Tíminn - 08.04.1973, Blaðsíða 34
34
TÍMINN
Sunnudagur 8. april 1973.
„Mér fannst hann
rétta hönd
í átt til mín"
,,ÉG VAR oftast mjög heilsu-
litil, þegar ég var barn,”
skrifar vestfirzk kona, Guörún
Jónsdóttir. ,,Ég vissi, aö
foreldrar minir og allir í fjöl-
skyldu okkar búöu til guös
fyrir mér, en ég var fremur
beisk i lund og gaf þvi þá
Htinn gaum.”
Þetta segir hún til skýringar
á atviki, sem fyrir hana bar,
og hafði á hana varanleg
áhrif. Það gerðist sem sé, að
henni fannst Kristur koma til
sin I draumi, og varð það
upphaf margvislegra drauma
annarra, sem hún telur hafa
orðið sér til mikillar hugar-
styrkingar.
Guðrún Jónsdóttir heldur
áfram:
„Þegar ég var um það bil tiu
ára, dreymdi mig, að ég kom
upp á baðstofuloftið hjá ná-
grannafólki okkar. Þóttist ég
þá sjá frelsarann, Jesúm
Krist sitja þar. Hjá honum
stóðu nokkur börn, og þóttist
ég vita, að hann ætlaði að
blessa þau. Þá þótti mer hann
horfa á mig. Andlitið var al-
varlegt, en svipurinn ósegjan-
lega mildur. Ég þóttist færa
mig nær, þó aðeins til hliðar,
og þá fannst mér hann rétta
höndina i átt til min eins og til
að styðja mig. Mikill hátiðleiki
fannst mér yfir öllu á þessu
augnabliki, og sterk öryggis-
kennd kom yfir mig.
Draumurinn var ekki lengri
en þetta. En hann hefur varað
mér I minni æ siðan og orðið
mér til mikillar blessunar.
Óteljandi held ég séu orðnir
þeir draumar minir, sem sið-
anhafa bent mér á, að i heimi
ljóssins er vakaö yfir okkur,
og að guð „vantar aldrei vegi,
hann vantar aldrei mátt” til
þess að senda okkur hjálp og
likn. Ég er sannfærð um, að
hvert bænarandvarp er á
himninum heyrt, jafnvel þótt
það sé án orða og stigi frá
brjósti manns I hinni hvers-
dagslegu önn, i smáu jafnt
sem stóru, sé bæninni beint til
hins almáttuga guðs, sem er
kærleikur. Og frelsarinn er
hinn sami nú og þegar hann
sagði hér á jörð: „Engan, sem
til min kemur, mun ég burt
reka.”
Heimur ljóssins er svona
dásamlega nærri okkur. Gefi
það guð, að allir mættu finna
það öryggi sem fylgir þvi að
lifa lifinu i trúnni á föður
ljósanna.”
Með þessum orðum lýkur
bréfi Guðrúnar Jónsdóttur á
Birnustöðum.
© Fjöldamorð
Svo farið sé nákvæmlega i
hlutina, var það i „Café de Paris”
sem Charuk komst á fyrstu
sporin. „Café de Paris” var
dæmigerður thaienzkur bar, þar
sem menn gátu gengið inn og
„húkkað” sér kvenmann, ef þeir
óskuðu þess ( þar til nýlega, að
barnum var lokað)
Óttaðist hvita þræla-
verzlun.
Það var barþjónustan Sathinee,
sem gaf Sharuk hinar dýrmætu
upplýsingar. Hún hafði þann
starfa að vera lagskona karl-
manna fyrir um 1500 kr. (isl.) á
klukkutima. Hún skýrði frá þvi,
aðeinn af viðskiptavinum hennar
hefði beðið hana um mög svo sér-
stakan greiða tveim vikum áður
en flugslysið varð. Henni voru
boðnar um 100 þúsund krónur, ef
hún vildi taka að sér að ferðast
með sjö ára gamalli dóttur
„kúnnans” til Hong Kong. Hún
átti aðeins að vera ferðafélagi
stúlkurnar, en snúa siðan sjálf
rakleiðis aftur til Bangkok.
