En húsið heima hjá ömmu og afa var alltaf við hinn endann d slóðinni og hann þurfti ekkert annað en ganga sömu leið til baka, ef hann l'yndi ekki jólasveinana. Þegar hann var alveg að koma að klettunum. ákvað hann að setjast niður og hvila sig. Maður varð stundum þreyttur af að ganga langt, það sagði amma alltaf, þegar þau voru aö koma úr búðinni og þá hvildu þau sig. En~~ hann helt áfram eí'tir svolitla stund og kom loks að klettunum. Þarna hal'ði hann aldrei komið l'yrr og tók af sér vettlinginn til að snerta klettinn. Þetta var bara eins og venjulegur steinn, kaldur og grdr. Jonni varð fyrir vonbrigðum. Hann sá engar dyr d klettinum, þótt hann gengi meðfram honum. En þarna svolitið lengra var annar klettur, næstum eins og hús i laginu. Þar hlaut einhver að búa. Hann gekk áfram. Þegar Jonni kom að hinum klettinum, sem hafði raunar verið lengra burtu en hann hélt, var farið að skyggja. En hann tók ekkert eftir þvi. Nú var bezt að vita, hvort jöla- sveinarnir væru heima. Eða álfarnir. Það gerði ekkert til, þó að hann hitti þá á álfaklett. Hann bankaði, eins og maður gerir, þegar maður heimsækir ein- hvern, en enginn svaraði. Þd lagði hann eyrað að, en heyrði heldur ekkert. Kannski var enginn heima. Loks tókst honum að losa stein úr klettinum og barði með honum, ef jólasveinarnir heyrðu illa eins og langamma. En allt kom fyrir ekki. Jonna var næst skapi að fara að grdta, en þaö gerðu ekki stórir krakkar. Bezt að fara bara heim til ömmu al'tur . Hann sá húsið, þegar hann kom fram í'yrir fyrri klettinn og tók stefnuna heim. Brátt var orðið dimmt, en Jonni var ekkert hræddur, hann þekkti ljósið heima, Þegar hann kom að holunni, sem hann hafði búið til áðan, þegar hann hvildi sig, settist hann niður. —Hvar ert þú að gera hérna? heyrði hann sagt glaðlega fyrir aftan sig. Þar var komin skrýtin stelpa, með fléttur og rauða húfu. Hún var lika i rauðum sokkum og skfýtnum skóm. Þetta var jólasveinastelpa, það var hann viss um — og þegar hann spurði, svaraði hún: — Auð- vitað! og hló. — Ég var einmitt að koma að heimsækja ykkur, sagði Jonni hdtiðlega — Md maður það? — Nei, eiginlega ekki. Þú ert mannsbarn og þau mega ekki koma til okkar fyrir jólin. En ég held, að þú sért dgætur, og mig langar til að kynnast mannsbörn- um. Komdu! Hún tók i hönd hans og reisti hann upp og þau hlupu að klettinum, sem Johni hafði fyrr komið að. Skrýtið. Þar voru þd dyr, sem hann hafði ekki séð dðan. Hann mátti þó ekkert vera aö hugsa um það núna, þvi jóla- sveinastelpan hratt upp hurðinni og dró hann inn fyrir. — Þaðer vistbezt, að enginn viti, llann starbi lindrandi ;'< jólasveina'na, seiu voru að æl'a sig að fara niður uni strompa. að þú ert hérna, sagði hún og kom með rauða húfu, rauða hdleista og skrýtna skó og sagði honum að fara i. — Þd tekur enginn eftir þér. hló hún og tók svo aftur i hönd hans. Þau fóru niður langan stiga og komu i stóran sal. Þar gaf aldeilis d að lita, svo að Jonni starði bara stórum augum. Hann var þd kominn i jólasveinaland! Þarna voru jólasveinar af öllum stæðrum og gerðum, önnum kafnir við að smiða og mdla, sauma og prjóna, byggja og baka og ótal margir að leika sér að leikföngum af öllu tagi. — Md