Tíminn - 18.03.1973, Síða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 18. marz 1973.
gæti dunið yfir þau á hverri
stundú: — Þessi maður á ekki að
borga fötin okkar. Ef hann borgar
þau, fer ég ekki i þau. Ég vil ekki,
að hann borgi neitt fyrir okkur.
Þau voru komnir flekkir i andlitið
á Hugh, Caddie var orðin vand-
ræðaleg, en Pia hafði óðara geng-
ið burt. Hún stóð i dyragættinni
sneri að þeim baki og raulaði
smálag. — Hver borgar þau? —
Ég, sagði Fanney. — Hver á
peningana? — Ég á þá. En Hugh
lét ekki leika á sig. — Hjá hverj-
um fékkstu þá? — Hjá... föður
þinum, sagði Fanney hikandi.
— Föður minum? Svarið var
svo óvænt, aö Hugh varð orðlaus.
En peningarnir voru að vissu
leyti frá Darrell, hugsaði Fanney
hrygg.
— Eigimaður þinn hefur sýnt
göfuglyndi. Minna verður ekki
sagt.haföi MacCrae málflutn-
ingsmaðurinn hennar mælt, og
hann skýrði Fanneyju frá þvi, að
Darrell hefði meö fyllstu sann-
girni og lagalegum rétti getað
höfðað mál gegn Rob fyrir að
ginna eiginkonu hans. — Eins og
högum herra Auillets er háttað,
er þetta i sannleika ginning,
mælti McCrae og leit af Fann-
eyju.
Það var alls ekki þannig. Alls
ekki, langaði Fanneyju til að
hrópa, en það var gagnslaust að
segja slikt við McCrae, sem hafði
haldið áfram að benda henni á,
hvernig Darrell hefði misst gleð-
ina, sem hann hefði haft af konu
sinni, og um leið þá stoð og styttu,
sem hún hefði verið honum. Samt
sem áður vildi hann ei lögsækja
Quillet né krefjast skaðabóta, en
setti það skilyrði, að herra Quillet
legði fram tiltekna fjárupphæð —
samsvarandi þeirri, sem Darrell
legði fram handa Fanneyju. — Og
yfir þessu fé hafið þér
algeran umráðarétt. - En mér er
ómögulegt að taka við þessu. Ég
gæti það ekki, hafði Fanney hróp-
að og ætlað aö kafna af blygðun
og kvöl , en það var ekki aðeins
Darrell, heldur Rob, sem vildi
þetta endilega. — Það getur alltaf
eitthvað komið fyrir, hvenær sem
er, einkum i kvikmyndaheimin-
um. Auk þess er alltaf rétt að
sýna göfuglyndi.
Þannig var Darrell, ráðvandur
og umhyggjusamur. Ekkert af
þvi, sem gerzt hafði, féll
Fanneyju jafnþungt og þetta.
Lifeyrir lsabellu frænku hvarf,
um leið og hún dó en Fanney bjóst
við að fá eitthvað fyrir húsið og
húsgögnin, sem átti að selja og
hún hafði einnig erft nokkur
hundruð pund, sem Isabella hafði
lagt fyrir handa Fanneyju. Hún
hafði þegar eitt miklu af þessum
peningum fyrir fæði og húsnæði,
siðan hún fór frá Stebbings. Hún
hafði greitt McCare og flugmið-
ann til Milanó, og hún hafði einnig
keypt sér föt, til dæmis þennan
greiðsluslopp. Fyrir utan arfinn
frá ísabellu frænku, sem hefði
áreiðanlega látið i ljós, vanþókun
á framferði Fanneyjar, átti
Fanney, sem aldrei hafði átt
grænan eyri sjálf, innstæðu i
bankabók, skuldabréf, ágóða-
hluta og hlutabréf i fyritækjum
svo að hún hefði getað sagt
drembilega, um leið og hún
borgaði: — Hugh, viltu gjöra svo
vel aö vera ekki alltaf að skipta
þér af þvi, sem fullorðið fólk er að
gera.
