Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2004, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.08.2004, Qupperneq 24
18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR4                       !      ! "  #      $    %&     !  '  #   (   )!  *++%,&&         Innritun fyrir haustönn 2004 stendur yfir dagana 19. - 21. ágúst þ.m. Innritun í Öldungadeild MH fyrir haustönn 2004 stendur yfir fimmtudaginn 19. ágúst kl. 13.00 - 18.00, föstudaginn 20. ágúst kl. 13.00 - 18.00 og laugardaginn 21. ágúst kl. 10.00 - 14.00. Mögulegt er að innrita í gegnum síma eða vefinn. Sjá nánar á heimasíðu MH. Greitt er sérstaklega fyrir mat á fyrra námi. Skólagjöld ber að greiða við innritun. Fjölbreytt nám í boði Fjöldi námsáfanga í boði m.a. í dreifnámi í raungrein- um, tungumálum og samfélagsgreinum undir leiðsögn reyndra og vel menntaðra kennara. Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Öldungadeild www.mh.is Verkmenntaskóli Austurlands í Fjarðabyggð getur bætt við nemendum næsta skólaár m.a.í grunndeild rafiðna, málmiðnanám (þ.á.m. framleiðslutækninám í samvinnu við ALCOA/Fjarðarál), sjúkraliðanám og á bóknámsbrautir (náttúrufræðabraut og félagsfræðabraut). Við skólann er starfrækt heimavist og mötuneyti. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 477-1620 eða með tölvupósti va@va.is Frekari upplýsingar eru að finna á heimasíðu skólans va.is Eftirlætiskennarinn: Elsku drengurinn, slappaðu af og syngdu eins og maður „Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guð- mundur Jónsson,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngv- ari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. „Guðmundur er einn af fáum kennurum sem ég hef kynnst sem bera takmarkalausa virðingu fyrir þeirri þekkingu sem þeir eru að miðla. Ekki spillti svo nef- tóbakið fyrir sem hann kenndi mér snemma að það er hverjum söngvara bráðnauðsynlegt. Ólíkt sumum kennurum sem ég hef verið hjá hefur Guðmundur haft það að leiðarljósi að söng, sem hann kennir manna best, sé ekki hægt að kenna heldur bara læra. Hann sagði við mig í fyrsta tím- anum að regla númer eitt í söng- námi væri að trúa aldrei kennar- anum sínum. Þetta er held ég eitt besta sjónarmið sem kennari get- ur haft. Til að læra söng og stunda verður söngvarinn að vera efasemdarmaður, hlusta á allt en taka svo bara það sem hentar. Fimm kennarar geta haft fimm mismunandi skoðanir og þú verð- ur að velja. Kennara verðum við hins vegar að hafa því söngvarinn getur ekki verið eigin gagnrýn- andi. Við verðum því að hafa eyru nálægt okkur sem við getum treyst og eyrun á Guðmundi Jóns- syni eru einmitt þess háttar eyru. Maðurinn er kominn á níræðis- aldur, er enn að kenna og syngur eins og engill. Guðmundur er svo hógvær og ber svo mikla virðingu fyrir faginu að hann hefur vísað efnilegu fólki frá sér sem hann telur að myndi græða meira á því að fara annað. Í mínu tilfelli rak hann mig til útlanda þar sem ég hafði ekki tíma til að stunda söng- inn almennilega hérna heima vegna vinnu. Þegar ég fékk sím- tal frá Royal Academy í London þar sem spurt var hvort ég væri tilbúinn til að koma í skólann sagði hann „nei, þú ert ekkert til- búinn en drífðu þig út því annars gerist ekki neitt“. Guðmundur er líka boðberi hóflegs kæruleysis og ég held því fram að hann hafi ekki síður kennt mér um lífið, tilveruna og barnauppeldi en söng. Þessi lífsspeki rúmast í setningunni: „Elsku drengurinn minn, slappaðu af og syngdu eins og maður.“ Ég minnist þess ekki að hafa stigið á svið án þess að þessi setning hafi flogið um hugann,“ segir Ólafur Kjartan en eins og alþjóð veit hefur hann verið tíður gestur á óperusvið- inu með nestið frá Guðmundi Jónssyni í farteskinu. ■ Neftóbak er allra söngmeina bót. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Yddari Strokleður Reglustika Tússlitir BlýanturTrélitir Penni Ómissandi í pennaveskið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.