Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 18
 18 TÍMINN JÓLABLAÐ 1972 efnahagsmálin og stjórnmála- ástandið. A fundinum var skýrt frá þvi, að nefnd, sem kosin var á siðasta þingi til að rannsaka hag togaraútgerðarinnar, hefði kom- izt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri um nema tvennt að velja til að afstýra stöðvun hennar, gengislækkun eða útflutnings- verðlaun. Fundarmenn greindi talsvert á um hvor leiðin væri heppilegri, og var þvi engin ákvörðun tékin um það á fundin- um, hvora leiðina flokkurinn skyldi heldur aðhyllast. Hins vegar var samþykkt, að flokk- urinn teldi ,,nauðsynlegt" að gerðar verði raðstafanir til að bæta rekstrarafkomu sjávarut- vegsins, svo að ætla megi, að sá atvinnuvegur geti borið sig, i meðalárferði, ef hagsýni og sparnaðar er gætt i rekstrinum. En þott mikið væri rætt um þetta atriði, var þó meira rætt um stjórnmálahorfurnar. Flestir voru á þvi máli, að samstjórn Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins væri æskilegust, en hún yrði hins vegar veik, einkum þó, ef gera þyrfti meiriháttar efna- hagsaðgerðir, þvi að Sjáifstæðis- menn og Kommunistar hefðu bol- magn til að spilla vinnufriðnum og myndu hafa samstarf um það. Æskilegast væri þvi, ef hægt væri, að mynda samstjórn Fram- sóknarflokksins, Alþýðuilokksins og Sjálfstæðisflokksins. Sam- stjórn með Sjálfstæðisflokknum einum væri hættuleg og kæmi varl til mála, nema þá að af- stöðnum kosningum. Engin ályktun var gerð um þetta, en niðurstaða umræðnanna á fund- inum var eigi að siður skýr: Annaðhvort þriggja flokka stjorn eða kosningar. Alþingi kom saman viku eftir að miðstjórnarfundinum lauk. Þá stóð Hlifardeilan sem hæst, og sannfærði hún þingmenn flokks- ins um það enn betur en áður, að samstarf Sjálfstæðisflokksins og kommúnista i verkalýðsfelög ufium gæti gerl samstjórn Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins óstarfhæfa, þótt hún helði meirihluta á alþingi. A fundi þingflokksins var þvi samþykkt i einu hljóði, að „óska eftir þvi við Sjálfstæðisflokkinn, að hann til- nefndi fjóra menn af sinni hálfu og Alþýðuflokkurinn fjóra, til að ganga til samninga við þá fjóra menn, sem Framsóknarflokk- urinn hafði kosið, um lausn þessa máls og annarra aðkallandi vandamála þingsins." t umrædda nelnd höfðu verið kosnir á sama fundi þeir Jónas Jónsson, Her- mann Jónasson, Eysteinn Jóns- son og Skúli Guðmundsson og átti verkefni þeirra að vera, að undir- búa málefnagrundvöll ráðuneytis þriggja flokka. Næsta dag var til- kynnt á fundi i þingflokknum, að hinir llokkarnir hefða tilnefnt samningamenn af sinni hálfu. Sjálfstæðisflokkurinn hafði til- nei'nt þá Ólaf Thors, Jakob Möller, Magnús Jónsson og Pétui Ottesen, en Alþvðuflokk- unnn þá Stefán J. Stefánss., Harald Guðm.s., Finn Jónss. og Ingimar Jónss. 1. marz var þessum viðræðum komið svo langt, að sú spurning var lögð fyrir þingllokkinn, hvort íorsætis- ráðherra ætti að bjóða Sjálf- stæðisflokknum sæti i fimm manna ráðuneyti, en þá var gert ráð iyrir, að Framsóknar- llokkúrinn hefði tvo ráðherra, Alþýðuflokkurinn einn og Sjálf- stæðisflokkurinn tvo. Þessari spurningu var svarað jákvætt með 13 samhljóða atkvæðum, en einn sat hjá, en fjórir voru fjar- verandi. önnur spurning var lögð fyrir þingflokkinn, þess efnis, ,,hvort flokkurinn skyldi ganga ;inn á gengislækkun, ef