Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 76

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 76
76 TÍMINN JÓLABLAÐ 1972 Böðvar Guðlaugsson: SKIÐAFERÐIN Sjálfsagt finnst mér, krakkar, að syngja litinn brag, og segja frá, ef skeður eitthvað gaman. Við skruppum hérna um daginn i skiðaferðalag og skemmtum okkur konunglega saman. Við lögðum upp i ferðina með nesti og nýja skó, og náttúrlega bæði skiði og stafi. En útbúnaðinn kórónaði nýja þotan þó, á þvi er ekki nokkur minnsti vafi. Og pabbi var svo kátur, að engu tali tók, — já, trimmið virðist svei mér hafa hresst'ann. Ég held hann gæti skrifað bara skemmtilega bók um skiðaferðir sinar fyrir vestan. Hann sagði frá þvi glaðlega, hve bæði brun og svig bærilega vel hann svo sem kynni. Og eftir litla stund fór jafnvel mamma að monta sig sem mest hún gat af skiðaleikni sinni. Við Gunna systir hlustuðum i aftursætinu á og iðuðum i skinninu af kæti. Við hlökkuðum til margs, en ég held mest til þess að sjá, er mamma færi að sýna hvað hún gæti. t huganum við sáum hvað hún svifi mjúkt og létt og sitt af hverju okkur reyndi að kenna, og nokkrum sinnum töldum við, að nærri hefði hún sett Norðurlandamet i bruni kvenna. Við nálguðumst nú fyrirheitnar skiðabrekkur brátt, hvar bráðum skyldi afrek mikil vinna. í gleði sinni kallaði hún Gunna systir hátt gamanyrði mörg til okkar hinna. Og færið virtist betra en jafnvel bezt má óska sér, — nú brosti við mér snævi þakin hliðin. Og pabbi taldi ráð að leggja Renó-bilnum hér, og reyna að fara að koma sér á skiðin. Það marraði undir fótum okkar mjúkur páskasnær, og mikið var nú erfið fyrsta gangan. En innan stundar kyssti okkur ferskur fjallablær svo fjarskalega svalandi á vangann. II. Og þarna uppi i brekkunum var þys og ys og læti, það lá nærri, að f jörið hérna gengi fram af mér, ég hefði varla trúað, að svo gaman orðið gæti. Og Gunna virtist heldur betur kunna við sig hér. Við settumst bæði á þotuna og svo var brunað niður, og sett var strax i þotubruni spánýtt hraðamet. En ekki get ég neitað þvi, að mér féll heldur miður, hve myndarlega Gunna systir til sin heyra lét. Og vist er það, að aðrar þotur ekki betur runnu, og allir krakkar dáðust mjög að henni, sýndist mér. Og feliin þarna bergmáluðu gorgeirinn i Gunnu, sem gerðist sifellt háværari og meiri fyrir sér. Hjá mömmu verður tæplega i afreksannál skráður árangur i bruninu, nei, mér list illa á það, þvi kyrf iíega var hún held ég alltaf dottin áður en orugglega tækist henni að koma sér af stað. Mamma hefur eflaust verið allt of spennt á taugum, —ekki getur brautin hafa verið svona þung. Og Gunna mælti, og leit á hana alvarlegum augum: Ósköp hefur mömmu hrakað siðan hún var ung. Af skiðaleikni pabba er lika heldur fátt að frétta, þó finnst mér, svona ykkar vegna, rétt að minnast á, hve giöggt hann okkur sýndi, að það er lika list að detta og láta ótal byltur ekki vitund á sig fá. Já, meira en litið illa held ég öllum gangi að renna, sem aldrei geta hitt á það að finna jafnvægið. Mér skildist samt á pabba, að það sé skiðunum að kenna, ef skiðin þurfa endilega að renna út á hlið. En þegar hann nú sýndist ætla sér til flugs að lyfta systir min hálfóttaslegin hvislaði að mér: Nú bjóðum við þeim pabba og mömmu eins og skot að skipta á skiðunum og þotúnni, og sjáum hvernig fer, En þotustjórn er meiri vandi en margan kann að gruna,. og mömmu og pabba enn þá ný og kátleg hrakför beið. Já, það var ekkert stórglæsileg þeirra fyrsta buna, er þotan fór á hliðina á miðri niðurleið. Og sitt af hverju fleira harla skemmtilegt her skeði, en skiljanlega get ég ekki um sérhvert atvik rætt. En ferðalagið vissulega vakti sanna gleði og verður okkur Gunnu systur lengi minnisstætt. tiik BlUe — Kf konan mín hvetti mig ekki, væri ég löngu hættur að starfa sem jólasveinn. — Ja pabbi. Þú ert þó ekki enn i þessari vitleysu með jólasvein- inn? JULEfAVE^ írik 6Ule — Já, en þegar hann vinnur, er hann líka afskaplega duglegur. — Kigið þér nokkuð handa 14 ára kisunóru í jólagjöf?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.