En Sathinee hafði svarað þvi
til, að það kæmi ekki til greina,
þar sem viðskiptavinurinn vildi
ekki einu sinni borga henni
helminginn fyrirfram. Hana
grunaði einnig, að ekkert yrði af
borgun yfirleitt. Og auk þess
hafði vinkona hennar ein varað
hana við hvitri þrælaverzlun.
Henni fannst þetta augljós leið til
að lokka hana á hóruhús i Hong
Kong.
Iliu 23 ára gamla Sathinee
skýrði einnig frá nafni
„kúnnans”, og þaö var Somchai
lögregluþjónn.
Þar með lá allt máliö Ijóst fyrir
Charuk lögregluforingja. En
hann haföi enn scm komið var
ekki nægar sannanir til þess aö af
handtöku gæti oröið.
Leynileg rannsókn um lög-
regluþjóninn Somachai leiddi
eftirfarandi i ljós: Hinn þritugi
Somachai var sonur virts
lögfræðings i Bangkok. Hann
hafði verið við nám á Filipps-
eyjum, og að loknu námi gekk
hann i thailenzku lögregluna, sem
byggingaverkfræðingur. Hann
hafði verið giftur stúlku frá
Filippseyjum, er hét Alice. Og
með henni átti hann dótturina 7
ára er fórst i flugslysinu. En
hjónaband Somchai og Alice hafði
leystst upp, skömmu eftir að
telpan fæddist. Dóttirin,
Sonthaya, ólst upp hjá móður
sinni og hafði litið samband við
föðurinn.
Um það bil tveim árum áður en
slysið varð, hafði Somchai sagt
skilið við byggingadeildina og
fariðyfir i flugdeild lögreglunnar.
Þar hafði hann liðsforingjagráðu.
Félagar hans lýstu honum sem
gamansömum náunga,er heldi sig
mest út af fyrir sig. Hann gumaði
af þvi að vera liðsforingi og titt
skeði það, að hann tók mellu með
sér inn á lögreglustöðina á
næturnar, en það var strangiega
bannað.
Sochai hlaut þjálfun sem flug-
maður á litlum flugvélum i búð-
um I suðurhluta Thailands. Og
skömmu siðar var hann settur i
fluglögregludeildina I Bangkok.
Þar i borg hitti hann fyrrnefnda
Sathinee, og þegar sá kunnings-
skapur leiddi ekki til neins
árangurs fann hann sér brátt
nytt fórnarlamb, sem féll inn i
hinar grimmilegu áætlanir.
Hann komst sem sé i kynni við
n
m
ti
K K 1fi
KSFOEYKK
þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir
I
I
Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla
Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust
kemiskt hreinsað rafgeymavatn
Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta
Tækniuer
AFREIDSLA
Laugavegi 168
Simi 33-1-55
RÆSIÐ
BÍLINN MEÐI
SÖNNAK \
þjónustustúlku að nafni
Somwang i veitingahúsi I grennd
við Hotel Siam Inter Continental.
Hún var af þvi tagi, sem maður
kallar gjarna „saklausa stúlku
ofan úr sveit” og var ekki með
þvilikar „imyndanir” og
Sathinee. Somchai bauð súlk-
unni að flytja heim til sin, og sak-
laus stúlkan varð brátt ástfangin
af liðsforingjanum. Eftir nokkurn
tima bað Somchai hana um að
gera sér vinargreiða. Og sak-
lausa stúlkan hún Somwang flaug
beint i dauðann (i eiginlegri
merkingu) ásamt dóttur
Somchais, Somthaya.
Fórnarlömbin voru
tryggð upp á 30 milljónir
króna.
Brátt fundust fleiri sannanir er
studdu „gruninn” um sekt
Somchais. Þegar rannsakaðar
voru tryggingar farþeganna, sem
fórustmeð flugvélinni kom i ljós,
að þjonustustúlkan Somwang var
liftryggð upp á 1 milljón „bath”
(um 5,5 milljónir isl. króna) og
hin sjö ára gamla Sonthaya var
liftryggð upp á 300 þúsund „batn”
(um 1,6 milljónir) í báðum til-
vikum var tekið fram á
tryggingarskirteinunum, að upp-
hæðirnar skyldu borgaðar herra
Somchai Chaiyasut, ef slys yrði.
