Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 61

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 61
JÓLABLAÐ 1972 TÍMINN 61 Sögur fara af hlunnindum ykkar flugfélagsmanna. Hvað er hæft í því? ÞU átt við afsláttarförin? Já, sérhvert flugfélag veitir starfs- fólki sinu ivilnanir i mynd afsláttarfara, þegar sæti eru ella laus. Þetta er mjög mismunandi, þetta frá 50% upp i 90% afslátt og jafnvel 100% afslátt fyrir elztu starfsmenn, takmarkaður fjöldi miða á ári. Hlunnindi þessi taka einnig til skyldmenna eftir ákveðnum reglum og nærri lætur, að að meðaltali noti hver starfs- maður afsláttarmiða á ári fyrir sig og fjölskyldu sina. Þá ber einnig að geta gagnkvæmra hlunninda flugfélaga á milli til handa starfsmónnum. I þessu sambandi er og á það að Iita, að ýmsar stéttir flugsins, t.d. áhafnir skipta samkvæmt samn- ingum orlofi sinu i tvennt, sumar- og vetrarleyfi. Undantekningar- litið æskja flugliðar að taka sumarleyfið sitt hér heima, i frjálsum fjallasal tslands, en nota sér frekar afsláttarförin til utan- landsferða á vetrum. Hvaðer að segja um starfs- mannafjölda og starfs- mannaþörf? Fyrir 20 árum voru starfsmenn 40 talsins, fyrir 10 árum 300, i árslok 1971 voru þeir tæpir 1300. Þar af 700 á Islandi. A sumrin munu vera á að gizka 200- 300 fleiri að störfum en I árslok, svo að sumarmánuðina hafa "starfsmenn eftir þvi verið 1500- 1600 alls, bæði vegna aukinna um- svifa og orlofs fastráðins starfs- fólks. Um starfsmannaþörf á næsta ári er allt enn óráðið, nema hvað Jón Júliusson — Starfsmannahald. við munum auglýsa eftir flug- freyjum á næstunni. Það er ein- sýnt, að okkur verður fast i hendi um mannskapsaukningu á næsta ári. Hins vegar er það hæg- ara ort en gjö'rt, þar sem hið ójafna farþegastreymi vinnur á móti öllum hagræðingaráformum hér að lútandi. Vetraráætlunin, þótt mjóslegin sé, krefst sins lág- marksmannafla, sem nýtist mis- jafnlega, og á sumrin, þegar fluttir eru e.t.v. 1500 farþegar á dag, verður að manna útgerðina vel. Ég sé/-að þú hefur tölur allar á hraðbergi. Eru ein- hverjar fleiri tölur, sem eftir má hafa? Við drögum saman ýmsan fróð- leik svona undir áramótin, en ei veit ég, hvort það er serdeilis áhugavert. Heldurðu, að lesendur hafi áhuga á að vita, að meðal- aldur starfsfólks Loftleiða er 32 ár, þar af stjórn og deildarstjórar elztir, 47 ára að meðalaldri, en flugfreyjur yngstar, meðalaldur 24 ár (s.l. sumar), svo enn er meðalaldur þeirra a.m.k. langt frá peysufataöldinni. Eða yrði nokkur fróðari að vita, að meðal- veikindadagar skrifstofufólks á þessu ári reynast 5,3 dagar. Hver er þin persónulega reynsla af starfsmanna- stjórn? Flestar hliðar jákvæðar, mann- leg afskipti, félagsleg vandamál og félagslegar lausnir heilla hug minn. Flest mál, sem koma til kasta starfsmannahaldarans eru viðkvæm, „heit" og framkalla spennu. Stundum finnst mér stárfið bókstaflega i ætt við leik- hús, einkum við gerð kjarasamn- inga með sinni stigandi, hápunkti og antiklimaxi, en hættum okkur ekki lengra út á þann hála is. Margt er enn ógert eða hálfkarað i hinni eiginlegu „innri" starfsmannastjórn, t.d. sam- bandið við einstaklinga, starfs- þjáifun og menntun starfsmanna, og á hvern hátt félagið geti stuðl- að að verkgleði og starfsfyllingu einstaklingsins. Aður fyrr voru menn glaðir að ,,fá djobb hjá góðu kompanii", nú er öldin önnur maður, nú vilja menn „áhugavert starf", og svo verða menn eðli- lega að hafa til beggja handa, en umfram allt starf, sem er auðugt af mannlegum samskiptum og fjölbreytni, „skapandi" starf,~en þannig eru þ'vi miður ekki nema fá störf vaxin. Okkur er m.