Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 79

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 79
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 79 Stórflóð. sem valdið hafa miklu tjóni. hafa oft orðið hér á landi. en einkum þó við suður- og suð- vesturströndina, þegar saman hefur farið stórstraumsflóð og ofsaveður af suðri eða vestri. Eitt hið mesta flóð af þessu tagi. sem skýrar sagnir eru um. varð að- faranótt 9. janúar 1799. er sjór gekk viða á land á strandlengj- unni frá l->jórsá og vestur um. allt á Snæfellsnes. Er flóð þetta ýmist kallað Stóraflóð eða Básendaflóð. þvi að þá nótt brotnuðu öll hús i verzlunarstaðnum að Básendum i Stafneslandi á Miðnesi. svo að verzlun lagðist þar niður upp úr þvi. 1 þessu ægilega flóði varð stór- vægilegt tjón i mörgum verzlunarstöðum, jarðir skemmdust. og sumar eyddust með öllu. bátar brotnuðu, kirkjur fuku, fénaður fórst, einkum kýr og hestar i verzlunarstöðvunum við sjóinn, ein kona drukknaði. en sumt fólkið bjargaðist með næsta furðulegum hætti. Háeyrarflóö Siðan hei'ur ekkert sjávarflóð orðið. er jafnist á við þetta. en 2. janúar 1653 varð að kvöldlagi flóð. sem litið gaf Stóraflóði eftir. Háeyrarflóð svokallað. Kvað mest að þvi á Eyrarbakka. i Sel- vogi og Grindavik. Á Eyrarbakka gekk þetta flóð upp á Breiðumýri, braut viða hús, skemmdi hey, en nautpeningur og innihestar drukknuðu. Eéll sjór i bæi, og sums staðar hirðist fólk á bitum eða á þekjum uppi og stóð svo af sér flóðið. 1 Einarshöfn drukknaði sjúkur maður. er eigi gat forðað sér. Dönsku búðirnar á Bakkanum löskuðust, og timbur- hús flaut upp á Breiðumýri. Urðu miklar skemmdir á vörum, skreið, smjöri og mjöli. Mest er tjónið talið hafa orðið að Hrauni og Háeyri á Eyrarbakka, þar sem tók upp skemmu og bar upp á tjarnir, en kistur og ýmiss varn- ingur flaut langt upp i Flóa. Trjá- viður barst allt upp að Flóagafli. Vikjum svo að Stóraflóði. Kaupmaðurinn að Básendum Að Básendum á Miðnesi var i lok átjándu aldar kaupmaöur danskur, sem hét Hinrik Hansen, rúmlega fimmtugur að aldri. Hann hafði verið búðarsveinn i Hólminum 1764, sextán ára gamall. bar kynntist hann islenzkri stúlku, sem hann kvæntist siðar, Sigriði yngri, dóttur Sigurður Erlendssonar, meðhjálpara i Götuhúsum. Áttu þau allmörg börn, sem sum urðu siðar kaupmenn og verzlunar- stjórar i Reykjavik, nafnkennt fólk. Hinrik Hansen varð siðar kaup- maður i Grindavik, eignaðist hlut i Vopnaf jarðarverzlun og tók loks við verzluninni að Básendum frá nýári 1788. Hann hafði hér vetur- setu og endaði hér ævi sina, og er um hann sagt, að hann hafi verið einn hinn allra fyrsti af útlendum kaupmönnum, sem samlöguðust þjóðinni, eftir að einokuninni var aflétt. Hann sigldi aldrei eftir þá atburði, sem hér verður lýst, enda andaðist hann i Keflavik „af tærandi sýki" haustið 1802 og var jarðsettur að útskálum. Flóöið á Bás- endum Hinn 8. janúar 1799 gekk Básendafólk til hvildar að venju. t>ar hagaði svo til, að kaupmaður sjálfur bjó i timburhiisi með konu sinni. f jórum börnum. 