Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 22

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 22
22 TÍMINN JOLABLAÐ 1972 vandað Póstsendum nus Asmundsson Úra- og skartgripaverzlun Ingólfsstræti 3 Sími 1-78-84 Gleðileg jól! hverareyk leggja upp i veðurblið- una, enda kemur á daginn, að þarna sprettur hver upp úr klöpp- inni og rennur skamma leið ofan i Hverhyl, það er einasti staðurinn, þar sem Norðurá er hly. Ekki er þetta þó heppilegur baðstaður, þvi hveravatnið er of heitt, en straumurinn ber það svo hratt og snöggt af leið, að það nær ekki að gera þægilegan yl út frá sér. — Af gefnu tilefni langar mig til að koma þvi hér að, að ekki veiðast soðnir laxar i Hverhyl, laxarnir forðast hann. Skammt ofan viö Árhver er sá staður, er Klettkvörn heitir. Þarna eiga veiðimenn sér klaf á sumrin, það er trékassi, sem rennur á hjólum eftir virstrengj- um, en farþegar toga sig á kaðli fram og til baka. Sá, sem ætlar þá vesturbakkann eftir Klett kvörn getur likrað sig utan i klett- inum og haldið sér i keðju, sem fest hefur verið i hann á kengjum, en sá sem ætlar upp úr, á fram undan hcldur ógreiða leið yfir hrungrjót undir harmi þeim, er grjótið hefur hrunið úr. Þarna er betra að hafa varann á og vera ekki lengur en þarf, þvi það er ekki ýkja sjaldgæft, að sneið af hamrinum hrynji, og engan hef eg ennþá hitt, sem séð hefur ham- , arinn hrynja og fýsir til langdval- : ar á þessum slað. Enn hefur þetta þó ekki orðið að slysi mér vitan- lega. En nú er skammt eftir upp að Myrkhyl. Svo heitir, þar sem .áin rennur i fallegum, friðsælum ög kolgrænum sveig undir háum •..austurklettum, spölkorn neðan við veiðihús SVFR, sem stendur upp af Bjarnarkletti, en hann er við efri mörk Myrkhyls. Frá Myrkhyl, Bjarnarkletti.og Myrk- hylsrennum á margur veiði- maðurinn ljúfar endurminningai; og séð hef ég roskna veiðimenn sitja við Myrkhyl, veiðarfæra- •lausa, með einskonar Mónulisu- bros um varir en friðsæla munúð til augna. Upp frá Bjarnarkletti renn- -'ur áin heldur breitt um hrið og /ekki tiltakanlega strið, þó eru þar • j. henni strengir og flúðir, sem ;tekur að bera meira á, þegar ' lækkar i ánni. Þar eru fljótlega þrir klettahryggir, hver upp af iöðrum, og nokkrir minni ofanvið, sém ganga með reglulegu milli- .bili þvert út i ána. Þetta heita yBryggjur, og er fátt af örnefnum .árinnar meira réttnefni. Bryggj- : urnar eru veiðistaður góður, og hef ég uppskriftir að réttum i.v.eiðiaðferðum á Bryggjunum -jafnmargar þeim veiðimönnum, . sem fjölyrt hafa við mig um ■ þennan stað. Niðurstaða min af þeim er sú, að sá, sem hefur beppnina með sér, hann geti náð ' sér i fisk af Bryggjunum, hvernig 'sem viðrar og hvernig sem vatnið ' ér i ánni, ef hann hefur stöng, .iinu, og einhvers konar öngul. ..Þetta fer mest eftir fiskiláni -manna og þvi, hvaða veiðilag og ráðferðir þeir trúa á, en eins og ■ kunnugt er, tekur laxveiði og alit, sem henni fvleir. flestum öðrum trúarbrögðum fram, hvað snertir trúnað þeirra, er þau játa. Nú tekur að æsast leikurinn, þvi fram undan er sá staður, sem anzi marga dreymir um, aðallega vökudrauma, meira en hálfan laxveiðitimann, en það er svæðið neðan við Laxlöss. Þar úir og grúir af veiðistöðum og svæðum við allra hæfi (sem á annað borð hafa elni á að veiða i Norðurá) og skulu nú þulin nöfnin: Brotið, Skerin, Eyrin, Gaflhylur, Kon- ungsstrengur og Krosshola, Klingenberg og Drottningar- hylur. Þar að auki er svo Niku- lásarker^ en upp af þvi er laxa- stiginn og Kikulásarker þvi friðað. Raunar ættu til dæmis Drottningarhylur og Klingenberg lika að vera friðuð, samkvæmt ákvæði laganna um lax- og sil- ungsveiði, að eigi megi veiða eða styggja téða fiska nær fiskivegi en 50 m. hið neðra en 30 metra hið efra. En