Þeim fannst friðsælt aö koma út
i sólskinið i Riva. Niöri við höfn-
ina voru fiskimennirnir að dytta
aö bátunum sinum, mála þá og
laga stafina i nöfnunum, Delfinu,
Mariu, Cristinu. Pia og Caddie
námu staðar til þess að horfa á,
en Hugh hélt áfram einn meö
hendurnar i vösunum og sparkaði
smásteinum á undan sér. Hann
blistraði ekki, Fanney hafði ekki
heyrt hann blistra, siðan hann
kom á sveitasetrið. Hún titraði
enn eftir þessa leiðinlegu miskliö
i búðinni. Allt i kringum þau var
þýzkt ferðafólk. Mér geðjast vel
að Þjóðverjum, hugsaði Fanney.
En þessir! Þarna voru holdugar
konur i þungum ullarkápum með
örlitla flókahatta ofan á hvirfl-
inum. Eiginmenn þeirra voru
jafnvel enn þreknari. Þjóö-
verjarnir voru i öllum gjafa-
búöum og á hverju veitingahúsi,
þar sem þeir innbyrtu griðar-
stórar súkkulaðikökur með
þeyttum rjóma, ávaxtabúðinga
eða is. Þeir voru kverkmæltir og
töluðu svo mikið, að það var eins
og loftiö fylltist af suði. Fanneyju
langaði heim, en hún flýtti sér á
eftir Hugh. — Hughi. Hann leit á
hana með reiðisvip. Hann var
enn i vondu skapi. — Ég býst við,
að hann borgi reikningana á
sveitasetrinu. — Auövitað. Hann
leigir sveitasetrið. Hún bætti við:
— Ég býst við að þið verðið að
vera gestir Robs. Hún vissi, að
börn urðu oft aö brjóta odd af of-
læti sinu, svo að hún sagði i
mildum rómi „Gestir hans”.
Gestum er boðið. — Jæja, þá eruð
þið ekki gestir. Rob hugsar ekki
um peninga. Við viljum bæði hafa
þig hjá okkur, hvenær sem er,
sagði hún — Þú ert sonur minn, og
nú ertu einn af okkur. Hugh
fnæsti. — En jafnvel þótt þessu sé
þannig fariö, get ég ekki haft þig
oft hjá mér næstu ár, sagði
Fanney. — Hugh getum viö ekki
reynt að njóta...En hún gat ekki
haldið áfram.. reynt að spilla
ekki þessum stutta tima.
En Húgh yppti bara öxlum og
gekk i áttina að bilnum
Allar tilraunir Fanneyjar
virtust fara út um þúfur. — Við
megum ekki láta timann hérna á
Itali'u fara til ónýtis, var hún vön
aö segja — Ef til vill kemurðu
hingað aldrei aftur — Ekki, ef ég
má ekki til, svaraði Hugh. — En
það getur ekki veriö, að þú kunnir
ekki við Italiu. Þögn. —Það getur
verið þannig i pottinn búið, aö við
getum ekki kunnað við okkur
þar , var eins og fælist I þögn
Hughs, en Fanney gafst ekki upp.
Við verðum að fara til Verónu.
Einmitt þar bjuggu Romeó og
Júlia.
— Ég hélt aö Romeó og Júlia
hefðu ekki veri til, sagði Caddie
áhugalaus — Italia er sannarlega
land Shakespeares, sagði Fanney
og reyndi að láta röddina lýsa
hrifningu.—Hvers vegna eru
mæður alltaf svona áfjáðar að
auka þekkingu barna sinna?
hugsaði Rob. — Mantúa, Padúa
og Veróna. Þessar borgir eru i
öllum leikritum hans.
Við vitum það, sagði Hugh —
Það væri kjánaskapur af þér að
sjá ekki Verónu, sagði Rob.
Honum gramdist, hvað Hugh var
önugur við Fanneyju, sem var
bliö i máli. Gömlu göturnar eru
fallegar. Gömlu gulu húsin, þar
sem gluggarnir eru með ótal
smárúöum... Hugh geispaöi.