7-16 ára, og einni vinnukonu. 1 torfkofum þar skammt frá bjuggu kaupmanna- hjúin þrjú, ásamt 78 ára gamalli konu, niðursetningi, Rannveigu borgilsdóttur. er lengi hafði legið rúmföst. önnur hús voru sölubiið, lýsisbúð, lifrarbræðsluhús. ,vöru- húsið mikla", skemma, litið vöruhús, fjós og hlaða. Loks átti kaupmaður þarna sex báta. stóra og smáa. Klukkan tvö þessa nótt verður kaupmaður þess var, að veður hefur mjög magnazt. Er komið fárviðri af suðvestri. og brakar i hver.iu tré i húsinu. Aður en langt um liður fer hann að heyra dunur miklar og þung högg, likt og veggbrjót sé beint að hiisinu og undirstöðum þess. Svartamyrkur er úti. en kaupmaður hefur ekki i sér neina eiru i firnum þess, lýkur upp húsdyrum eldhúsmegin og hyggst skyggnast út. En þá brýzt Stórflóð við strendur íslands Básendakaupstaður hvarf í sjóinn, kararmaðurinn hjarði undir baðstofugaflinum, reifabarnið var bundið upp í rjáfur sjórinn i fang honum. Sjóvarnar- garðurinn. sem hlaðinn var i hálf- hring um húsin og verzlunar- svæðiö, er sýnilega brostinn og æðandi sjór um allt plássið. Sjórinn streymir inn i húsið og fyllir herbergin á skammri stundu, en fólkið flýr hálfnakið upp úr rúmunum á húsloftið. Úti er æðandi brim og rjúkandi of- viðri, svo að ekki er hættandi á að fara út, meðan húsið stenzt þær hamfarir, sem nú ganga yfi'r, en þó er eins liklegt, að brim- öldurnar brjóti hiisið að grunni á hverri stundu. Nóttin liður. Fólkið biður þess, sem verða vill, titrandi af ótta. Sjórinn bylur látlaust á húsinu, sem um siðir tekur að brotna og skekkjast. begar klukkan er um það bil sjö að morgni, treystir fólkið sér ekki til þess að hafast lengur við á loftinu. sem tekið er að riða iskyggilega mikið. Kaup- maður brýtur þvi glugga á norðurhlið, og þar er skriðið út. Tekur hann Mariu litlu Lisebet, sem ekki er nema sjö ára, á hand- legg sér og brýzt með hana yfir að fjósinu, sem stóð litlu hærra. Hitt fólkið fylgir honum eftir i nátt- myrkrinu, yfirkomið af dauðans angist — konan, vinnukonan og þrir piltar, 13— 16ára. Sjór er allt i kring og ber með sér trjávið, búshluti og bíak úr húsum. En þrátt fyrir myrkur og sjógang nær allt fólkið fjósinu að lokum. Nú tekur þó ekki betra við. Eftir örskamma dvöl i fjósinu, brestur mæniás þess, og fólkið verður aftur að hrekjast út i brimsúg og myrkur. Nú er ekki um annað að gera en ná hlöðunni. En úr henni er þegar brotinn annar gailinn, og við hana hröngl af trjáviði. sem rekið hefur þangað. Enn kemst lólkið þó heilt á hiifi i skjól. og nú er dvalizt i hlöðunni um hrið. bar er ærið kalt, og hálfnakið fólkið hrið- skeflur. Svo dynur yfir harður sviptivindur og hluti þaksins tætist af. en það, sem eftir er, blaktir eins og pappirsórk i storminum. Hér er ekki heldur lift lengur. Nú er ekki um annað að velja en yfirgefa kaupstaðinn. Þau takast i hendur. leiðast. vazla áfram, skriða. þegar stórviðrið ætlar að i'eykja þeim um koll og slita þau sundur. f>annig ná þau loks að Loddu. hjáleigu rétt við