Auk þessa hafði Somchai tekið
sérstaka flugtryggingu fyrir þær
báðar, áður en flugvélin fór frá
Bangkok. Og á þessum sama
tima var Somchai I miklum fjár-
hagsörðugleikum. Eftir slysið
fékk hann greiddar a.m.k. 5,5
milljón „bath” eða rúmar 30
milljónir islenzkra króna.
Við yfirheyrslu tveggja starfs-
stúlkna á vegum flugfélagsins
„Cathay Pacific Airways” kom
fleira I ljós, er stuðlaði að þvi að
fullkomna „púsluspil” Charuks
lögregluforingja. Stúlkurnar
kváðust muna eftir manni I lög-
reglubúningi, er hefði fylgt
Somwang og sjö ára telpunni að
afgreiðsluborðinu, þegar þær
sóttu farmiðana til Hong Kong.
Somwang haft gefið upp
farangurinn, tvær ferðatöskur,
önnur 12 kiló að þyngd og hin 6
kiló. Lögreglumaðurinn hafði
haldið á snyrtitösku af gerðinni
„Jacob”. Stúlkurnar kváðust
muna glöggt eftir þessu, þar sem
hann hefði orðið skritinn á svip,
þegar þær vildu skoða i töskuna,
og sagt: „Það eru bara snyrti-
vörur konunnar minnar I þessari
tösku”.
Charuk lögregluforingi og hans
fólk fundu brátt fleiri sannanir:
verzlunina, þar sem Somchai
hafði keypt snyrtitöskuna, verk-
stæði, þar sem Somchai hafði
verið með töskuna. Samkvæmt
heimildum hafði hann borað á
hana tvö göt, flugvélavirki
skýrði frá þvi, að Somchai
hefði fengið lánaða hjá honum
handbók um Convair 88 —flug-
vélar og hafði hann sagt, að hann
þyrfti á henni að halda vegna
starfs sins, annar flugvélvirki
skýrði frá þvi, að Somchai hefði
rættviðhann um „veiku punkta”
Convair-flugvélanna við hann.
Þannig gekk hann
i gildruna
1 hvaða máli ööru, sem væri,
hefði sökudólgurinn fyrir iöngu
verið handtekinn, upplýsti yfir-
m-r'öur CSÐ, Wichian Sangkaeo
heishöfðingi. En þetta mál hafði
rérstöðu. Slysið hafði orðið utan
landamæra Thailands, og það
liösforingi i lögreglunni, sem stóð
á bak við fjöldamorðin.
Sá seki gekk þvi enn laus, en
CSD — mennirn r sáu um, að
hann hefði engau möguleika til
flóttaúrlandi.Ogeinnig varm.a.
séð um, að hann kæmi ekki
nálægtTlugi framar.
Að lokum útbjó Charuk lög-
regluforingi gildru. Hann lét
halda þjónustustúlkunni Sathinee
undir stöðugri lögregluvernd og
lét það siast út, þannig að hann
var öruggur um, að Somchai
frétti af þvi, að lögreglan hefði
komizt að þvi, að sprengjunni
hefði verið komið fyrir i snyrti-
tösku. Og nú beið Charuk bara
eftir þvi, að Somchai gengi i
gildruna.
Það leið ekki langur timi.
Somchai keypti aftur snyrtitösku,
auðsjáanlega I þeim tilgangi að
geta haldið þvi fram, að hann
hefði aldrei sent slíka tösku með
stúlkunum I flugvélinni.
Töskukaupin voru það siðasta,
er Somchai gerði sem frjáls
maður. Skömmu siðar brutust
CSD-menn inn I Ibúð hans og
handtóku hann. Við húsleit fannst
nýja taskan. Einnig höfðu verið
boruð tvö göt á hana, en I þetta
sinn hafði Somchai sjálfur gert
það.