það yrði skilyrði fyrir samstarfi um rikis- stjórn og samvinnu um lausn fyrirliggjandi vandamál" Þeirri spurningu var svarað játandi með 7:3 atkv., en l'jórir sátu hjá og fjórir voru fjarverandi. Það mun fljótt hal'a orðið niður- staða þeirra, sem tóku þátt i þessum viðræðum, nema Jakobs Möllers, að gengislækkun væri heppilegri leið en útflutningsupp- bætur, eins og málum væri komið. Alþýðuflokkurinn setti þó viss skilyrði fyrir fylgi sinu við gengislækkun. Að öðru leyti var hann fús til stjórnarþátttöku. öðru málí gegndi um Sjálfstæðis- flokkinn, þvi að innan hans reis mikill ágreiningur, Um átökin þar segir svo i aðurnefndri And- varagrein Bjarna Benediktssonar um Ólaf Thorsi „Þegar til átti að taka, reynd- ust Sjálfstæðismenn hins vegar mjög klofnir i afstöðu til slikrar stjórnmyndunar. Ýmsir tóldu, að Framsókn væri komin að upp- gjöf, og fráleitt væri að rétta henni hjálparhönd um stjórn landsins fyrr en að afloknum kosningum. Meginþorri kjósenda flokksins i Reykjavik mátti ekki heyra Framsókn nefnda til neins- samstarfs. Hér við bættist, að for- ystumenn verzlunarstéttarinnar íitu á gengisfellingu sem beint til ræði við sig, þar sem þeir i gjald eyrisvandræðum og við minnk- andi tiltrú þjóðarinnar erlendis hól'ðu til hins ýtrasta notað láns- traust sitt þar i þvi skyni að afla landinu nauðsynja. Ef gengið yrði lellt, myndu þeir hljóta af þvi stóriellt tjón. Vegna alls þessa urðu mikil átök um það innan Sjállsta'ðisflokksins, hvort gengið skyldi til stjórnunarmyndunar með hinum flokkunum tveimur. Mátti lengi ekki á milli sjá, hvorir ofan á yrðu. Þingflokkurinn greindist i tvo hluta og hélt hvor hlutinn um skeið fundi út af fyrir sig. Töldu andstæðingar sam- vinnunnar sig lengst af i öruggum meirihluta, en líklegra er, að Ólaíur hafi ætið vitað, að hann mundi hafa nægan liðsafla, þegar á reyndi. En sjaldan eöa aldrei þurfti hann meira á þreki, þolin mæði og lipurð að halda en i þess- ari viðureign, bæði til þess að ná samningum á milli flokkanna og að l'á allan þingflokk Sjálfstæðis- manna til að una samvinnunni eftir að hún hafði verið ákveðin." (Audvari 1966. bls 21). Gengisfellingin Vegna ágreinings i Sjálfstæðis- flokknum, drógust viðræðurnar Brunabótafélag Islands Laugavegi 103 — Sími 2-60-55. Gleðileg jól farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum. RÖRSTEYPAN H.F. - KOPAVOGI um stjórnarmyndunina verulega á Iangínn. Það varþó ljóst nokkuð snemma i viðræðunum, að meiri- hluti var fyrir þvi i öllum flokkn- um að velja heldur gengislækkun en útflutningsbætur til stuðnings útgerðinni. Sá orðrómur lékk þvi fljótt byr i seglin, aö gengislækk- un væri i aðsigi, og hafði það brátt ýmis truflandi áhrif á efnahags- lifið. I byrjun april mátti heita, að þetta ástand væri að verða óþol- andi. Framsóknarflokkurinn ákvað þá að beita sér fyrir þvi, að lagt yrði fyrir þingið frumvarp um gengisfellingu, flutt af þing- mönnum úr öllum þremur flokkunum, sem ræddu um stjórnarmyndun. Horfur þóttu þá orðnar á þvi, að stjórnarmyndun- in myndi takast, þótt eftir væri að jafna ýmis atriði og það gæti tekið nokkurn tima. Frumvarpið um gengisskrán- ingu og ráðstafanir i sambandi við það; var lagt fram 3. april i neðri deild. Flutningsmenn voru tveir Framsóknarmenn (Skúli Guðmundsson og Eysteinn Jóns- sonl, einn Alþýðuflokksmaður (Finnur Jónsson) og