Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2004, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 18.08.2004, Qupperneq 14
18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR JERÚSALEM, AP Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda sendinefnd á Vesturbakkann til að rannsaka ólöglegar landnemabyggðir Ísra- ela á svæðinu. Bandarískir emb- ættismenn hafa lýst óánægju með að Ísraelar skuli ekki vera teknir til við að rífa nokkrar smærri land- nemabyggðir langt inni á svæðum Palestínumanna eins og þeir höfðu lofað. För sendinefndarinnar þykir til marks um að verið sé að reka á eftir Ísraelum. Ariel Sharon forsætisráðherra hét því fyrir rúmu ári að leggja þessar landnemabyggðir niður. Það loforð gaf hann í tengslum við friðarumleitanir fyrir botni Mið- jarðarhafs. Þrátt fyrir að Sharon hafi heit- ið því að leggja útstöðvar land- nemabyggðanna niður eru menn ekki sammála um hversu margar byggðir beri að rífa. Ísraelsku samtökin Friður nú segja að rífa þurfi 53 landnemabyggðir. Stjórn- völd segja að einungis þurfi að rífa um helming þeirra byggða. Ísraelska ríkisstjórnin bauð í gær út byggingu þúsund heimila fyrir landtökumenn á Vesturbakk- anum. Bygging húsanna gengur þvert á það sem kveðið er á um í vegvísinum til friðar. ■ Samningaviðræður milli fulltrúa ríkisins og eigenda hluta hvera- svæðisins í Haukadal snúast fyrst og fremst um að tryggja vatns- vernd fyrir Geysi og raunar á svæðinu öllu. Fulltrúar ríkisins leggja á það áherslu að ekki verði tekið heitt vatn af hverasvæðinu í framtíðinni. Þeir eigendur lands á hverasvæðinu sem eru í nábýli við það hafa tekið heitt yfirborðs- vatn af því til heimanotkunar. „Við erum fyrst og fremst að ræða við landeigendur um öflun á heitu vatni fyrir þá, án þess að sú öflun hefði áhrif á gosvirkni Geysis. Aðalmál nefndarinnar er að tryggja gosvirkni Geysis til lengri tíma litið,“ segir Þórður H. Ólafsson skrifstofustjóri sem er formaður Geysisnefndar sem skipuð er þremur fulltrúum ríkis- ins. Aðrir í henni eru Þórhallur Arason og Jón Höskuldsson. Að sögn Þórðar er ljóst að þörf- in fyrir heitt vatn mun aukast í framtíðinni. Þar munar mest um þjónustusvæðið við Geysi, sem er í stöðugri uppbyggingu. Verði vatnsmagnið tekið af hverasvæð- inu eru taldar allar líkur á því að það muni trufla gosvirknina. Til frekari vatnsöflunar hefur nefndin þegar athugað tvo mögu- leika. Hinn fyrri var að taka heitt vatn frá veitunni sem er við Efri- Reyki. Sá kostur reyndist of dýr. Hinn kosturinn var að taka það frá Reykholti, það er að segja af Aratungusvæðinu. Hann reyndist einnig óhagkvæmur við nánari at- hugun. Heitt vatn í Kjarnholtum Nú hefur það gerst, sem hugsan- lega getur losað um þá sjálfheldu sem málið hefur verið í, að borun eftir heitu vatni við Kjarnholt, sem er rúmum 2 kílómetrum sunnan við hverasvæðið, skilaði jákvæðri niður- stöðu. Það fannst eftir tilrauna- borun sem eigendur jarðarinnar, ásamt Má Sigurðssyni hótelhald- ara á Geysi, stóðu fyrir. Rann- sóknir hafa leitt í ljós að vatns- taka þarna muni ekki hafa áhrif á gosvirkni á Geysissvæðinu. Eig- endur holunnar og Orkuveita Reykjavíkur ræða nú möguleika á því að hin síðarnefnda taki þátt rekstri holunnar í framtíðinni. „Tæknilega virðist þessi lausn vera að ganga upp,“ segir Þórður. „En þá á eftir að leysa alla samn- inga milli eigenda heitavatnshol- unnar og Orkuveitunnar, svo og ríkisins við landeigendur um að hætt verði vatnstöku á hvera- svæðinu, ásamt fleiri atriðum.