ö.o. alls ekki ljóst, hvernig bezt verður brugðizt við nýju kynslóðinni, „grænu bylgj- unni", sem efast sumpart gjarnan um „blessun vinnunnar" i sjálfu sér, eins og sá lærði Aristoteles, sem á að hafa sagt, að öll launuð störf litillækki mannsandannn, fólki, sem spyr eins og sá gamli Cicero: „Cui bono?" Hverjum til góðs?, fólki, sem efast um tilgang og blessun hinnar miklu myllu (svika- myllu?), eða tröllamaskinu, sem iðnvætt, mannlegt samfélag er i dag. Nýjar þotur, risavaxnir silfur- fuglar, 300 farþegar, 500 far- þegar, 800farþegar, .... milljónir, billjónir, trilljónir... allt er þetta vissulega hjóm og hégómi og einskis vert, nema maðurinn/ starfsmaðurinn fái svalað metn- aði sinum og heilbrigðri sköp- unar- og starfsgleði sinni ... en hvernig — það er vandamál morgundagsins — eða er morgun- dagurinn kannski runninn upp? Innkaupadeild Starfsmannafjöldi: 7 Deildarstjóri: GUÐAAUNDUR VILHJÁLMSSON — Verkefni minnar deildar eru fyrst og fremst innkaup og birgðahald fyrir Loftleiðir og að nokkru leyti einnig fyrir IAB (International Air Bahama). Koma ])ar til greina allir mögu- legir hlutir, er heyra til flugrekst- urs, hótelreksturs, skrifstofu- halds og annars reksturs á vegum félagsins. Undanskilið frá þessu eru þó kaup á flugvélum, vara- hlutum og fasteignum. Almennt séð eiga öll innkaup að fara fram gegnum þessa deild eða undir eftirliti hennar, en reyndin er sú, að mikið af inn- kaupunumannast þeir, er þurfa að nota viðkomandi hluti. Þegar það á sér stað, fáum við tilkynningar á ákveðnu formi, og við hér á deildinni förum yfir þær og könn- um, hvort hægt sé með tilliti til framtiðarinnar að koma þessu á einhvern betri veg til frambúðar. Hér i deildinni eru starfandi 7 manns, aðallega að innkaupum, en jafnframt að birgðahaldi. I New York er sérstök innkaupa- deild, er sér um daglegar þarfir félagsins þar, og að sjálfsögðu er mikil samvinna milli þessara tveggja deilda. 144 milljónir fyrir utan bensin — Varðandi birgðahald þá er fyrst og fremst um rekstrarvöru til flugvéla að ræða, og einnig þarfir þeirra til ferða, svo sem matvóru, borðbúnað, öryggisbún- að og jafnvel bæklinga. Nokkuð hefur dregið úr þessari hlið birgðahaldsins, eftir að við felld- um niður sölu á áfengi til farþega, til þess að taka með sér i land, Frihöfnin i Keflavik tók yfir þá starfsemi. Hins vegar seljum við farþegum enn áfengi til neyzlu i flugvélinni. Auk þess er um að ræða birgða- hald fyrir eldhúsið i hótelinu hér i Reykjavik og eldhúsið i Keflavik, jafnframt þvi, er snertir rekstur greiðasölunnar, sem þar er. Við höfum tollfrjálsa forða- geymslu i Keflavik og sambæri- legar geymslur i Luxemborg og New York. Auk þess hefur Air Bahama geymslu i Nassau. Starfa samtals tiu manns i þess- um geymslum. — Sennilega hafa bein innkaup héðan úr deildinni numið um 144 milljónum árið 1971 auk kaupa á eldsneyti til flugvéla, en það er keypt af ýmsum oliufélögum eftir áðurgerðum samningum. Þau kaup hafa numið um 350 milljón- um árið 1971. Matvælin eru stór liður — Matvæli eru stór liður i inn- kaupunum. 