Fréttablaðið - 18.08.2004, Síða 31

Fréttablaðið - 18.08.2004, Síða 31
Á bekknum: Birkir Kristinsson (ÍBV), Arnar Grétarsson (Lokeren), Helgi Sig- urðsson (AGF), Brynjar Björn Gunnarsson (Watford), Arnar Þór Viðarsson (Lokeren), Jóhannes Karl Guðjónsson (Leicester), Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk), Kristján Sigurðsson (KR) og Gunnar Þorvaldsson (ÍBV). Á bekknum: Christian Abbiati (AC Milan), Alessandro Birindelli (Juventus), Giuseppi Favalli (Inter), Nicola Legrottaglie (Juventus), Simone Barone (Palermo), Aimo Stefano Diana (Sampdoria), Sergio Vopli (Sampdoria), Francesco Flachi (Sampdoria), Fabrizio Miccoli (Juventus) og Luca Toni (Palermo). Hundrað fjölmiðlamenn Ítalskir fjölmiðlar sýna leik Íslands og Ítalíu mikinn áhuga en um hundrað fjölmiðlamenn munu koma til lands- ins í tilefni hans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðlafólk flykkist til landsins en á annað hundrað fjöl- miðlamenn komu til landsins þegar Íslendingar mættu Skotum og síðar Þjóðverjum í undankeppni HM. Þetta er hinsvegar mesti fjöldi sem mætt hefur til að fylgjast með vináttuleik. Flestir frá Juve Aðeins tíu leikmenn sem léku með Ítölum á Evrópumótinu í sumar eru í landsliðshópnum sem kominn er hingað til lands. Þó nokkrir leikmenn eru meiddir þar á meðal Francesco Totti, Christian Vieiri, Fabio Cannavaro og Antonio Cassano. Ítölsku leik- mennirnir eru margir hverjir ungir en eru taldir framtíðarleikmenn lands- liðsins. Flestir leikmannanna koma frá Juventus, sex talsins, AC Milan og Sampdoria eiga þrjá leikmenn, Inter, Valencia og Palermo tvo og Lazio og Roma einn. Mikla athygli velur valið á leikmönnunum frá Sampdoria og Palermo en því er spáð að þau geti orðið spútnikliðin í Serie A í vetur. Del Piero í kuldann Ítalskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um að Alessandro Del Piero hafi ekki verið valinn í landsliðshópinn. Marcello Lippi, þjálfari Ítala, hefur margoft lýst því yfir að Del Piero sé einn besti leikmaður heims. Hann ákvað hins vegar að skilja Del Piero eftir heima þar sem hann telur hann ekki í nógu góðu formi. Ýmsir telja að önnur ástæða sé sú að Lippi vilji slá á þær raddir sem uppi voru um að gull- drengurinn hans fengi áfram endalaus tækifæri með landsliðinu en Lippi hélt oft hlífiskildi yfir Del Piero hjá Juventus. Spennandi verður að sjá hvort Francesco Flachi, leikmaður Samp- doria, fái tækifæri í dag en hann þykir einn skemmtilegasti framherji Ítala. Flachi þessi skoraði meðal annars tvö mörk með hjólhestaspyrnu á síðustu leiktíð og lagði upp tvö – með hjól- hestaspyrnu. Háleit markmið Marcello Lippi, þjálfari ítalska lands- liðsins, stefnir að því að ná heims- meistaratitlinum í Þýskalandi árið 2006. Lippi hefur sagt að leikurinn gegn Íslendingum sé mikilvægur und- irbúningur til að ná því markmiði en Ítalir mæta Norðmönnum í fyrsta leik undankeppninnar. Lippi er enginn ný- græðingur í boltanum en hann hefur meðal annars þjálfað Juventus, Samp- doria, Inter og Napólí. Eignast „sína“ menn Lippi hefur lagt mikla áherslu á að skapa anda hjá landsliðinu sem líkist því sem gerist hjá félagsliðum. Af þeim sökum hefur hann valið leik- menn sem þekktir eru fyrir mikla baráttu og einnig gefið minni spámönnum tækifæri í þeirri von að þeir leggi allt í sölurnar með land- sliðinu, nokkuð sem ofurstjörnurnar hafa verið ásakaðar um að gera ekki. Sagt er að hann sé með valinu á framherjunum Fabrizio Miccoli og Francesco Flachi að leita sér að nú- tímaútgáfu af „Toto“ Schilacchi, Sikileyingnum smávaxna sem sló óvænt á gegn á HM 1990. Með valinu á Fabio Bazzani og Luca Toni er hann eflaust að skoða hvort þeir gætu leyst af Bernardo Corradi eða Christian Vieri sem stærri maðurinn í fram- línunni en Lippi kýs eins og margir ítalskir þjálfarar að spila með stóran mann fremst, studdan af öðrum minni og hreyfanlegri framherja og með framliggjandi miðjumann að baki þeirra. [ Ítalír mæta í Dalinn ] Þórður Guðjónsson til vinstri og Heiðar Helguson fyrir neðan. Hermann Hreiðarsson fyrir ofan, Eiður Smári Guðjohsen til hægri og Rúnar Kristinsson á litlu myndinni að ofan til hægri. Alessandro Nesta verður fyrirliði ítalska liðsins í leiknum gegn Íslandi. Gianlugi Buffon fyrir ofan og Gennaro Gattuso er á myndinni fyrir neðan. 3MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004 Árni Gautur Arason 29 ára – Valerenga – 37 leikir Ívar Ingimarsson 27 ára – Reading – 16 leikir Pétur Marteinsson 31 árs – Hammarby – 31 leikur/1 mark Hermann Hreiðarsson 30 ára – Charlton – 55 leikir/3 mörk Ólafur Örn Bjarnason 29 ára – Brann – 17 leikir Rúnar Kristinsson 35 ára – Lokeren – 103 leikir/3 mörk Gylfi Einarsson 26 ára – Lilleström – 11 leikir Eiður Smári Guðjohnsen 26 ára – Chelsea – 29 leikir/9 mörk Heiðar Helguson 27 ára – Watford – 28 leikir/5 mörk Þórður Guðjónsson 31 árs – Bochum – 53 leikir/13 mörk Indriði Sigurðsson 23 ára – Genk – 17 leikir Fabio Bazzani 28 ára – Sampdoria Marco Di Vaio 29 ára – Valencia Gianluigi Buffon 26 ára – Juventus Marco Materazzi 31 árs – Internazionale Gianluca Zambrotta 27 ára – Juventus Alessandro Nesta 28 ára – AC Milan Massimo Oddo 28 ára – Lazio Stefano Fiore 29 ára – Valencia Manuele Blasi 24 ára – Juventus Gennaro Gattuso 26 ára – AC Milan Simone Perrotta 27 ára – Roma Líklegt lið Íslands Líklegt lið Ítalíu Hverjir byrja leikinn í kvöld? Fréttablaðið telur að Gylfi Einarsson fái tækifærið og Rúnar Kristinsson komi aftur inn í byrjunarliðið í leiknum gegn Ítölum í kvöld. Samkvæmt því liði munu þrír menn sem byrjuðu í 1–6 tapinu gegn Englandi missa stöðu sína í liðinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.