einn Sjálf- stæðismaður (Pétur Ottesen). Aðalefni þess var, að sölugildi sterlingspunds skyldi vera kr. 27.00 i stað kr. 22.15 áður. Þá skyldi greidd takmörkuð dýr- tiðaruppbót á öll lægri laun, en að öðru leyti voru kauphækkanir bannaðar til 1. april 1940. Verð á kindakjóti og mjólk á innanlands markaði skyldi hækka eftir sömu reglu og lögin um Iaunin. Þá bannaði frumvarpið hækkun á húsaleigu og uppsögn húsaleigu- samninga, nema leigjandi sjálfur eða nánustu skyldmenni hans ættu i hlut. Til viðbótar þessu, var lofað strangri framkvæmd verð- lagseftirlits, en íög um það höfðu verið sett árið áður, en þau tæpast komin til framkvæmda. Skúli Guðmundsson fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Hann skýrði m.a. frá þvi, að nefnd sú, sem siðasta þing hafði kjörið til að athuga hag og rekstur togara- útgerðarinnar, hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að óhjákvæmi- legt væri að bæta rekstrargrund- völl hennar annaðhvort með gengisfellingu eða útflutningsbót- um. t nefnd þessari áttu sæti, auk Skúla, sem var formaður hennar, Bergur Jónsson, Haraldur Guð- mundsson, Kjartan Thors og Sig- urður Kristjánsson. Skúli sagði, aö gengislækkunarleiðin hefði verið valin m.a. vegna þess, að verð á erlendum gjaldeyri væri nú lægra en það myndi vera, ef gjaldeyrisverzlunin væri frjáls. Finnur Jónsson upplýsti, að Al- þýðuflokkurinn hefði lagt áherzlu á dýrtiðarbætur til handa lág- launafólki, og einnig, að hlutasjó- menn nyti gengislækkunarinnar. Þá hefði Alþýðuflokkurinn fengið rikisframlagið til verkamanna- bústaða hækkað. Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki flokkslega afstóðu til frumvarps- íns, enda reyndist flokkurínn klofinn til helminga. Af þing- mönnum hans, sem voru 17, greiddu 9 atkvæði með frumvarp- inu, en 8 á móti. Allir þingmenn Framsóknarflokksins greiddu at- kvæði með frumvarpinu og einnig allir þingmenn Alþýðuflokksins, nema Sigurjón Á. Ólafsson. Þing- menn Sameiningarflokksins beittu sér gegn þvi, en þingmenn Bændaflokksins fylgdu þvi. Frumvarpið varð afgreitt sem lög frá Alþingi 4. april, en það hafði, eins og áður segir, verið lagt fram á þingi daginn áður. Þjóðstjórnin Þrátt fyrir gengisfellinguna, hélt þófið um stjórnarmyndunina áfram og stafaði það mest af ágreiningi i Sjálfstæðisflokknum. Það var fyrst 18. april sem Her- mann Jónasson gat tilk; þinginu að samkomul. hefði náðst um myndun rikisstjórnar þriggja flokka. Rikisstjórninni hefði þvi verið breytt með þeim hætti, að Skúli Guðmundsson hafði vikið úr henni, en i stað hans komið i hana Stefán Jóhann Stefánsson sem fulltrúi Alþýðuflokksins og Ólafur Thors og Jakob Möller sem full- trúar Sjálfstæðisflokksins. Fyrir voru þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson sem fulltrúar FYamsóknarflokksins. Stjórnin var þannig skipuð fimm mönnum i stað þriggja áður. Verkaskipt- ingin var þannig, að Hermann var forsætisráðherra og fór auk þess með dómsmál og land- búnaðarmál, Eysteinn Jónsson var viðskiptamálaráðherra og fór auk verzlunarmálanna með gjaldeyrismál og bankamál, Jakob Möller var fjármálaráð- herra og fór auk þess með iðnaðarmál, Ólafur Thors var at- vinnumálaráðherra og fór auk þess með samgöngumál, og Stefán Jóhann Stefánsson var félagsmálaráðherra og fór auk þess með utanrikismál. í ræðu, þeirri, sem Hermann Jónasson