Tíminn - 08.04.1973, Page 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 8. april 1973.
Liza Miivnelli i „Cabaret”
Beztu
aðalhlutverk:
MARLON BRANDO
09
LIZA MINNELLI
HIN ÁRLEGA Óskarsverð-
launaafhending fór fram í
fyrrinótt (á miðvikudags-
nótt/ 28. marz). úrslitin
komu ekki svo mjög á
óvart. óskarinn fyrir bezta
kvenhlutverkið hlaut Liza
Minelli fyrir ieik sinn f
myndinni ,/Cabaret".
Marlon Brando fékk verð-
launin fyrir bezta karl-
mannshlutverkið, í Guð-
faðirinn að sjálfsögðu.
Guðfaðirinn var og kjörinn
bezta myndin.
Alls sópaði Cabarct að sér 8
Óskarsverölaunum. Auk Lizu
Minellihlaut Bob Kosseverðlaun-
in fyrir beztu leikstjórn og Jocl
(ircy fyrir bezta aukahlutverk
karla. Hin fimm verðlaunin, sem
Cabaret hlaut voru fyrir: klipp-
ingu, hljóðsetningu, tónlist, kvik-
myndun og hönnun. Verðlaunin
fyrir bezta aukahlutverk kvenna
féllu i hlut Kileen Heckart i
myndinni Butterflies are free.
Guðfaðirinn (The Godfather)
hlaut alls þrenn verðlaun. Aður er
minnzt á Marlon Braneo fyrir
bezta karlhlutverkið og myndina
sjálfa, sem beztu mynd ársins.
En þriðju verölaunin hlaut mynd-
in fyrir bezta kvikmyndahandrit-
ið.unnið upp úr skáldsögu Mario
Pu/.o, en hún bar sama heiti og
myndin.
Bezta erlcnda myndinvar kjör-
in Le Charmc discret des bour-
goisies, sem gerð er af spænska
snilldarleikstjóranum Luis
Bunuel. Bezta kvikmyndalagið
var kjörið ,,The morning after”
ur myndinni The Poseidon Ad-
venture.
Bretinn Anthony Powells hlaut
Óskarinn fyrir bezta búninga-
„CABARET"
FÉKK
VERÐLAUN
hönnun, i myndinni Travels with
iny Aunt. Myndin Marjoe var
kjörin bezta heimildarmyndin.
Auk þessa fengu svo þau Kosalind
Hussel, Edward G. Robinson og
Charlie Chaplinsérstök verðlaun,
Chaplin fyrir myndina Sviðsljós,
sem gerð var fyrir einum 20 árum
og var fyrst sýnd i Bandarikjun-
um i fyrra. Þess gleymdist að
geta áöan, að leikstjóri Godfather
var Francis Ford Coppola.
Kynnir á óskarsverðlaunaaf-
hendingunni var hinn kunni leik-
ari Charlton Heston, en Clint
Eastwood hljóp þó i skarðið fyrir
hann til að byrja með, þar sem
Heston varö fyrir töfum.
Marlon Brando mætti ekki við
afhendinguna, en sendi i sinn stað
unga Indiánastúlku. Kom hún
með orðsendingu frá honum, er
sagði, að með þessu væri hann að
mótmæla meðferð Bandarikja-
manna á Indiánum, sem hann
sagði, að kvikmyndaiðnaðurinn
hefði átt sinn þátt i. Einnig fylgdi
með sú frétt, að Marlon hefði ver-
ið á leið til „Wounded Knee” (þar
sem Indiánaóeirðir hafa átt sér
stað að undanförnu), er verð-
launaafhendingin fór fram. Liv
Ullmannátti að afhenda Brando
verðlaunin.
Hin 27 ára gamla Liza Minelli
„Life is a cabaret, old chum.
Come to the Cabaret....”
Af hinum mikla sáttafundi Mafiuleiötoga U.S.A. Guðfaðirinn faðmar
einn aðalkeppinaut sinn.