Stafnes. l>á er að segja af hjúum kaup- mannsins. l>eim varð ekki sveín- samt fremur en öðrum þessa óskapanótt.Brátt varð þeim ljóst, hvað um var að vera, og var það ráð tekið að brjótast upp um kofa- þekjuna og reyna siðan að forða sér. En Rannveig gamla borgils- dóttir var ekki vel búin til þessarar svaðilfarar - gamal- menni. sem legið hafði lengi i kör. Veðrið lamdi hana niður, svo að hún drukknaði þar á plássinu. Um verzlunarstaðinn er það að segja, að þar stóð ekkert hús heilt uppi að þessari nóttu liðinni. Sumar byggingarnar sópuðust al- gerlega brott, aðrar rústir einar, allir bátarnir brotnuðu og sjóvarnargarðurinn gerféll, þótt hans sæist vottur á 184 faðma löngu svæði. Allt verzlunarsvæðið var þakið sandi, möl og grjóti, rústir húsanna kafðar sandi og uppi á sundurtættu þaki eins hússins, fjórar álnir ofar grund- velli, hafði rekadrumbur orðið lastur. bangað hafði brimið slöngvað honum. Lengst hafði sjórinn gengið 164 faðma á land upp fyrir verzlunarstaðinn. Svo ferlegar voru hamfarir þessa nótt. að fólkið trúði þvi, að land- skjálfti hefði gengið yfir samfara flóðöldunni. Björgun Alexíusar á Sandhól Austur á Eyrarbakka og Stokkseyri gekk sjór á land þessa nótt og olli miklu tjóni. bar rann inn i marga bæi. og suma braut til grunna. en viði og húsgögn bar flóðið langt upp á mýrar. Viða i'liiði fólk heimili sin. Svonefnd Rauðabúð á Eyrarbakka hrundi og kotin á Rifstokk hjá óseyrar- nesi og Salthól hjá Gamla-Hrauni tók af. A Skúmsstöðum hrundi skemma.og tók flóðið allt. sem i henni var. og fannst aldrei neitt af þvi. nema brot úr peningakistli langt uppi á mýri. Mörg skip brolnuðu. og hestar. sem i fjör- unni gengu, fórúst hópum saman. Stakksta-ði öll umlurnuðust, og skans, sem hlaðið var af stórum steinum, hvarf með óllu. Allur malarkamburinn á Eyrarbakka lækkaði lil mikilla muna. begar þetta gerðist, átti t»ur- iður Einarsdótlir. sem siðar var kölluð formaður. heima á.æsku- heimili að Slétlum i Hrauns- hverfi. begar fólkið vaknaði við flóðið um nóltina. fór hún með Bjarna bróður sinum i hesthúsið, náði út tveimur heslum, sem þar voru, og kom þeim upp á húsa- garðinn. Björguðust þeir þar. þvi að bærinn stóðst l'lóðið, en heslhúsið hrundi. Magnús Bjarnason, bóndi á Stóra-llrauni. þótti vinna afreks- verk þessa nótt. Er hann sa hverju lara gerði, brauzt hann að Salthól og bjargaði baðan fólkinu öllum nema einum manni, sem la i kör l>að var Alexius gamli. er búið hal'ði i Sallhól i fjóra ára- tugi. Magnús vildi ireista þess að hal'a hann með sér heim að llrauni, en karl vildi hvergi fara, hvað sem á dyndi kaus heldur að farast með kotinu, þar sem hann hafði alið aldur sinn. Bauð hann lólki góðar nætur og hugðist biða dauða sins. Arla að' morgni var farið að vitja um karlinn og kotið. Stóð þá aðeins uppi baðstofugaflinn, en undir þvi var rúm Alexiusar. Ilafði hann ekki sakað i lárviðri og flóði. þótl kotið hryndi ofan al' honum. Barnið í rjáfrinu Ægir gerði viðar slrandhögg þessa nótt. Neðsti bær á Skipa- skaga var