“ Þeir sem eiga hverasvæðið á móts við ríkið eru á annan tug talsins, þannig að ýmsu er að huga í viðamikilli samningagerð eins og þeirri sem um ræðir. Svæðið innan girðingar er tæpir 20 hekt- arar að stærð og á ríkið um það bil þriðjung af því. Uppi hafa verið vangaveltur um hvernig eignarhaldi á því sé sem best fyrir komið. Ekki hefur verið lögð á það ofuráhersla að ríkið eignist það heldur fyrst og fremst talið æski- legt að eignarhaldið verði einfaldað. Brýn þörf á uppbyggingu Brýn þörf er orðin á uppbyggingu á hverasvæðinu en eigendur hafa ekki verið samhuga um hvernig henni skyldi háttað. Umhverfis- stofnun hefur unnið deiliskipulag á því í samráði við þá sem eru með rekstur við Geysi, miðað við það að ríkið eignist allt svæðið. Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfis- stofnunar, hefur bent á það í við- tali við Fréttablaðið að nýta þurfi minni hveri á svæðinu, því „heil- mikil fegurð“ sé fólgin í þeim. Uppi séu hugmyndir um að láta frárennsli frá hverunum renna í ákveðnum farvegum. Með því verði hægt að láta byggjast upp kísilskel, sem við núverandi að- stæður sé jafnharðan tröðkuð nið- ur og brotin. Því nái svæðið aldrei að fá þá fallegu heildarmynd, sem gæti ella verið á því. Þórður tekur í sama streng og Árni. Hann segir, að hugmyndir séu um að vatn sem kemur upp úr svæðinu fái að renna um það óhindrað og byggja upp hvera- hrúður. Göngustígar verði lagðir með tilliti til þess. Merkingar þurfi að vera miklu meiri og gleg- gri heldur en verið hafi. Þórður leggur áherslu á að málið verði klárað í heild sinni, það er vatnsmálin, áætlun um uppbyggingu, einföldun eignar- halds og önnur atriði sem skýrar línur þurfa að vera um. Nú sé von- andi að nást lausn með heita vatn- ið og þá geti menn tekið til við að hnýta aðra enda sem hingað til hafa verið lausir. ■ N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 1 1 9 Lotto.is er líka sölusta›ur lottó. fiú getur keypt eina rö› e›a fleiri – e›a bara sett tölurnar flínar í áskrift. Nú eru 120.000.000 ástæ›ur til a› fara á næsta sölusta› e›a lotto.is. Sjó›heitur milljónapottur! 16 Ef flú kaupir 10 ra›a se›il gætir flú komi› flér og fjölskyldu flinni til kóngsins Køben! ARIEL SHARON Hefur ekki staðið við loforð um að rífa landnemabyggðir langt inni á svæðum Palestínumanna. Ísraelar byggja fleiri hús fyrir landnema á Vesturbakkanum: Ýtt við stjórnvöldum HVERASVÆÐIÐ Í HAUKADAL Hverasvæðið í Haukadal hefur verið gagnrýnt fyrir að þar þurfi betri öryggismerkingar, göngustíga og örugga umsjón, þannig að það fái notið sín sem best, svo dýrmæt náttúruperla sem það er. Eftir áralanga sjálfheldu sem uppbyggingarmál svæðisins hafa verið í virðist nú vera að rofa til, þannig að svæðinu verði sýndur sá sómi sem það á skilið. Ríkið vill vatns- vernd fyrir Geysi Ríkið leggur áherslu á að fá vatnsvernd fyrir Geysi í Haukadal og raun- ar allt hverasvæðið. Það vill jafnframt uppbyggingu á svæðinu en málið hefur verið í sjálfheldu árum saman vegna andstöðu eigenda. JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÁTÖK ERU MILLI RÍKISINS OG ANNARRA EIGENDA HVERASVÆÐISINS Í HAUKADAL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.