Fréttablaðið - 18.08.2004, Síða 2
2 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR
Valgerður Sverrisdóttir:
Nefndin hefur frjálsar hendur
STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdótt-
ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
segir að nefnd sem skoðar um-
hverfi íslensks viðskiptalífs hafi
frjálsar hendur í starfi sínu og
henni séu ekki lagðar neinar línur.
„Ég vona að það verði allt
skynsamlegt og geti nýst í frum-
varpssmíð og vonast til að það
verði strax á haustþingi að við
getum tekið til við vinnu í þessu
sambandi á þingi,“ segir Valgerð-
ur.
Nefndin var skipuð í janúar og
er ætlað að skila skýrslu þann 1.
september en Valgerður segist
ekki geta sagt hvort farið verði
nákvæmlega eftir þeim tillögum
sem þar verða lagðar fram en þær
verði grundvöllur umræðna.
Að sögn Valgerðar mun ríkis-
stjórnin meta þörf á lagabreyting-
um eða öðrum aðgerðum í kjölfar
skýrslunnar. Skýrslan verður kynnt
ríkisstjórn en svo almenningi.
„Markmið okkar er að auka traust í
viðskiptalífinu,“ segir Valgerður.
Aðspurð segist hún ekki geta
sagt til um hversu langt ríkis-
stjórnin sé tilbúin að ganga, til að
mynda hvort fyrirtæki eða sam-
steypur verði brotin upp.
Meðal þeirra laga sem Valgerð-
ur telur að til greina komi að brey-
ta eru samkeppnislög og lög um
einkahlutafélög og hlutafélög. ■
Stefnir í harða
milliríkjadeilu
Ríkisstjórn Íslands hefur hafið undirbúning að málaferlum gegn Norð-
mönnum vegna Svalbarða. Ganga skal úr skugga um rétt Íslands í eitt
skipti fyrir öll en dómsmál af þessu tagi geta tekið mörg ár.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA „Það var
einróma fallist á tillögu utanrík-
isráðherra að undirbúa málsókn
á hendur Norðmönnum,“ segir
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra eftir stjórnarráðsfund í
gær. Allir ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar voru einhuga um að
grípa til aðgerða
gegn Norðmönn-
um vegna Sval-
barða enda þykir
lagalegur grund-
völlur þeirra til
svæðisins afar
hæpinn. Hvorki
sjávarútvegs- né
u t a n r í k i s r á ð -
herra voru sér-
lega bjartsýnir á
að sættir næðust
við Norðmenn.
Árni segir mikilvægt að
greint sé á milli deilunnar um
síldina innan hafsvæðis Sval-
barða og aðgangs Íslendinga að
svæðinu. „Deilan snýst um að-
gang að svæðinu og þar teljum
við að jafnræðisregla eigi að
gilda eins og stofnsáttmáli Sval-
barða kveður á um. Þetta er mik-
ilvægt, ekki eingöngu vegna
fiskveiða, heldur einnig með til-
liti til þess að þarna sé olía eða
málmar í jörð sem síðar verður
hægt að vinna.“
Fræðingar telja víst að hefjist
málaferli fyrir alþjóðlegum
dómstólum vegna þessa máls
muni kostnaður ríkisins hlaupa á
hundruðum milljóna og taka
langan tíma. Árni segir hags-
munagæslu Íslendinga það mik-
ilvæga að slíkur fórnarkostnaður
sé ásættanlegur. „Norðmenn eru
með þessu framferði sínu að
hindra að íslenskur sjávarútveg-
ur geti aukið verðmæti sinna
sjávarafurða og um leið hindra
þeir skynsamlega nýtingu á auð-
lindinni við Svalbarða.“
Hvorki Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra né Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra voru bjartsýnir á að Norð-
menn sýndu sáttarhug á fundi
Halldórs og norska utanríkisráð-
herrans í næstu viku. Halldór
segist sjálfur óska þess að ekki
verði farið í dómsmál. „Ég á ekki
von á að sættir náist á þeim
fundi. Það tekur lengri tíma en
svo en á móti kemur að það gerir
allur undirbúningur að málaferl-
um líka og auðvitað er ekki loku
fyrir það skotið að hægt sé að ná
landi í millitíðinni.“
Viðbrögð norskra stjórnvalda
voru á þann veg að hægt væri að
semja um skiptingu á síldinni en
útilokað væri að eiga sérviðræður
við Íslendinga um aðgengi að
svæði sem Norðmenn stjórna og
sé viðurkennt á alþjóðavettvangi.
