Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 21
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 21 fræðingar frá Sovétrikjunum, Bandarikjunum, Bretlandi og fleiri löndum. i umræðunum tóku einnig þátt mannfræðingar, safn fræðingar, félagsfræðingar og fornleifafræðingar .. hlutlægni og nákvæmni einkenndu allar ræður og erindi á ráðstefnunni, sem báru vott um rækilegan undirbúning. Áheyranda gat vir- zt, að hér væri ekki verið að fjalla uin fjarlægar vetrarbrautir og óþekkta heima, heldur gasleiðsl- ur eða vegagerð.... Siðasta degi ráðstefnunnar var varið til að semja fyrstu áætlun mannkyns- ins um skipulagða leit að vits- munaverum igeimnum i þeim til- gangi að ná sambandi við háþró- aða menningu úti i alheiminum. Umræður um einstaka liði þess- arar áætlunar sannfærðu mann enn frckar um það, hve þýðingar- miklar afleiðingar fyrir framtið jarðarbúa þaö gæti haft að ná sambandi við „vitsmuni geims- ins". Menning vor hlýtur einnig að vera girnileg til fróðleiks i auguin ibúa annarra vetrar- brauta...” Það er sem sagt ekki neinum erfiðleikum bundið lengur að tala skynsamlega um lif á öðrum hnöttum. Um það, hvernig megi hafa samband við ibúa annarra hnatta i fjarlægum sólkerfum gegnir öðru máli. Þar hafa stjörnufræðingar helzt ekki viljað tala um aðra möguleika en radio- samband, þ.e. einhvers konar merkjakerfi, sem sent yrði á út- varpsbylgjum, en þar með er ekki sagt, að þeir hafi ekki aðra mögu- leika i huga, þótt hljótt sé farið með það — ennþá. Sá galli er á öllum sendingum, sem byggjast á hraða ljóssins, að þær eru alltof hægfara, þegar um er að ræða hinar gifurlegu fjar- lægðir i geimnum. En þar sem hraði ljóssins er álitinn hinn mesti hugsanlegi hraði, hvernig á þá að færa rök fyrir sambandi milli sólkerfa? Eins og ævinlega hefur verið, þegar eínhver hefur sagt, að nú komumst vér ekki lengra, þá opn- ast nýir möguleikar. Ég ætla að nefna eitt dæmi af mýmörgum. Um 1830 fullyrti hinn þekkti franski heimspekingur Auguste Comte, sem margir hafa vist mætur á, að aldrei myndu menn neitt geta vitað um efnafræði stjarnanna. Maðurinn, sagði Comte, mun aldrei komast til stjarnanna og þess vegna munu þærætið vera honum óráðin gáta. Ekki liðu nema 30 ár þar til Kir- choff tókst að útskýra litróf sólar- ljóssins og þar með stjarnanna, þvi að sólin er ekkert annað en venjuleg stjarna. En út frá litrófi sólarljóssins (stjarnanna) má lesa úr hvaða efni stjarnan er gerð. Um allt þetta hafa verið skrifaðar margar bækur og er óþarfi að rekja það nánar. Nú er það lifið á stjörnunum, sem um er að ræða og enn segja menn — um það getum vér ekkert vitað. Það er rannsóknarefni út af fyrir sig, hve litið menn virðast læra af reynslunni. Það er alveg sama, þó að reynslan sýni og sanni æ ofan i æ, hve varasamt það er að fullyrða neitt um tak- markanir náttúrunnar og væri miklu fyrirgefanlegra ef menn segðu, að möguleikum náttúrunn- ar, og þar með mannsandans, væru engin takmörk sett. Og svo sannarlega á sú fullyrð- ing manna, að ekki getum vér neitt vitað um lif á jarðstjörnum annarra sólkerfa eftir að verða afsönnuð. Hefur það reyndar þeg- ar verið gert á frábærlega snilldarlegan hátt af dr. Helga Pjeturss með uppgötvun hans á lifsambandinu milli hnatta. Menn eiga aðeins eftir að uppgötva þá uppgötvun. Fjarhrif A þeim árum, er dr. Helgi Pjeturss skrifað Nýalana, var allt tal um fjarhrif álitið rugl og kukl. Þótti það alls ekki samboðið vis- indamönnum að koma nálægt sliku. Þeir fáu, sem þó gerðu það, hlutu af þvi hina mestu hneisu og fyrirlitningu starfsbræðra sinna. Nú horfir allt öðruvisi við. Arið 1969 var Alþjóðasambandi fyrir- burðafræðinga (parasál- fræðinga) formlega veitt inn- ganga i Samband banda- riskra visindafélaga (American Association for the Advancement of Science). Visindamenn viður- kenna nú, að fjarhrif séu stað- reynd og að rannsóknir á þeim séu ekki óvisindalegar. Eru nú rannsóknir á fjarhrifum og hvers konar yfirvenjulegum fyrirbær- um stundaðar af kappi við há- skóla viða um lönd, en þó mest i Bandarikjunum og Rússlandi. Með viðurkenningu visinda- manna á fjarhrifum opnuðust nýjar leiðir. 