Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 65

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 65
JoLABLAÐ 1972 TÍMINN 65 ^ ■ \# _ I lcelandic Airline! N G W Y O ík Air Bahama: Framkvæmdastjóri: SIGURÐUR HELGASON 1 New York situr Sigurður Helgason og stjórnar margvisleg- um umsvifum. Hann er fram- kvæmdastjóri Icelandic Airlines og Air Bahama, sem bæði eru dótturfyrirtæki Loftleiða og vara- formaður stjórnar Loftleiða. 1 New York vinna um 250 manns á skrifstofum og á flugvelli. Undir aðalskrifstofuna þar heyra sex skrifstofur aðrar, viðs vegar um Bandarikin, skrifstofur i Mexikó og Bogota i Colombiu og að sjálf- sögðu skrifstofa Air Bahama i Nassau. Auk þessa eru söluum- boð Loftleiða þvert og endilangt um Ameriku. Loftleiðir og Air Bahama eiga það sameiginlegt með meiru, að bjóða lægstu fargjöldin yfir Norð- ur-Atlantshafið, á nyrðri og syðri ieið. bað er til mikils hagræðis, að flugfélögin, sem fljúga á sitt hvorri leiðinni yfir Atlantshafið, hafi sameiginlega skrifstofu. Með þessu þekkjum við mun stærra markaðssvæði, en allar far- pantanir eru á sömu stöðum og félögin hafa sameiginlega skrif- stofuþjónustu. Á syðri leiðinni er notuð ein flugvél, sem flýgur sex ferðir á viku yfir sumarmánuðina. Á sú vél heimsmet i nýtingu af öllum Douglasflugvélum. Er vélin á lofti 15 tima á sólarhring yfir annatimann, og var nú þriðja sumarið i röð, sem hún hélt heimsmetinu. Flugleiðin Luxem- burg, Nassau er 4600 km löng, Flutningarnir á þessarri leið eru svipaðir á þessu ári og 1970 til 71. Flutningarnir á suðurleiðinni byggjast að miklu leyti á fólki, sem fer milli Evrópu og Suður- rikja Bandarikjanna, sérstaklega til Florida og einnig til Mexikó og Mið-Ameriku. Frá Nassau eru góðar flugsamgöngur til þessara svæða. Ekki má heldur gleyma, að á eyjunum i Karabiska hafinu býr mikið af fólki og er þvi markaður þar allnokkur. Annars er mestur vöxtur i flutningi Evrópumanna til Bahamaeyja og annarra eyja i Vestur-Indium. Skemmtiferðamenn i Evrópu eru búnirað heimsækja Spán og Mið- jarðarhafslöndin og finnst timi til að fara á aðrar slóðir, og eru Vestur-Indiur hrein paradis fyrir sólskinsþyrsta Norðurálfubúa. Fimm flugáhafnir fljúga Air Bahamaþotunni, en yfirmaður skrifstofunnar i Nassau er Gunn- ar Sigurðsson. Á Bahamaeyjum, sem eru 700 talsins búa 170 þúsund manns. Á næsta ári verða eyjarnar sjálf- stætt riki. Sagði Sigurður, að Air Bahama hafi gert eyjaskeggjum tilboð um, að þeir verði meiri- hlutaeigendur i félaginu, en nú- verandi stjórn þess mun halda áfram að sjá um vissa hluta rekstursins um nokkurt árabil. Er þetta tilboð til athugunar, en reiknað er með, að samningar takist á næsta ári. Á eyjunum eru nú rekin tvö litil flugfélög, sem að mestu eru i innanlandsflugi og nota litlar vélar. Talið er eðlilegt, þegar riki er orðið sjálfstætt, að ibúarnir hafi hug á að reka eigin millilandaflugfélag, eða gerast aðilar að flugrekstri. Eigi þegnar sjálfstæðs rikis meirihluta i flug- félagi, veitir það réttindi til að halda uppi áætlunarflugferðum til annarra landa. Verði af samn- ingum opnast Air Bahama marg- ar leiðir, og hugsanlegrar fram- lengingar-áætlunar milli Evrópu og Bahama annars vegar og það- an til staða i Ameriku. Þegar er búið að sækja um leyfi um fram- lenginu flugs til Florida, og verið er að hugsa um fleiri staði. Bahamaeyjar eru vel i sveit settar og hafa skilyrði til að vera mikilvægur hlekkur i flugsam- göngum, og hugsa