fyrir þessu er fengið ráðherraleyfi og virðist ekki koma að mikilli sök, enda eru bæði Drottningari’ylur og Klingenberg vandveiadir staðir og ekki ýkja skemmtilegir. Nikulásarker er — eða minnsta kosti var — eign Stafholtskírkju, og eru dæmi þess, að þar hafi komið upp 60 laxar úr einum fyrirdrætti. Heyrt hef ég þá sögu, að sá, sem veiðina þar stundaði fyrir kirkjuna, hafi eitt sinn komiö á sunnudegi með morgunveiðina, 60 laxa, niður að Stafholti, og raðað þeim utan i Nýja brúin hjá llaugum, og gainla brúin litlu ofar. NORÐURÁ í BORGARFIRÐI verðri og komu bráðlega að annarri þverá. Sú þótti þeim ekki mikil og óðu hana. Héldu siðan áfram upp með Norðurá, þar til þeir sáu að áin sú litla kom úr kröppum gljúfrum, gáfu henni lika nafn og kölluðu Gljúfurá. Er þetta lika réttnefni og sýnu skrautlegra nalna en Norðurá. En forvitnilegast hefur þeim þótt fallið hvita og óðu þvi Norðurá til að komast aftur að Hvitá. Ekki er þess getið, hvar þeir fóru yfir ána, en i fornsögum er nokkuð viða getið Eyjarvaðs, sem ég gæti haldið að vau i á móts við Staf- holtsey. Þar rennur áin allbreitt og þvi grynnra en viða. ( Ég hefði liklega átt að bera þetta undir innfædda, en það verður að biða.) Nema hvað þeir héldu áfram úpp með Hvitá allt til þeir komu aö á, sem rann þvers á rennsli Hvitár, kom þá enn upp i þeim nafngjaf- inn og þessa á kölluðu þeir Þverá. Ekki er þess getið. að þeir færu viðar i þessari ferð eða festu fleiri nöfn. en þess er getið. að þeir sáu öll vötn full af liski. Já, löngu dauðu herrar, þið hefðuð bara átt að fara lengra upp með Norðurá. Þá hefði ykkur gelizt á að lila. Raunar var laxa- stiginn ekki kominn i Laxfoss um þetta leyti, hvað þá elektróniskur laxateljari, en illa er ég svikinn, ef áin hefur ekki kraumað öll af laxi svo sem Irá Skeifunni og upp að Laxfossi. Og nú vitum við, að i vissu valni gengur laxinn viðar upp Laxfoss heldur en upp sinn þar til gerða stiga, svo eitthvað helur stokkið lika uppi á Svuntu og i Grjótunum. Já, herrar minir, ég held.að þið hefðuð átt að láta Hvitá biða og halda áfram upp með Norðurá. Sagan segir lika frá þvi, að leys ingi Skallagrims, sá er Sigmund- ur hét, fékk land af Skallagrimi, tunguna milli Norðurár og Gljúfurár. Sá reisti bú að Haug- um, en færði sig siðan þangað sem hann kallaði að Munaðarnesi (sumar sögur kalla það Munoðar- nes, aðrar Munúðarnes),fyrir þvi að þar var betra að veiða lax. Bæir þessir eru enn báðir til, og raunar einn enn á, þessari spildu, þar sem er Sólheimatunga, ein- hver eigulegasta jörð, sem ég veit um á lslandi, og eru þó Haugar og Munoðarnes báðar girnilegar. Sigmundur leysingi hefur þvi mátt vel una sinum hag og raunar fagna þvi, að kratar voru ekki uppi á íslandi i þann tið, hvað þá i neinum metum. Hreppsstjórnarlega séð eru þessir bæir nú i Stafholtstungum. Um það má deila, hvort þeir eigi ekki fremurheima i Norðurárdal, landfræðilega séð. Afturámóti verður ekki um það deilt, að Tungubæirnir,- Gröf, Grafarkoti Litla-Skarð og Laxfoss séu land- fræðilegir Noröurárdalsbæir, þá lika fjallabilin Jafnaskarð, Múla- kot og Stóru-Skógar. Sama er að segja um Þverárhliðarbæinn Veiðilæk. Ekki segi ég þetta þó i landvinningahugleiðingum sem Norðdælingur, heldur aðeins með halla lands og legu i huga. Fjár- hagslega er heldur ekki feita gelti að flá fyrir' hreppsfélagið i áður- nefndum jörðum, sem velflestar eru i eigu þess, „eyðistefnu-land- eigendaauðvalds" i Reykjavik, sem fjölstefnu-bankastjóraauð- vald krata á Akureyri reynir nú að kraka sér atkvæði á að klekkja á. En vikjum nú frá pólitikinni, enda þrifst .sú tik ekki á bökkum jafn fallegrar ár og Norðurár. Viö skulum hcldur rölta upp með ánni og leggja til dæmis upp undir Vaðbrekkunni, en svo heitir