Somchai neitaði öllu, og sagði,
að hann hefði sett þessi göt á i
þeim tilgangi, að festa siðar
ferðaútvarpstæki i töskuna. Og til
blaðaljósmy ndaranna, sem
hópuðust um hann, er farið var
með hann I fangelsið, hrópaði
hann örvæntingarfullur:
„Þið verðið að trúa mér! Það
getur enginn myrt sina eigin
dóttur!”
En Charuk var fyllilega reiðu-
búinn að flytja málið fyrir rétti
með þær sannanir, sem hann
hafði komizt yfir. Auk annars
vissi hann vel, hvernig tima-
sprengjan hafði verið útbúin og
hvar Somchai hafði komizt yfir
sprengiefnið.
Tímasprengjan innihélt um
fjögur pund af plastsprengiefninu
C 4. Somchai hafði komizt yfir
það, sem hann þarfnaðist við
sprengjugerðina er hann var i
Hua Hin. Það eru þjálfunarbúðir,
þar sem thailenzka lögreglan er
m.a. þjálfuð til baráttu gegn
skæruliðum.
Sprakk sprengjan
of snemma?
Ekki er ljóst, hvort Somchai
hafi einnig kynnt sér gerð gang-
verks I timasprengjum. Alla vega
fór engin slík kennsla fram i
búðunum I Hua Hin. En hitt gátu
menn fullyrt, að ef sprengjan i
snyrtitöskunni hefði sprungið
stundarfjórðungi seinna, hefði
sérfræðingunum aldrei tekizt að
komast fyrir orsakir slyssins. Þá
hefði flugvélin nefnilega hrapað
niður I suðurhluta Klnahafs.
Mögulegt er, að Somchai hafi því
ætlað sprengjunni að springa
nokkru seinna, en raun varð á.
Somchai hefur setið I fangelsi,
siðan hann var handtekinn. Situr
hann I eins manns klefa I höfuð-
stöðvun lögreglunnar I Bangkok.
Honum eru bönnuð öll bréfaskipti
og heimsóknir til hans eru og
bannaðar. Ekki hefur hann
heldur fengið verjanda, þar sem
enn er ekki ljóst, hvort málið fer
fyrir borgaralegan dómstól og
herrétt. t 'slðara tilfellinu fá
menn ekki að hafa verjanda.
Engu að slður þykjast menn
geta spáð fyrir um úrslit málsins
með nokkurri vissu. t Thailandi
„Landi brossins” hljóta menn
dauðadóma fyrir minni glæpi. Og
ef af dauðadómi verður, getur öll
thailenzka þjóðin fylgzt með af-
tökunni I sjónvarpinu. Aftakan
hsfur verið hugsuð á þann veg,.að
óhætt sé að sýna hana i sjónv.
Sá dæmdi verður leiddur inn I
tjald og bundipn upp að einum
tjaldveggnum með bindi fyrir
augunum. Utan á tjaldvegginn á
móts við hjarta hans verður af-
markaður hringur, svo að af-
tökusveitin þarf ekki annað en
að miða á biettinn og hleypa af
sam mest hún má.
—þýtt/endursagt — Stp)
Hjólbarða-
sólun
Sala
r
a
sóluðum
hjólbörðum
BARÐINN,
rmula 7 • Reykjavík • Sími 3050
Verkstæðið opið
alla daga kl. 7,30-22,00
nema sunnudaga
Snjómunstur
fyrir
1000X20
1100X20
Auglýsing varðandi
pólskan Fiat ó íslondi
Samkvæmt samkomulagi, sem gert hefur verið milli POLMOT,
Varsjá, og Fíat, Torino, um að setja á eina hendi sölu allra Fiat--
bifreiða, hefur verið ákveðið að einkaumboð pólska Fiat færist til
Daviðs Sigurðssonar hf., frá 1. april 1973 að telja.
Skuldbindingar þær, sem Þ. Jónsson og Co, hefur gengizt undir
vegna ábyrgða á þeim bilum, sem þeir hafa selt, eru i gildi þar til
þær renna út.
Þ. Jónsson & Co., Davið Sigurðsson HF,
POLMOT, Varsjá.