Þrátt fyrir allt tók Rob einnig
að reyna að vekja áhuga hjá
Hugh vegna Fanneyjar-Þar er
útileiksvið svipað og Colesseum.
Ef þú er byrjaður að læra
latinu... — Ég er meira fyrir nú-
timabókmenntir, sagði Hugh.
Fanney reyndi að lokka PIu. —
Þaö er sagt, að búðirnar i Verónu
séu óviðjafnanlegar — Þær eru
sveitalegar, sagði Pia, og þá voru
þær ekki i tölu þeirra, sem litandi
var inn i.
— A torginu er fræg mynda-
stytta af Mariu mey. Þætti þér
ekki gaman að sjá hana?
—Við höfum fræga Mariumynd
I Róm, sagöi Pia. Jafnvel Caddie
virtist ósigrandi. Fanney sýndi
henni bók um Mantúa. Það var
ein af bókum maddömu
Menghinis. — Líttu á Caddie. 1
hertogahöllinni, höll Conzagas, er
herbergi sem er alveg fullt af
hestum. Þeir eru málaðir i fullri
stærð á veggina. Þætti þér ekki
gaman aö sjá þá?
— Nei, þakka sér fyrir, sagði
Caddie. — Mér finnst ekki gaman
að horfa á hesta. Þaö vareins og
orðið ,,Nú”, sem Caddie hafði
ekki sagt, ómaði i loftinu
— Það er sagt, að um þetta leyti
árs keyri maður milli blómstr
strandi ferskjutrjáa marga kiló-
metra, sagði Fanney, sem var
enn að reyna að lokka þau. —
svo er það Cremona, þar sem
fiðlur eru smiðaðar. Þið munið
lika sjá plægt, með uxum beitt
fyrir plóginn.
— Við sáum það úr lestinni. —
— Fyrst þau vilja ekki fara, þá er
bezt að lofa þeim að vera heima,
sagði Rob. — Þakka þér fyrir, en
þetta er ekki okkar heimili ,
sagði Hugh
— Hverjum hefði getað komið
til hugar, aö Hugh gæti verið
svona kvikindislegur, sagði
Fanney við Rob. — Hann, sem
var alltaf svo góður við mig. —
Það er auðvitað þess vegna. —
Mér hefði ekki dottið i hug, að
barn gæti orðið svona beikzt
— Þú ferð alltaf með hann eins
og barn, og nú er honum farið að
falla það illa. — Ég er að reyna
að bæta honum þetta upp með þvi
að vera ástúðleg og veita honum
athygli.
— Allt of mikla athygli, sagði
Rob þreytulega. — Ég held, að
þér skjátlast einmitt i þvi. Bó'rn
eru börn, og þau veröa að reyna
aö haga sér vel gagnvart full-
orðnu fólki.
1362
Lárétt
1) Lesmerki,- 6) Góðvild.- 10)
Kusk. 11) 12 mánuöir,- 12j
Avöxturinn.- 15) Málms.-
Lóðrétt
2) Margsinnis.- 3) Mánuður,-
4) Andað,- 5) Meta,- 7)
Hnöttur.- 8) Ruggi,- 9) Bók-
stafi.- 13) Hlutir.- 14) Verk-
færi.-
Ráðning á gátu No. 1361.
Lárétt
1) Samba,- 6) Fagmann,- 10)
TU. 11) An,- 12) Ukulele,- 15)
Blokk.-
Lóðrétt
2) Arg,- 3) Bóa,- 4) Aftur,- 5)
Annes.- 7) Auk.- 8) Mél.- 9)
Nál,- 13) Uml.- 14) Eik,-
wfffi
U
R
E
K
I
Paddy. Okkur \ /En þú veizt, að W Við létum""™^^^yiö''dtúm það”^^|B
þykir miður að Lj maður getur orð I undan til að stytta piltar. Þið fáið sjúkral
hafa svikið bie Víð viHans har Á ' okkur stundirnar. meðferð, — ekki': MO
8.00 Morgunandakt. Séra
Sigurður Pálsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10. Fréttir og veðurfregnir
8.15 Létt morgunlög. Lúðra-
sveitir frá Nýja Sjálandi
leika, og hljómsveitin
Philharmonia leikur
balletttónlistn úr „Faust”
eftir Gounod.