flutti, þegar hann skýrði þinginu frá stjórnar- mynduninni, sagði hann m.a.: „Rikisstjórnin telur, að megin- viðfangsefni hennar verði fyrst og fremst: 1. Að efla framleiðslustarfsemina i landinu, 2. Að búa þjóðina undir að geta lifað sem mest af gæðum lands- ins, og gera aðrar ráðstafanir þjóðinni til sjálfsbjargar, ef til ófriðar kemur, 3. Að sameina lýðræðisöflin i landinu til verndar og eflingu lýð- ræðinu, 4. Að sameina þjóðina um þann undirbúning, sem gera þarf i sambandi við framtiðar- ákvarðanir i sjálfstæðismálinu." (Alþt. 1939, B-1329) Eftir að hafa skilgreint þessi stefnuskráratriði nokkru nánara, sagði Hermann: „Það, sem tvimælalaust hefur átt sterkastan þátt i þvi að þoka mönnum saman til samstarfs, er hið erfiða ástand Islenzks at- vinnulifs, fyrst og fremst fram- leiðslunnar, og þá einkum við sjávarsiðuna- og þar af leiðandi þjóðarinnar allrar. — Við vitum það allir, að framleiðslan er undirstaða þess, að við tslending- ar getum lifað og starfað sem sjálfstæð menningarþjóð. Við finnum það einnig, hvar i flokki, sem við stöndum, að vegna þeirra erfiðleika, sem nú steðja að is- lenzkri framleiðslu, og um leið þjóðinni ¦ sem heild, vegna fjárpestar og langvarandi afla- brests, verðlækkunar og mark- aðshruns, er þess brýn þörf, að þjóðin standi saman sem heild- og keppi sem heild að sameiginlegu marki. Þegar og stöðugt syrtir að I alþjóðamálum og striðshættan virðist vaxa ört með hverjum degi, vænti ég þess af hverjum góðum íslendingi, að hann skilji það sjónarmið, að það sé nauð- syn, að þjóðin mæti þeim erfið- leikum, sem ófriður myndi valda, sem heild, en ekki i hörðum deil- um hver við annan." (Alþt. 1939, B-1331) I ræðu, sem Olafur Thors flutti, kom m.a. fram, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði lagt mesta áherzlu á að fá dregið úr innflutn- ingshöftum og að fáyfirráð inn flutningshaftanna og gjaldeyris- verzlunarinnar i sinar hendur. Framsóknarflokkurinn -hafnaði að láta stjórn innflutningsmál- anna af hendi, en kvaðst reiðubú- inn til að fallast á, að dregið yrði úr innflutningshöftunum eins fljótt og aðstæður leyfðu. Stefán Jóhann Stefánsson sagði m.a. i ræðu, sem hann flutti: „Alþýðuflokknum er það vel ljóst, að samstarf það, sem riú er að hefjast um stjórn landsins, er nokkuð með nýjum hætti. En þeir timar, sem nú standa yfir, eru vissulega óvenjulegir. Inn' á við ótal örðugleikar í atvinnuhátt um og út á við blika ófriðar og óvissa. Lýðræðið á viða i vök að verjast. Einræðisöflin hafa skotið upp kollinum hér á landi eins og annarsstaðar. Alþýðuflokknum þykir þvi rétt, eins og á stendur, að gera tilraun til þess að sam- eina lýðræðisöflin i landinu til sameiginlegra átaka á hættutim- um." (Alþt. 1939, B-1336). Gisli Sveinsson talaði af hálfu þeirra átta þingmanna Sjálf stæðisflokksins, er höfðu lýst sig andviga stjórnarsamvinnu á þeim grundvelli, er samið var um. Þessir þingmenn hafðu þó eftir atvikum gengið inn á, að maður af hálfu þeirra tæki sæti i stjórninni i þeirri von, að með þvi mætti fremur takast aö ráða bót á ýmsu þvi, sem miður hefði farið i stjórn landsins. Þessi rnaður var Jakob MöLler. Héðinn Valdimarsson talaði af hálfu Sameiningarflokksins og lýsti yfir andstöðu hans við stjórnina. Þorsteinn Briem lýsti hins vegar yfir stuðningi Bænda- flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.