Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 60

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 60
41 TÍMINN JÓLABLAÐ 1972 Flugrekstursdeild Deildarstjóri: ÞÓRARINN JÓNSSON Starfsmannafjöldi: 220 — 300 Deild þessi sér um daglegan reksturflugvélakosts félagsins og eru starfsmenn hennar: flugliðar, flugfreyjur, flugumsjónarmenn og skrifstofufólk deildarinnar. Til flugliða teljast flugstjórar, að- stoðarflugmenn og flugvélstj- ðrar. Helztu atriði, sem ég lagði fyrir Þórarin til að fá upplýs- ingar um voru þessi: Dagleg störf skrifstofufólks deildarinnar, helztu atriði varðandi störf flug- áhafnanna og flugumsjónar- manna, þjálfun þeirra, og þá einnig hvildar- og vinnutima- reglur þeirra, undirbúningur flugáætlana , nýting flugvéla- kostsins, leiguflugvélar m.m. — Störf okkar, skrifstofufólks- ins, eru aðallega skipulag og eftirlit. Hér er áhöínunum raðað niður i l'lug, fylgzt með flugstund- um flugliða, séð um,að varamenn séu til taks, þegar um forföll er að ræða, úthlutað orlofum, o.fl. Jafnframt fer hér fram á sama átt skipulagning fyrir rekstur hverrar flugvélar, hvenær þær eiga aö fara i skoðun, og ef um seinkun er að ræða, hvort þurfa þykir að fá flugvél á leigu til þess að nú upp áætlun, skipulagning leiguflugs fyrir önnur flugfélög eða ferðaskrifstofur o.s.frv. Enn- fremur eru hér gefnar út ýmsar reglur fyrir flugliða og af- greiðslufólk. Ýmsar handbækur gefur þessi deild út fyrir mismun- andi slarfshópa félagsins. Deildin scr einnig um ýmis viðskiptí við flugmálastjórnir margra landa, hvað lýtur að flugreglum og flug- leiðum viðkomandi landa. Undirbúningur fyrir hvert einstakt flug Undirbúningur flugáætlana fyrir hvert einstakt flug er i hóndum flugumsjónármanna. Meðal þeirra upplýsinga, sem þeir þurfa að viða að sér, eru upp- lýsingar um veður. Þá þurfa þeir að vita, hvaða vél það er, sem flýgur, vegna þess að þær eru misþungar, og þeir þurfa að vita, hvað hún á að flytja, hvort það eru farþegar, fragt eða farangur. Þegar þessar upplýsingar og fleiri eru fengnar, fletta flugum- sjónarmennirnir upp i hand- bókum og athuga, hvaða flughæð er heppilegust út frá vindum, hitastigi og þunga vélarinnar. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að gera farþegum flugferöina sem þægilegasta, koma i veg fyrir, að þeir fljúgi i slæmu veðri, og i öðru lagi, að ferðin gangi sem fljótast fyrirsig. En stytzta leiðin er ekki alltaf fljótförnust, það fer eftir vindum. Þegar gerð hefur verið nákvæm flugáætlun, þarf að athuga brautarskilyrði með tílliti til flugtaks og lendingar og að þungi flugvéla-rinnar sé ekki meiri, en viðkomandi flugbrautir gefa leyfir fyrir. Um þetta sjá flugumsjónar- mennirniryfirleitt, en á leiðunum frá Skandinaviu og Bretlandi sjá flugstjórarnir að mestu um þetta. Fyrir þær leiðir höfum við útbúið ,,Standard"-áætlanir fyrir hin ýmsu skilyrði. Það eru e.t.v. um eina 10 möguleika að ræða fyrir sömu leið og er þá sú hentugasta valin. Er þetta tiltölulega fljótlegt verk. Loks skal þess getið, að fjöldi flugumsjónarmanna okkar er alls 19. 1 Keflavik eru þeir 11, i New York 5 og 3 i Luxemburg. Kennsia og þjálfun flug- áhafna — Samstarf viö EA og SWA — Flugmennirnir ljúka at- vinnuflugmannsprófi venjulega eftir um það bil 200 flugstundir auk bóklegs náms, en geta ber þess, að Loftleiðir reka sinn eigin flugskóla hér i byggingunni. Við setjum flugmönnum okkar þau skilyrði, að þeir hafi einnig lokið bóklegu námi flugleiðsógumanns, og blindflugs prófi, áður en þeir eru ráðnir til félagsins. Og til þess að þeir kynnist leiðunum sem bezt, höfum við þjálfað þá i starfi flugleiðsögumanns (eða siglinga- fræðings) og hafa þeir flogið sem slikir allt upp i 5 ár, áður en þeir hafa fengið að starfa sem aðstoðarflugmenn hjá okkur. Þá eru þeir búnir að kynnast leið- unum, startsaðstöðu: og flugvél- inni allvel. Þá eru aðstoðarflug- mennirnir þjálfaðir, og fyr- ir DC-8 þotur okkar höfum við sent þá lil Eastern Airlines á Miami, þar sem þeir hafa fyrst fengið 3 vikna bóklegt námskeið og siðan fengið þjálfun i DC-8 llugliki (DC-8-Simulator). En i þeim er hægt að gera ýmislegt, sem ekki er unnt að gera i sjálfri vélinni. Er hér um að ræða 24 stunda þjálfun. Þá kemur flug- þjálfunin sjálf, en nokkuö er ein- staklingsbundið, hve hún tekur langan tima. Hafa flugmenn okkar tekið allt á milli 10 og 20 flugstundir. Og áður en menn okkar táka að sér flugstjórn höf- um við látið þá fljúga nokkurn tima með reyndum flugmónnum sem við höfum fengið „lánaða' hjá Eastern Airlines og Seaboarc Airlines. Vélamennirnir hafa fengið sama bóklega skólann og flug- mennirnir, en þjálfun þeirra i l'luglikinu hefur orðið meiri, vegna þess að þeir fljúga bæði með flugstjórum og aðstoðarflug- mönnum. Við höfum verið með siglinga- fræðinga fram að þessu, en þeir hættu allir 1. nóvember siðast- liðinn, en nýr tölvuútbúnaður, svokallað tregðutæki (INS) er að koma i vélarnar, sem leysir þá af hólmi. Þarf þessi útbúnaður að vera kominn i allar vélarnar fyrir vorið, en fram til þess tima gegna aðstoðarflugmennirnir sem eru of margir hjá félaginu sem stendur, störfum siglingafræðinga. Flugfreyjurnar hafa verið þjálíaðar hjá félaginu sjálfu og hafa það yfirleitt verið 6 vikna kvöldnámskeið, en fyrir erlendar stúlkur einnig dagnámskeið. Að visu höl'um við ekki haft aðstöðu til að þjálfa þær fullkomlega i meðferð öryggistækja (vegna þess að okkur vanta flugliki) og við höf'um þvi sent þær i tveggja l>(>iaiiiui .lónsson — Klugrekstursdeild. daga þjálfun til New York. Flug freyjunum er auk þess kennt allt sem lýtur að þjónustubrögðum og framreiðslu, hjálp i viðlögum og fæðingarhjálp, og einnig þurfa þær að kunna að útfylla nauðsyn- legar skýrslur þeirra landa, er við fljúgum til. Endurhæfingarnám- skeið flugáhafna — vinnu- timareglur — Ekki má gleyma að minnast á endurhæfingarnámskeiöin. Flugfreyjurnar fara einu sinni á ári á nokkurs konar upprifjunar- námskeið og standa þau yfir núna. Flugliðarnir eru um þessar mundir á endurhæfingarnám- skeiði hjá E.A. á Miami, en þeir eru annars i stöðugri þjálfun og undir stöðugu eftirliti heilsufars- lega Tvisvar á ári verður flug- stjóri að gangast undir hæfnisprðf og jafnoft verður hann að skoðast af trúnaðarlækni loftferðaeftir- litsins. Aðrir flugliðar gangast undir þessi próf einu sinni á ári. — Varðandi vinnutima flugliða þá gilda þar mjög ákveðnar reglur. Það er mjög mikilvægt öryggisatriði, að flugliðar séu vel hvildir, áður en þeir hefja störf, og að þeim sé ekki ætlaður of langur vinnudagur. T.d. má ekki ætla flugmanni að fljilga meira en 10 stundir á sólarhring, né vera lengur á vakt en 15 stundir. Hins vegar er áætlun Loftleiða þannig gerð, að sjaldan er flugmanni ætlað að fljúga meira en rúmar sex stundir á sama sólarhring. Sem dæmi má nefna, að áhöfn, sem fer frá Keflavik eftir.hádegi og lendir i New York sama kvöld, dvelur þar i rúman sólarhring -.og flýgur siðan aftur til Islands. Að lokinni þessari ferð fær þessi áhöfn a.m.k. tveggja daga hvild heima hjá sér, áður en heimilt er að láta hana fara i næstu ferð. — Hjá LL eru i dag 28 áhafnir. 