9.00 Fréttir. Úrdráttur úr
forustugreinum dag-
blaðanna.
9.15 Morguntónleikar (10.10
Veðurfregnir). a. Prelúdia
og fúga i e-moll eftir
Dietrich Buxtehude, og b.
Trió um „Schmucke dich, o
liebe Seele” eftir Johann
Sebastian Bach. Roland
Munch leikur á orgelið i
dómkirkjunni i Branden-
burg. (Hljóðritun frá út-
varpinu i Berlin). c.
Sinfónia nr. 2 i B-dúr fyrir
tvær klarinettur, tvö horn
og fagot eftir Johann
Christian Bach. d. Sónata i
D-dúr fyrir pianó, flautu og
selló eftir Johann Christoph
Fredrich Bach. e. Kvartett
i a-moll fyrir pianó, flautu,
viólu og selló eftir Carl
Philipp Emanuel Bach
Félagar úr kammersveit
Vinarborgar leika þrjú siða-
asttöldu verkin. f. Sinfónia
nr. 3 „Rinarsinfónian” eftir
Bruno Walter. Filhamóniu-
sveitin i New York leikur;
höf. stjórnar.
11.00 Messa.
12.15 Dagskráin. Tónleikar
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar
13.15 Erindaflokkur Rann-
sóknarstofnunar fiskiðn-
aðarins. Guðlaugur
Hannesson gerlafræðingur
talar um gérlarannsóknir á
freðfiski.
14.00 Hratt flýgur stund á
Sauðarkróki Jónas Jónas-
son stjórnar þætti með
blönduðu efni.
15.15 Miðdegistónleikar frá
erlendum útvarpsstöðvum.
a. Frá tónlistarhátið i St.
Denis i Frakklandi s.l.
sumar. Herrat Eiker,
Nobuko Yamamoto, Eva
Randova, Wilfreid Jochims,
kórar frá Frankfurt og
Figuralkórinn I Stuttgart
flytja „David Penittente”,
kantötu (K 469) eftir Mozart
b. Frá tónlistarhátiö i Prag
ifyrra. Evgeni Mogilevský
og Rússneska rikishljóm-
sveitin leika Pianókonsert
nr. 2 i g-moll op. 16 eftir
Prokofjeff: Évgeni
Svjetlanoff stj. c. „Poeme
de l’Extase” eftir Skrjabin.
Filharmoniusveit hollenzka
útvarpsins leikur: Willem
van Otterloo stj.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Skrif séra Jóns Stein-
grimssonar um Siðueld
Bergsteinn Jónss. lektor les
(3)
17.30 Sunnudagslögin.
18.00 Eyjapistill. Bænarorð
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35 Pistill frá Frakklandi i
umsjá Böðvars Guðmunds-
sonar.
j;j;i;j;í 20.00 Skozkt listafólk leikur i
®jg útvarpssal tónlist eftir
Hándel, Quants og
Rawsthorne. (Aður útv. i
|;;jg des. sl. )
jgg; 20.35 Fyrir vestan haf Þor-
;j;;;j;j;j steinn Matthiasson ræðir
;:;!;:;!;! við Jón Pálsson frá
j;j;j;j;j; Reykjum á Reykjaströnd,
i|| talar um vestur-islenzka
j;j;j;!;j; ljóðagerð og flytur kvæði
;!;j;j;j;j 21.00 Kórsöngur Kór og
!;j;j;j;!; hljómsveit óperunnar i Ber-
p! lin flytja kórverk úr
!;!;!;;;;; þekktum óperum.
Í;j| 21.30 Lestur fornrita: Njáls
j;j;!;!;!; saga Dr. Einar öl. Sveins-
Mí son prófessor les (20).
III 20.00 Fréttir
j;j;j;j;j; 22.15 Veðurfregnir Frá
;!;;;!;!;: islandsmótinu i handknatt-