albert@frettabladid.is
Áhorfandi á ÓL:
Stakk sér
í laugina
AÞENA, AP Þrátt fyrir að aldrei hafi
verið lagt meira fé í öryggisgæslu á
ólympíuleikum en nú tókst
kanadískum áhorfanda að stinga
sér í sundlaugina þar sem keppni
fer fram í Aþenu.
„Hann hafði keypt sér miða sem
áhorfandi en ákvað að senda kon-
unni sinni skilaboð með því að
stinga sér í laugina,“ sagði einn af
skipuleggjendum keppninnar
„Hann fór úr bolnum og var með
skilaboð skrifuð á brjóstkassann,“
sagði Marton.
Áhorfandinn hugðist tjá eigin-
konu sinni ást sína með því að kom-
ast í sjónvarpið. ■
Framsóknarkonur funda:
Fyrri kröfur
ítrekaðar
STJÓRNMÁL Framsóknarkonur ætla
að funda næsta miðvikudag, 25.
ágúst, undir yfirskriftinni „Staða
kvenna í Framsóknarflokknum.
Aftur til fortíðar?“. Þetta var sam-
þykkt á fundi framkvæmdastjórn-
ar Landssambands framsóknar-
kvenna í gær.
Einnig var ítrekuð fyrri krafa
framsóknarkvenna um að við vænt-
anlegar breytingar á ríkisstjórn
yrði konum ekki fækkað í ráðherra-
liði flokksins. Þá var fagnað fram-
taki framsóknarkvenna sem birtu
auglýsingu sem beint var til þing-
flokks Framsóknarflokksins um að
virða lög flokksins um jafnrétti.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, vildi lítið tjá
sig um auglýsingu framsóknar-
kvenna í Fréttablaðinu í gær en
taldi aðspurð að auglýsingar af
þessu tagi væru ekki heppileg leið
til að koma skilaboðum til þing-
flokks Framsóknarflokksins. ■
,,Norð-
menn eru
að hindra
skynsam-
lega nýt-
ingu á auð-
lindinni við
Svalbarða.
„Vonandi lærðu þeir af mistökun-
um eins og stjórn Ungra jafnaðar-
manna á eftir að gera.“
Margrét Gauja Magnúsdóttir, formaður Ungra
jafnaðarmanna í Hafnarfirði, sem mun ekki mæta
á landsþing Ungra jafnaðarmanna á næstu helgi
vegna ósættis við stjórn landssambandsins.
SPURNING DAGSINS
Margrét, eruð þið að verða eins og
Heimdellingar?
HERMENN TIL SÚDANS
150 hermenn frá Rúanda héldu til Darfur í
síðustu viku til að koma á friði.
Utanríkisráðherra
Súdans:
Vonast eftir
friði í
næstu viku
ABUJA, AP Utanríkisráðherra Súd-
ans vonast til að átökum linni í
Darfur-héraði eftir friðarviðræð-
ur í Nígeríu í næstu viku. Upp-
reisnarhóparnir sem eiga í skær-
um í héraðinu munu einnig mæta
til viðræðna í næstu viku.
Ríkisstjórn Súdans hefur verið
brigslað um að styðja arabískar
vígasveitir sem hafa ofsótt svarta
Súdana í Darfur. Stjórnin hafnar
þessu. Utanríkisráðherra Súdans
segir forseta Nígeríu gegna lykil-
hlutverki í samningaviðræðum.
