Tíminn - 08.04.1973, Síða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 8. april 1973.
Svona konur fást ekki fyrir minna en 40 þúsund krónur, og þykir samt ódýrt. Kristján Fr. GuOmundsson
lýsir fyrir mönnum ágæti myndarinnar og hvetur til hærri boöa. Timamynd: Gunnar.
Kjarval er nú alltaf Kjarval.
Timamynd: Gunnar
„NOG AF RIKUM LIST-
UNNENDUM, EN ÞEIR
SITJA BARA HEIMA
f f
þvi, a6 áöurnefnd verk heföu ekki
selzt, svaraöi hann þvi til, aö sér
væri þaö algjörlega óskiljanlegt.
„Myndirnar eru algjört fágæti og
veröin var m jög i hóf stillt. Mér er
næst að halda, að einhverjir eigi
eftir að naga sig i handabökin yfir
þvi aö hafa misst af miklum ger-
semum. Svona verk eru ekki á
hverjum degi á frjálsum mark-
aöi.”
Uppboðsgestir virðast hafa
metiö aðrar myndir meira, þvi nú
tók myndaverðið aö stiga fyrir al-
vöru, og tuttugu og fimm þúsund
geröust smápeningar einir.
Myndir eftir Eyjólf J. Eyfells og
Snorra Arinbjarnar fóru á milli 30
og 40 þúsund, verk eftir Þorvald
Skúlason og Svavar Guönason
klifu vel yfir 40 þúsund króna
markiö, en meistari Kjarval sló
þó öllum viö, þvi oliumálverk
hans, Frá Dyrfjöllum, var slegiö
Friöfinni Kristjánssyni á 77 þús-
und krónur. Alls munu myndir
hafa selzt fyrir 750.000.00 kr. á
uppboðinu, og er þá ótalinn 13%
söluskattur, sem kaupendur
myndanna veröa aö greiöa ofan á
kaupveröið.
Þegar uppboðinu var lokið,
sagðist Kristján vera mjög
óánægður meö aðsóknina aö upp-
boðinu. „Hér voru þrjú hundruö
góðir listunnendur, en þeir þyrftu
a.m.k. að vera helmingi fleiri,
helzt vildi ég bjóða upp fyrir tiu
þúsund manns. Ég veit um fjöld-
ann allan af listunnendum, sem
eru vel stæðir, en sitja heima,
þegar uppboð eins og þetta fara
fram, og missa þar af kjörnum
tækifærum til að eignast gersem-
ar þær, sem hér eru boðnar upp.”
—GJ.
KRISTJAN Fr. Guðmundsson
hélt málverkauppboö i súlnasal
HótelSögu s.l. miövikudag ki. 17.
A söluskránni voru aö þessu sinni
sextiu og niu verk, bæöi gömul og
ný. Þar á meðal voru tiu verk eft-
ir Kjarval, mest tússmyndir, en
einnig ein vatnsiitamynd og eitt
oliumálverk.
Nákvæmlega klukkan fimm
hófst uppboðiö með þvi að
Kristján Fr. Guðmundsson lýsti
uppboðsskilmálum fyrir þeim
u.þ.b. þrjúhundruð uppboðsgest-
um, sem mættir voru. Boðin voru
róleg i fyrstu, menn bættu
hundraökalli við tilboð náungans,
án þess að um verulega keppni
væri að ræða, enda verk stærstu
spámannanna aftarlega i
númeraröðinni. Þó fóru einstaka
myndir yfir tiu þúsund krónur,
m.a. þrykkmynd eftir Jón Engil-
berts, vatnslitamynd eftir Gunn-
laug Scheving og tvö málverk eft-
ir Veturliöa Gunnarsson og eitt
eftir Pétur Friðrik. Athygli vakti,
að tvær myndir, önnur eftir Bene-
dikt Gröndal, en hin eftir Sigurð
Guðmundsson, málara, seldust
ekki, þar sem enginn fékkst til að
bjóða lágmarksveröið, sem sett
var, en það var i fyrra tilfellinu
kr. 10.000-, en i þvi siðara kr.
25.000-. Þegar við spurðum
Kristján, hver ástæðan væri fyrir
Hluti gesta á málverkauppboöi Kristjáns Fr. Guömundssonar. Veriö er aö sýna mynd Eyjólfs J. Eyfells, Úr Þórsmörk. Timamynd Gunnar.