i þann tið svonelnd Breið. l>ar bjó maður, sem hét Ari Teitsson, með konu sinni Ingi- björgu .Jónsdóttur og þrem börnum ungum og l'leira heimilis- lólki. Breiðin varð fljótlega lyrir barðinu á sjóganginum. Er fram á nóttina kom. tók sjór að ganga á land á Skipaskaga, og skall flóðið fyrst á Breiðinni Varð l'lóðið svo mikiö, að bátiært var langt upp á Skaga, en fólkið á Breiðinni átti sér ekki undankomu auðið, þvi að allt umhverfis bæinn var æðandi sjcír og óstætt vatn. Tók baðstofan brátt að skaddast, og var þá vaggan. sem yngsta barnið var i, tólf vikna gömul telpa, er hét Dýrfinna, bundin upp i sperru, svo að sjórinn næði henni ekki, meðan baðstofan stæði uppi. Sjógangurinn færðist i aukana, og áður en lauk, hrundi baðstofan 811, nema eitt stafgólf eða tvö, og nær hið eina al' þakviðunum, sem uppi hékk, var sperra sii, er vagga barnsins var bundin i. Fólkið forðaði sér upp á rústir veggjanna og stóð þar af sér flóðið. unz dagur rann og þv-Lvar bjargað. Tók vatnið þvi i hné. þar sem það himdi i fárviðri og sa'varlöðri. Fleiri bæir lögðust i eyði á Skipaskaga i þessu flóði. og margvislegl tjón varð þar annað, ekki sizt á túnum og bátum. Eftirhreytur l'vi fer fjarri, að talið hal'i verið á'lll það gifurlega tjón, sem af Stóral'lóði hlauzt. Alls er talið, að 187 skip og bátar hal'i stór- kemmzt eða mölbrotnað. Viða um Suðurnes sópuðust fiski- garðar og túngarðar brott, en gr.jót og sandur barst á túnin. Fjöldi fiskhjalla og sjóhúsa brolnaði. A Seltjarnarnesi gekk sjór þverl um nesið l'yrir innan Lambastaði og vcstanvert við Eiði. svo að hvorki var l'ært mönnum nc heslum á 300 faðma svæði. Tók sjór þar fimm álnum hærra en við venjulcgt slór - straumsflæði. i Mýra- og Ilnappadalssýslu slórskcmmdust jarðir. Varp- hóma tók sums staðar al' með öllu eða skól' al þcini allan jarðvcg, svo að berar klappir stóðu eftir. og sandi og grjóli hlóð á tún, engjar og beitilönd við sjávar- ströndina. Vcstur i Slaðarsvcit varð stór- kostlegl tjón. þvi að þar fla-ddi sjóriiin alít að hálfan annan kiló- mclra upp á láglcndið. l>ar urðu sumar jarðir óbyggilcgar og miklar Skemmdir' taldar hafa orðið á tiinum og húsum fjórtán jarða i eign kirkjunnar á Staða- stað. Aragrúi báta og skipa brotnaði um allt Snæfellsnes. Biiðakaupstaður skemmdist mikið, svo að na'rri lá, að hann ta'ki af mcð óllu. Loks fuku hús mjög viða. Nes- kirkja á Scltjarnarnesi lauk gcr- samlcga og mölbrotnaði. - Einnig l'auk kirkjan á Hvalnesi á Suðurnes.jum. Vcr/.lunarhiis fauk i ólalsvik, og kirkjurnar i Kirkju- vogi og Kálfatjörn löskuðust báðar. ()g þó hel'ur aðeins verið sögð hcr i mjög stórum dráttum saga þessa mesta sjávarflóðs á is- landi, sem glöggar sagnir eru af. —.111. |>vi miður ciguni við enga mynd af flóðunum árið 1799, enda áttu engir liósmviKlavi'Iar i þá líö, hvorki á Stafnesi né Bakkanum. Þess vegna hjiiigum við okkur bara mcð Ijósmynd af hafgangi áriö 1972 — Grindax ikurmyiul. — T i m a m y n d : (! E .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.