ibúarnir þar áreiðanlega til að fljúga viðar en milli eyjanna. Telja verður mjög liklegt, að Air Bahama verði það flugfélag, sem endanlega verður samið við, en úr þvi fæst skorið innan tiðar, og verður það þá kjarninn i milliiandaflugfélagi Bahamamanna. Air Bahama hef- ur sýnt, að það er rekið og nýtur félagið álits heimamanna. Um fargjaldastriðið sagði Sigurður, að lágmarki væri náð og gætu flugfélögin, sem fljúga yfir Norður-Atlandshafið ekki haldið þvi áfram, hvorki hin stærri eða minni. Fargjöldin hafi verið og séu i algjöru lágmarki og fari afsláttarfargjöldin að hækka aftur hvað liður. Ekki kvaðst hann hræddur um aðra lækkunar- hrotu aftur siðar. Stóru flugfélög- in hafi tapað svo miklu á ævintýr- inu, að þau hugsuðu sig um tvis- vac áður en þau færu út i slikt aft- ur og enda mundi Bandarikja- stjórn gripa i taumana, ef um veruleg undirboð væri að ræða á fargjöldum. Ungmenna-fargjöld- in hækka nú aftur i næsta mánuði og aftur i vor og kemur það sér mjög vel fyrir Loftleiðir, þvi að 40% farþega félagsins eru á þeim aldri, sem hafa getað nótfært sér afsláttinn. Um starfsemi Loftleiða i Ame- riku eru annars engar stórkost- legar fyrirætlanir fyrirhugaðar á næstunni. Hugsanlega verður far- ið að fljúga milli Keflavikur og Cicago, en ekki fyrr en á árinu 1974. Samkvæmt millirikjasamn- ingi má hefja slikt flug á næsta ári, en er tæplega timabært fyrr en ’74. Loftleiðir reka skrifstofu i Cicago, en Miðvesturrikin eru fjölmenn og mikill markaður þar. Frá Kéflavik er 25 minútum lengra flug til Chicage en til New York, en mun styttra, en að milli- lenda i New York og fljúga þaðan til Chicago en þotuflug milli borg anna tekur um klukkutima og 45 minútur. Þegar og, ef þessi flugleið verð- ur opnuð, verða Loftleiðir að bæta við flugvélakost sinn. DAVID BROWN Þeir, sem einu sinni hafa átt|David Brown traktoh kaupa þá aftur.— Það eitt sannar vinsældir þeirra og gæði. David Brown traktorarnir eru liprirog sterkir með 12 hraðastiga samhæfðum gír- kassa. Tvöföld kúpling og tvöfalt drif. SELECTAMATIC fjölnota vökvakerfið gefur marga valmöguleika. Bændur! — Það borgar sig að kynnast kostum David Brown — áður en þið ákveðið kaup á traktor. Hafið því samband viðokkur strax og fáið nánari upplýsingar. MUNIÐ! — Lánsumsóknir til Stofnlánadeildarinnar fyrir áramót. Ghbust LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Sigurður llelgasun Fáein lokaorð Greinarhöíundur vonar, að Loftleiða þáttur þessi hafi stuðlað nokkuð að þvi að veita al- menningi innsýn i þá marghátt- uðu starfsemi, er félagið hefur með höndum, sem og, að hann hafi aukið skilning manna á þýð- ingu flugsins almennt, meðal annars með tilliti til ferðamanna- þjónustunnar hér á landi og auk- inna kynna þjóða i milli. Það skal að lokum tekið fram, að grein þessi er ekki hvað sizt til orðin fyrirfrábæra lipurð og alúð Loftleiða h.f. og starfsmanna þess, og vil ég sérstaklega nel'na Sigurð Magnússon, deildarstjóra Kynuingadcildar, i þvi sambandi, en hann var ætið boðinn og búinn að veila aðstoð og fyrirgreiðlsu, þó hann væri á kali i önnum vegna starfs sins. Vandaðar vélar borga sig bezt Fjölbreytt úrval af heyhlecTsluvögnum Krone IK m:i, 20 mil, 22 mi!, 24 m3 o.s.frv. Verft frá kr. 145.000.00. Meft KKONK-vögnunum má einnig fá mykjudreifibúnaft og alla vagnana má nota sem venjulega flutningavagna. HAMAR VÉLADEILD SIMI 2-21 23 TRYGGVAGoTU REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.