1 nýjustu stjarn- fræðibókum má sjá, að farið er að ympra á þessu, að eini möguleik- inn til raunhæfs sambands við ibúa fjarlægra hnatta sé fjar- hrifasamband (telepathy). Stjörnufræðinga er farið að óra fyrir visindum, sem dr. Helgi Pjeturss bar fram hér á landi fyr- ir meir en hálfri öld siðan. Til marks um hin breyttu við horf i þessum málum má nefna, að er bandariski geimfarinn Mitchell fór til tunglsins, þá gerði hann fjarhrifatilraun með spilum og eins það, að i rússneskum vis- indatimaritum má lesa setningar eins og þessa: „Visindamenn leita eftir fólki með sérstaka hæfileika til sambands við ibúa annarra hnatta". Virðist mér hér vera átt við fólk með miðilshæfi- leika og fjarskyggnihæfileika likt og Svedenborg hafði á mjög háu stigi. Ótal mörg fleiri atriði mætti nefna, sem eru eins og fyrstu dag- boðar þess heimsskilnings, sem vitringurinn Bruno galt fyrir með lifi sinu, frekar en að afsverja sannfæringu sina, en það er saga, sem er geymd en ekki gleymd. Hver glöggskyggn maður ætti að geta áttað sig á þvi, að hinn nauðsynlegi grundvöllur þess, að samband geti fengizt milli sól- kerfa, er þegar fenginn. 1 fyrsta lagi, að til eru önnur sólkerfi og það óteljandi, i öðru lagi, að sigra má hinar gifurlegu fjarlægðir með aðferðum, sem einu nafni má kalla fjarhrif. Um allt þetta þarf að skrifa miklu ýtarlegar en hér er gerþog býst ég fastlega við, að það geri þeir, sem mér eru færari til þess. Eitt liggur alveg ljóst fyrir. Ef nógu margir menn (konur og karlar, ungir og gamlir) fást til að gera samstillta tilraun til fjar- hrifasambands, má búast við árangri, sem fer langt fram úr vonum. Og vissulega er slik til- raun þess virði, að hún sé reynd. Það skortir aðeins áhugann. En þetta áhugaleysi er eiginlega óskiljanlegt, þegar haft er i huga, hve hugmyndir dr. Helga eru óviðjafnanlega skemmtilegar, ef svo má að orði komast. Helstefna? 1 grein þessari hef ég reynt að sýna mönnum fram á, að það er ekki nema sjálfsagt að veita kenningum dr. Helga verðuga at- hygli. Sjálfur taldi hann það al- gjöra lifsnauðsyn, að menn upp- götvuðu lifsambandið milli hnatta og hvernig mætti hagnýta það á sem beztan hátt. Reyndi hann árum saman að vekja at- hygli manna á þvi, að ekki stefndi sem bezt allt lif hér á jöröu. Ætti vart nokkrum að blandast hugur um það nú, að vá er fyrir dyrum, þegar hver sérfræðingurinn eftir annan hefur látið i ljós áhyggjur sinar um framtið jarðarbúa og mikilhæfir visindamenn alvar- lega varað við óbreyttri stefnu i ýmsum lifshagsmunamálum mannkynsins. Þvi a"ð ekki er aðeins, að enn sé haldið áfram ógnarlegum styrjöldum og manndrápum, þar sem möguleikar til algjörrar tor- timingar eru stöðugt fyrir hendi (sbr. ummæli Sir Lovells hér að framan), heldur er maðurinn á góðri leið með að trufla svo jafn- vægi náttúrunnar að til óbóta horfir. Það er i rauninni óþarfi að orð- lengja um þá stefnu, sem haldið er til streitu hér á jörðu. Hún er, eins og dr. Helgi fyrir löngu gerði sér grein fyrir, sannkölluð — hel- stefna. (Helstefna — stefna hinn- ar vaxandi vansældar.) Það liður varla á löngu þar til menn fallast á, að reyna verði sérlivcrt ráð, sem til úrbóta gæti orðið. Ekkert er eðlilegra en að þeir, sem lengra eru komnir i þróun, miðli af reynslu sinni og þekk- ingu. Vér höfum dæmin héðan af jörðu þar sem er samband milli þróaðra þjóða og vanþróaðra eins og það gerist bezt. Þeir sem eru lengra komnir i þekkingu og vis- indum, hjálpa þeim sem skemmra eru komnir. Menn geta óhræddir treyst þvi, að vitrænt samband við æðra mannkyn ann- arra hnatta getur aðeins gott eitt af sér leitt. Lifstefna? Hvað sem mönnum kann að finnast um það, sem hér hefur verið ritað, er rétt að benda á eftirfarandi til ihugunar: Alveg eins og stjörnufræðin hefði litið komizt áfram án uppgötvunar að- dráttarsambandsins, þá komast rannsóknir á lifinu aldrei veru- lega áfram, nema menn uppgötvi lifsamband alheims, en það, ein- mitt það að skilja eða byrja að skilja eðli lifsins, er lang liklegast eina leiðin til að náð verði al- mennri farsæld hér á jörð. Með skilningi og viðurkenningu á lifsambandinu og staðfestingu þess með sambandi hnatta i milli myndi allt horfa öðruvisi við en áður. Ef menn hugleiða þetta, þá sjá þeir, að ekkert minna en þetta dugir til fulls. Þróunarstefnan myndi breytast frá helstefnu til — lifstefnu. (Lifstefna — stefna hinnar vaxandi farsældar.) Ályktun Vér höfum ekki efni á að láta ókannaða neina þá tilgátu og/eða tillögu, sem orðið gæti mannkyni þessara jarðar til heilla. 1 nafni hinna nýju visinda, Kjartan Norðdahl Skrifað i fyrstu stjörnusam- bandsstöð jarðarinnar. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.