brekkan niður frá orlofsheimili BSRB i Munaðarnesi. Þar fyrir neðan er eyri i ánni og striður strengur undir austurbakkanum, þetta er góður laxveiðistaður og þangað sóítu menn sér laxinn i sumar léið, fengu þar margir ærið góðan l'isk og sumir marga, þar kom , stærsti laxinn úr Norðurá á siðasta sumri. Mörg- um þótti þó napurt að standa þarna, þvi þetta er i miðjum ár- dalnum og ekki svo mikið sem steinn, sem hægt er að skjótast bak við til brýnna þarfa, hvaö þá skjóls. En hvarvetna er fallegt, þegar vel veiðist, og hver hefur verið orðinn svo gegnloppinn við laxveiði, að honum yrði ekki þegar hlýtt, þegar sá vitri bleiki lætur svo litið að kippa i agniö? Spölkorn upp með ánni rennur áin i hlykk utan um klettanef. Gegnt boganum heitir Stekkur, þar eiga finir menn sumarbú- staði, þeir eiga lika Stekkinn, svo það er ekki nema von. Þarna er hinn ákjósanlegasti veiðistaður, einkum framan af veiðitimanum. Þegar liður á, hættir laxinn að taka eins vel neðan til i ánni, nema i alveg sérstöku vatni, eða öllu heldur við sérstök skilyrði, sem myndast af hæðarbreytingu árborðsins. Engu að siður hefur margur vænn komið á land fyrir Stekk og það var friðsæll staður. Meiri umgangur er þar nú en áður. eftir að BSRB kom i nábýl- ið, og ekki er mér grunlaust um, að starfsmenn rikis og bæja og fjölskyldur þeirra séu þar stund- um nærgöngulli en heimamönn- um og veiðimönnum gott þykir. Upp frá Stekk er viða torgengt á vestri bakkanum, og heppilegra að feta sig eystri bakkann. Ekki er þó gott að fara þarna yfir, en við skulum imynda okkur, að viðhöfum verið ferjuð. Þá liður ekki á löngu. áður en við sjáum Svo sogja fróðir inenn, að i önd- verðu liafi lif kviknað i vatni eða sjó og landvcrur þróast með þeim liætti, að votagripir þessir hafi skriðið á land upp og siðan smámsaman hreyt/.t til samræm- is við það. hve staðhætlir á landi eru annars konar en i vatni. Oft liefur mér flogið þessi kenning i hug i sainliandi við það, liversu gaman ég hef af þvi að ganga með og liuga að vatni, raunar þvi ineir, sein það er á meiri hreyfingu. Brim við slriind og rennandi vötn þykja mér cinkar skemmtilegt sjónarspil og af- slreitandi. Undanfarin tvö sumur hef ég verið að sumu leyti svo heppinn að eiga löggilt erindi með ein- hverri lallegustu og skemmlileg- ustu á landsins, og jafnl'ramt be/.tu laxveiðiánni með l'yrir- vara Ara fróða. Þetta er að sjáll'- sögðu Norðurá i Mýrasýslu, sú sem kemur ofan úr Hollavörðu- heiði og rennur niður Norðurár- dal. en sameinast Hvitá hjá Flóðatanga. Ekki tel ég mér trú um, að ég viti einhvcr býsn um ána fögru og gjöfulu, cn ég ætla mér að reyna að þreyja af fyrir góðlusum les- anda um lilla stund með spjalli um hana. Kannski er fleiri svo fariðen mér, að uppruninn i vatn- inu segir til sin og þeim þyki einn- ig gaman að ganga um bakka og grufla. Naln sitt hel'ur áin alllengi átt. Frá þvi scgir i Egils sögu, að Skallagrimur fór með l'örunaut- um sinum að kanna Borgarl'jörð. Þeir l'élagar gengu fjörur með- fram Borgarfirði norðanverðum, allt til er þeir komu að ókennilega lilri á. Þeir höfðu ekki áður séð jökulvötn. Þótt okkur á nútima- visu þyki jökulliturinn nær brúnu en hvilu kölluðu landnemarnir ána hvila og kenndu til litar: Ilvitá. Af þessu sést, að allur skilningur er meira og minna af- sta'ður, værum við nú að nema ls- land og kanna myndum við trú- lega kalla ána Bruná eða jalnvel Mórauðá. En hvað um það, þeir gengu upp með vatnsfallinu allt lil þeir komu að ármótum. þar sem hrcin og tær á rann i þá hvitu. Tæra áin kom úr norðri, og var íyrir þvi kölluð Norðurá. Ekki helur þeim litizt björgu- lega á að vaða ána þarna, svo þeir héldu upp með henni norðan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.