ég sjd? sagði Jonni biðj- andi og ætlaði að halda beint af augum inn i allan þennan lit- skrúðuga fans. en stelpan hélt aftur af honum. Þeir mega ekki vita, að þú ert mannsbarn og ekki heldur að ég stalst út, sagði hún i dminningar- tón. —En við skulum reyna. Siðan gengu þau inn i salinn. Augun i Jonna stækkuðu sifellt, þvi að allt var svo furðulegt, sem þarna bar fyrir augu. Sem betur fór, höfðu jólasveinarnir svo mikið að gera, að þeir litu ekki upp, þó Jonni og jólasveina- stelpan staðnæmdust hjd þeim um stund. Þarna smiðuðu þeir bila og brúður, bdta og brúðurúm, kubba og kassa, bjuggu til myndabækur, bangsa, bolta, hús, spil, dýr af öllum tegundum, yfir- leitt allt, sem hugsast getur af leikföngum. Sumir jólasveinarnir skriðu um gólfið með bila, eða léku sér að jdrnbrautarlestum og bila- brautum, aðrir voru i knatt- spyrnu og enn aðrir að klæða brúður i falleg föt, sem þeir voru að ljúka við að sauma. — Þeir eru að vita, hvort allt er ekki i lagi, hvislaði stelpan, og teymdi hann dfram, en Jonna langaði mest til að fleygja sér d fjóra fætur og taka þátt i öllu saman. Annar salur tók við og þar var verið að búa til stóra hluti, h'ús- gögn, þvottavélar og jafnvel alvörubila. — Þetta er handa rika fólkinu, útskýrði stelpan og þar sem Jonni hafði engan dhuga d svona hlutum, héldu þau beint inn i næsta sal, þar sem ótal jóla- sveinakonur og stelpur sdtu við saumaskap. Þær saumuðu föt af öllu tagi, handa börnum og fulloðrnum. —Og þetta er handa fdtæka fólkinu, sagði stelpan aftur. Jonni hafði heldur engan dhuga d fötum, Af þeim dtti hann nóg. Hann stefndi beint d næstu dyr og sleppti hendinni d stelpunni. Hann nam staðar i dyrunum, öldungis hissa. t þessum sal, var ekkert nema strompar. Hdir, ldgir, viðir, þröngir, sivalir og ferkantaðir strompar. Jú, þar stóð i bókunum, að jólasveinarnir kæmu með gjafirnar niður um strompana d húsnum. Þegar hann kom nær, sd hann, að þarna voru jólasveinar, ein- mitt þessir fallegu, stóru með skeggið hvita. Þeir voru ýmis að klifra upp strompana með stóra poka eða að hverfa niður i þd. Sumir voru búnir að fara niður og komu þá út um dyr d veggnum og fóru aftur upp i strompinn. Jonni horfði á þetta litla stund og fannst það skrýtið. Loks gat hann ekki d sér setið, gekk að cinum litlum strompi og dvarpaði jólasveininn, sem var íVþann veginn að stiga upp. — Til hvers ertu að þessu, jóla- sveinn? spurði hann hikandi. Nú, ég verð auðvitað að æfa mig fyrir jólin, svaraði jóla- sveinninn hlæjandi og hvarf niður um gatið. Nokkra stund gekk Jonni milli strompanna og fylgdist með að- förunum. Sumir jólasveinarnir stungu sér með höfuðið d undan og þeir feitustu voru sumir nærri fastir i opunum. Honum fannst þetta skemmtilegt og hló hjartan- l.ega að öllu saman. Þd þurfti jólasveinastelpan endilega að koma aftur, hrópandi af ógnar hdvaða. Hún truflaði hann. — Þvi fórstu svona langt? Ég hefði getaðtýnt þér! Þú mdtt ekki gera þetta! Jonna fannst allt i einu allir ^jru jólasveinarnir koma til sin og langaði til að hlaupa burt. en jólasveinastelpan hélt honum föstum. Hann brauzt um til að losna. ösköp hélt hún fast. Framhald bls. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.