Afríkusambandið íhugar að senda
1800 hermenn til Darfur en nú
þegar eru um 300 hermenn þar á
þeirra vegum. ■
VIÐSKIPTO Hugbúnaðarfyrirtækið
Kögun hefur keypt ríflega þriðj-
ungs hlut í Opnum kerfum Group.
Seljendur eru Straumur fjárfest-
ingarbanki, sem átti 27 prósent í
Opnum kerfum, og Lífeyrissjóður
sjómanna. Straumur er stærsti eig-
andi Kögunar. Gengið í viðskiptun-
um var 26,5.
„Við fögnum nýjum fjárfest-
um,“ segir Frosti Bergsson, stjórn-
arformaður Opinna kerfa. Hann
telur kosti fylgja því að fyrirtæki
úr sama geira sé kjölfestufjárfest-
ir í félginu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins telja ýmsir innan Opinna
kerfa að Straum hafi skort þolin-
mæði sem kjölfestufjárfestir í fé-
laginu. Frosti segist ekki vilja legg-
ja mat á slíkt, enda sé mönnum
frjálst að kaupa og selja bréf í
fyrirtækinu.
„Við höfum fylgst með fram-
gangi og útrás Opinna kerfa Group
um nokkurt skeið og ákváðum að
falast eftir hlut Straums í félaginu.
Straumur reyndist hafa áhuga á að
selja svo við gripum tækifærið,“
segir Gunnlaugur M. Sigmundsson,
forstjóri Kögunar. „Við höfum trú á
framtíð Opinna kerfa og sjáum
ýmis tækifæri til samvinnu fyrir-
tækjanna og samlegðar og þá ekki
síst við dótturfélögin Skýrr og
Teymi.“
Opin kerfi verða framvegis
hlutdeildarfélag Kögunar, en sam-
kvæmt tilkynningu er ekki ætlun
að fara í yfirtöku að svo stöddu.
Margir telja þó líklegt að fyrirtæk-
in verði sameinuð á endanum. ■
SÍLDVEIÐAR
Með framferði sínu að undanförnu hafa Norðmenn gert Íslendingum ókleift annað en
fara með deiluna um Svalbarða fyrir dómstóla. Slíkt er kostnaðarsamt en óhjákvæmilegt
að mati sjávarútvegsráðherra.■ LÖGREGLUFRÉTTIR
ÁREKSTUR Á AKUREYRI Þrír voru
fluttir á spítala eftir harðan
árekstur fólksbíls og vörubíls á
gatnamótum Glerárgötu og
Strandgötu á Akureyri rétt fyrir
klukkan tvö í gær. Meiðsl þeirra
eru ekki talin alvarleg.
SEX ÁRA KVEIKTU Í Kalla þurfti á
slökkvilið eftir að sex ára drengir
kveiktu í fiskikörum á Suðureyri
í gær. Barst eldurinn í geymslur
rétt hjá körunum en að sögn lög-
reglu gekk vel að slökkva eldinn.
Lögreglan á Ísafirði vissi ekki
hversu mikið tjón varð.
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Segir að til greina komi að breyta meðal
annars samkeppnislögum og hlutafélaga-
lögum í kjölfar skýrslu um íslenskt við-
skiptaumhverfi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Tvö sérblöð í dag:
Stórleikur og
skólabyrjun
SÉRBLAÐ Með Fréttablaðinu í dag
fylgja tvö sérblöð. Annar er um
stórleik Íslendinga og Ítala sem
fram fer á Laugardalsvelli í kvöld.
Blaðið sem helgað er leiknum er
að finna innan í öðru sérblaði,
Námsblaðinu, sem helgað er upp-
hafi skólastarfs komandi vetrar.
Bæði sérblöðin eru í miðju Frétta-
blaðsins.
Hugbúnaðarfyrirtækið Kögun:
Með kjölfestu í Opnum kerfum
KAUPIR RÁÐANDI HLUT
Mikill vöxtur hefur einkennt starfsemi Kög-
unar. Félagið tryggði sér í gær ráðandi hlut
í Opnum kerfum. Gunnlaugur Sigmunds-
son, forstjóri Kögunar, hefur trú á útrás
Opinna kerfa.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R