Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 10
1.0 TÍMINN JÓLABLAÐ 1972 Sun i Faris, myndin tekin á heimili S. Beucler INETIE Brautryðjendur í Evrópu Radionette verksmiöjumar framleiddu fyrstu al-transistora sjónvarpstækin í Evrópu, sem eru 17" eöa stærri. Þetta var árið 1970. Hér á landi er komin 2 ára mjög góð reynzla á þessi tæki |því auglýsum við Kynnið yður transistor sjónvarpstækin frá Radionette. — Þau bjóða upp á. • Langa endingu, minna viðhald. £ 110° myndskerm. Þynnra tæki auðveldar að koma því fyrir. • 17" — 20" — 24" tæki í gullfallegum palisander- eða tekk-kössum. • Stór konser-thátalari skilar frábærum tón- flutningi. % Sjálfvirkni til stillingar á myndveltingi. Radionette transistor sjónvarpstækin með lengstu reynzluna að baki henta yður. Góð greiðslukjör og árs ábyrgó. DIMSVORUR Örarestveit&Cahf «™ÍE8 RAFTÆKJAVERZLUN Bergstaðastræti 10A — Sími 16995 -— Aðeins fyrir börn. Allsstaðar eignaðist Sun vini. Hann var boðinn til Akureyrar, og ferðaðist töluvert um landið. Hvers vegna til íslands? Á þvi fékk ég ýmsar skýringar hvers vegna Sun hefði komið til Islands. Einn hélt þvi fram að hann væri flóttamaður undan frönsku lögreglunni — sem ekki náði nokkurri átt, þvi honum var leyfilegt að fara til Frakklands þegarhann vildi og þangað ætlaði hann þótt svo yrði ekki afþvi örlögin gripu i taumana. Fleiri sögðu samt að hann væri að smúla fé útiír auðtrúa sálum, enda stórrikur maður! Einu sinni var hann i min eyru SDurður hvi hann hefði komið hingað. Honum fannst þá vist At- lantis-skýringin heldur tekin að gamlast og sagði i staðinn að ein- hvers staðar yrðu menn að vera og betra að dveljast i hreinu landi en óhreinu ef jafnt væri á komið að öðru leyti. En Serge Beuchler, ritstjóri og útgefandi i Paris, hefur sagt mér að nokkru áðuren hann fór til Is- lands hafi hann öðru hvoru haft á orði að hann þyrfti að fara norðureftir, til Norðurlanda eða jafnvel til Islands, þar væru nú góð skilyrði. Ekki skýrði hann að öðru leyti hvað hann átti við. Hann dró aldrei dul á hve gott honum þætti að vera á fslandi. Ég spurði hann einhverju sinni um það, og hann svaraði: — Gott, það er góður straumur hér. — Hvaða straumur, spurði ég. Hann þagði litla stund og sagði svo: — Það liggur magnetiskur straumur frá pólnum suðurá bóg- inn, og fslander i honum miðjum. Meira fékk eg ekki og var litlu nær. Dulrænir hæfileikar? Oft hef ég verið spurður hvort þessi undarlegi maður hafi ekki biiið yfir einhverjum óvanalegum hæfileikum, kannski dulrænum hæfileikum. Um það get ég aðeins sagt sem ég heyrði hann sjálfan segja: — Engir hæfileikar eru duldir, en suma láta flestir ónotaða. Hann hafði furðulega athyglis- gáfu, mætti nefna mörg dæmi þar um. Glóggur var hann á fólk, og stundum var einsog hann læsi hugsanir manna. Og hann kunni lika ýmislegt fyrir sér i gömlum fræðum og hjátrú bæði Austur- og Vestur- landa. Engan hef ég þekkt sem betur kunni að nota möntrur eða heilög áköll Austurlanda, og hjá engum hef ég fengið jafnglöggar skyringar á þessum þætti aust- rænna fræða sem minnst er þekktur á Vesturlóndum og mest misskilinn af öllu þvi sem til okkar hefur borizt úr fyrri alda menningu austur þar. örlögin taka i taumana Nokkru áöuren ég fór af stað til Austurlanda haustið 1963 kom Sun að máli við mig og kvaðst ráðinn i að fara aftur til Parisar sem fyrst. Bað hann mig að hitta sig i Paris að sumri þegar ég væri á heimleið og fékk ég tilvonandi heimilisfang hans þar. Hann ætl- aði til Rotterdam með einhverj- um Fossinum, að mig minnir, snemma i sept. en ég fór 24. ágúst. Hann gaf mér þá ráðleggingu i veganesti til Austurlanda að reyna að mæla ekki orð á islenzku og lesa hvorki bók né blað á þvi máli mánuðum saman, þvi þá gæti ég kannski losnað úr viðjum islenzkrar tungu. — Hver maður er fjötraður af móðurmáli sinu. Hugsun hans hefur frá blautu barns beini mót- azt eftir þvi. Sá sem hugsar jafn- an á ákveðnu tungumáli, getur ekki verið frjáls i hugsun. Hann gengur með lituð gleraugu tung- unnar fyrir augunum. Ég sagði honum að af þessu gæti ekki orðið þvi kona min og dóttir færu með, og það fannst honum afleitt. — Athugaðu að vald tungunnar er miklu fingerðara en þér finnst. Þú verður að geta hugsað án hug- taka og „orðið var við" án þess að merkja hvert vitundar atriði með orði. Ég sagði honum að við skyldum halda áfram að ræða þetta þegar við hittumst i Parfs að ári. En hann fór aldrei. Fyrr um súmarið hafði hann nefnt við mig að einstaka sinnum kæmi yfir sig aðkenning að svima. Og réttáðuren hann ætlaði að fara fékk hann heilablæðingu og lamaðist hægra megin. Um veturinn og framá vor lá hann á Landakotsspitala. Með helgum mönnum En sumarið 1964 var hann flutt- ur i Vifilsstaði. tslenzka rikið tók þenna gamla mann að sér fyrir fullt og allt, og er að þvi mikill sómi fyrir land og þjóð. Þeir sem hér áttu mestan hlut að máli voru þeir Hallgrimur Dalberg stjórnarráðsfulltrúi og Helgi Ingvarsson yfirlæknir. Ekki kynntist Sun Hallgrimi svo ég vissi, en Helga þekkti hann eðlilega og hafði mikið dálæti á honum. Hann kvað sér sagt að nafn hans þýddi „helgur maður", og hér væri hann þvi með helgum mönnum. Þetta væri eins og klaustur, nema á Vifilsstöðum væri miklu betur farið með munkana en tiðkaðist eystra. Hann náði sér furðu vel, gat staulazt um með staf eða hækju. Hann las mikið, en nú gat hann varla skrifað. Samt reyndi hann að pára blokkstafi með vinstri hendinni. Hann átti nú fremur örðugt um mál vegna slappleika I talfærum, en við sem þekktum hann vel gátum auðveldlega skilið hvað hann sagði. Á Vifilsstöðum dvaldist hann um tveggja ára skeið. Skiptir ekki máli Vorið 1966 var ákveðið að hann væri um tima á Náttdrulækninga- hælinu i Hveragerði ef hann gæti fengið meiri mátt. En meðan hann dvaldist þar eystra fór að bera á þvi að æðakerfið héldi áfram að gefa sig. Hann kvartaði þá um liðan sina að hún væri ekki sem eðlilegust. — Ég get ekki sofið á nóttunni. — Vakirðu allar nætur. Er ekki eitthvað hægt að gera við þvf, spurði ég. — Ég sef ekki, svaraði hann, mig dreymir. — En það fannst honurri ekki eðlilegur svefn. Ég vissi áður að hann notaði ekki vanaleg hugtök um vitundarlifið og fyrirbæri þess. Síðan var hann fluttur til baka að Vifilsstöðum, veikur mjög, og snemma i júni andaðist hann, niutiu og eins árs að aldri. Siðustu dagana kom ég til hans oft. Hann var óbreyttur þótt likaminn væri að gufa upp. Umönnun var i bezta lagi og einkum ber að þakka Onnu Lofts- dóttur hjúkrunarkonu — sem hann einu sinni kallaði i min eyru engil miskunnseminnar. Dag einn sagði hann við mig: — Ef ég halla mér útaf finn ég að svefninn kemur. — Á ég þá að fara, spurði ég. — Ekki alveg strax, sagði hann. Rétt eftir að ég fór féll hann i dvala og raknaði ekki við til okk- ar vitundar eftir það.>Ég kom til hans daginn eftir og þá lá hann meðvitundarlaus einsog sofandi barn. Daginn þar eftir komu endalokin. Hallgrimur Dalberg bað mig að sjá um útförina sem færi fram á kostnað rikisins. Séra Arelius jarðsöng og viðstaddir voru aðeins tólf vinir hins látna. Nóttina áður dreymdi mig draum. Mér fannst ég vera að vasast i að koma Sun vini minum i jörðina, en allt gekk heldur á afturfótunum. Þá var hann allt i einu kominn sjálfur til mín, og sagði: — Skiptir ekki máli. Þá vaknaði ég. Heimsókn i Paris Vorið 1970 kom Serge Beuchler ritstjóri og útgefandi frá Paris gagngert hingað til að fá vit- neskju um Sun. Ég veitti honum þær upplýsingar sem ég vissi réttastar og spurði hann ýmissa spurninga á móti. Kom i ljós að kynni manna af honum i Paris voru nákvæmlega hin sömu og hér, og þar vissu menn nákvæm- lega jafn litið um hann og hér. En eitt hefti franska dulfræði timaritsins Planete — sem er út- breiddasta timarit sinnar teg- undar I heiminum, og Serge Beuchler gefur út og stjórnar — er helgað honum. Svo mikils virði þótti hann þeim sem þekktu hann i heimsborginni. Leiöi í Fossvogi Atvikin höguðu þvi svo að ég varð eins konar erfingi Sun Wu' Kung, að þvi leyti að ég fékk staf- inn hans, stækkunarglerið og pappirana. Taskan var orðin ó- riýt, pappirarnir sem hann hafði að mestu skrifað sjálfur, með blokkstöfum, voru i pappakassa. Þetta geymi ég allt. En suðuri Fossvogi erUeiði sem á eftir að siga I jörð og hverfa með öllu. Einsog segir i andláts orðum hins blessaða Búddha: „Upplausn biður allra sam- settra hluta". 6.12.1972. Sun lærði svifflug. Hann er þarna að leggja í flugferð 83 ára gamall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.