1 heild munum við kaupa matvæli á ári fyrir um 60 milljónir króna, auk þess sem keypt er af hinum erlendu „cater- ers ", en það eru fyrirtæki, sem selja tilbúinn mat á bökkum á er- lendum flugvöllum eða á flug- stöðvum. Þessi siðarnefndu kaup hafa sennilega numið um 40 milljónum árið 1971. Eins og gef- ur að skilja eru matvæli geypi- lega stór liður, þar sem við erum með mikinn farþegafjölda á okk- ar mælikvarða og auk þess hótel og greiðasölu á Keflavikurflug- velli. Þessi matvælakaup fela ekki aðeins i sér innkaup á islenzku hráefni til notkunar hérlendis, heldur höfum við keypt á seinasta ári t.d. islenzkar rækjur fyrir um 2 milljónir, flutt þær út til Luxem- borgar og þar hafa verið fram- leiddir rækjukokkteilar, sem framreiddir eru á leiðinni Luxemborg-Keflavik. Til gamans má geta þess, að eldhús það, er við komum upp i Luxemborg og sér um þarfir Air Bahama og Loftleiða, mun spara félaginu 8 til 10 milljónir króna á ári. Þar fer fram eigin fram- leiðsla á mat, og auk þess eru notaðar aðkeyptar frystar mál- tiðir á bökkum (nú frá Þýzka- landi), sem tilbúnir eru til notkunar og eru geymdar I frysti- hólfum eldhússins, þar til á þarf að halda. Þessi leið er mjög heppileg, m.a. vegna þess að rýrnun verður ákaflega litil og sérstaklega vegna þess, að i flug- rekstri er erfitt að gera sér grein fyrir þvi fyrir fram, hve mikið þarf að nota hverju sinni, hve margir farþegar fara með tiltek- inni vél. — Við sendum menn út á land til að velja nautgripi, og þegar búið er að slátra þeim og þeir búnir að hanga, fara okkar menn og skera skrokkana niður i bita, sem siðan eru frystir og tilbúnir til notkunar. Við tel.ium töluverð- an sparnað að þessú, og auk þess hefur þetta mjög mikið að segja upp á gæði vörunnar, þ.e.a.s. dýr- inu er slátrað og það siðan skorið niður og fryst, i stað þess að þurfa að affrysta til þess að skera það niður. — Árin 1970-71 voru ákaflega „aktiv" að þvi leyti, að þá var félagið að byggja viðbótarálmu við Hótel Loftleiðir. Nú, við kaup- um hjá öllum mögulegum þjóðum og flytjum inn. Við höfum keypt t.d. ávexti frá Ástraliu, hnifapör i flugvélarnar frá Japan, og þannig mætti lengi telja. Það gefur auga leið, að allt getur komið til greina i svona rekstri. Það er allt frá stórum tækjum niður I blýanta. — Ég nefndi áðan, að það hefðu verið 144 milljónir, sem farið hefðu á pöntunum héðan út úr deildinni árið 1971. Við þá upphæð bætast 350 milljónir vegna eld- sneytiskaupa. Þá má gera ráð fyrir að svokölluð venjuinnkaup annarra, aðila nemi um 25 milljónum á ári, og að lokum er keypt af erlendum caterers fyrir 30-40 milljónir. Þetta gerir sam- tals um 550 milljónir, sem deildin hefur afskipti af. Er þá miðað við árið 1971, sem var óvenju hátt. Eldsneytiskaupin verða alltaf stærsti þátturinn, og að öllum likindum hafa þau aukizt á þessu ári, þar sem við höfum tekið i notkun þotu á Skandinaviu- og London- leiðunum, og auk þess eru tiðari ferðir á þessum leiðum, en verið hefur. Breytist Hugireyjubúningurinn? — Vorið 1971 fóru flugfreyjur Loftleiða i nýjan einkennisbún- ing. Var hann teiknaður af Jóni Þórissyni i Model Magazin og framleiddur af þvi fyrirtæki. Um það leyti höfðu búningar flug- Guðmundur Vilhjálmsson — Innkaupadeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.