1 hverri áhöfn eru a.m.k. þrir flug- liðar, þ.e. flugstjóri, aðstoðar- flugmaður og flugvélstjóri. Flug- liðar LL eru þvi alls 84. Flug- freyjurnar eru i vetur hjá okkur alls um 100 en voru siðastliðið sumar um 186. Á DC-8 þotum LL eru að jafnaði sex flugfreyjur i hverri áhöfn. — Flugvélakostur LL er i dag á þann veg, að við erum með tvær vélar, sem við köllum okkar (leigu- og kaupsamningur), þ.e. Leif Eiriksson (DC-8-55 þota, tekur 161 farþega) og Snorra Þor- finnsson (DC-8-63 þota, tekur 249 farþega). Á sumrin fáum við auk þess tvær DC-8-63 þotur leigðar til viðbótar hjá Seaboard. DC-8-63 þota IAB Internationaal Air Bahama) flýgur á sumrin 6 ferðir i viku milli Nassau og Luxem- borgar og 3 á vetrum, en þá notar LL hana i tvær ferðir i viku milli Luxemborgar og New York. Starfsmannahald Deildarstjóri: JÓN JÚLÍUSSON Starfsmannafjöldi: 6 Hver eru helztu deildar yðar? verkefni Starfsmannahald er samræm- ingaraðili fyrirtækisins gagnvart starfsfólki þess. Starfsmannastj. annast ráðningu starfsfólks og gerir tillögur um laun i samræmi við kjarasamninga og i samráði við aðra deildarstjóra félagsins. t verkahring deildarinnar eru m.a.: Starfssamningar, þjálfun starfsfólks i samvinnu við aðra deildarstjóra, færsla starfs- mannaskrár, greiðsla launa ásamt tilheyrandi útreikningum, orlofsmál, heilbrigðismál starfs- fólks og hlunnindi þess, t.d. afslattarför, áætlun um starfs- mannaþörf, fræðslumál, þ.á.m.. yfirumsjón með skóla Loftleiða, tillögugerð um tilflutning i starfi eða stöðuhækkun, undirbúningur að gerð kjarasamninga, samn- ingar við stéttafélög ásamt fram- kvæmd þeirra svo og ýmis skrif- stofu- og afgreiðslustörf almenns eðlis, sem lúta að starfsmönnum. Vilduð þér skýra nánar frá launamálum félagsins? Laun starfsmanna ákvarðast i flestum tilvikum af almennum eða sérstökum heildarsamn- ingum. Loftleiðir hafa umfangs- mikinn rekstur á mörgum stöðum, og samningsaðilar þvi margir. Ef til vill grunar ekki far- þega, sem kaupir sér farmiða með Loftleiðum i Reykjavik, að við komu hans t.d. til New York, hafi komið við ferðasögu hans starfsfólk úr 10 islenzkum stéttar- félögum af 15, sem Loftleiðir eiga aðild að beint og óbeint, sem hvert um sig semur við Loftleiðir eða bæði flugfélögin, ýmist um heildarkjör eða um sérstaka kjaraliði vegna afbrigðilegra vinnuhálta og sérstaks vakta- fyrirkomulags. Það útheimtir ótrúlega mikla vinnu, fyrirhöfn og erfiði að semja við svo marga aðila, oft á sama tima, og rennum við þvi öfundaraugum til þeirra Isal- manna, sem semja við allar stéttir á einu bretti. Sumir samn- ingar taka til hundruða starfs- manna, t.d. verzlunarmanna og flugfreyja, en til gamans má geta þess, að eitt samningsafbrigði tekur einungis til 2ja eða 3ja manna. En hvað um launin sjálf? Eins og ég sagði áðan, ákvarð- ast þau i flestum tilvikum af opin- berum samningum, en launaupp- hæð hvers og eins, „umslagið", á að vera algert einkamál milli félagsins og viðkomandi starfs- ' manna. Beinar launagreiðslur á Islandi námu á s.l. ári um 360 millj. króna, eða sem svarar til að félagðið snari út 1 milljón króna á dag, en heildarlaunagreiðslur félagsins á þvi ári numu um 900 millj. króna, sem svarar til þriðj- ungs allra tekna félagsins. Hluti launa af rekstrarkostnaði hefur farið hækkandi ár frá ári og er orðinn iskyggilega hár, þvi margs þarf nú búið við, og hver prósenta til almennrar hækkunar felur i sér stórar fúlgur fjár, eða ca 10 millj. kr. útgjöld. Ekki er svo að skilja, að einstaklingar séu of- haldnir af sinum launum, hér er að visu að hluta um kjarabætur, en fyrst og fremst um hrikalegan verðbólguvöxt að ræða, heima og erlendis, sem bitnar hvað harkalegast á flugfélögum, sem neyðast i krafti djöfulóðrar sam- keppni til að lækka „afurð" sina eða þjónustu niður fyrir allar hellur, ef þau vilja stiga dansinn áfram að ört vaxandi kostnaði, Hér er ekki einu sinni til að dreifa hinni munntömu reglu um ,,vixl- verkun kaupgjalds og verðlags", heldur ér hér öfugt formerki við verðlagið: Hækkandi launakostn- aður: lækkandi verð á afurðinni. Framleiðni pr. starfsmann mæld i tekjum ársins 1971 var mjög svipuð og árið 1970, eða um 2,5 millj. króna á mann (heima og erlendis) að meðaltali, en mun sennilega lækka eitthvað á þessu ári vegna hinna lágu fargjalda , en það liggur eðlilega ekki fyrir enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.